Dagur - 05.11.1921, Side 1
DAGUR
kemur út á hverjum laugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
IV. ár.
Akureyri, 5. nóvember 1921.
E-L-D-F-Æ-R-Á-V-E-R-Z-L-U-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiðjuverði.
Panfanir afgreiddar ú f u m 1 a n d.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. T& Akureyri.
Framtíðarúrrœði
í verkamálum.
Varasjóðuratvinnuveganna.
Sannvirði vinnunnar hefir í þess-
um greinum verið kallað það kaup-
gjald, sem atvinnuvegirnir væru á
hverjum tíma færir utn að gjalda,
án þess að taka sér svo nærri, að
það orsakaði lömun þeirra. Sú
trygging atvinnuveganna hlýtur
jafnan að koma fyrst tii greina, ef
þjóðin á að geta bjargast.
í góðum árum, bæði að veður-
áttu og i viðskiftum, mundu at-
vinnuvegirnir geta goldið það kaup-
gjald, sem mætti heita vel lífvænlegt
fyrir alla, sem atvinnuna stunduöu.
Er þar átt einkum við þá, sem sætta
sig við, að vera vinnumenn i sveit,
eða staðfasta sjómenn. Síður verður
fullyrt um hina, sem elta ýktar
hagnaðarvonir og berast eins og
rekald af einum stað í annan. Peim
mðnnum verður oft lítið gagn að
tíma og fjármunum.
Aftur á móti mundi óáran þrýsta
kaupgjaldinu niður fyrir lífvænlegt
lágmark, að atvinnuvegunum sæmi-
lega trygðum. Þá rís sú spurning
á hvern hátt verkalýðnum veröi
trygð eigi Iakari Iffskjör en öðrum
aðilum, sem atvinnuna reka. Alllr
sjá, aö til þess getur ekki verið
ætlast, að hallinn sé allur lagður á
bak einni stétt, en aðrar séu trygðar,
á hverju sem veltur,
Tæþlega veröur unninn bugur á
þessum örðugleika meö öðru, en
að stofna öflugan sjóð, sem beri
skakkaföilin. Úr honum yrði að
gjalda þá kaupgjaldsuppbót, sem
nauðsyn krefði. Sjóður þessi yrði á
þann hátt varasjóður atvinnuveganna,
þar sem hann gerði það jafnan fært,
að íryggja þá. Hann hefðí sama hlut-
verk gagnvart atvinnuvegunum eins og
kasthjðl á afíve'i, scm bet hreyfiarma
hennar y/ir dauða punkta.
Það sem mest hefir þjakað verzlun
okkar alla tíð, síðan við tókum
hana í okkar eigin hendur að því
Ieyti, sem hún er í okkar höndum,
hefir verið skortur á veltufé og
tryggingarfé. Við höfum þurft að
skulda í innlendutn og erlendum
bönkum meginhluta af ársúttekt
okkar. Fyrstu verulegu viðleitnina,
til þess að safna þessu fé, hafa
kaupfélögin sýnt. í hópi annara
verzlunarrekenda eru auðvitað menn,
sem hafa lagt áherzlu á þetta, en
allur fjöldi kaupmanna hefir lagt
fé sitt í áhættu gróðabrasksins og
hafa litla tryggingarsjóði að grípa
til, þegar í nauðir rekur. Núverandi
örðugleikar munu að líkindum
sannfæra hvern einasta kaupsýslu-
mann um það, að tortryggingalaus
verzlun er ófarsæl.
En þar sem óhætt er að fullyrða,
að varasjóðir eru nauðsynlegir í
viðskiftum, ætíu þeir ekki að vera
síður nauðsynlegir að baki atvinnu-
vegunum sjálfum. ÖIl framtíð þjóðar-
innar og öll menning hennar veltur
á því, að hún geti sííelt unnið og
framleitt verðmæti. Með því tog-
streytuskipulagi, sem nú er á at-
vinnurekstri þjóðarinnar, verða ein-
att misbrestir á þessu. Öflugur vara-
sjóður ætti að geta komið í veg
fyrir, að þjóðinni yrði verkfall af
þeim orsökum, að atvinnuvegunum
yrði siglt í strand.
Auk þess hlutverks að halda at-
vinnuvegunum gangandi gegnum
örðugleikatíma, ætti sjóður þessi að
hafa annað mikilsvert hlutverk. Fé
hans mætti að miklu verja til at-
vinnubóta og arðbærra fyrirtækja.
Það mun vera flestum mönnum
fullljóst, að mjög margt fólk gengur
svo að segja iðjulaust mikinn hiuta
ársins, vegna þess að enga vinnu
er að fá. Þetta er ein orsökin til
þess, að verkalýðurinn gerir háar
kröfur á hendur aívinnuvegunum.
Það er vissulega áríðandi til trygg-
ingar þeirn atvinnuvegum, sem
fyrir eru, að aukin verði vinnu-
brögð í landinu og atvinnulífið
verði fjörugt og fjölþætt. Atvinnu-
vegirnir ættu þá að styðja hver
annan í því að veita hverjum ein-
staklingi lífvænleg kjör. Einkum
mundu þeir styðja hver annan
gegnum sjóð þann, er hér ræðir um.
Dagur telur þaö ekki sitt hlutverk,
að ganga mjög inn á aukaatriði
þessa máls. Sjóðstofnunin er eitt
aöalatriðið. Hitt er skipulagsatriði
á hvern hátt sá sjóður yrði mynd-
aður. Aðeins má benda á það, að
hlutverk sjóðsins á að vera, að efla
aimenna hagsæld og almenna at-
vinnutrygging. Það virðist þvi ein-
sætt að allir aöilar þjóðarinnar eigi
að taka þátt í myndun hans.
Verkamálarátí.
Því var haldið fram hér að fram-
an, að framboð og eftirspurn mætti
ekki ráða kaupgjaldi, heldur yrði
jafnan að leita að sannvirði vinn-
unnar og Iáta það ráða. Á það var
bent ennfremur, að sannvirðið yrði
eklci fundið fyrirfram, heldur þyrfti
að leita að því eftir á.
Að vísu mun leitin að sannvirði
vinnunnar vera talsvert örðugt hag-
fræðilegt verkefni, en þó fram-
kvæmanlegt. Á hverju ári þyrfti að
gera upp búreikning þjóðarinnar.
Talsvert af verkinu er nú þegar
framkvæmt með skýrslugerð em-
bættismanna og starfi hagstofunnar.
Það mætti hugsa sér að starfsvið
hagstofunnar yrði fært út yfir þetta
mál. Til grundvailar þyrfti að
Ieggja ítarlegt landshagsfræðilegt
kerfi. Á þann hátt mætti búast við
að þjóðin gæti vitað, hvar hún
væri stödd efnalega á hverjum tíma
o. s. frv.
Ekki er hægt að hugsa sér fram-
kvæmd þessa skipulags án miðstööv-
ar eða miðstjórnar. Mætti kalla þá
stjórn vcrkamálaráð, sem væri skipað
fulitrúum allra atvinnustétta og þar
á meðai verkaiýðsins. Verkamála-
ráðið hlyti að starfa í satnbandi við
hagstofuna, eða vera hluti af starfs-
kröftum hennar.
Verkefni verkamálaráðsins yrði í
fyrsta lagi það, að komast að niður-
stöðu um þann ábata eða halla, sem
verður á rekstri atvinnuveganna
árlega og ákveða kaupgjaldið eftir
því. í öðru Iagi að ákveða íillög í
varasjóðitm. 1 þriðja lagi að kveða á
um úíborgun úr sjóðnum, þegar
svo ber undir. í fjórða lagi að leita
að atvinnubótum og lána fje úr
sjóðnum til almennra atvinnufyrir-
tækja o. s. frv.
Á þenna hátt ætti það að vetða
trygt, að þjóðin gæti alt af haldið á-
fram að vinna og'framleiða. Hún
mundi jafnan vita hvar skórinn
krepti mest og hefði, þar sem sjóð-
urinn væri, ráð i bakhendinni, til
þess að hlífa og hjálpa, þar sem
þörfin væri mest.
(Meira.)
Bannmálið.
Eí sá orðrómnr er á rökum bygður,
að stjórnin muni leggja fyrir næsta
þing frv. til laga um rýmkun bann-
laganna, er fyrirsjáanlegt, að til róstu
dregur um málið.
í sögu bannmálsins eru margir
dökkir drættir, en því betur fleiri
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni I>. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
44. blað.
>.A innii,VM*i ■ "'n *'■ “ i *' *—t*t—i-^i—■—ii-■ — i.■%■->-»^
ljósir. Þrátt fyrir allan áfengisinnflutn-
ing hefir að mestu leyti unnist bugur
á ofdrykkjunni í landinu. í sveitum
eru umskiftin sérstaklega mikii.
En írá því fyrsta hefir verið uppi
í landinu hálfgerður óaldarflokkur í
garð þessara laga, sem hefir sett sér
það mark og mið, að ganga af þeim
dauðum. Flokkur þessi hóf starfsemi
sína með blaðinu Ingólfi. En ekki
tókst blaðinu að lifa á svo einhæfri
stefnuskrá, enda hefir aðstandendum
þess verið þörf peninga, til þess að
fylgja stefnuskránni fram f verki.
Ingólfur sgrengdi sig á stóryrðum um
málið.
Því hefir verið haldið fram að lögin
væru svo stórspillandi fyrir siðferði
manna vegna brotanna. Afnámi þeirra
hefir því af andstæðingunum verið
haldið fram sem alþjóðarnauðsyn.
Eftirtektarvert er það, að þeir, sem
hafa hrópað hæst um þetta, eru
einkum úr hópi þeirra, sem brjóta
lögin manna mest. Það væri svipað
því, ef þjófar héldu því fram, að
hegningarlögin væru siðspillandi vegna
þess að þeir þyrftu, þeirra vegna, að
stela í óleyfi. Engin lög, sem stefna
að stórri, siðlegri hugsjón, eru f
sjálfum sér siðspillandi. Það eru
lögbrjótarnir, sem eru siðspillandi.
Það þarf að komast inn í meðvitund
manna, að ofdrykkjan sjáif er siðspill-
ing, en ekki þau lög, sem banna
hana. Og aldrei hefir hræsnin í þjóð-
lífinu keyrt svo um þverbak, sem í
þessu máii. Menn hafa þózt bera
siðíágun þjóðarinnar fyrir brjósti,
þegar þeir hafa verið að eggja al-
menning til þrjózku, virðingarleysis
og ofstækis gegn þeirri öflugustu
tálman, sem reynt hefir verið að
leggja á leið siðspillingar og úrætt-
unar þessarar þjóðar.
Annari veigameiri röksemd hefir
verið haldið fram gegn banninu. Það
er krafan um aðstöðu einstaklingsins,
til þess að geta af sjálsdáðum sigrast
á vínnautninni. Bannstefnan hefir verið
fordæmd vegna þess að hún væri
hálfgerð siðleg uppgjöf. Gallinn á
þessari röksemd er þvl miður sá,
eins og á stendur, að henni er lfka
haldið hæst á lofti af þeim, sem eru
allra manna ófærastir, til þess að
stjórna sér sjálfir. Það er því hæpið,
að hún eigi við, þó hún sé í sjálfri
sér frambærileg.
Eg hefi altaf litið svo á, að óhófleg
nautn eiturdrykkjar væri of lítilfjörlegt
siðlegt viðfangsefni, til þess að fórna
þessvegna miklu af tfma, fjármunum,
heilsu, mannslffum, heimilisánægju og
hamingju þjóðarinnar um marga manns-
aidra eða jafnvel aldir. Mesta þroska-