Dagur - 09.04.1921, Side 3

Dagur - 09.04.1921, Side 3
15. tbl. DAGUR 59 Opinbert uppboð. Fimtudaginn hinn 12. maí n. k. verður haldið opinbert upp- boð að Ósi í Arnarneshreppi, og par selt með viðunandi verði: alskonar dauðir inunir, svo sem: rúmfatnaður alskonar, ílát og hirslur, prammi og fyrirdráttarnet o. m. fl., einnig lifandi búpen- ingur, eins og: kýr, hestar, ær, gemlingar og hrútar. Söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Uppboðið hefst réttvísandi klukka 11 f. h. Ósi í Hörgárdal 9. apríl 1921. Elín Gunnlaugsdóttir. Tilkynning. Herra verzlunarmaður Jóhannes Jónasson er gjaldkeri >Sjúkrasamlags Akur- eyrar.« Verður hann að hitta hvern virkan dag á skrifstofu Landsveralunar Hafnarslræti 93. Sigtr. Porsteinsson, p. t. formaður. Verð fyrst um sinn Heiti, 63 kg., kr. 60.00, Strausykur, 100 kg., kr. 140.00. Akureyri 7. apríl 1921. Landsverzlui). því betur. Þroskunin krefst meiri og minni umsvifa á leikvelli lffsins. En ritið er þrátt fyrir þetta fróð- legt og skemtilegt, vekur samúð les- endanna með farsældarmálum þjóðar- innar. Enda er það tilgangurinn. En það vekur lfka samúð með höfundin- um, — en ekkért væri þó betur fallið til þess að vekja þá samúð og rétt- an skilning, eins og merkileg æfisaga höfundar. En af henni hefir hrotið aðeins lftill moli f þetta rit. Pingfréttir. Frumvarp til laga um breytingu á bæjarstjórnarlögum Akureyrar orðið að lögum. Innihald: Af öllum lóðum og lendum í Akureyrarkaupstað, sem ekki eru opinber eign, skal greiða árlegt gjald í bæjarsjóð, sem nefnist lóðargjald. Bæjarstjórnin áveður upp- hæð gjaldsins fyrir eitt eða fleiri ár í senn. Þó má það eigi af lóðum vera lægra en i°/o og eigi hærra en 2°/o af síðasta fasteignamatsverði, en af túnum, matjurtagörðum og erfðafestu- löndum hálfu lægra. Samþykt að selja Svarfdælahreppi jörðina Upsa. Neðri- deild samþykti, miðvikud. frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar í bæjar og sveitarstjórnir. Skilyrði um gjald til almenningsþarfa afnumið. Kosningarétt öðlast einnig þeir sem þiggja sveitarstyrk. Tóbaks- einkasalan marðist gegnum Nd. á miðvikudaginn með 14 atkv. gegn 13. Óvfst um afdrifin. Fjárveiting til Sjúkrahússins á Akur- eyri 17 þús- Engin von um meira. Magnús Pétursson, læknir átti tillög- una um að lækka þessa fjárveitinguna úr 20 þús., sem var á frumvarpi til fjáraukalaga. Ekkert fé veitt til flóabáta norðan eða austanlands. Goðafoss sem ætlað er, að verði tilbúinn 1. júlf, á að ann- ast strandferðir á þessu svæði, en koma hvergi við á leið frá Reykjavfk til ísafjarðar hvoruga leið. 60. þús. veittar til þessara ferða. Auk þess Sterling samkvæmt áætlun. Breyting á póstlögum komin gegn- um Nd. Burðargjald undir bréf innan- lands 20 aur. f stað 15. Engin hækk- un fyrir blöð og bækur. Fasteignaskattur til 2. umræðu f Nd. Skatturinn iækkaður úr 3% niður f 2V2 á jarðeignum etc og á húsum úr 2% niður í V2. Danska varðskipið tók brezkan tog- ara í landhelgi. Sá var sektaður um 10 þús. Annan fór það með til Vest- mannaeyja og var sá sektaður um 2 þús. Akureyri. Glíma fór fram í Samkomuhúsinu fyrra laugardagskvöld. Þrenn verðlaun voru veitt. Drengir glímdu um silíur- pening og hlaut hann Guðmundur Ásgrímsson. Unglingar glfmdu um gullpening og varð hlutskarpastur Alfreð Steinþórsson. Seinast glímdu fullorðnir menn um Akureyrarskjöldinn og vann hann í annað sinn Garðar Jónsson. Drengirnir glímdu bezt. Verð- launakappið virðist ráða of miklu um glfmuna. Enda treystust dómendur ekki til að dæma neinum vcrðlaun fyrir fegurðarglfmu. Lfklega verður það seint skilið, hversu mikið ógagn kappglímuverðlaunin og glfmulögin hafa unnið glímunni, sem fagurri íþrótt, auk þess sem þátttöku hefir hnignað ár frá ári. Stefnubreyting þarf að verða í þessu efni og vill Dagur hvetja ungmennafélögin, til þe3s að taka það mál til rækilegrar fhugunar. KlukKu úrsmiður Kristján Halldórsson nýlega sett út f glugga á búð sinni í Strandg. 1. Hún er ætluð öllum almenningi til afnota. Kristján er hugvitssamur og hagleiks- maður mikill. Klukka hans er að því leyti merkileg, að sólarhringurinn allur, ásamt eyktanöfnum, er markaður á skffuna, og hefur Kristjáni tekist með miklum útreikningi, að haga samsetn- ingu hennar svo sem þuríti. Þetta er bæjarbúum mikið hagræði og gæti orðið einhverjum sérstaldega mikið hagræði, sem geta undir öllum kring- umstæðum áttað sig á því, >hvort það er nótt eða dagur,« ef þeir þekkja á klukkuna hjá Kristjáni. GóBar samgöngur. innflutnings- nefndin bannaði innflutning á ávöxtum og varð úi þvf rekistefna, að einn kaupmaður flutti inn eitthvað af þeirri vöru snemma f vetur og kallaði græn- meti. Um mánaðarmótin síðustu hætti svo nefndin störfum. En tveimur eða þremur dögum sfðar voru ávextir seldir f mörgum kaupmannabúðum hér á Akureyri. Annaðhvort er hér um að ræða' mjög kunnáttulegan við- búnað, eða að samgöngurnar milli Akureyrar og útlanda eru orðnar svo góðar, að það er alveg dæmalaust. En því miður er ekki hægt að segja um hversu mikið verðfall á þessari vöru frelsið orsakar, því hún var hér ekki fyrir, til sölu, í búðunum. Molar. Peningagengið. Fyrir nokkru steig danska krónan til muna. íslendingur eyddi mörgum dálkum f rökvillu, til þess að sanna, að orsök þess hafi verið eú, að innflutningshöftunum var létt af f Danmörku. Nú hefir krónan aftur fallið, næstum því í sama verð og áður var og nú þegir íslendingur um málið. Nýjar gestaþrautir hefir ísiending- ur fundið upp nýlega. Það er leiðandi greinarnar í 18. og 19 tbl. blaðsins. Ýmsir kaupendur blaðsins láta gesti sína glfma Við að skilja þessar grein- ar, en það hefir enn ekkl tekist. Sumir hafa jafnvel fullyrt, sð sér hafi orðið ilt við lestur þeirra, eins og stundum verður, þegar mótsagnir og flókin hugsanaþvæla mætir mönnum. Þraut- irnar munu vera þannig úr garði gerð- ar, að þær verða því óskiljanlegri sem meira er um þær hugsað. Getur það verið ein tegund af list, að búa til þesskonar hugsunarfræðilegar svika- myllur. Hér skal tekin ein heilsíeypt málsgrein sem sýnishorn, gripið af bandahófi: >Sé það eins og fjármálaráðherrann tók fram, að allar okkar matarholur séu tæmd- ar, þá er eyðslan* nátturlegasta og næst- liggjandi ráðið að grípa til, þess að ná upp sköttunum, og þetta ráðið ásamt þeirri heilbrigði, sem slík sparsemi* mundi hafa í för með sér, geturdrepið okkur úr núverandi viðskiftadróma miklu fyr en okkur sjálf grunar og veitt oss möguleika til þess að nofaþau auðæfi, sem náttúran * Leturbreytingin mfn. Ritstj. Bókband. Bæktir fást fljótt og vel innbundnar hjá Sig. Sigurðssyni, bóksaia á Akureyri. hefir látið okkur falla í skaut.< (ísl. 19. tbl. 1921.) Fleira þessu lfkt mætti tína úr greinum þessum. En þetta hlýtur að vera nóg í bráðina. Úr öllum áttum. Helgi magri. Nýkomin Heims- kringla getur þess að Helgi magri, sem er félag Eyfirðinga vestan hafs, ætli að þessu sinni, að verja ágóðan- um af Þorrablóti sfnu til Sjúkrahússins á Akureyri, sem sé í fjárþröng eftir því sem blaðið Dagur segi. Mun þar vera skfrskotað til greinar, sem birtist í blaðinu s. 1. haust um sjúkrahúsið. Vestur-íslendingar sýna enn sem fyr bróðurhug sinn og viðbragðsflýti, þegar þörf er hjálpar. Dagur biður Heims- kringlu að flytja þeim alúðar þökk og vinarkveðju allra þeirra mörgu manna, sem njóta þessarar hjálpsemi. Sfaðarfellsfjjónín, sem á sfðast liðnu hausti urðu fyrir þungum harmi, er fernt af heimilisfólkinu druknaði, þar á meðal einkasonur þeirra og fóstur- sonur, hafa snúist við harmi sfnum á höfðinglegan og stórmannlegan hátt. Þau hafa ákveðið að gefa eignarjörð sfna Staðarfell, með öllum húsum og mann- virkjum, til skólajarðar fyrir hinn væntanlega kvennaskóla við Breiða- fjörð. Er gjöfin helguð minningu þeirra Gests sonar þeirra og Magnúsar Guð- finnssonar fóstursonar þeirra. Enn íremur bjóða þau ríkinu til kaups, við sanngjörnu virðingarverði, búslóð sfna alla, sem er f fyrirmyndarástandi. Loks óska þau hjón eftir þvf, að mega búa um sig í ellinni heima á Staðar- felli og njóta styrktarfjár. Óhætt mun að segja, að samúð þjóðarinnar allrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.