Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 3
45. tbK DAOUR 179 tnenskubrautinni, vegna akýringSrinn- ar. Á hina réttu skýringu hefir áður verið drepið. Skrif B. K. var fri upp- hafi óhasft til birtingar f nokkru blaði, en við því var ekki séð, fyr en í óefni var komið. Þá er þetta rá5 gripið, í stað þess að sparka f B. K. opinber- lega. En f þyrþey hefir B. K. orðið að sætta sig við að taka á móti frá- vfsun og áminningu frá þeim, sem hafa ekki nema lítið af ritmenskuhæfi- leikum til að bera. En lengi getur vont versnað. Skap B. K. er eins og vilt náttórusfl, sem leikur skefjalaust. Ritgerðir hans eru eins og >hráefni* sem vcrða í höudum ofstopaas að frámunanlegum óskapnaði. Þetta hafa leseudurnir átt að nota sér eins og unna vöru. Það hefir nú gengið eins og raun ber vitni um. Tveir menn eru brjóstumkennanleg- ir f sambandi við þetta mái.fyrir utan Benjamín sjálfan. Annar er Björu L<n- dal, fyrir að vera þannig óverðskuld- að gerður að pfslarvotti og átrúnað- goði f senn og eiga hlut sinn f mis- lögðum höndum Benjamfns. Þvílfk frammistaða gerir hvern málstað tor- tryggilegan og óvinsælan og skjólstæð- inginn að undri. Hinn maðurinn er faðir piltsins fyrir að hafa svo ger- samlega mishcpnast uppeldið á þess- um syni. Grátstafurinn. Ritstjóri ísl. er í 52. tbl. blaðsins með grátstafinn f hálsinum, en getur ekki grátið, vegna þess að bölið, sem stjórn- ir kaupfélaganna eru að leiða yfir þjóðina, er frá hans sjónarmiði þyngra en táruip taki. (Sbr. niðurl. greinar- innar: »Tákn tfmanna*). Það er ekki f fyrsta skifti sem þessi valinkunni sæmdarmaður tekur sér nærri hlutskifti almennings. Meðal annars sézt það á grein um ketsölu K. E. f sama tbl. Það sem f þetta skifti böglast fyrir brjóstinu á ritstjóranum er óvissan i viðskiftalífinu; ekki óvissan um hans eigin efnahag, skuldir óg skil, heldur óvissa bænda um það, hvernig hagur þeirra standi hjá kaupfélögunum. Hann segir, að það sé tákn tfmanna, að enginn viti með vissu um hag sinn. Telur hann kaupfélögin eiga á þessu höfuðsök. Þau áætli verð afurðanna og bændur fái eigi verðið inn f reikn- inga sfna fyr en alt er seit. Hann skorar þvf á kaupfélögin, »að afnema sjálfskuldarábyrgðina og kappkosta að fá ákveðið verð á seldar afurðir sem fyrst* og gera hreinlega upp, eins og lög þeirra mæla fyrir.« Með orðunum »að fá ákveðið verð sem fyrst* á ritstj. lfklega við það, að kaupfél. eigi að ákveða verðið, og gera hreinlega upp um hver áramót. Hann mótmælir þvf sennilega ekki, að kaupfélögin reyni jafnan að fá sem fyrst ákveðið verð. Við söluna er alt af lögð áherzla á tvent; að selja sem fyrst og gegn sem hæstu verði. * Leturbreyting mfn. Ritstj. En lög félaganna mæla ekki svo fyrir að verðið skuli ákveðið heldur ácetlað. Áætlunarverð er óhjákvæmi- legt f félagi, sem undirgengst að skila öllu verðinu að lokum.. Áskorun rit- stj. er því ekki annnð en tillaga um að leggja niður samvinnufélögin og breyta þeim f verzlunarfélög með takmarkaðri ábyrgð. Þetta er tillaga Björns Lfndal. Hún er hér aðeins borin fram f hálum og yfirskinslegum orðatiltækjum. Á þetta bendir hin tillagan, að afnema sjálfskuldarábyrgð- ina. Svo mentaður maður í viðskifta- málum, sem ritstj. þykist sennilega vera (sbr. digurmæli hans um ment- unarskort annara ritstj. f þeim mál- um) hlýtur að vita, að félagsskapur, sem undirgengsl að skila öllum ágóð- anum nema bráðnauðsynlegum vara- sjóði, getur ekki tekið á sig áhætt- una. Það er þessvegna Ijóst að tillaga ritstj er sú, að leggja niður samvinnu- félögin f landinu. En hvað það er, sem hann ætlast til að komi f stað- inn, lofar hann f greininni að útskýra sfðar meir. Dagur getur verið á sama máli um það, að óvissan f viðskiftalífinu sé mikið mein. En sú óvissa er komin frá utanaðkomandi og óviðráðanlegum orsökum. Áætlunarverð geigar frá raunverulegu verði, vegna þess að verðbylgjurnar á heimsmarkaðinum rfsa og falla orsakaðar af fjárkreppu, at- vinnuteppum, gengismismun gjaldeyris o. fl. Ábati eða halli, sem kemur fram á reikningum manna, frá þvf sem áætlað hefir verið, eru afleiðingar þeirrar óvissu, sem nú rfkir um heim allan. En að áætlunaraðferðin eitri við- Ekiftalffið á þann hátt, sem ritstj. ísl. lætur f veðri vaka, eru öfgar, sem slegið er fram, til þess að finna sér til einhverja tyllisök á hendur sam- vinnufélögunum. Óvissa bænda um það, hvernig hagur þeirra stendnr hjá kaupfélögunum, er ekki eins mikil og ritstj. lætur af. Sfzt hafa þeir ástæðu til að falla f andvara- leysi og gera sér um of glæsilegar vonir. Stjórnir og framkvæmdarstjórar kaupfélaganna eru þeir einu f fslenzkri verzlunarstétt, sem hvetja almenning til gætni og sparsemi. Því er öðruvísi farið um kaupmenn. Þeir verzla á eigin ábyrgð og með eigin hagnaðar- von fyrir augum. Þeir leggja því mikla áherzlu á að ýta út f almenning öllum vörum, sem nöfaum tjáir að nefna, þörfum og óþörfum. Óþörfu vörurnar þola mesta álagningu; þessvegna er mestur slægur í, að koma þeim út, fyrir þá kaupmenn, sem hugsa ein- ungis um sjálfs sfn hag. En þvf skyldu þeir ekki hugsa um sjálf sfn hag, úr þvf þeir bera áhættuna? Hættan, sem almennum efnahag stafar af verzlunar- fyrirkomulagi kaupmanna, er þvf langt- um meiri, þegar til lengdar lætur. Ritstj. ísl. er óþreytandi að lofa kaupmenskuna fyrir það, að henni sé engin áhætta samfara fyrir almenning. Kaupmennirnir taki á sig tapið sjálfir. í 53. tbl. er hann enn með þetta. Hann segir: »Kaupmennirnir og út- vegsmennirnir bera sjálfir áhættuna, ef illa fer.« Á almenningur þá ekkert á hættu þegar atvinnuvegi er siglt f strand eins og togaraútgerðinni núna. Jú, hann á atvinnu sína í hættu og lífsbjörg eins og nú er því raiður komið á daginn. Á almenningur ekkert á hættu, ef látlaust er haldið áfram, að flytja allskonar óþarfa inn í Iandið og skuldir við útlönd stöðugt auknar ? Jú, hánn á f hættu alla viðreisnarvon, fullveldi rfkisins og sjálfsforræði f fjármálum. Kaupmenn taka á sig tapið, þeir bcra áhætluna, segir rltstj. ísl. Jú, þeir gera það, blessaðir. En hvað hefir þjóðin þurft að borga þeim fyrir það? Sumt af áiagningu kaupmanna hefir verið eðlilegur verzlunarkostnaður en sumt hefir verið gjald tekið af almenningi til tryggingar gegn áhætt- unni. í þenna áhættusjóð kaupmanna hefir fslenzkur almenningur frá önd- verðu goldið ómældar upphæðir eink- um á selstöðuverzlana og einokunar- tfmunum. Það er þvf íslenzkur almenn- ingur, sem ber áhættuna við kaup- mannsverzlunina og kaupraennirnir taka ekki á sig neitt tap, það er fé almenn- ings, sem haft er til tryggingar og tapast, þegar illa fer, það fé, sem »lagt er á« fram yfir eðlilegan og sjálfssagðan verzlunarkostnað. Að lokum skal hér bent á samræmið í kenningum ritstjóra ísl. í grein þeirri sem hér ræðir um, vex honum í augum óvissan bændanna og vill þvf að kaupfélögin ákveði t. d. ketverðið strax, svo bændur viti, hvar þeir eru staddir. En í annari ritstjórnargrein f sama tbl. um ketsölu K. E. í bænum heimtar hann, að erlent markaðsverð ráði verðinu á keti þvf, sem fél. selur utanfélagsmönnum. Félagið á samkv. því að haga sér gagnvart félagsmönn- um eins og það væri kaupmaður en eins og strangasta samvinnufélag gagn- vart utanféiagsmönnum. Af slfkri framkomu verður ekki annað ráðið, en að ritstj. sé skoðana- laus vindhani, sem sé nógu talhlýðinn, til þess að Ijá nafn sitt hverskonar ósamstæðum kenningagraut, sem í hann er látinn, einkum ef hann hefir von um, að það gæti orðið samvinnu- félögum bænda til miska. Ólfklegt er að tilfinningar hans kólni, svo að hann nái að gráta yfir óförum almennings, meðan hann umgengst þá heitu ætt- jarðarvini og hollvætti almennings, sem nú eru hans leiðarljós. Það er von að honum renni til rifja, að al- menningur þurfi að borga kr. 1.60 fyrir ket hjá K. E. þégar ketið fekst fyrir kr. 1.75 hjá Höepfner. Honum hefði -sjálfsagt þótt það nær, að al- menningur hefði yfirleitt borgað þessa aura f áhættusjóð Höepfnersverzlunar, þar sem mönnum stendur til boða að tryggja sig til lífstfðar. Ritfregn. Margeir Jónsson: Tor- skilin bœjanöfn í Skagafjarðarsýslu. Prentsmiðja Odds Björnssónar, Akur- eyri 1921. Ritlingur þessi er aukin og endur- bætt sérprentun úr íslendingi s. I. ár. Höf. tekur alls fyrir 24 torskilinn bæjanöfn og leitast við að skýra þau. Eru útskýringar hans flestar senni- legar enda studdar af sögulegum og málsögulegum tilvitnunum. Er fjarri því að til verksins sé kastað höndum, heldur leyst af hendi með vfsindalegri vandvirkni. Sumar skýriagar höf. eru þó ekki sannfærandi. Skal þar til nefna skýringarnar á nöfnunum Krit- hóll sem hann telur eiga að vera Kryddhóll og Kúskerpi. Fleira mætti telja vafasamt Ea yfir höfuð er ritl- ingur þessi fróðlegur og hefir inni að halda mikið af getspeki og glögg- skygni. Guðm. skáld Friðjónsson hefir í ritgerð í íslendingi gert aths. við skýringu höf. á nafninu Hringver. Hallast Guðm. helst að þeirri skoðun að ver muni meðal annars þýða engja- lendi og skýrskotar til Ljósvetninga- sögu. Höf. virðist aftur á móti hallast að þeirri skoðun, að orðið sé dregið af sögninni verja, (Sbr. Hringvers- hvilt á Tjörnesi). Guðm. álítur orðið myndað af sögninni vera. (Sbr. Engja- lendi, þar sem menn dvelja um stundar sakir). Tilgáta Guðm. er s> nnilegust að undanskiiinni engja- lendistilgátunni. Á þetta benda nöfain Eyvindaiver og Álftaver á fjöllum uppi. Engjalendistilgátan getur ekki komið þar til mála og nöfnin virðast ótvírætt benda á dvalarstað Eyvindar og álft- anna. . Ýms skilyrði bresta, enda skortir rúm, til þess að geta dæmt um rit þetta hér í blaðinu. En ritið er tals- vert merkilegt og vel frá þvf gengið. Úr öllum áttum. Eyjafjaröarárbrúin. Fyrir um hálfum mánuði sfðan var endanlega ákveðið að láta byggja brúna næsta ár, en f fyrradag kom sfmskeyti, sem tilkynti, að nú væri tekin endanleg ákvörðun um að láta ekki byggja brúna næsta ár. Svo fór um sjóferð þá. Þá gefst að minsta kosti tfmi til að athuga Leirugarðsmálið. Dánardægur. Látin er á Vopna- firði 29. f. m., frú Vilhelmfna Pálsdótt- ir, móðir Hallgr. Einarssonar mynda- smiðs hér f bænum. Jarðarförin fer fram hér á Akureyri og er hún aug- lýst hér fremst f blaðinu. Berklavarnalögin. Stjómin iagði fyrir sfðasta þing lög um varnir gegn berklaveiki. Varð um það hörð rimma, hvort lögin skyldu þegar drifin yfir þjóðina eða þvf skotið á frest og málinu vfsað tii umsagna sýslunefnda og bæjarstjórna. Var hinu sfðarnefnda haldið fram á þeim grundvelli að fjár- hags og framkvæmdahlið málsins þyrfti ekki sfður undirbúning en sú læknis- fræðilega. Þessari skynsamlegu tillögu var hafnað af þinginu og lögin gengu fram. Afleiðingin er sú að við höfum nú eignast enn einn stóran lagabálk á pappfrnum, sem engin tök eru á að framfylgja hvorki nú eða um yfir- sjáanlegan tfma. Hversu lengi verður sjálfsvirðingu þjóðarinnar stofnað í hættu með þesskonar lagasetningum sem hvorki fyigir aðstaða né heldur viðleitni, til þess að fylgja fram? Verður sfðar minst á þetta mál hér f blaðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.