Dagur - 20.08.1921, Page 3

Dagur - 20.08.1921, Page 3
DAGUR 131 33.? tbl. Hval-Einar og Svartidauðinn. Sá ógæfuatburður er skráður í annála, þegar Hval-Einar flutti Svarta- dauða til íslands. Pestin lagði heilar sveitir í auðn. Aldrei hefir þvílfkur vágestur heimsótt þessa þjóð. Og þó Hval-Einari hafi verið peBtarflutningur þessi ósjálfráður, þykir hann hafa verið einhver mesti óhappamaður, sem þjóðin hefir alið. Hitt hefir ekki enn verið skráð f annála, að sagan af Hval-Einari hefir að nokkru leyti endurtekið sig á sfð- ustu tímum. Sú sögulega furða er þó þess verð, að hún sé ekki látin falla í gleymsku. Verður því hér varið nokkrum línum, til þess að varpa Ijósi yfir þessa endurtekning sögunnar. Maður er neíndur Einar Sigfússon. Hann býr á Stokkahlöðum f Eyjafirði. Hann var snemma íramgjarn og hlut- deilinn um mál manna. A fyrri bú- skaparárum sínum hafði hann sig eigi allmjög frammi. Ollu því fjárhagslegar kröggur, sem margan bónda haía hent. En Einar lét kröggur þessar ekki beygja sig. Hann leitaði sér úrkosta. Varð þá ráð hans það, að taka við innheimtu á skuldum manna við er- lendan verzlunarrekanda. Gerðist hann þá farmaður og sigldi á Vestfjörðu. Tók hann upp mikil hvalföng fyrir í*- firðingum til lúkningar skuldum þeirra. Hvalinn flutti hann sfðan til Eyjafjarð- ar á stórskipum og seldi Eyfirðingurn með góðum hagnaði. Eftir það var hann nefndur Hval-Einar. Þessi far- menska með skuldheimtu og verzlunar- braski hafði þau áhrif á efnahag Ein- ars, að stór umskifti þóttu. Gerðist hann nú góður skilamaður, svo að hann gat litið upp á hvern mann og farið óhræddur ferða sinna gegnum Akureyrarkaupstað. En þegar Einar hafði rétt við efnahag sinn, gerðist hann stórum umsvifameiri. Fór hann nú að beita áhrifum sfnum á menn og málefni. Þá urðu menn þess skjótt varir, að frá honum stafaði andlegt pestnæmi, — einskonar Svartidauði sundurlyndis, úlfúðar og kyrstöðu. Þjóðin hefir tekið miklum umskiftum sfðan á dögum Hval-Einars hins fyrra. Einkum stendur hún nú bctur að vfgi gegn allskonar pestnæmi. Einar reynd- ist þvf ekki eins hættulegur maður og við hetði mátt búast. Hann varð smátt og smátt einangraður og mót- stöðuafl héraðsbúa gegn sýkingu reynd- ist mikið. Til þess að mönnum gefist kostur á að kynnast nokkuð ftarlega viðleitni Einars að beita sundurlyndis og kyr- stöðu áhrifum sfnum, verður að draga saman f heild hið helzta um afskifti hans af mönnum og málefnum. Engann þarf að undra þó sú saga verði dökk, því svo verður að segja hverja sögu, sem efni eru til og staðreyndir. í stuttu máli má taka það fram, að Einar hefir þar sem verst gegndi leitast við að sundra kröftum, villa mönnum sýn og koma mikilsverðum framfaramálum fyrir kattarnef. Fyrir um 20 árum sfðan var hér í Eyjafirði pöntunarfélag, sem af ein- hverjum ástæðum gat ekki þrifist. Seinasta árið, sem það starfaði, var umsetning þess orðin aðeins 8 OOO kr. Þegar svo var komið, reis upp áhugi fyrir forgöngu góðra manna að bjarga þessari umbótaviðleitni bænda við með breyttu skipulagi. Gegn þvf snérist Einar öndverður. Hann sá að þessi samtök bænda, sem miðuðu að því að bæta efnahag þeirra og skapa heilbrigðara viðskiftalff, gekk hröðum skrefum til grafar. Þau afdrif þessa þjóðþrifamálefnis voru að skapi kyr- stöðusálinni f Einari. Hann vildi fé- lagið feigt. En hamingja þessa héraðs mátti sfn þá sem oft sfðan meira en sóttnæmið sem frá Einari stafaði. Fé- lagið var reist við á nýjum skipulags- grundvelli og hefir sfðan vaxið ár frá ári svo að 1914 var veltan orðin 240.000 kr. 1920 var hún 1.400.000. Sé gerður frádráttur fyrir dýrtíðinni má gera ráð fyrir, að hún sé nú orðin um 300.000 kr. En hér er að- eins tekin útlenda varan. Félag þetta hefir verið langöflugasta Iyftistöng héraðsins. Það hefir þrýst niður verð- lagi hjá öllum verzlunarrekendum á Akureyri, það hefir bætt og aukið verð landbúnaðarafurða. Auk þess sem bændur hafa fyrir þess aðgerðir búið við langtum betri verzlunarkjör, en áður var og ella hefði orðið, hafa þeir getað safna|S sér sjóðum til verzlunar- þarfa. Þenna félagsskap hefir Einar ofsótt bæði leynt og Ijóst með ófræg- ingum ósannindum og blekkingum. En honum hefir því betur alls ekkert orðið ágengt, heldur hefir áunnið sér óvirðingu og fmugust allra betri manna héraðsins. Fyrir nokkru síðan voru stofnuð sméfgerðarhús (rjómabú) víðsvegar um alt iand. íslendingar fóru þar að dæmi annara þjóða. Reynslan hefir sýnt, að á þann hátt aðeins er trygð ftrasta vöruvöndun f þessu efni og framleitt hið bezta smér. Þetta var ótvírætt framfaraspor á þeim tfma sem það var stigið. En þessi aðferð stóð skamma stund, vegna vaxandi eftirspurnar á fslenzku dilkaketi. Breytt- ar erlendar markaðskröíur urðu til þess að íslendingar hurfu að mestu frá smérframleiðslunni f þessum svo- nefndu rjómabúum. Það má nú hver trúa þvf sem vill, að Einar Sigfússon hafi séð fyrir þessar breytingar á heimsmarkaðinum. Þvf trúir Dagur ekki og þykist ekki með því kasta neinni rýrð á Einar. En hann getur með góðri samvizku kastað rýrð á hann fyrir það, að hann barðist með hnúum og hnefum á móti þessum framförum. Framkoma hans var þar sjálfri sér samkvæm; fjandsamleg þvf sem gæti orðið bændastétt þessa lands til viðreisnar. Fátt er það, sem er frekár ábóta- vant, en mcðferð íslenzkrar ullar. Mjög mikill meiri hluti hennar er fluttur úr landi og seldur fyrir afar- lágt verð. Sfðan eru fluttir inn mis- jafnlega góðir dúkar. Á sfðasta ári hafa menn orðið að borga einn erlendan karlmannsfatnað með verði 50—60 ullarreifa. Það er þvf ekki furða þó Mikil oerðlækkurt | Sdpubúdinni i á Oddeyri. (Simi 82.) ? Bezta Krystalssápa lh kg. . . 0.60 Sódi - - 0.14 Marseillesápa — — . . 0.52 Sápuspænir - - . . 1.65 A. B. C. Sápa, stk 0.62 Sápuspænir í kössum .... 0.90 Jurtasápa, stór stykki. . . 0.40 Standardsápa, — - . . , . 0.40 Ágætir skúringaburstar frá . . . 0.55 — gólfskrúbbar — . . . 0.95 Do. Do. Sodanak Do. Skúringaduft, pk. Salernispappír — Fægiefni „Gull" glasið frá . Marseille úrgangssápur lk kg. t »/2 pk. . . . 0.48 ‘/2 - . . . 0.30 '/l - . . . 0.46 'h - . . . 0.27 . . 0.27 . . 0.70 0.40 0.52 Mikið úrval af ágætum handsápum. 800 kgr. af hvítri blautsápu, '/* kgr. á kr. 0.39. 1000 — - handsápu, Vz kgr. á kr. 1.00. Mikið úrval af alskonar burstum og gólfsópum, pvottaskinn, ? greiður, kambar, hár- og fataburstar, Krydd í brauð og mat. t Mikið úrval af svömpum. • • •-••• •• • • • -• •-•-■-•-• mönnum hafi sviðið þetta hörmung- ar-ástand. ’Hér í Eyjafirði hefir verið höfð talsverð viðleitni til umbóta á þessu sviði. Við erfiðleika mikla var að stríða: fjárskort, skilningsskort almennings o. s. frv. Því var svo komið um eitt skeið, að verksmiðjunni Gefjunni lá við falli. Var þá gerð öflug tilraun að bjarga henni við með nýjum fjárfram- lögum og ábyrgð bæjar og sýalu á lánum til hennar. Þegar þessi björg- unartilraun stóð yfir, fór Einar á Stokkahlöðum hamförum um héraðið til þess að koma í veg fyrir, að fyrir- tækinu yrði bjargað. Reyndi hann þá eftir mætti að villa mönnum sýn, sundra kröítunum og spúa banaeitri afturhaldsins yfir þetta þjóðþrifafyrir- tæki. En hamingja héraðsins mátti sín enn sem fyr meira en ándi aftur- haldsins, sem sat með fjörráðum fyrir þessari góðu viðleitni. Þessvegna stendur Gefjun enn og hefir nú fyrir skömmu fært út kvíjarnar að miklum mun. Það mun nægja að sýna hvernig Einar hefir gengið á móti velferð síns héraðs f þessum 3 stórvægilegustu framfaramálum þess, til þess að mönn- um skiljist hverskonar maður hann er. Mönnum mun virðast, að • hann sé hvað afskifti hans af þessum héraðs- málum snertir einskis verður nema fyrirlitningar. En hann er þó eugu síður meðaumkunnarverður fyrir það, að hafa gerst sllkur vegvillumaður og slíkur andstæðingur þeirrár við- leitni sfns héraðs að bæta kjör manna og auka félagslega menningu. Eins og nærri má geta hefir Einar ofsótt einstaka menn. Hann gat ekki beitt fjandsamlegum áhrifum á góð málefni, án þess að oísækja þá menn, sem stóðu fremstir f framsókninni. Má þar til nefna Pál Briem amtmann einhvern réttsýnasta, skarpgáfaðasta og áhugasamasta þjóðvin, sem hefir tekið þátt f málum héraðsbúa. Guðm. Hannesson lækni má og nefna og Stefán skólameistara báða með þjóð- nýtustu áhugamönnum. AUa þessa menn ofsótti Einar Sigfússor. eftir mætti. Því var fleygt, en er óvfst hvort satt hefir verið, að Einar hafi um eitt skeið haft mikla löngun til þess að verða hreppstjóri. Til þessa orðróms liggja þær ástæður, að hann gerði mjög ákveðna tilraun að hafa embættið af Davfð hreppstjóra Jónssyni á Kroppi. Svo vildi til að Davíð neyddist til að taka hjá manni einum lögtaki ólokin lögmæt gjöld. Einar, sem hafði tamið sér málaflækjur og lögvillur, þóttist sjá leik á borði. Tók hann þá við sökinni á hendur Davfð af manni þeim, sem fytir lögtakinu varð og fékk f lið með sér lögfræðing. Davíð varði mál sitt sjálfur og fóru svo leikar að hann setti Einar og lögfræðinginn báða á rassinn. Höfðu þeir mikla óvirðingu af málinu, en sá, sem málið var sótt fyrir, fjárskaða og var á almæli, að hann hefði þurft að skifta ánum sfnum á milli þeirra Einars og lögmannsins. Þessi ofsókn á hendur bóndanum á Kroppi minti á aðra sögu, sem gerð- ist fyr á öldum, þegar Vemundur kögurr, einhver mesti ójafnaðarmaður, sem sögur fara af, ofsótti bóndann á Kroppi, Steingrím að nafni og kom því til leiðar, að hann var á hesta- þingi lostinn með sauðarhöfði. Þégar Einar hóf árásir sfnar á hendur bónd- anum á Kroppi, hraut bónda einum eyfirzkum þessi staka af munni: Sá sem málin sækir röng, sérhverju vill góðu tálma, Vemundur á veilli stöng veifar sauðarhöfði Pálma. Af þvf sem hér er tekið fram og fjölmörgu öðru, sem of langt yrði upp að telja, hafa menn getað fengið, eftir þvf sem árin hafa liðið, heildar- sýn yfir afstöðu Einars til þjóðheilla- ,mála. Allur þorri héraðsbúa, sem þekkir til, er kominn á þá skoðun, að afstöðu Einars til málanna megi næstpm altaf fyrirfram skoða sem prófstein á málin sjálf. Það fer ekki hjá þvf, að ef hann ofsækir eittbvert mál, þá er þar um gott mál og þjóð- heillavænlegt að ræða. En áhrif Einars hafa orðið lítil eins og áður er tekið fram. Réttlætið og

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.