Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum Iaugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Noröurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuua annast ritstjórinn. Akureyri, 23. apríl 1921. | 17. blað. Tákn tímanna Kaupmaður einn átti tvo tengda- syni. Annar var kaupmaður, sem rak verzlun á eigin ábyrgð, hinn bóndi og samvinnumaður. Á stríðs- árunum, þegar kaupmannastétt lands- ins var í uppgangi, eh upp og of- an gekk fyrir bændunum, hafði kaupmaðurinn ástæðu, til þess að skoða huga sinn um það, hvorum væri betur trúandi fyrir fjármunum. Hann hafði jafnan rekið verzl- un sína gætilega, og fénast vei. Hann hafði ekki teflt ábyrgðum sínum og fjármunum út í tvísýnt brask, svo miklu næmi. Kaupmensk- an hafði reynst honum trygg og fésæl. Þegar hann fór að gera upp í huga sínum milli þessara tengda- sona, fanst honum vera munur á. Annar með trygga eign og gróða- vænlegan atvinnuveg og í eigin á- byrgð Hinn í samábyrgð með mis- jafnlega efnasterkum bændum. Svo líður og tímar koma yfir þjóðina, sem reyna verulega á þol- rif allra stétta. Nú er kaupmaður- inn kominn á höfuðið, með tap, er nemur hundruðum þúsunda króna, sem hamingjan má vita, hvar kem- ur niður að lokum. Sennilega tapa þar einhverjir fé, sem engan þátt hafa átt í því, að stofna til þessar- ar skuldar frá hvorugri hlið. Bónd- inn er aftut1 á móti í betri bænda röð. Hvergi nálægt því, að honum liggi við gjaldþroti. Reynslan hefir því, að þessu, vitnað gagnstætt því, sem kaupmanninn óraði fyrir um tengdasynina. Annar gersnauður, hinn, sem honum þótti horfa ó- vænlegar fyrir, líklegur til þess að geta staðið í fullum skilum og fært efnahag sinn til betra horfs, þegar kreppunni léttir. Samábyrgðin hefir ekki reynst honum hættuleg, vegna þess, að um hana hefir það kornið á daginn, að hún veitir bændasét. landsins næstum því ótakmarkað lánstraust, meira Iánstraust, en nokk- ur önnur stétt landsins nýtur. Botnvörpungaútgerðin þóttigróða- vænlegur atvinnuvegur. Svo aö segja hver króna datt í tvent, sem velt var í þá átt, þegar aflaðist og fisk- verðið steig. Dæmi eru til þess, að þau hlutafélög sum hafa goldiö 100 % arð af hlutafénu, en lagt minni áherzlu á, að auka sjóði. Pað virðist hafa verið'óhyggilegt. Enda hefir fjárkreppan komið hart niður á þessum félögum flestum, sem ekki hafa staðið á gömlum merg, eða búið vel í haginn fyrir sér á upp- gangsárunum. Nú hefir skort rekst- ursfé. Skipunum var sigit upp í hró. Útgerðarmenn, verkamenn og stjórn- in stóðu í ísjárverðum stórmælum útaf þessum atvinnuvegi. Reksturs- fé fékst að sögn fyrir tilstilli Lands- bankans og frá íslandsbanka að ein- hverju leyti. En það merkilegasta í málinu er það, að togaraeigendur og útgerðarmenn munu hafa þurft að ganga í samábyrgð, að meira eða minna leyti, til tryggingar fénu. Gjaldþrotin eru að verða ískyggi- lega mörg í landinu og þó einkum að sjálfsögðu í Reykjavík. Þar hef- ir verið spilað djarft og áhættu- samt spil, í gróðabrögðum. Nú í seinni tíð hefir spiiið mishepnast fyrir mörgum. Hrun á hrun ofan kemur öllu á ringulreið og þeir, sem fara á höfuðið með stórtap, draga aðra með sér í fallinu. Síldarútgerðin virðist vera mjög hættulega lömuð í bráðina. Fáir hafa getað staðist tveggja ára stór- tap. Búist við að sá atvinnuvegur dragi mjög saman seglin á næstu vertíð og gerð verði tilraun til að tryggja hann betur að rekstursað- ferð og með sölusamtökum. Það er að byrja að brydda á samvinnu- viðleitni í þeirri átt. Reynslan er að taka vind úr seglum þess hugsun- arháttar, að sá sem ekki stenzt bar- áttuna í opinni samkepni, eigi að verða undir, en aðeins fáir útvaldir stórgáfu- og hæfileikamenn að standa á rústum allra hinna. Sá skilningur er aftur á móti að glæð- ast, að saintökin draga mestan auð úr djúpi og skifta honum meir til almennrar hagsældar. Bændur landins hafa sömuíeiðis verið hart leiknir af völdum harð- æris og dýrtíðar. En þeir voru allra stétta landsins bezt við því búnir, að taka á móti, ekki vegna auðæfa sinna, heldur vegna þess að þeir standa saman, ráðnir í því að snúa bökum saman meðan élið gengur yfir. Þeir geta þetta vegna samábyrgðarinnar. Hún hefir forðað mörgum bónda frá því, að skerða bústofn sinn jafn tilfinnanlega og ella hefði orðið. Einstaklingar ganga gengum þau tímabil, á æfi sinni, oft og einatt, að á milli þess er að velja, að stofna til aukinna skulda eða tapa öllu og um Ieið aðstöðunni til þess að verða efnalega sjálfstæður. Heilar þjóðir lifa slíka tíma. Bændastétt landsins hefir á þessum þrenging- ar tímum getað forðað sér frá stór- tjóni af því hún geiur skuldað vegna samábyrgðarinnar. Þeir sem nú eru að steypast í gjaldþrotum, gera það vegna þess, að lánstraustinu er nú ofboðið. Tryggingarnar fyrir veltu- fjár lánum, sem gætu bjargað í bili, vantar. Þess vegna hefir nú af sum- um verið gripið í haldbezta streng- inn, samábyrgðina. Hin takmarkaða ábyrgð hefir mjög verið rómuð af sumum. Hún tryggir þá, sem hluti eiga í áhættusömum fyrirtækjum, fyrir frekara tapi en upp- hæð hlutanna. En henni fylgir oft óhemju mikið ólán og rangsleitni. Gjaldþrota tapið kemur jafnan ein- hversstaðar niður — hlýtur að gera það — og þá helzt þar sem sízt skyldi. Hlutafélög hafa verið óhjá- kvæmilegar stofnanir. Þau hafa eflt framtak og framleiðslu. En þau eru í höndum manna tvíeggjað sverð. Þegar fjárkreppur og byltingar ber að höndum, kemur fram hrun á því sviði með dunum og dynkj- um. Reynslan sýnir að samábyrgð bænda er sterkust og tryggust. Hennar vegna gætu þeir þolað jafn- vel þyngri raunir i viðskiftalegum eínum. Hennar vegna njóta þeir fylsta lánstrausts meðan erfiðleikarn- ir líða hjá. Hún er jafn trygg og íslenzkur landbúnaður. Bændur haga verzlunum sínum eftir þörfum, en ekki til gróðabragða. Það er þeirra hagur að flytja sem minst inn af vörum. Það er þeirra sparnaður, að verzlunarumsetning á erlendri vöru sé sem minst. Ekkert hrun er fyrirsjáanlegt á umráðasviði samábyrgðarinnar. Hún felur í sér sína eigin vörn Hún er takmörkuð við daglegar þarfir bænda, en fé þeirra er ekki teflt í tvísýnu. Bændur eru nú farnir að spara. Þannig létta þeir ábyrgðina og flýta fyrir þeirri stundu, sem veitir þeim fullan sigur f þessum bráðabirgða erfiðleikum. Tákn tímanna eru þau, að sam- ábyrgðin veitir fylsta lánstraust. En lánstraust á þessum tímum, er skil- yrði viðreisnarinnar. Þar sem hún er, stendur alt með kyrrum kjörum og horfir til sigurs. Sýning á busáhöldum. Eins og áður hefir verið minst á hér í blaðinu, hefir Bánaðarfélag ís- lands ákveðið að efna til sýningar á búsáhöldum næsta sumar. Sýningin verður í Reykjavlk dagana 5.-12. júlí. Til sýnis verða þar; Garðyrkjuáhöld. Jarðyrkjuáhöld. Heyvinnuáhöld. Flutningatæki. Reiðskapur. Girðingaefni. Mjólkuráhöld. Matreiðsluáhöld. Ahöld við hirðingu og meðferð búfjár. Raímagnsáhöld. Ýmisleg áhöld. Búnaðarfélagsforsetinn Sig. Sigurðs- son skrifar í Tímann hvetjandi orð til landsmanna um öfiuga þátttöku f sýningunni. Gamlir munir jafnt og nýir smíðisgripir, algengustu áhöld jafnt og nýjar uppfyndingar verða þegnar með þökkum. Mikill undirbún- ingur hefir verið hafður, til þess að gera þessa sýningu sem öfiugasta og gagnsmesta. Hún hefir verið suglýst f blöðum landsins og nágrannaland- anna. Skrifað um hana f inn og erlend blöð. Árangurinn er mikill. Erlendar verksmiðjur og verzlunarhús bjóðast til að senda vélar og áhöld. Gert er ráð fyrir að f sambandi við sýninguna fari fram tllraunir við notkun áhalda, og danskur verkfærafræðingur er ráðin til þess að standa fyrir þeim tilraun- um. Ennfremur verða þar haldnir fundir um búnaðarmál og fluttir fyrirlestrar. Aðalfundur K. E, A, stóð yfir dagana 14. og 15. þ. m. Fundurinn fór vel fram. Heýrst hefir, að Morgunblaðið sé þegar farið að gera veður úr því, að fundurinn hafi verið róstusamur. Hefir það lagt hlustir við varir einhverrar þeirrar ókindar, sem ástundar að ófrægja kaupfélagið með rakalausum uppspuna. Fundurinn var alls ekki róstusamur. Þar var þvert á móti hin mesta ein- drægni f öllum aðalmálum. Snarpar umræður urðu að vísu í einu máli. En það var tillaga Sigurjóns læknis á Dalvík um, að með lögum skyldi ákveða, að enginn bóndi fengi lánaðar vörur eða peninga f Kaupfélaginu, nema hann gæti sýnt vottorð forða- gæzlumanns um, að hann hefði nægi- legar fóðurbirgðir, hversu sem viðraði. Þessari tillögu fylgdu aðeins sumir fulltrúarnir úr Svarfdæladeild, en f öllum öðrum- deildum urðu menn þvf nær einhuga um að stúta henni. Hún féll þvf með svo miklum meiri hluta að tæplega gat heitið að fundurinn skiftist um hana. Ágóði af viðskiftum manna var að þessu sinni 7°/o. Hagur fétagsins góður og skuldir bænda vonum minni. Þegar verðfall afurðanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.