Dagur - 22.10.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1921, Blaðsíða 2
166 DAGUR 42. tbl. > ekki óþekt, Yfirleitt er jarðvegurinn mjög að ganga úr sér á því svæði. Vestur-fylkin hin Saskafc.hewan og Al- berta eru yngri nýbygðir og jarðveg- urinn býr þar enn að fyrningum sín- um, en lætur fljótt á sjá. Nyrsta og vestasta bygðalagið austan Klettafjalla Peace-River dalurinn er enn ekki full- numinn. Það er nú orðið alsiða í Vestur- fylkjunum að »hvíla landið*, sem svo' er kallað. Einhver hluti af þvf er lát- inn ósáinn árlega og þannig stilt til, að alt landið sé »hvflt« eitt ár af fjór- um. Þessi miskunsemi kemur ekki til af góðu, Annað tjáir ekki. Hið »hvílda« land verður þegar í vorgróindum þak- ið illgresi allskonar. Þegar það hefir náð miklum vexti, en þó ekki fræ- bærum, er það plægt ofan í moldina. Þannig vinnur jarðvegurinn nokkuð af töpuðum gróðurefnum. Þessi aðferð að auðga jarðveginn er sennilega sú dýrasta, sem hugsast getur. Landið stendur afurðalaust fjórða hvert ár og auk þess er mikil vinna lögð f að verjast því, að illgresið felli fræ. Þarf jafnvel að tvíplægja landið ef trygt á að vera. Væri f þess stað borið á landið árlega, færi engin vinna til ó- nýtis og líkur eru til, að landið mundi skila uppskeru, sem meiru næmi en kostnaði öllum. Þess er raunar ekki að vænta, að bændurnir kaupi áburð eða leggi í sérstakan kostnað, tii þess að rækta landið eða bera á það, þar sem þeir nota ekki þann áburð, sem til felst á þeirra eigin heimilum. Það mun enn vera sjaldgæft að allur slíkur áburð- ur sé notaður. Á mörgum bændabýl- um eru um 30—40 stórgripir f fjósi. Eins og nærri má geta felst því til mjög mikið af áburði. Honum er sumstaðar ekið úr fjósunum og dreyft yfir akrana, en þykir ekki vera góður alveg nýr, vegna þess að hann geym- ir ógrynni af illgresisfræi, þar sem hálmurinn er bæði gefin skepnunum og borinn f básana. Tryggara þykir því, að láta áburðinn kasast f baug. En útkoman verður sú, að þeir haug- ar eru því nær alstaðar brendir í rán- yrkjuhéruðunum. Dæmi eru til þess, að bændur hafa látið sér hugkvæmast það snjallræði að aka áburðinum út á ísinn á einhverri tjörninni á veturna, þar sem hann sekkur á vorin og koma honum þannig úr augsýn, en ekki hefir það tiltæki þótt bæta þefinn, þegar afrenslislausar tjarnirnar dragúldna f sumarhitunum. Ekki þarf að orðlengja um það, að þessir búskaparhættir bera vott um afskaplega skammsýni og menningar- skort. Rányrkjubóndinn stendur á svip- uðu þroskastigi og horfellisbóndinn hér heima á íslandi, sem fellir meira og minna á hverju vori og flosnar síðan upp þegar fénaðurinn er ger- fallinn. Eg átti eitt sinn tal við ungan Vestur-Islending og var hann að fræð- ast af mér um búskaparhætti. hér heima. Honum blöskraði, þegar eg sagði honum, að frá því snemma í júlí og fram á haust væru menn að heyja. Honum þótti það ómannlega að verið. Raunar fann eg á tali mannsins og lét f>ess getið, að hann ætti eftir að gera sér grein fyrir þvf, hver munur væri á akuryrkjulandi og kvikfjárrækt- arlandi. Og enn sfður væri honum ljóst hver raunur væri á búskaparskil- yrðum hér heima og vestra. En þess- um unga manni mátti vel blöskra vinnubrögð okkar og búskaparlag. Okkur er, því betur, farið að blöskra það sjálfum að ýmsu leyti. En þó stöndum við Vestur-íslendingum fram- ar í jarðyrkju, þrátt fyrir alt. Við stritum við mykjuhaugana og stiflurn- * ar á vorin meðan þeir brenna áburð- inn og hálminn á ökrunum. Eitt sinn átti eg tal við mann einn austan úr Ontirio-fyiki, þar sem bygð- in er eldri, búlöndin smærri en betur ræktuð. Honum ógnaði búskaparlagið f Manitoba. Hann lét þess getið, að bændur austur þar hagnýttu áburðinn af fremsta megni. í stað þess að brenna bálminn á ökrunum, ækju þeir áburðinum úr fjósinu ofan á hálm- dyngjurnar og létu alt rotna. Auk þess keyptu þeir mjög mikið af áburði úr borgunum háu verði. Vestur-fylkja- búar eiga eftir að komast að raun um þann sannleika, að þeir geta ekki rofið það lögmál, sem jarðargróðurinn lýtur. Jörðin er ekki gróðrarnáma, hún er llfræn og við verðum að breyta við hana eins og okkur ber að breyta við mæður okkar. Eins og gefur að skilja, krefst rán- yrkjan mikils landrýmis. Það er ó- hemju flæmi sem sumir bændur f Vestur-fylkjunum hafa undir. Það er líka stórkostleg vinna sem þarf, til þess að plægja, herfa, sá, slá og þreskja og árangurinn er þvf miður oft ekki f samsvörun við fyrirhöfnina. En bót í máli er það, að verkbrögð- in eru engin skussatök. Verður f næstu köflum lýst verkbrögðum bænda. Símskeyti. Reykjavík, 21. okt. Skotfélag Reykjavíkur nýstofn- að. Félagsmenn eru um 80. Fé- lagið heldur fyrst um sinn skot- æfingar í Iðnó. Axel Tulinius er æfingastjóri. — Motorbátur- inn Daði úr Reykjavík hefir farist með prem mönnum. — Fálkinn tók tvo erlenda botn- vörpunga austan við land og voru sektir beggja til samans 30 pús. kr. — Guðm. Hannes- Son settur landlæknir til 6 mán- aða. Látið í veðri vaka, að Guðm. Björnsson fái pessa lausn með fullum launum, til pess að undirbúa berklamálið.— Útgerðarmenn í Reykjavík vilja Iækka kaup sjómanna um helm- ing, en sjómenn telja sér ókleift að ganga að pví. — Ásgeir Sigurðsson vísikonsúll Breta hefir verið skipaður brezkur konsúll, launalaus en sæmdur heiðurs- merki* Gífurlegt atvinnuleysi í öllum iðnaðarlöndum. Norðmenn veita yfir 20 milljónir kr., til að bæta úr neyðinni. Bandaríkjamenn veita 500 milljónir dollara í sama augnamiði. — Dómur Rjóða- bandalagsins í Slesíumálinu hefir gengið Frökkum í vil. Þjóð- verjar una illa sínum hlut. — Brezka stjórnin vill lána iðn- rekendum Í2 milljónir punda til að hjálpa erlendum kaup- endum brezkra vara til að standa í skilum. — Rússar stofna nýjan landbúnaðarbanka í Moskva. Stofnfé 2000 milljónir rúbla. — Grikkir halda undan fyrir Tyrkj- um munu nú vera fúsari til sátta. — Kosningaréttur í Belgíu er rýmkaður. Viðurkent jafnrétti karla og kvenna. — Tekjuhalli á fjárlögum Dana er áætlaður 110 milljónir. — Heimsblaðið Times skýrir svo frá, að toll- tekjur íslands séu veðsettar. Morgunblaðið lítur öðruvísi á. Akureyri. Stiílan. íslendingi reiknast svo til, að bærinn hafi tapað 12,000 kr. við það að byggja stffluna f sumar. Helm- ing þeirrar upphæðar f háum vinnu- launum, hinn f vöxtum. Þó vsxta- reikningurinn sé allhæpinn, skal ekki deila um upphæðirnar. Hitt er meira að útreikningurinn er á falsi bygður. Samkvæmt umsögn verkfræðingsins hefði þess ekki verið neinn kostur, vegna vorvaxta árinnar, að byggja stffluna svo snemma sumars, að hún yrði nothæf sama ár. Það er broslegt að heyra blaðið tala um skaða, sem bærinn lfði við fyrningu þessa mann- virkis, einmitt þann tfma, sem stfflan er að harðna og verða nothæf. Hjá þvf varð ekki komist að skifta verkinu. Allir útreikningar blaðsins á skaða, sem af þessu »flani« leiði, eru því falskir. Hvenær skyldi þetta svo kallaða bæjarblað, sem íslendingur kallaði sig um s. I. áramót, leggja nokkuð gott til nokkurs máls, er bæinn snertir? Hvisast hefir að stjórnin hafi í hyggju að leggja fyrir næsta þing verulegar breytingar á bannlögunum, og muni hún hafa loks komið auga á »kabinet-spursmál,« þar sem er rýmk- un bannlaganna eftir spánskum kröfum. Spurull f íslendingi leggur nokkrar spurningar fyrir ritstj. Dags og vill að þeim sé svarað vífilengjulaust. Hann spyr um hvers vegna S. í. S. fylgi ekki stefnuskrá Alþjóðasambands sam- vinnufélaga og forðist politfskar deilur og öll afskifti af verkamannadeilum og af trúmálum. Eg veit ekki betur en að Sambandið forðist þetta alt. í gerðabókum Samb. mun ekki finnast neinn stafur um trúmál né verkamál né um politik nema að því leyti sem viðskiftamá), hagsmunir og réttur sam- vinnufélaganna verða altaf deiluatriði og f eðli sínu politfsk deiluatriði. Allir munu sjá, að það er ósanngjörn krafa á hendur Sambandinu að það láti sig engu skifta viðskiftamál né á hverju veltur fyrir félögunum þar sem réttur þeirra og kröfur þjóðfélagsins verða ágreiningsefni. Þá spyr hann hver munur sé á fs- lenzkum samvinnufélögum og útiendum. Mér vitanlega er grundvallarmunurinn enginn en skipulagsatriðin geta verið breytileg eftir staðháttum. Hann tekur þýzku félögin til samanburðar og segir að þau séu skattskyld á sama hátt og gróðafélög. Hvers vegna seilist maðurinn yfir þau dæmi, sem nær liggja, til Þýzkalands, úr því hann vill að sér sé svarað vifilengjulaust ? Pví tekur hanti ekki dönsku félögin til samanburðar, sem búa við langtum betri skattakosti en þau íslenzku ? Allir vita, nema máske þessi maður, að skattaálögur Þjóðverja eru ekki sam- bærilegar við neitt annað eins og 3tendur og liggja til þess orsakir sem eru mönnum jafn kunnar. Að Þjóð- verjar leggja þunga skatta á samvinnu- íélög, er því hæpin sönnun fyrir því, að þau séu talin gróðafélög, eins og »SpuruIl« fullyrðir. Þessar spurningar eru ekki þannig vaxnar, að »Spurull« geti krafist þess að fá vífilengjulaus svör, þar sem hann gengur fram hjá þeim dæmum, sem gerast f þessu efni f nágranna- löndunum en seilist til Þýzkalands. Spurningarnar bera á sér merki þess að vera frá manni, sem hefir tamið sér það að fara með hinar og aðrar staðlausar fullyrðingar og draga svo út af þeim fráleitar ályktanir. Og það vill svo til að margir þykjast geta ráðið í hver fyrirspyrjandin sé einmitt vegna þessara einkenna. Taflfélag bæjarins heldur fundi sfna á hverjum mánudegi og fimtu- degi f Litla sal Samkomuhúsins. Brúin á Eyjafjarðará. Nú er talið f ráði að hafiat verði handa um bygg- ingu brúarinnar. Landsverkfræðingur- inn kom hingað norður f f. m. til þess að undirbúa undirbúninginn. í ráði er að leggja brúna yfir Hólmana. Heyrst hafa raddir um það, að fremur bæri að byggja garð yfir Leiruna heldur en að rffa sundur engi manna með upphleyptum garði þvert ýfir Hólmana. Því er haldið fram að garð- urinn geti orðið biú, að hann verji höfnina fyrir framburði árinnar og að hann í þriðja lagi komi til leiðar engjaauka sem næmi mörgum hundruð- um dagslátta. Óneitanlega á garður- inn að geta orðið að meiri notum en brúin samkvæmt þessu. En svo mikil er deyfðin, að ekki bólar á neinni viðleitni til þess að rannsaka þetta mál. Landhelgisbrof. Á mánudagsmorg- uninn var kom varðskipið Islands Falk inn hingað með enskan togara Norman frá Hull. Hafði varðskipið legið hér á höfninni dáginn áður en fór út um nóttina, til þess að ná f þenna togara að tilvfsun sýslumannsins f Þingeyjar- sýslu. Norman hafði undanfarna daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.