Dagur - 22.10.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjutn laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 22. október 1921. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni t>. í>ór, Norðurgötu 3. Talsíini 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 42. blaö. E-L-D-F-Æ-R-Á-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvottapottum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. Akureyri. Framtíðarúrrœði í verkamálum. Inngangur. Hér hefir í blaðir.u áður verið talsvert rætt um verkamálin. Pað hefir verið bent á, að þau væru ein af allra mikilvægustu málum þjóð- arinnar, sem bráða nauðsyn bæri til að kippa í lag. Verkamálin eru neðst á grunninum; þau eru undir- rót þjóðfélagslegrar hagsældar. Sjálf fjárrnálin velta á þeim, en á fjár- málunum þjóðarsjálfstæðið og þjóð- armeðvitundin. t>að hefir verið bent á, að við þyrftum að leita einhverra alveg nýrra bragða. Bolshévismi mundi- ekki eiga hingað erindi að svo stðddu, enda óreynt hversu góður muni vera. Úrræðin þurfa að vera í einhverri samsvörun við manneðl- ið, eins og það er á hverjum tíma; samsvörun við þroskastigið. Ej kröf- ur einhvers skipulags fara langt fram úr því, sem almennur þroski getur full- nœgi, fara allar tilraunir í mala. Það hefir verið bent á, að við þyrftum að kosta kapps um, að forðast þær verkamáböfgar, sem þjaka öllum heimi meira og minna, þar sem skiftast á verkbönn og verkföll og afleiðingar þeirra er ó- hemju dýrtíð, kreppur, atvinnuleysi, fjárhagslegt hrun og örbyrgð mikils hluta mannkyns. Við stöndum enn allvel að vígi, til þess að sneiða hjá öfgunum. Ef við erum samtaka út á við, getum við veriö sjálfráðir um skipun okkar eigin mála. Hagsmun- ir annara þjóða velta svo lítið á því, hvernig við búum í okkar eigin pott. Viö stöndum einir og afskektir og í sæmilega góðri afstöðu við nábúaþjóöir okkar. Við erum því til þess kjörnir, að leita i kyrþey nýrra úrræða, sem gætu orkað því, að fylkja þessari þjóð til samtaka og sameiginlegrar leitar að hagsæld almennings. Þau úrræði gætu ef til vill orðið öðrum þjóöum eftirbreytn- isvert dæmi. Sú stefna, sem nú ræður í þess- um málum og hefir farið mjög í vöxt á síðustu árum, er stefna sund- urdreifingar og einangrunar hinna aðskildu hluta þjóðarinnar. Það er óðum að myndast öreigalýður í landinu. Efling sjávarútvegarins með núverandi skipulagi, hlýtur að hafa þetta í för með sér. Okkur skortir hæfilegan iðnað og atvinnu fyrir þetta fólk yfir vetrarmánuðina. At- vinnuteppur eins og sú, sem nú er í Reykjavík og víðar, hljóta að auka á vandræðin og fjölga þessum lýð. En það er stefnan til baráttu upp á líf og dauða. En barátta upp á Hf og dauða ætti að vera óþörf í okkar Iitla þjóðfélagi. Hún er ekki æski- Ieg. Hægfara umbreyting og um- bætur eru í samræmi við seinbreyti- legt og íhaldssamt manneðli. Nú verður hér í þessum grein- um bent á ný úrræði. Mönnum kann að þykja þau nokkuð fjarlæg og uppástungurnar heldur djarfar. En það skiftir raunar mestu, að stefn- an sé rétt. Leið þeirra, sem vinna stóra sigra, liggur yfir margar tor- færur. Misvægi atvinnuvcganna. Skifting á árlegri framleiðslu þjóð- arinnar er sífelt deiiuefni þeirra, sem að framleiöslunni standa Veltufjár- hafar (Kapitalistar) og verkalýðurinn eiga jafnan í höggi hverjir við aðra. Sá ósiður tíðkast að kaupa vinnuna, mannsorkuna — manninn sjálfan - eins og vöru. Hún er seld hæst- bjóðanda á torginu og goldin, eftir þvl sem framboð og fyrirspurn benda til, en ekki goldin sannvirði. í þessu er meinsemdin fólgin. Fram- boð og eftirspurn gefa almennri eigingirni svigrúm til áníðslu á báða bóga. Öfgar til annarar hvorrar hand- ar- eru handvís afleiðing. En þær öfgar orsaka afturkipp, jafnvel stöðv- un og alþjóðartjón. Það var alment álit að bændur og jafnvel sjáyarúivegsmenn hefðu goldið of hátt kaup árið 1920. Það ár stórtöpuðu bændur. Útgerðar- menn báru sig engu betur. Verka- lýðurinn þykist í sínu lagi aldrei bera fullan hlut frá borði. Það er að sumu leyti sprottið af landlæg- um atvinnuskorti, vöntun á vetrar- vinnu, að sumu leyti af því, aö verkalýðnum er með öllu óljóst, hvers virði vinnan er á hverjum tíma fyrir þjóðarheildina. Skifting ársframleiðslunnar kemur ekki til hans kasta. Honum er ókunnugt um gróða og tap þeirra atvinnugreina, sem hann hefir starfað að. Iiitt finn- ur hann, að hans hlutdeild er skor- in skamtur Iífsþægindanna, enda þótt sú htutdeild kunni að vera ríflega það sem atvinnugreinarnar eru færar um að gjalda. Á þessari leið, sem nú er stefnt, hljótum við, eins og aðrar þjóðir, að steyta á bíindskerjum verkfalla og verkbanna. Atvinnurekstur þjóð- arinnar gengur með skrykkjum og rykkjutn. Þjóðarkraftarnir notast illa og mikill hluti af árlegri framleiðslu gengur til alls annars, en að tryggja almenna hagsæld. Framboð og eftir- spurn vinnu kollhlaupa sig alt af, hvort í sínu lagi. í skjóli mikillar eftirspurnar hækkar kaupgjaldið fram úr hófi. En hærra kaupgjald, en atvinnuvegirnir geta borið, or- saka afturkipp og stöðvun, sem auka framboðið og þrýsta kaup- gjaldinu niður fyrir skynsamlegt lágmark. Þannig er með núverandi skipulagi ekkert fullkomlega trygt nema öfgar og misfellur. Þær eru handvísar. Fjármunir spillast, kraft- ar notast ekki. Oreigunum fjölgar. Baráttan fyrir lífinu harðnar og við setjumst Ioks á bekk með þeim þjóðum, sem sjá enga aðra leið út úr verkamálaöngþveitinu en blóð- uga byltingu, en sem mjög orkar tvímælis um, hversu góð leið muni vera. » A Vesturvegum. IX. Landbúnaður. Dagur vonar að lesendum sfnum mörgum þyki ekki ófróðlegt að lesa nokkrar línur um landbúnaðinn vestan hafs. Ósnertur jarðvegurinn (The virgin soil) hefir á fyrstu áratugum nýbyggð- arinnar vestra launað ríkuiega hvert handtak. Gæfist hagstaett veðuráttufar um sprettutímann, kom það fyrir að ekra landB (um 1200 Q faðm., enskt mál) gæfi af sér 50 bu3hel af hireiti og 80 til 100 bush. af höfrum.* Nú hefir hvarvetna fyrst framan af verið rekin algerður ránbúskapur, þ. e. sáð og uppskorið ár eftir ár, án þess að jörðinni væri skilað aftur f neinni mynd neinu af næringarefnun- um. Frjósemi jarðarinnar hefir þvf lát- ið á sjá og áður en Iangir tfmar liðu komu f Jjós cinkenni þess, að moldin væri að verða uppiskroppa af næring- arefnum. Það er raunar engin furða. * Bushel er ákveðið enskt rúmmál. Bushel af hveiti er 60. pd. ensk, af höfrum 34 pd., af byggi 48 pd., af kartöflum óo pd. 0. s. frv. ttingjura og vinum, nær og fjær, tilkynnist hér með að okkar elskuleg eigin- kona og móðir, Evfemia Einarsdóttir, andaðist á heimili okkar hér í bæ, þann 9. þ. m. Jarðarför hennar fer fram — að öllu forfallalausu — mánudaginn þ. 24. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 12 á hád. Kransar eru afbeðnir samkvæmt ósk hinnar látnu. »NorðurpóK, Akureyri 14. okt. 1921. Björn Jakobsson. jakob E. Björnsson. J. Pórir Björnsson. Hitt undursamlegra hversu örlát og rík jörðin hefir verið. Því þótt upp- skera sé nú yfirleitt á sfðari árum rýrari, en var á fyrstu ránbúskapar- árunum, getur enn komið fyrir, að hún verði ríkuleg, ef veður eru sér- staklega hagstæð. Þessu til skýringar skal hér tekin upp smágrein úr Kanad- iska blaðinu Moose faw \Times: nÁrið 1914 var hveitiuppskeran í Kanada 158 223.000 bushel Meðal nppskera af ekru var 15.37 bush. Sé gert ráð fyrir að 2 pd. af strái (hálmi) sé á móti hverju einu pundi af korni og sé lögð til grundvallar meðal- útkoma efnalegra rannsókna á hvorutveggja var með hveitiuppskerunni einni saman numin úr jarðveginum það ár jurtafæða sem hér segir: Köfnunaiefni .... 300.000.000 pund Fosfor-sýra .... 95.000.000 — Pottaska............... 137.000.000 - Jafnyel pó hin frjósami jarðvegur í Vest- ur-Kanada og einkum hinn djúpi, ríki jarð- vegur Manitoba-fylkis haldi áfram árum saman og sumstaðar jafnvel mörgum árum, að skila mikilli uppskeru, þó árlega sé upp- skorið, er hann með þessum hætti smátt og smáttrúinn nauðsynlegum næringarefnum og eftir því sem næringarefnin ganga til þurð- ar rýrnar uppskeran. Og vitanlega er þessi rýrnun þegar farin að koma f ljós." í Austur-fylkjum Kanada, þar sem hin byggilegu svæði er fyrir löngu bygð og þétt setin, eru bændur yfirleitt horfnir frá ránsbúskapnum. Jarðvegur- inn er þar fyrir löngu búin að segja þeim upp hollustu, sem þannig hyggj- ast að búa. Við þetta hefir landið orðið þéttbýlla. Hver ekra skilar með sæmilegri rækt meiri uppskeru og tryggari, heldur en þar sem ránsbú- skapurinn hefir verið rekinn um nokk- urra ára skeið. í Manitoba er ráns- búskapur rekinn enn þann dag f dag. Hvergi mun jarðvegurinn vera jafn djúpur og rfkur sem þar. Enda spratt þar bezta hveiti í heimi (Manitoba hard), Nú mun það sjaldgæft orðið, e,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.