Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 4
180 DAGUR 45,'tbl. Hjónaefni. Ungfrú Guðrún Rósin- karsdóttir og hr. Brynjólfur Sigtryggs- son birtu trúlofun sína nýlega. Eftirleit. Maður er nefndur Buae- dikt Sigurjónsson Guðmundssonar fyrrum bónda á Grímsstöðum við Mý- vatn. Benedikt er eftirleitamaður mikill °g œjög kunnur um Þingeyjarsýslu fyrir dugnað einkum í hætíulegum svaðilíörum. Oft hefir hann farið f eftir- leit og verið tæpt staddur fram í Graíar- löndum, því kofi Eyvindar er löngu fallinn. Nú í haust er hann búinn að fara í tvær eftirleitir. í hinni fyrri hrepti hann góð veður. Þá fann hann 16 kindur. í seinna skiftið fór hann fram 1 Grafarlönd fann 20 kindur f ferðinni, lá 7 nætur úti og fjórar af þeim í fönn, hinar í sæluhúsi. Jökulsá Vár ófær þegar hann kom sunnan af fjöliunum norður að sæluhúsinu, sem er við veginn milli Reykjahlíðar og Grímsstaða. Þá var Benedikt þrotinn að vistum og varð að skera kind rér til matar. Eitthvað kól bann á fótum en þó ekki beinkali. Gekk hann þrátt fyrir kalið frá Grímsstöðum á Fjöllum og vestur til Mývatnssveitar. Hefir Benedikt að þessu sinni hrifið 36 kindur úr greipum vetrarins á fjöllum uppi. Samv'innuflokHur. Sú staðreynd að Morgunblaðsliðið hefir gleypt lög- réttu og Þorstein og að Jón Magn- ússon forsætisráðherra hefir til fulls húsað sig hjá því liði hlýtur að faafa mjög ákveðna og æskilega pólitíska þýðingu. Dæmið frá síðasta þingi sýu- ir að ekkert er eins óheilt og óheil- brigt eins og það að enginn flokkur sé fyllilega samstæður og að einstak- lingar hvorki viti með vissu né vilji kannast við afstöðu sína til stjórnar- innar eða stefna þeirra sem koma fram í málum. Meiri hluti þings vildi ekki lýsa vastrausti á stjórninni og ekki heldur trausti. A( því ieiðir að flestir munu þykjast færir um að ak- ast undan ábyrgð á henni. Sjá allir hveit slíkt stefnir. Hér eftir geta samvinnublöðinn ekki stutt neinn hálf- drætting upp f þingsæti, sem lafir í frakkalöfnm Jóns Magnússouar en þyk- ist vera samvinnumaður. Hreinar línur verða að myndast, ef hér á að geta þróast heiibrigt pólitfskl Hf og flokka- skifting. Það skiftir ekki eins miklu, að samvinnuflokkur verði stór í byrjun eins og hitt.aðhann verði eindreginn.Mönnum ferað skiljast að samvinnustefnan er ekki hagsmunahringur, þar sem öllum al- menningi er frjáls aðgangur undir merki hennar. Slíkt getur ekki farið saman nema í þeim skilningi, að allur aimenningur þéssarar þjóðar myndi samtök um eflingu eigin hagsældar. Samvinnusíefnan er þjððmálastefna. Hún er ekki einskorðuð við veizlun eða neina sérstaka þjóðarsiarfsemi, heldur getur hún sett blæ sinn á öll þjóðmál og á að gera. Næst verður barist um það, hvort veltuíéð á að vera tiltækilegt íyrir almenning og notað með almenningshag fyrir augum eða það á að vera undir umráðum einstakra manna, háð geðþótta þeirra, áhættugirni þeirra og brasklund og verða beitt með hagsmunum fárra E-G-G daglega keypt í Sjúkrahúsi Akureyrar. fyrir augum, Um það verður barist hvort afurðir landsins eigi að verða eign einstaklinga og notaðar í áhættu- braski frjáisrar samkepni eða hvort almenningur á að bera úr býtum sinn rétta hlut. Um það verður barist hvort okurfélögum verður leyft að teygja klærnar inn f iandíð í íramtiðinni eða að ríkið taki veizlun á vissum vöru tegundum, sem helzt yrði okrað á að öðrum kosti o s. frv. Samvinnumenn verða ekki í vafa hvorum þeir fylgja að málum, almenningi eða bröskurun- um. Hvað er að frétta? í íyrra flalti Dagur greinarstúf með þessari yfirskrift. Hann kvartaði þá um pennaleti aðstandends sinna og annara, sem akyldu þýðingu þess fyrir blöðin, að fá fréttakafia úr sveitum landsins. Án slfkiar aðstoðar ná blöð- in ekki þeim tiigangi sínum að verða fræðandi fyrir alla alþýðu um innan- lands atburði og máleíni. Þau geta aldrei án þess vltað hvernig þjóðinni vegnar í raun og veru. í sveitunum býr kjarni þjóðarinnar. Þar hreyfast þær undiröldur, þar er sá aflvaki, sem hryndir stórum málum upp á yfitboið- ið. Þar vsxa upp margir þeir menn sem sfðar taka mál þjóðarinnar f sfnar hendur. Það er þvf ekki þýðingailaust að blöðin og lesendur þeirra fái að vita hvað fólkið f sveitunum hugsar og gerir. Viðfangs- og umhugsunarefni alþýðunnar eru þær rætur, sem næra allar greinar þjóðmálameiðsins. Alþýð- an í sveitunum fær 'fróðlegt yfiriit og samanburð á kjörum, hugsunum og viðleitni manna víðsvegar að. í fyrra tóku nokkrir menn vel í þessa málaleitun Drgs og sendu hon- um fréttapistla, en þvf miður varð ekkert áframhald á því. Hann er því, eftir sem áður, jafnilla staddur, hvað þetta snetir. Þessir góðu menn, sem Dagur er þakklátur fytir þeirra góða viðvik, mættu þó ætla, að honum dugi ekki einn skamtur á ári af þessnm rétti eða minna en það. Nú eru það enn að nýju einlæg og mjög ákveðin tilmæli blaðsins, að les- endur þess víðsvegar sendi því frétta- bréf. í þeim btéfum má tína til hið helzta um veðuráttufar, heyfeng, beit- jörð, búfjárhöld, aflabrögð, nýjungar og framfarir í búskap, félagsskap, f- þróttir og hverskonar menningarvið- leitni, slysfarir, dauðsföll, giftingar, trúloíanir 0. fl. 0. fl. Æskilegt væri að þeir, sem tækju að sér fréttaritun fyrir blaðið, temdu sér stutta, samanþjappaða frásögn, én skýra. Gæti það um leið orðið þeim hinum sömu, æfing nokkurs verð. Og blaðið endurtekur spurninguna: Hvað er að frétta? fSf Príma Karlmannaskinnhúfur á kr. 9.75 og Prima Drengjaskinnhúfur á kr. 8.50 nýkomnar til j§j | Baldv. Ryel. jg Samband Isl. Sam vinnufélagi útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Hross í öskiium. i Bleikur foli, ómarkaður, með stjörnu í enni tveggja til þriggja vetra gamall er f óskilum í Tungu á Svalbarðsströnd. Réttur eigandi gefi sig fram við undirritaðan fyrir 15. des. n. k., sanni eignarrétt sinn og borgi áfallinn kostnað. Tungu, Svalbarðsströnd io. nóv. 1921. Jón baxdal. N O X3 o t~ Z3 < > txO o cd U O I Fi.dj >-■ o. zí s ^ CQ X3 'cí ~~ i-, 52 cð tn cxS xO -2 =• O M jgöö S g CO 3 .5 ~ 73 w © x> 03 jrO <cn W U- Leiríau nýkomið í Kaupfélag Eyfirðinga. Góð Kýr til sölu. Ritstj. vísar á. F j á r m a r K undirritaðs er: Blaðstýft framan hægra, fjöður aftan vinstra. Borgarhóli 10. nóv. 1921. Kristján Jónsson. Feikna afsláffur á allri smr álnavöru ~m og mörgum fleiri eldri vörum. NB. Prjónasaumur tekinn móti vörum. Verzlunin ’BRATTAHLÍÐ." Ritstjóri: JÓNAS ÞORBÉRGSSÖjTS Prentari: Oddur Björnssojv ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.