Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjálddagi Fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni D. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár. Akureyri, 10. september 1921. 36. blað. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoftapoftum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- i andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. '<Mr Akureyri. ISkuldirnar beygja. Öfugfstreymi. Fjárkreppan hefir hvergi valdið slíku umróti sem í verzlunarstétt- inni. Atvinnuvegirnir hafa nokkuð dregið saman seglin. Togararnir hafa legið við land meira en ella. Síldveiðin hefir verið rekin á hóf- samlegri hátt og bændur hafa tak- markað fólkshald eftir mætti. En í verzlunarstéttinni hefir talsvert bor- ið á gjaldþrotum og fer orð af því að vænta megi meira hruns en orð- ið er f þeirri átt. Erfiðleikarnir hafa komið afar misjafnt niður og það er öllum ljóst, að vegna yfirfærslu- vandræðanna hafa íslenzkir kauþ- • menn átt erfiðast uppdráttar fyrir utan þá menn f kaupsýslustéttinni, sem vegna óhófslegs kaupbrasks hafa tapað fé sínu. Innflutningshöftin og skömtulagið áttu að miða til þess, að byggja á ný heilbrigöan grundvöll undir ís- lenzka verzlun, sem komin var út í ógöngur. Hvorugt fékk að neyta sfn Afstaða hinna priggja aðila í kaupsýslustéttinni íslenzku til þess- ara ráðstafana, var nokkuð ólfk. Samvinnubændur voru að mestu þessum ráðstöfunum hlyntir. Frelsi, til þess að flytja inn vörur og eyða vörum takmarkalaust, var í þeirra augum ekki bráðnauðsynlegt, eins og á stóð. Saftistarfið hafði gert þá hæfári til þess að beygja sig undir almennings nauðsyn og ekkert var þjóðinni jafn nauðsynlegt eins og að takmarka innflutning og eyðslu. Aftur á móti voru þeir, sem skipa má saman í flokk og kalla einn aðilann, — erlend verzlunarfélög og selstöðukaupmenn, gersamlega á öndverðum meið í þeim málum. Innflutningshöft og skömtun var augljós hagsmunaskerðing fyrir þá, vegna þess að þeir stóðu Iangbezt að vígi til þess að geta flutt inn vörur, þrátt fyrir fjárkreppuna. Er- lend stórgróðafélög gátu flutt inn vörur og átt andviröið inni f ís- lenzkum bönkum, þar til fram úr raknaði. Það gátu íslenzkir kaup- menn ekki. Erlendar selstöðuverzl- anir hér á landi. studdar af erlendu fjármagni, hafa líka getað trygt sér mjög mikið af sjávarútvegsfram- leiðslunni. íslenzkir kaupmenn hafa ekki getað það nema að litlu leyti. Landbúnaðarframleiðslan gengur mjög víða á landinu að mestu gegnum samvinnuverzlanirnar. ís- lenzhir kaupmenn háfa því staðið langverst að vígi með yfirfærslu á andvirði innfluttra vara, síðan stryki var slegið í reikning Islandsbanka erlendis. Verði langt áframhald á því ástandi, sem nú ríkir f peninga- málum Iandsins, er fyrirsjáanlegt, að íslenzkir kaupmenn lúta í Iægra haldi og hverfa að miklu Ieyti frá sinni atvinnu. Hverskonar hugmyndir sem Ies- endur blaðsins kunna að hafa um afstöðu þess til íslenzkrar kaup- mannastéttar, hefir það áður og mun enn á ný lýsa yfir því, að því er ekkert sérstaklega ant um að ganga milli bols og höfuðs á ís- lenzkum kaupmönnum. Dagur lítur svo á, að smátt og smátt muni verzlun þjóðarinnar komast í það horf, að hún verði rekin sem um- boðsstarf fyrir almenning en ekki sem gróðavegur, þar sem áhæltu- gjarnir einstaklingar tefla á eigin ábyrgð veltufé þjóðarinnar f ítrustu tvísýn og þar sem skiftast á stór- gróðaár fyrir fáa einstaklinga og kreppur og hrun. En þrátt fyrir þetta lokar blaðið ekki augunum fyrir þeim augljósa sannleika, að þetta á enn lar.gt í land. Og með- að íslenzkir kaupmenn þrífast við hliðina á samvinnufélögunum, eiga þeir ótvíræðan rétt á sér. Vel getur svo farið, að þeir standi ávalt við hliðina á samvinnufélögunum, en því að eins verður það, að þeir bjóðí að öllu leyti jafngóð kjör. En þá verður kaupmenskan ekki Ieng- ur stórgróðavegur, heldur aðeins lífsstarf og kaupmennirnir einskonar umboðsmenn þjóðarinnar. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, er það ekkert áherzluvert atriði að út- rýma íslenzkum kaupmönnum í snöggri svipan. Hitt er enn þjóðar- nauðsyn, að verzlunin verði innlend og að hún verði almenningi hag- kvæm. Aldarmorguns hugsjón skálds- ins um „verzlun eigin búða", hefir enn ekki ræzt að fullu og að henni ber þjóðinni að keppa. Tæplega þarf að eyðá mörgum oröum um pað, að petta sé þjóðar- nauðsyn. Nauðsyhin er hin sama og var, þegar samvinnuverzlanirnat' risu upp og ruddu fjöldamörgum sel- stöðuverzlunum um koll. Hún er að vísu' ekki jafn átakanlega brýn, því verzlun í landinu yfir höfuð hefir samið sig allmikið að siðum samvinnufélaga, þar sem þeirra nýt- ur við, og óvíða mun almenningur eiga við að búa afarkosti í viðskift- um. Öflugustu samkepnisaðilarnir í íslenzkri verzlun 'eru samvinnufé- lögin annarsvegar og selstöðuverzl- anirnar hinsvegar. Ekki þarf blaðið að eyða orðum um það, hvort fyrirkomulagið það telur þjóðinni farsælla. Það liggur í augum uppi að eigin verzlun er keppikefli fyrir hverja þjóð og á verzluninni grund- vallast gervöll fjármál þjóðarinnar, eins og nú er högum háftað. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að sam- kepnin milli þessara aðila verði hörð ogað hún verði óaflátanleg, þar til annaðhvort skipulagið, vegna yfir burða sinna, rýmir hinu út. íslenzkir kaupmenn standa á milli þessara aðila, eins og milli steins og sleggju. Báðir eru þeim erfiðir. Annar er studdur af samtökum þús- unda af bændum, um að láta kaup- mannsgróðann renna í sjálýs sin vasa. Hinn af erlendu fjármagni. íslenzkir kaupmenn geta naumast komist hjá því að skipa sér öðru hvoru megin í baráttunni. Hér skal ekkert um það fuliyrt hvoru megin þeim væri hollara að skipa sér á óbreyttum (normal) tímum. En eina metnaðarsök, eina fjóðféiagshugsjón og hana ekki óverulega ættu þeir að eiga sameiginlega með sam- vinnumönnum. Hún er sú, að gera verzlunina að öllu Ieyti innlenda. Svo er kð sjá, sem selstöðuverzl- unum sé að fjölga í landinu um þessar mundir. Tímarnir eru þeim að sumu leyti hagstæðir, þar sem peningakreppan hefir svo að segja bundið hendur margra íslenzkra kaupmanna. Erindrekar þessara er- Iendu gróðafélaga hér á landi sóttu allra manna fastast upplausn við- skiftahaftanna og annara ráðstafana s. 1. vetur. 'Mikill meiri hluti ís- Ienzkra kaupmanna fylgdi þeim að málum, enda höfðu þeir_sitt fram i þinginu. Það gæti verið umhugs- unarefni, að skipun viðskiftamála þjóðarinnar á þinginu féll þann veg, sem þessir menn kusu helzf þvert á móti vilja ríkisstjórnarinnar og meiri hluta alls almennings í land- inu. Meðan slíkt kemur fyrir, er nokkuð langt í land. Aðstöðu hag- ræði selstöðuverzlananna síðan við- skiftahöftin voru leyst, liggur í mátt- leysi flestra íslenzkra kaupmanna, sem eru þvf nær eingöngu upp á bankana komnir með yfirfærslu á peningum. Velgengni ' erlendra gróðafélaga hér á Iandi á síðustu tímum, er samsvarandi ófarnaður keppinauta þeirra, — íslenzku kaup- mannanna. Slíkt er frá þjóðfélagslegu sjónarmiði illa farið og öfugstreymi ef þjóðarkröggurnar verða til þess að gera erlend gróðafélög enn fast- ari í sessi og ef!a þeim ítök. Þess- vegna þarf að koma peningamálun- um í það horf, að íslenzkur verzl- unarrekstur komist aftur á heilbrigð- an grundvöll, án þess þó að skerða samkepnisrétt selstöðuverzlananna. Eina viðreisnarvonin fyrir íslenzka kaupmenn, sem ekki standa á gömlum merg, er sú að bankarnir geti starfað með fullum krafti. Inn- flutningshöftin og skömtunin mið- uðu að því að minka skuldir þjóð- arinnar erlendis til þess að reisa bankana við og’ koma viðskiftunum á heilbrigðan grundvöll. Hvorugt fékk að neyta sín fyrir andspyrnu kaupmannanna undir forustu þeirra sem höfðu auðsæilegan hag af því, að alt væri látið * stjórnlaust. Degi virtist framkoma íslenzkra kaup- manna í þessu máli vera sprottin af þröngsýni. Hann gat ekki séð þeir hefðu neina skynsamlega á- stæðu til þess að hverfa í þann dans, sem háður var meðai annars til þess að troða þá undir í öngþveiti viðskiftanna. Hann gat þess til að sennilega yrði þeim ekki boðið til borðs hjá selstöðukaupmönnunum, þegar þeir færu að gæða sér á mjólkurgrautnum tilbúnum úr þeirri nyt, sem þeim lánaðist að toga úr stefnulitiu og ábyrgðarlitlu þingi, því þingi sem sló opnum hliðum fyrir erlendu fjárvaldi, meðan ís- lenzk kaupmannastétt lá í Iamasessi. Yfir bárur. (Kolbeinslag.) Ut eg hryndi’ í harðan vind hranna-jó á ólgu-sjó, — seglið bind við siglutind; sízt eg róa vildi þó. í viudi hvestum við eg sezt völinn stýris. Ratar nýr — akkers festar eru ( lest — unnamýri borðatýr. Þungur sjór og siglu-jór aækja af afli þetta tafl. Rís með órum undurstór ölduskafl við ferjugafl. Eykur skrið um úthafið efldur knör og glæðir fjör. Hárrétt miðið horfir við. Hraða eg för f óskavör. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.