Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn. Akureyri, 12. nóvember 1921. 45. blað. [E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoftapottum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrrrliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. '2fcr- Akureyri. Framtíðarúrrœði í verkamálum. Greinarlok. Hungursneyð stendur fyrir dyrum i Reykjavík. Aðalorsökin er sú að atvinnuvegurinn, er gefur borginni mestar tekjur, togaraútgerðin, er stöðvaöur. Útgerðarmenn kenna um dýrtíð og þar af Ieiðandi of háu kaupgjaldi. Peir vilja lækka kaupið um helming. Á útgerðinni hvfla óhemju miklar skuldir, svo hugsan- legt er, að hún sé nú alls ekki fær um að gjalda hærra kaup. En orsök- in, sem á bak við liggur, er óvar- kárni útgerðarmanna í meðferð þess mikla gróða, sem um skeið barst þeim upp f hendur. Dæmi eru til um útborgun á 100% arði. Gróða- hyggjan og áhættugirnin lokkaði þessa menn, til þess að Ieggja gróð- ann í ný og ný skip og margskonar annaö áhættubrask í stað þess, að mynda öfluga tryggingarsjóöi á bak við atvinnuveginn, þegar það var í lófa Iagið. Pessir tímar eru að vísu óvenju- legir. Verðsveiflurnar í heiminum eru meiri en dæmi eru til í manna- minni. Fjárkreppan og ýmsir örðug- leikar þröngva kosti allra manna. En þó úr örðugleikunum greiðist er óvarlegt að ætla, að þar með sé öll hætta rokin burt af jörðunni. Sízt er fyrir það vert að synja, að sams- konar tímar endurtaki sig. Margir spá því aö nálæg framtíð beri nýja heimsstyrjöld i skauti sér. Misjafnt árferði er næstum því handvfst. Slys og óáran ber að höndum. Við höf- um því ástæðu til að láta okkur lærast af undangenginni reynslu og vera við misjöfnu búnir En dæmið um togaraútgerðina er ekki einstætt. Atvinnuvegir okkar yfir höfuð eru ekki við misjöfnu búnir. Sjávarútvegurinn er að mestu rekinn eins og gróðafyrirtæki ein- stakra manna en ekki eins og at- vinnufyrirtæki fyrir almenning. Pess- vegna er trygging hans óvís og komin undir framsýni og hófsemi einstaklinga. Framsýnin er undir skafti og blaði komin og hófsemin er sjaldgæf, þegar gróöavonin blasir við og samkepnin ýtir á eftir. Afleið- ingin verður sú, að þegar gróðavonin hverfur úr sýn þessara fáu manna klappar neyðin á dyrnar hjá fjöld- anum. Fyrsta verulega tilraunin til þess að tryggjaliag almennings eru sjóða- myndanir samvinnufélaganna. Pað er spor stigið í rétta átt en aðeins of skamt, enn sem kotnið er. Stofn- sjóðsupphæð á lögum samkv. að takmarkast við ársúttekt einstakling- anna. Hann orkar því að gera fé- Iagsmenn sjálfstæða í viðskiftum og síður háða lánveitendum, en stofn- sjóöurinn verður ekki bakjarl at- vinnuveganna sjálfra þegar illa blæs. Þar þarf að koma til langtum öfl- ugri trygging. Síðustu tímar hafa hrundið okkur inn í farveg þeirrar hagsmunabar- áttu, sem hefir umrótað yfirborði Evrópu. Við fylgjum kappsamlega fram margauknum lífskjörum. Á- hættubraskið hefir færst í aukana. Öreigunum fjölgar og eitur stétta- baráttunnar grípur um sig. Með nú- verandi áframhaldi hljótum við að komast langt út í þær ófærur, sem nú eru að koma öörum þjóðum á kné. Við gerum okkur meira og meira háða umbyltingum veraldar- innar og við verðum leiksoppur í ölduróti þess hafs, sem er knúið af misvindi mannlegra ástríðna. Það er mikil þrekraun að stöðva sig í hrapinu á brún neðsta hengi- flugsins. En einmitt það þarf þjóðin að gera. Við megurn ekki semja okkur að siðum annara þjóða hvorki í lífskröfum né atvinnuskipulagi. Með þvf bjóðum við heim verk- bönnum, verkföllum og öllum þeim ófögnuðu, sem ofurkappsfullri sara- kepni fylgir. Við þurfum að leita að og knýja fram það skipulag sem sameinar allra krafta í leitinni að al- mennri hagsæld. Stórinenni veraldarinnar standa eins og börn frammi fyrir þeirri gátu, hvernig mennirnir eigi að fara að því, að lifa saman á jörðu hér. Okkur er það ekki minni ráð- gáta en öðrum. Ef til vill er lausnin ekki jafn torfundin og hún virðist vera. Þó við séum fáliöaðir og ekki stórveldi, er ástæðulaust að örvænta um það, að við getum fundið og hagnýtt eitthvað, sem er áður óþekt en mannkyninu gagnlegt. Einmitt vegna þess að við erum ekki stór- veldi gengur okkur betur að sjá út yfir okkar viðfangsefni, skilja þau út í æsar og halda þjóðskipulagi okkar í skefjum. Petta getum við þó því aðeins, að við séum ekki haldnir af eftirhermusýki og undir- Iægjuhætti fyrir veraldartízkunni. í greinunum hér að framan hafa verið dregnir örfáir frumdrættir í kerfismyndun, sem ætti að geta gert þjóðinni fært aö halda stöðugt áfram að vinna, framleiða, tryggja öllum lífvænleg kjör og búa saman í þolanlegri eindrægni. Blaðinu er ljóst að hér er einungis bent í áttina, enda telur það ekki sitt hlutverk eða meðfæri, að rannsaka hugmyndina út í æsar í öllum einstökum atriðum. Slíkt er verk heillar kynslóðar eða margra kynslóða. Til glöggvunar skulu hér að lokum dregin saman helztu atriðin: Af undangenginni reynslu má álykta að atvinnuvegir þjóðarinnar verði reknir roeð misjöfnum árangri. Til þess ber margt, sem áður er talið. Sú aðferö, sem nú tíðkast, að láta framboð og eftirspurn ráða kaupgjaldi eykur þetta misvægi og gerir það stórhættulegt. • Atvinnuvegirnir eru, kvað kaup- gjaldið snertir, reknir sem blint áhættuspil, þar sem kaupgjaldið er ákveðið áður en víst veröur, hvað atvinnuvegirnir eru færir um að gjalda. Sjávarútvegurinn er að mestu rekinn sem gróðafyrirtæki einstakra manna. Þessi víðtæka atvinnugrein er því háð geðþótta einstaklinga og áhættugirni þeirra. Geðþótti einstak- linga er ekki næg atvinnutrygging fyrir almenning. Atvinna og lífsbjörg fjöldans er á þann hátt stofnað í tvísýnu. Þegar gróðavonin blasir við vex eftirspurnin eftir verkafólki. Atvinnu- vegirnir keppa um vinnukraftinn. Þetta kapp og kaupgjaldstilboð hafa við ekkert að styðjast nema góðar vonir og ditfsku einstakra manna. Sú hætta blasir þar við, að kaup- gjald hækki langt úr hófi fram. Hækki kaupgjald langt úr hófi fram, kemur það niður á atvinnu- vegunum. Þetta orsakar bakfall þeirra og jafnvel meiri og minni stöðvum. Eftirspurn verkafólks þverr, kaup- gjald lækkar og er þrýst niður fyrir lífvænlegt lágmark. Þá hefst baráttan milli atvinnurekenda og verkalýðs, verkbönn og verkföll skiftast á. Árangur þeirrar baráttu verða ekki annað en bráðabirgðaúrlausnir um smávægileg atriði, efnalegt tjón og aukin úlfúð. Alt af barist og deilt Hérm eð tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir mín, Vilhelmína Pálsdóttir, sem andaðist á Vopnafirði 29. f. m. verður flutt hingað tii greftr- unar. jarðarförin er ákveðin að forfallalausu þ. 16. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. frá heimili mínu. Kransar eru afbeðnir. Fyrir mína hönd og fjarver- andi ættingja. Akureyri, 11. nóvember 1921. Hailg:r. Einarsson. um yfirborðsatriði en kjarni málsins liggur óhreyfður. Úr því svo vill til, að hér á Iandi hefir myndast það, sem kallað er þjóðfélag, er réttmætt að gera félags- legar kröfur á hendur öllum einstak- lingum. Það er ekki einhlítt, að menn hlaupi saman í hópa, sem slá hring um einhæf hagsmunaatriði og takmörkuð stefnumið og að þeir hópar eigi svo í illdeilum og tog- streitu sín á milli. Það er eins og ef önnur höndin á mannslíkanum gerði uppreist á móti hinni. Ef hér á að heita og vera þjóðfélag, verður þjóðin öll að standa saman með það aíísherjar stefnumið fyrir augum, að efla almenna hagsæld og almenna menningu. Þetta fæst ekki á annan hátt, en að allir atvinnuvegir þjóðar- innar og um leið allir einstaklingar gangi saroan í einskonar bandalag hver öðrum til stuðnings f stað þess að dreifast og vera hver öðrum til hnekkis. Byrði þjóðarinnar þarf að hvíla á einum og sérhverjum. Framboð og eftirspurn má ekki lerigur ráða kaupgjaldi. Verkamann- inn má ekki setja á bekk með leigu- dýrum eða leiguvélum. Hann þarf eins og aðrir að eiga alt sitt »undir sól og regni;* hlutur hans að vera kominn undir þjóðarvelgengninni, ábyrgðin að hvíla líka á hans herð- um. Kaupgjald þarf aö ákveða eftir á, eftir sönnu verðgildi vinnunnar á hverjum tíma. Atvinnuvegina þarf að tryggja það er Iífsskilyrði allra jafnt. Þeir mega því aldrei taka sér um of nærri kaupgjaldið. Verkalýðinn þarf sömuleiðis að tryggja. Þessvegna þarf að efna til öflugs sjóðs, sem beri skakkaföllin. Hann verður varasjóður atvinnu- veganna, því hann léttir undir með þeim það skylduhlutverk, að sjá alþjóð borgið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.