Dagur - 08.10.1921, Page 1

Dagur - 08.10.1921, Page 1
'ví? DAOUR kemur út á hverjumi laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi Fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 8. október 1921. AFGREIÐSLAN er hjá Jónl Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 40. blað. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvottapotfum, ofnrörum, rörfjnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. TMr Akureyri Þorvaldur Thoroddsen próíessor. Sú írétt hefir borist, að Þorvaldur Thoroddsen sé látin. Stórt skarð er höggvið í hóp íslenzkra vísinda- manna við lát þessa manns. Hann hefir að líkindum verið allra manna afkastamestur á vísinda og ritstörf af íslenzkum fræðimönnum síðan Jón Sigurðsson leið. Eins og mönn- um er kunnugt tók hann snemma ástfóstri við Fjallkonuna og helgaði henni krafta sinna beztu ára. Hann hefir ferðast um alt landið og bnugð- ið yfir það í ritum sínum því Ijósi, sem mun bera birtu óbornum kyn- slóðum og laöa hugi þeirra áð nátt- úru landsins. Rit hans munu orka meiru í þessu efni en búast mætti við, vegna þess að Þorvaldi var það gefið flestum mönmim fremur, að rita svo um hverskonar efni, að það yrði ekki einungis læsilegt heldur skemtilegt. Lítilvæg atvik taka á sig í meðferö hans æfintýralegan kýmnis- blæ, án þess að séð verði að höf. geri sér far um, að láta svo verða. Hann var ritsnillingur af náö. Auk þeirra miklu og merkilegu ritverka um ísland og íslenzka Iand- fræðissögu, sem eftir hann liggja, hefir hann skrifað mjög mikið um ísland og önnur efni á erlendum tungum. Hann lagði mjög mikiö kapp á að safna saman fróðleik sögulegs efnis og landfræðilegs og hefir vafalaust átt efni í mikil ritverk þegar hann féll frá, hvort sem nokkur verður, til þess að taka upp starf hans, þar sem honum, vegna heilsu- brests og dauða, féllust hendur. Þorvaldur var rúmlega sextugur að aldri /þegar hann Iézt. Miklu verki hefir hann afkastað og þjóð- nýtu. Marga sælustund hefir hann /—■ lifað í öræfafaðmi íslenzkrar náttúru og jafnframt marga örðugleikastund. Hvar sem andvarinn blæs um ís- lenzka fjallsgnýpu eða daggir titra í laufskrúði íslenzkra fjalladala vakir minning þessa ágæta manns. Megi hún einnig jafnan vaka í hugum þeirra fslenzkra fræðimanna, sem rekja sporin hans um öræfin fram eftir öldum. Enginn verður fyrir þá sök minni maður eða óþjóðnýtari. Blessun og þakkir þessarar þjóð- ar vaki yfir moldum þorvaldar Thoroddsen. Brotgjörn vopn. (Niðurl.) í síðasta blaði var rætt um þá ásökun andstæðinganna á hendur samvinnumönnum að þeir séu yfir höfuð fjandsamlegir sjávarútveginum og þess getiðj að næst mundi verða athugað, hvort það væru bændur og búalið, sem væru að koma sjávar- útveginum á kné, eða hvort mein- semdirnar vær.i að finna í rekstri og skipulagi atvinnuvegarins sjálfs. Arídstæöingarnir kenna útflutn- ingstolli á síld um allan ófarnað þeirrar atvinnugreinar. Það er mjög tilfinnanlegt að borga 3 kr. af hverri síldartunnu, sem selst svo lágu verði, að ekki svarar tiíkostnaði eða verður einskisvirði eftir útflutning og sölu- tilraunir. En þessar 3 kr. eru þó aldrei nema lítill hluti af verðinu, ef síldin selst sæmilega og atvinnu- reksturinn er í lagi að öðru leyti. Pó þessum tolli vœri lélt aj mundi það ekki reisa, atvinnuveginn við eins og högum hans er nú háttað. Ogæfan liggur i því, að útgerðarmönnum hefir ekki á síðari árum tekist að fá nándar nærri það verð fyrir síld- ina, sem til þurfti, til þess að síld- veiðin bæri sig. t»að var alment á orði árið 1919, að það ár hefðu útgerðarmenn sjálfir sprengt markaðinn með of djörfum ospekulationum." Síldinni hefði verið haldið í of háu verði meðan eftir- spurnin hélzt. En verðfall þeirrar vöru, sem er í höndum slíkra »speku- lanta," sem síldarútgerðarmenn og síldarkaupmenn eru undantekningar- lítið, er hneigt, til þess að auka sig sjálft. Fáir þora að hætta á, að kaupa fallandi vöru. Síldarverzlunin fór það ár út um þúfur og útgerðarmenn biðu ógurlegt tjón. í fyrra voru öfgarnar með nokk- uð öðrum hætti. Sama samtaksleys- iö drotnaði, um að halda verðinu uppi og jafnframt í hófi. Aftur á móti virtist ríkja mikil hræösla hjá hverj- um einstökum um sig. Afleiðingin varð sú, að menn fóru að keppa hver við annan. Þess munu hafa orðið ekki svo fá dæmi, að síldar- salarnir spiltu hver fyrir öðrum. — Einn útgerðarmaður hjer norðan- lands hafði frá því að segja, að snemma á vertíðinni hafði hann gert lauslegan samning við síldar- kaupmann í Svíþjóð, um að selja honum ákveðinn slatta af síld fyrir ákveðið verð. En þegar til kom, varð ekki af kaupunum. Siðar komst hann að raun um, hver orsökin var. Annar síldarsali hafði komistásnoð- ir um þetta og farið til áðurnefnds síldarkaupmanns og sagt honum, að það væri hið mesta óráð, að eiga nokkuð við hinn fyrnefnda síldar- sala og hann sjálfur skyldí altaf selja þessum kaupmanni sfna síld 5 kr. ódýrari, hvað sem hinn byðil Fieiri dæmi mætti tína til af þessu tægi, sem sýna, hvað það í raun og veru er, sem hefir komið útgerðinni á kaldan klaka. Með framleiðslu þessa hefir; frá því fyrsta, verið leik- ið hið djarfasta og óheilbrigðasta teningskast. — Þess er dæmi, að maður hjer í bænum hefir tekið upp 2000 kr., fyrir að ganga ofan á Oddeyrartanga einn glaðan sól- skinsmorgun, kaupa þar 100 tunn- ur af síld af manni, nýkomnum að Iandi og selja svo tunnurnar fáum mfnútum síðar 20 krónum ^Býrarí hverja tunnu. Menn hafa braskað og selt og endurselt hver öðrum, sprengt upp verðið, gengið svo langt, sem einstaklingsgróðahyggjan komst. Sumir hafa grætt, aðrir tap- að, þegar þessi vitleysislegi hrá- skinnsleikur hefir látið sér til skamtn- ar verða. Og þeir menn, sem hafa Ieikið sér að verðbreytingum, sem hafa numið tugum króna á hverja tunnu, menn, sem hafa hnekt hver öðrum með undirboðum og kapp- hlaupi, eða sprengt markaðinn með glannalegum „spekúlationum", þeir kenna nú 3 króna útflutningstollin- um um allan ófarnaðinn og skrifa hann á syndaregistur samvinnu- manna. Togararnir hafa á þessu ári legið við land meira en venja er til. Vegna dýrtiðar og fjárhagsörðug- leika sendu togaraeigendur Alþingi síðast erindi þess efnis, að sjá út- gerðinni fyrir rekstursfjárláni erlend- is og að létta af viðskiftahöftunum, sem eftir þeirra skilningi átti að vera allra meina bót, eins og á stóð. En vonirnar, sem þeir gerðu sér um þá lagfæringu, sem mundi stafa Quðtaug }C. Xoaran kenslukona Sigurður J(r/sf/nsson framkvtvmdastjóri Blönduós Akureyri af lausn innfiutningshaftanna, hafa reynst tál og enginn maöur getur um það sagt, hvort verðfallið hefði komið nokkru seinna, en raun hefir á orðið, þó innflutningshöftin hefði staðið. Kaupfélögin og Landsverzl- unin hafa jafnan átt forgöngu um verðlækkun þá, sem stafað hefir af fallandi verði á erlendum markaði. Peirrar verðlækkunar hefði þjóðin notið, hvort sem var. Útgerðarmenn kenna kaupkröfum verkafólksins um það að togaraút- gerðin beri sig svo illa. Lausn inn- flutningshaftanna átti að minka dýr- tíðina í landinu og minni dýrtíð gera fært að Iækka kröfurnar. En eru kaupgjaldskröfurnar einkaorsök- in? Einginn veit, nema sjálfir togara- eigendurnir, hvenig útgerðin hefir í raun og veru borið sig. Þess munu þó vera dæmi, að togarafélag hefir greitt 100% ársarð. Varla mun það hafa verið eina félagið, sem bar mikinn gróða úr býtum á þeim tím- um. Það rís eðlilega upp sú spurn- ing eftir hvaða reglum og stefnu- miðum þessi atvinnuvegur sé rekinn. Er hann rekinn með það fyrir aug- um, að hann geti mætt skakkaföllum og haldið þó nokkurnveginn í horfi, veitt atvinnu o. s. frv ? Eða er það einkatilgangur togaraeigenda að láta stórgróðann ganga í súg annarlegra fyrirtaskja og sjálfum sér til „vellyst- inga," en láta kylfu ráða kasti hversu fer um atvinnuveginn og skella síð- an skuldinni á verkafólkið og á Iöggjafarvaldið og heimta af því hin og önnur bjargráð atvinnuveg- inum til handa, þegar menn þykjast sjá tap framundan ? Öneitanlega bendir 100% útborgun á arði á það, að meira sé hugsað um stundar- gróðann heldur en framtfð atvinnu- vegarins. Meinsemdirnar, sem standa sum- um greinum sjávarútvegarins fyrir þrifum eru fólgnar í atvinnuveginum sjálfum. Frumhvötin, sem á bak við liggur, er gróðahyggja einstaklings- ins. Togaraúlgerðin, þilskipaútgerðin og síldarútgerðin eru ekki reknar sem atvinnufyrirtœki fyrir almenning, heldur sem grððafyrirtceki fyrir einstaka menn. Meðan svo er, má altaf búast við

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.