Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1921, Blaðsíða 2
178 DAGUR 45. tbl. Skipulagsbreyting þessi þatf að grundvallast á ítarlegu landshags- fræðilegu kerfi, sem yrði bygt og borið uppi af einstaklingunum neðan frá. Trúnaðarmenn hverrar atvinnu- stéttar fyrir sig safni skýrslum og gögnum ti! stuðnings málaleitunum og kröfum er Ieggist undir úrskurð miðstjórnarinnar,—verkamálaráðsins. Verkamálaráðið sé skipað fulltrúum allra ogstarfi í sambandi við hag- stofu ríkisins. Verkamálaráðið úrskurði hvað skuli vera fullnaðarkaupgjald árlega. Pað kveði á um tillög atvinnuveg- anna og einstaklinganna í varasjóð- inn. Það Ieiti að og hryndi í fram- kvæmd atvinnubótum. Æskilegt væri að bygging þessi væri öli gerð neðan frá, en að form- in hlytu iöggildingu ríkisvaldsins. Skal svo ekki fjölyrt um þetta mál meira að sinni. Hugmyndinni er slegið fram til álits og umhugs- unar. Hún er tilraun í þá átt að finna þjóðskipulaginu það form, sem bezt samþýðist almennum þroska. Eigingirnin er enn aðalaflgjafi ein staklinganna. Henni er með þessu ekki afneitað, en henni eru reistar skorður á takmörkunum, sem marka svið einstaklingsréttarins til þess að njóta síns framtaks og sinnar atorku. Yfirtroðslur einstaklinga og stétta geta ekki átt sér stað. Oegn þeirri skyldukvöö, sem á alla legst, að sjá alþjóð borgið eru hverjutn trygð lífvænleg kjör, meðan land þetta getur veitt atorkusamri þjóð lifs- uppeldi. Veturnæfur• Hve hreimur brimsins hækkar nú við strendur, svo hljóminn leggur inní dalaþögn, og snjóinn breiða yfir allar lendur þau önuglyndu skýja og sævarmögn. í gær ég heyrði á döpru Ijóði lóu,» að Ieggja myndi á vötnin bláhvít þök. Og upp úr hafi dökka mekki dró’u þau drungaöfl, sem þrengja hverja vök. í fjarðarmynni, á faldi hverrar öldu er fylking ein með kyngiseyrða brún, sem byrstir sig og ber á hvíta skjðldu og blæs í Iúöur, dregur fána að hún. En eigi skyldi oss él á hausti hryggja, né hugann beygja undir stormsins vönd, því út í fjarska álfu vorrar liggja í ösku og rústum þau hin góðu lönd. Og hollast mun á heilum sér að taka þó harðni raun á flæðiskerja strönd, á arni kveikja, á vaðberginu vaka, og vonum stefna í sumardægra lönd. Úr landi fölvu og ljósi sneyddum degi er Ieiðin opin þeim $em fleygur er. Og það veit lóa er langa hættuvegi með litla sumarkaupið héðan fer. G. F. Símskeyti. Reykjavík, 11. nóv. Bandamenn heimta að Litla bandalagið dreifi her sínam. Fullyrt er að Karl keisari muni verða fluttur til Madeira og hafður þar í varðhaldi. Heimsblaðið Times fullyrðir að Frakkar muni gera Þýzka- land gjaldprota ef það geti ekki greitt umsamdar skaðabóta- greiðslur í janúar. Verður þá nefnd frá Bandamönnum látin stjórna fjármálum Iandsins. Lloyd George fer ekki á frið- arfundinn í Washington. Samningar halda áfram með Bretum og írum. Spánverjar heimta af Norð- mönnum, ef samningar eigi að takast um toll á fiski, að þeir flytji inn 500 þús. lítra af sterk- um vínum frá Spáni árlega og að ef ríkiseinkasala verði, þá séu útsölustaðir hafðir sem víð- ast. Ennfremur að Iéttu vínin megi blanda með spiritus, til að gera þau sterkari. Enn óvíst hverju Norðmenn svara. S^mkomulag hefir komist á um kaupgjald á togurunum. Peir fara bráðum til veiða. Búist við að þeir kaupmenn, sem standa að Vísi, muni bjóða Svein Björnsson fram við næsta Iandskjör. Mikið umtal í Reykjavík um hverjir hafi fengið þær 600 þús. kr., sem stjórnin borgaði til milliliða í sambandi við lán- töku ríkisins. Gert ráð fyrir að þingið heimti rannsókn í mál- inu. Finnur Jónsson og Guðm. Thorsteinsson halda málverka- sýningu í Rvík. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir heldur fyrirlestur um barna- fræðsluaðferðirMarni Montessoni. Hlutabréf Islandsbanka standa í 55°/» í kauphöll Dana. Nýlega hefir sannast að Pét- ur Ottesen hefir í stjórnarskrár- nefnd á Alþingi árið 1920 heimtað að „Iandráðamáls"-skil- ríkin væru öll gefin út. Talið víst að sú krafa verði endur- nýjuð á næsta þingí. Kaupmenn í Rvík gera sitt ítrasta til að fá sérstakt gengi á íslenzka krónu. Stjórnin hefir enn ekki látið undan, en búist við að svo verði fyrir þing. Fréttaritari Dags. 9 Akureyri. ísland kom á raánudaginn og fór aftur á þriðjudag. Meðal farþega hingað voru Kjarval málari, Vernharður Þor- steinsson cand. phil., lagólfur Jónsson blaðamaður ásamt heitmey, Guðra. skáld Friðjónsson. Með sklprau tók sér far til útlanda Ragnar Ólafsson konsúll. Mun erindi hans vera meðal annars f þarfir rafveitunnar. Sirius kora á þriðjudag og fór aftur á miðvikudagsraorgun. Stefán Árnason heitir maður ætt- aður úr-Svarfaðardal. Hann kom hingað raeð Siriusi um daginn. Hann hefir dvalið 3 síðastl. ár við landbúnaðar- háskólann á Ási f Noregi og iagt stund á tilraunir með grasrækt, kart- öflurækt og fleira. Rannsóknarrétfur. Það hefir kvis- a:t frá sfðasta Verzlunarmannafélags- fundi að þar hafi verið skipuð nefnd færustu manna, til þess að rannsaka Drg allan frá síðasta nýári og tfna upp úr honum alt, sem blaðið hefir sagt um kaupmenn á þessu tfmabili. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að til- gangurinn með þessu sé góður á meðan ekki kemur annað f Ijós og margs mætti geta sér til um hann. Hugsanlegt er, að kaupmenn hafi orðið gripnir af löngun, til þess að þekkja sjálfa sig og hugsi sér að safna öllum gögnum, sem hugsanlegt er, að gætu stuðlað að þvf. Færi þá einkar- vel á þvf, að þeir gæfu út óhlutdræga sjálfslýsingu og sendu inn á hvert heimili. Enginn sem les Llending ætti að þurfa að efast um það, að þcir beri hag almennings fyrir brjósti. Um gáfnafarið verða frekar skiftar skoð- anir. Hér er ef til vill eitthvað að gerast sem sker úr um það. Æskilegt væri að ritstj Dags gæti fengið áreiðanlegar fregnir urn það, hverjir hafa valist í nefndina, svo að hann gæti greitt fyrir störfum hennar með því að senda henni árganginn og benda henni á helztu uromælinn, pvf vitanlega er honum allra manna kunnugast um, hvað f blaðinu stendur. Korneínkasalan. Sfðasta þingvfs- aði korneinkasölufrumvarpi stjórnar- innar til umsagnar sýslunefnda og bæjarstjórna Bæjarstjórn Akureyrar hefir kosið neínd í málið og sú neínd hefir klofnað. Meiri hlutinn, Erlingur Friðjónsson og Ingimar Eydal, leggur til, að bæjan.tjórnin mæli með korn- einkasölunni. Þeir lögðu fram álit á sfðasta bæjarstjórnarfundi. Minni hlut- inn, Sveinn Sigurjónsson, leggur á móti, en hafði sitt álit ekki tii. Var því málinu frestað. Heyrst hefir að von sé á »rökstuddum» mótmælum frá kaupmönnum gegn frumvarpinu á næsta fund bæjarstjórnar. Er Kklegt að óstyrkur komi á margan bæjarfulltrúa við þá frétt. Verður að likindum fróðlegt og skemtilegt að hlýða á umræður um málið. Leiðréttlna- Afkáraleg prentvilla slæddist inn í sfðasta blað af Degi. í öðrum dálki fyrstu greinar stendur: »Núverandi örðugleikar munu að lfk- indum sanníæra hvern einasta kaup- sýslumann um það að tortryggiagalau i verzlun*—á auðvitað að vera *trygg■ ingalaus verzlun< o. s. írv. Endaleysan. Eins og menn muna tók Benjamín á Yui-Tjörnum sér fyrir hendur að verja kappann á Svalbarði. Vörn han3 hefir verið svipuð vörn annara of- stækistrúarmanna, þegar þeir verja sinn átrúnað. í 53. tbl. ísl. er klykt út f miðjum klfðum. 14. kapitulinn birtist þar og er um Jeið tilkynf, að mikið sé eftir, en að meúa komi ekki f tslendingi. Orsökin er vitan- lega sú, að B. K. er búinn að koma aðstandendum blaðsins og Birni Lfn- dal f vandræði. Blaðinu væri stofnað f hættu, ef áfram væri haldið og til- finningar Björns Lfndal eru að Ifk- indum svipaðar tilfinningum ærukærra manna, þegar þeim er hælt langt fram yfir það, sem þeir hafa verð- skuldað. En ritstj. ísl. hefir tekið að sér að gefa út skýringuna á þvf, að endir- inn komi ekki. Var honum trúandi til að gera það á herfilegasta hátt, eink- um ef hann nyti aðstoðar Júlfusar bankastjóra eða annara svipsðra leið- toga. Enda er skýringin fáheyrð. Hann segir: »B. K. nennir eigi að birta fleiri kafla af grein þessari f íslendingi — að sinni.« Samkvæmt þvf gefst höfundurinn sjálfur upp við að birta áframhald og endir greinar þeirrar, sem hann hefir skrifað. En jafnframt er það tekið fram, að hann gefist upp við að birta þetta í ís- lendingi, en sé hiusvegar til með, að halda áfram og birta það, sem eftir er, f Degi! Alt er þetta frábærilega lýgilegt. Þeim, sem hafa lesið eitt- hvað af skrifi B. K„ dettur ekki f hug að trúa þvf, að hann hafi gefist upp; þvf sfður séð að sér. Blindtr ofrúarmenn eru vanalega ófærir, til *þc33 að átta sig. Auk þess hefir B. K. ekki verið gefinn minsti snefill af smekkvfsi. Ritstj. ísl. heldur ólfkleg- ustu skýringunni á ioíti, þegar hann er með yfirklóri að leitast við að forða dreng-aumingunum frá þvf, að verða eins hlægilegur og hann er búinn að vinna til. En sú tilraun mishepnast auðvitað og hann verður að enn aumkunarverðari gjalti á rit-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.