Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 2
66 DAGUR 17< tbl. frá þvf um síðustu áramót og tap bændanna yfirleitt er borið saman, standast þær upphæðir því nær á. Ef sama verð heíði fengist fyrir afurðirn- ar og i íyrra, hefðu bændur staðið nokkurn veginn jafnréttir þrátt fyrir vorh^rðindin og dýrtfðina. Fundurinn vottaði framkvæmdarstjóra Sig. Krist- inssyni traust sitt með lófataki. Sömu- leiðis var framkvæmdastjóra S. í. S. vottað traust í einu hljóði (þegar fundargerð var lesin upp, bað Sigur- jón, læknir á Dalvik að hafa sig und- anskilinn og var það gert). Að Ioknum fundi hélt ritstjóri Dags fyrirlestur um skipulag samvinnufélaga. Kaupdeilan og atvinnuhorfurnar. Það var ekki annað en við mátti búast, að ritstjóri »Verkamannsins« fyndi ástæðu til að taka til orðar út af pistli þeim, er eg reit um kaup- gjaldsmál landbúnaðarins f 2. tbl. »Dag8« þ. á. Hann batt sig samstundis til andmæla, en áskildi sér þó umhugs unarfrest, og virðist það hafa verið heillaráð, því andsvar hans er mun hógværlegra, en við mátti búast, eftir bráðabirgðaumsögn hans að dæma, þá er grein mín kom út. — En ritstjór- inn gerir sér annars áltof háar hug- myndir um blað sitt, með þvf að ætla að það hafi verið tilvera »Verkamann- sins,« sem hratt mér til þess að hefjast orða um þetta mál. Þó eg í upphafi málsins vitnaði til orða, er í blaðinu höfðu staðið, þá voru þau ekki nema eitt tilefni af mörgum til að ræða kaupgjaldsmálið opinberlega, enda kemur það nú fram, að ýmsir aðrir hafa nú nýskeð vakið umræður um það, út frá því raunverulega ástandi, sem fyrir liggnr, og framundan blasir við. En vel á minst um tilvitnunina. Ritstjóri V.m. vill ekki kannast við að blaðið bafi flutt ummæli þau, sem eg hermdi eftir þvf, Álftur hann, að eg hafi bygt á ummælum einhvers E. G. sem, ritað hafði um sama málefni í »Dag« f íyrra, en þarna getur hann skakt til og misminnir jafnframt, því tilvitnun mfn var því sem næst orð- rétt málsgrein, er birtist sem alveg sérstðk klausa í fréttadálki í »Verka- manninum« f fyrravor, og út af henni vissi eg ekki til, að neínn ritaði f »Dag«. Því miður hefi eg ekki blaðið í höndum, því eg verð víst að bera kinnroðann af því, að spara* mér kaup á »Verkamanninum«, en maður getur nú séð blöð með frjálsu móti, án þess að kaupa þau. Sum blöð þykja t. d. henta vel sem umbúðapappfr. Eg verð þvf að mælast til þess við rít- stjórann, að hann leiti betur í frétta- dálkum blaðsins, frá marz eða aprfl f fyrra — það mun varla verða ár- angurslaust. Af því ritstjórinn fer þannig villur vegar um heimild mfna, minnist hann þess ekki að blaðið hafi talað neitt um »sanngjarnt kaup«, að þess dómi. Sú umsögn mun þá einungis hafa staðið f binni tilnefndu klausu, er eg tók upp eftir því. — Má að sjálfsögðu virða það til vorkunnar, þó enginn vilji nú kannast við að hafa talið 60 til 70 króna vikukaup (kvenfólks) sann- gjarnt f sumar sem Ieið. En til máls- bóta þeirri umsögn á þeim tfma, sem húh kom fram, vil eg geta þess til að ritstjórinn hafi heyrt enn þá meiri öfgar kveðnar upp, og ályktað þá sem svo, að sanngirnin hlyti að vera á næstu grösum þar fyrir neðan. Að vfsu væri hann ekki einn um slfka rökvillu f hugsun. Svo vikið sé að sjálfu umtalsefninu, þá er þess strax að geta, að »Verka- maðurinn* ástundar miklu meira, að bera f bæti fláka fyrir þvf ástandi og skipulagi, sem eg átaldi, og að finna agnúa á ástæðum mfnum hcldur en að vefengja þær. Þó sumstaðar gæti mis- ski'nings á aukaatriðum, þá er það ekki nema »eins og gengur*, og svar- ar sér ekki að eltast við það. — En hitt finst mér þurfa leiðréttingar við, að ritstjóri V.m. virðist ætla, að eg, og aðrir þeir, sem um þetta mál hafa ritað frá sömu hlið, snúi ádeilunni sérstaklega á verkamannafélögin. Eg fyrir mitt Ieyti hefi engan dóm á á þann félagsskap lagt; álít ekki nema eðlilegt, að til hans væri stofnað, að erlendum sið, enda þótt ástæður væru nokkuð á annan veg hér. Á hinn bóginn sé eg, að það spor verka- mannastéttarinnar leiðir beinlfnis til þess, að stofnað sé til samskonar sambanda á móti. En slfkur vígbún- aður, af beggja hálfu, álft eg að ekki skapi neina farsæld f þjóðfélaginu, frá þvf sem áður var, heldur leiði til almennara stéttarfgs, og samvinnu- andúðar um þau mál, sem f eðli sfnu eru almenn, eða grfpa til allra stétta jafnt. Nei, það sem mest hefir skift máli, og það sem hefir hrundið okkur Guð- mundi á Sandi til að rita um þetta málcfni, er ekki verkamannasamtökin, heldur hitt, að fólk það, sem eigi er bundið við neina fasta atvinnu, á sína ábyrgð eða annara, heldur flögrar um í leit að eftirvæntum tækifærum, stund- argróða — það fólk er að ná valdi yfir rekstursmöguleikum helztu atvinnu- vega í landinu og misbeilir þvi valdi svo, að fyllilega getur leitt til kyrk- ings og bnignunar í bráðnauðsynlegri framleiðslu þjóðarinnar. Það er þetta fólk sem skapar hæstu kaupkröfurnar, eða sem verra er, knýr óbeinlfnis fram hin heimskulegu kauptilboð broddborgara úr hópi bænda eða út- vegsmatr.ja, sem síðan er flaggað með, og ritstjóri V.m. álftur eðlilega af- leiðingu hinnar frjálsu samkepni. Jú, mikið rétt! Það er þetta fólk, sem mótar lffskröfur yngri kynslóðarinnar í landinu — þær, að geta unnið fyrir árs framfærinu á fám mánuðum og vera svo ómagi sjálfs sfn, eða annara, hinn tímann. Það er ekki handiðna- mennirnir f kaupstöðum, eða venju- legir daglaunamenn, sem fá þann dóm, en þeir munu annars vera kjarninn f verkamannafélögunum. Það er þetta áðurnefnda fólk — upprunnið ýmist úr sveitum eða kaupstöðum, sem þyrp- ist hópum saman f höfuðstaðinn — dýrasta stað landsins — á vetrum og eyðir þar efnum sfnum, og stund- um annara, frá nauðsynlegum stuðn- ingi framleiðslustarfa f landinu. Það er þetta fólk, sem minsta ábyrgðar- tilfinningu virðist hafa fyrir þvf, að hverju stefnir með þjóðarbúskapinn. Það má ef til vill virða til vorkunnar vegna æsku þess og reynsluleysis, og svo hins, að það hefir minot 1 hættu meðan atvinnuvegirnir steypa ekki alveg stömpuro. En þeim mun meiri ástæða er til, að láta það ekki hafa vald yfir rekstursmöguleikum atvinnu- veganna f landinu, með því að setja upp svo hátt kaup, að atvinnurekend- ur dragi sem mest saman seglin og framleiðsla landsins minki, þegar mest á að auka hana. Það er ekki ábyrgðarlaust að vera leiðtogi slfks flokks. Eg ^ veit ekki hvort ritstjóri V.m. vill gerast mál- svari hans f heild sinni. En taki hann upp sókn eða vörn fyrir hans hönd, þá er ekki nema rétt af honum, að gera sér grein fyrir hvað við tekur, ef aðalatvinnuvegirnir leggjast alvatlega f kaldakol, og eftirspurn vinnukrafts þverr mjög stórkostlega af þeim sök- um, án þess þó, að útlendar vörur falli verulega f verði, svo ódýrara vetði að lifa. Það var með þann mögu- leika fyrir augum, svo ógeðfeldur sem hann er umhugsunar, að eg sagði f fyrri grein minni, að ef til vill yrði að taka til annara ráða, en að kref- jast hærra kaups. Þau heilræði kveða nú við úr ýmsri átt á sfðasta misseri, til einstakra bænda, og bændastéttarinnar f heild sinni,* að nú sé um að gera að hafa sem minst um sig, kosta sem minstu til og reyna að komast sem mest bjá þvf að hafa aðfenginn vinnukraft. Þessi heílræði eru eðlileg og sjálfsögð frá sjónarmiði einsiakiingsins, en ef að þeim er farið, eru afleiðingarnar auð- Bæjar. Fyrst og fremst á þann hátt, að framleiðsla landsins gengur saman, nema þá að þvf leyti, sem verkafólks- sparnaðurinn kynni að verða véginn upp af aukinni vélavinnu eða bæltum starfsaðferðum. En á þvf er ekki mik- ill rekspölur almennt. — í annan stað getur rekið að þvf, ef mikil brögð verða að kyrstöðu f atvinnuvegunum og eítirspurn vinnu þverr óðfluga, að hér verði meira eða minna atvinnu- leysi, eins og þegar er mjög komið fram f nágrannalöndunum. — En ef svo færi, ræðst ekki bót á þvf, nema annað tveggja, að viðskiftaástandið við útlönd batni að miklum mun, eða þá hitt, að kaupgjald falli svo, að f samsvörun verði við tekjur atvinnu- veganna, þvf þá eykst eftirspurn vinnu aftur af sjálfu sér. Fyrir mitt leyti er eg þeirrar skoð- unar, að ískyggilegast af öllu fyrir afkomu þjóðarinnar sé það, ef atvinnu- rekendur draga saman seglin yfirleitt. Heilræðin áðurnefndu eru góð fyrir þá einstaklinga, sem geta búið að sfnu, en fyrir heildina er þau hreint og beint lokaráð. Nú þarf þjóðin ein- mitt að framleiða sem mest, bæði til eigin framfærslu, og verzlunar út úr landinu. Þá hjálpar ekki að manna einungis annan hvorn bát, og annað * Sennilega til annara atvinnurekenda Kka. eftir þvf. Á hinn bóginn er sjálfsagt að fresta svo sem verða má þeim frarnkvæmdum, sem heimta aðkeypt efni að miklum mun (byggingum, brúa- gerðum etc), þvf nógar munu kröfurn- ar samt, sem útlönd eiga á okkur. En til vegagerða, jarðabóta og þ. h. þarf ekki aðkeypt efni til muna — nema þá vélar, — og þvf væri það mjög illa farið, eí hverfa þarf frá slfk- um störfum. Þar veltur mest, eða jafnvel einungis, á kaupgjaldi lausa- fólksins. Því mjög fá sveitaheimili hafa þeim liðskosti á að skipa heima fyrir, að til aflögu sé frá venjulegum heima- störfum. En eins og horfir, má búast við að algerð kyrstaða verði á fram- kvæmdum slfkra starfa, nema kaup- gjald falll að miklum mun. Þetta er hugleiðingarefni fyrir allar stéttir; ekki sfzt verkamannastéttina, en þó fyrst og fremst þá, sem vilja vera og eru leiðtogar hennar. — Horf- urnar eru þær, að þjóðin verði fátæk- ari með hverjum degi sem líður — að hún eyðir meiru en hún aflar. Ekki getur það gengið lengi, og þvf sfzt, ef framleiðslan þverr. Eyðslan tak- markast ekki að saraa skapi, meðan nokkuð er til og hægt er að skulda. — Og enn sfður getur orðið löng bið á því, að þjóðartapið korai meira eða minna alment niður á atvinnutekjum og afkomu allra stétta. Við því lög- máli geta engin samtök spornað til lengdar. Sé nú þetta heildarástand, sem við blasir, heimfært á einstaklingana, þá er reyndar auðsætt, að þeir væri hólpnastir, sem trygð væri sæmilega góð afkoma við atvinnu á annara á- byrgð. Aldrei hafa verið óálitlegri horíur fyrir menn að hefja búskap, eða annan atvinnurekstur. En um af- komu fastráðins fólks, skíftir mjög f milli aðaiatvinnuveganna, landbúnaðar og sjávarútregs, í því formi, sem hann er yfirleitt rekinn nú. Þar er að vísu borgað hærra kaup í orði kveðnu, en vegna þess hve afurðir þeirrar at- vinnu eru einhæfar til mannlegra þarfa, styður hún Iftið að þvf óbeinlínis að kaupið hrökkvi. — Með öðrum orðum: sú atvinna veitir ekki nema takmark- aðan stuðning og tryggingu þess, hvort kaup starfsfólksins nægir til framfæris og annara útgjalda. Það er því, öllum stéttum fremur, háð út- lcndu vöruverði, með afkomu sfna, en má á hinn bóginn, eins og sakir stsnda, láta sér í léttu rúmi liggja um verð fslenzkra afurða. Þar liggur vafalaust ein aðalorsökin til þess skorts á ábyrgðartilfinningu um þjóð- arbúskapinn, sem þvf er um nasir núinn. Við landbúnaðarstörf leggja at- vinnurekendurnir aftur á móti fram fyrstu og óhjákvæmilegustu lffsnauð- synjarnar: fæði, húsnæði og annað, sem þar íylgir með, og sé um að ræða starfsfólk að staðaldri, þá er enginn vafi á, að það fær kost á ódýrari og haldbetra fatnaði, sem er innlend framleiðsla. í stuttu máli: atvinnuafurðirnar sjálfar styðja það og tryggja, að kaupgjaldið gangi ekki alveg f súginn, og orka þvf jafnframt að draga úr útlendum vörukaupum til neyzlu og klæðnaðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.