Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 4
DAOUR 1?. tbl. 68 Erfðafestúland er til sölu, vel girt og að nokkru leyti ræktað. Stærð 8 vallar- dagsláttur. Upplýsingar gefnar á bæjarstjóraskrifstofunni. Uppboð verður að forfallalausu haldið að Végeirsstöðum í Fnjóskadal, priðjudaginn 10. maí n. k., kl. 12 á hádegi. Selt verður ef viðunanleg boð fást: 30—40 kindur, 2 kýr, ennfremur ýmsir búshlutir, svo sem: Kerra, skilvinda, sleði, ofn, eldavél og margt fleira. Langijr gialdfrestur. Végeirsstððum, 18. Apríl 1921. Steingrimur Þorsteinsson. þar ræðir um. Honum er sömuieiðis kunnugt um, að þessi yfirlýsing er þannig úr garði gerð, að hún er betri til frásagnar en til sýnis, fyrir póst- meistarann. Að maðurinn spurði ekki eftir ábyrgðar eða peningabréfi er skrítin sönnun fyrir þvf, að ekki hafi átt að afhenda honum peningabréf, sem hann átti þar, enda var það að lokum gert. Þar sem Dagur sagði'áð ósannað væri, hvort póstafgreiðslan væri betri en áður, telur Einar að blaðið gefi f skyn, að hún hafi ekki verið góð áður. Lfklega gæti hvert fermingarbarn rekið Einar á stampinn f þvf að beygja lýsingarorð. Ef Einar kýs ekki að þegja, getur Dagur gefið nákvæmar upplýsingar um áðurnefnda yfirlýsingu, hvernig hún er tilkomin og hvernig hún er vaxin. Fleira gæti þá komið til greina. Mundi þá póst- meistara verða tvísýnn hagur að nuddi Einars. Og sennilega gæti póstmeist- ari fengið fimari og jaínhollan máls- vara sem Einar á Stokkahlöðum. »Smá saxast á limina hans Björns míns.« Eins 21. tbl. ísl. sýnir, tekur Björn Lfndal það ráð, að jaínhraðan sem ein brú er brotin fyrir honum, tyllir hann saman nýju hrófatildri, til þess að klöngrast á yfir ófærurnar, sem hann hefir anað út f. í stað þess að svara spurningum Dags íer hann að bjarga sér á þvf, að sýna lesendum fram á, að Dagur álfti öll hlutafélög stofnuð með það fyrir augum, ef illa fari, að fyrra sig tapi á kostnað ann- ara með fjárdrætti og svikum. Það hefir engin áhrif á málstað Björns, hvað Dagur álítur um þetta. Hitt væri Birni nær, að gera grein fyrir, hvers vegna hann hefir ráðlagt samvinnu- mönnum að breyta félögum sínum f hlutafélög einmitt með þetta fyrir aug- um. Hann segir: Félagsmenn í sam- vinnufélagi geta orðið öreigar félags• skaparins vegna, og vill fýrirbyggja þá hættu, með þvf að breyta sam- vinnufélögum í hlutafélög, þar sem ábyrgðin takmarkast við hlutaféð. Því svðrar Björn ekki þeirri spurningu Dags, hverjir eigi að borga það, sem fram yfir er hlutafé, hvort tapið, et til gjaldþrota kemur, komi niður á réttum aðilum. Það er leitt, heilskygnra lesenda vegna, að þurfa að endurtaka sömu spurningarnar, en vegna þeirra manna, sem dæma frammistöðu f ritdeilum eftir slórum orðum og feitu letri, er þetta nauðsynlegt. Það er líka leitt að þurfa fást við þann mann, sem fer krabbagang á sn'ð við merg málsins, en vegna stór- mensku hans er nauðsynlegt að ríg- binda hann við tjóðurhæl hans eigin orða. Sannanir Björns fyrir því, að hluta- félög séu ekki stofnuð með það sama íyrir augum, sem hann blitt áfram bygði á iillögu slna um skipulags- breylingar samvinnufélaga, eru þær, að telja upp hlutafélög og menn, sem f þeim eru (raunar menn, sem Björn hefir ekki að þessu haft rnikið álit á). Það er málafærslumaðurinn talar. Björn segir, að það sé kunnugt, að Sambandið hafi keypt hluti í hlutafé- laginu Norðri fyrir 30 þús. kr. Ekki hefir Birni verið kunnugt um þetta, þá hefði hann ekki farið hér rangt með. Það er raunalegt að vita til þess, að Björn skuli leggja hlustirnar vjð öllum slúðursögum og þvættingi og taka svo ábyrgð á þeim í opinberura blöðum. Hann drekkur þetta í sig, eins og þur svampur drekkur f sig vatn. Björn gefur fyllilega í skyn, í 21. tbl. ísl, að Ingimar Eydal muni eiga einhvern þátt f skrifunum í Degi. Bætir hann þar einni ágizkun við það, sem áður var komið. Af því að hann hefir aldrei sótt gull f greipar Ingi- mar, heldur hann að enginn geti tek- ið ofan f lurginn á sér, nema hann. En Björn hefir ekki verið meira en meðalmanns meðfæri f þessari viður- eign. Verðlagsnefndin hefir ákveðið hámarksverð á Akureyri, þannig: a. I heildsölu per kgr. höggvinn sykur 1 kr. 55 aur., steyttur 1 kr. 40 aur. b. I smásölu per kgr. 1 kr. 75 aur. höggvinn, 1 kr. 60 aur. steyttur, kaffi- 2 kr. 40 aur. Þetta tilkynnist hlutaðeigendum til eftirbreytni. Bæjarfógetinn á Akureyri, 19. apríl 1921. Steingrímur Jónsson. Samband Isl. Sam vinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. UPPBOÐ. Priðjudag 17. maí n. k., verður haldið opin- bert uppboð að Pétursborg í Glæsibæjarhreppi, og þar selt, ef viðunandi boð fást, ýmsir bús- hlutir, trjáviður, 20 til 30 kindur, 3 hross, 1 til 2 vorbærar kýr. Pétursborg 14. apríl 1920. Aðalmundur Guðmundsson. Kynbótahestur. Ongulsstaðahrepps, sá er keyptur var sfðastliðið ár og notaður þá til kynbóta er nú orðin víða kunnur að fegurð og gæðum. Hann er mósóttur að lit, 55 þuml. á hæð. Hesturinn verður nú á þessu vori lánaður mönnum utan- hrepps sem innan. Heststollurinn er kr. 10.00 og greiðist um leið til Helga Stefánssonar, Þórustöðum, sem hefir hestinn til umsjónar. Syðra-Hóli, 18. apríl 1921. Sigurður Sigurgeirsson. Síðastliðið hsust, var mér und- irrituðum dregin hvít lamb- gimbur, með mínu marki: sýlt hægra, tvfstíft fr. biti a. vinstra. Lambið á eg ekki. Réttur eigandi gefi sig fram. Ólafsgerði f Kelduhverfi 7. jan. 1921. Erlendur Stefánsson. 7. maí verður að Hofi haldið uppboð á: kú, ungri, nýlega borinni, 4 vetra, kyn- góðu reiðhestsefni, 30—40 ám, 2 hrútum fallegum, hús og búsmunum, rúmfatnaði, bókum o. m. fl. — Byrjar kl. 12 á hád. Hannes Davíðsson. Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERCSSOjf’N Prentari: OPÍUR BjÖRNSSON r* í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.