Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjaiddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. t>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjdrinn. Akureyri, 19. nóvember 1921. 46. blað. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt meö verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. ']&■ Akureyri. Læknaskipunin í Eyjafjarðarsýslu. Svo er talið, að læknishérað með 14—18 hundruðum íbúa, sé hæfi- iega stórt. Petta fer að nokkru eftir víöáttu en minna þó en vænta mætti. Reynslan sýnir að læknis er mest vitjað af þeim, sem næstir búa, en þeim mun meiri tími gengur, tii þess að gegna erindum fjær, svo það jafnar sig upp að nokkru. Eyjafjarðarlæknishérað er bæði víðáttumikið og þéttbýlt. í því er annar stærsti bær Iandsins. íbúatal- an er um 5000. Að fólksfjölda er það á borð við 2—3 meðallæknis- héruð. Þar á ofan bætist að í sam- bandi við héraðið er eitt stærsta sjúkrahús landsins, sem rúmar 35 — 40 sjúklinga og er í mesta iagi sótt af sjúklingum víðsvegar að, einkum þeim sem þurfa að vera undir hendi skurðlæknis. Nú eigum við því láni að fagna, að njóta hér eins af á- gætustu skurðlæknum. Til hans sækja því margir með geigvænlegustu sjúkdóma og krefjast þeir sjúklingar að öllum jafnaði mjög nákvæmrar læknisumönnunar. Að dómi lækna mun sjúkrahús með 35 — 40 sjúklingum vera nægi- Iegt starfssvið fyrir hvern mann með góðu starfsþoli, en nú hagar hér svo til, að spítalalækninum er þar fyrir utan ætlaö að gegna læknis- héraði meö 5 þúsundum íbúa. Hon- um er ætlað að afkasta alt að fjög- urra manna verki og rækja alt starf- ið vel. Allir sjá að þetta er mesta óvit Einum manni er þetta starfgersam- lega ofvaxið. Ef ekki vildi svo til að meiri hluti þess veltist yfir á aðra menn, sem þó ber engin skylda til þess að gegna því, kæmi það fljótt í ljós, hvar héraðslæknirinn, sjúkrahúsið, Akureyrarbúar og hér- aðsbúar væru staddir með einn mann til að sinna allra þörfum. Þó hann legði saman nótt og dag, hlyti starf- ið að verða meira og minna van- rækt. Frá hiið héraðslæknisins skoðað er þetta því í hæsta lagi ósanngjörn og viðsjárverð niðurskipun opin- berra starfa. Læknirinn á það sífelt á hæltu, að fá upp í hendurnar það starf, sem honum er ekki á neinn hátt unt að inna af hendi, Það sem hefir að undaförnu bjarg- að í þessu efni, eru iæknar þeir, sem hafa sezt að hér í bænum. Vitaniega hafa þeir sezt hér að með það fyrir augum, að stunda Iækning- ar innan bæjar. Slíkar lækningar einar gefa þeirn mönnum lífvæn- Iegar tekjur, sem eru Iaunalausir úr ríkissjóði, Á þessa menn hefir það dæmst, að sinna þörfum almennings út um sveitir sér í skaða, því sá læknir, sem er jafnt á nótt og degi kvaddur til ferðaiaga, getur ekki stundað bæjarsjúklinga fremur en sjúkrahúslæknirinn sína, svo í iagi sé. Héraðs- og bæjarlækningar geta ekki fariö saman r.ema að litlu leyti og ferðalögin launalaus eru aigerlega óviðunandi tekjugrein fyrir hvern lækni, nema að beita okri. Reynslan hefir orðið sú, aö þeir læknar, sem almenningur hefir orðið að leita til, hafa ofþreyzt á því að gegna héraðslæknisembættinu launa- lausir. Þeir kjósa, sem von er, að stunda bæjarlækningarnar ótruflaðir. Sjúklingar sem ekki finna læknirinn heima á auglýstum viðtalstíma Ieita til annara lækna sem heima eru, meðan kostur er á. Þannig tapar sá læknirinn, sem af góðvild Ieggur á sig ólaunað erfiöi fyrir það opinbera, atvinnu sinni. Oftar en einu sinni hefir verið reynt að skipa hér aðstoðariækni, en ekki hefir tekist, að festa þá hér f sessi. Laun þeirra eru í lögum ákveðin 800 kr. og dýrlíðaruppbótar- laus þar á ofan. Á aðstoðarlækni, sem hér væri settur, kæmi auðvitað það mikla starf að þjóna þessu síóra læknishéraði fyrir þessa smánar borgun. Er sízt von að nokkur Iæknir hafi viljað taka á sig nokkrar skyldur með slíkum kjörum. Eina ráöið fyrir þá lækna, sem ekki geta staðið af sér straum nauðleitandi almennings og vísað til héraðslæknis- ins, sem þeirn er í alla staði rétt að gera, er það, að forða sér héðan burtu. Það segir sig sjálft að frá hlið þessara lækna skoðaö er þessi til- högun óviðunandi. Margir læknar eru svo gerðir að þeir eiga bágt með að neita nokkrum, sem til þeirra ieitar. A þeim mönnum níðist þjóðin blátt áfram, þar sem eins hagar til og hér. Langalvarlegasta hliðin á þessu máli snýr þó að héraðsbúum. Þeir eru gersamlega ótrygðir í þessu efni. Einn góðan veðurdag geta læknar þeir, sem hér eru í bænum, aðrir en héraðslæknirinn, tekið sig upp og flutt burlu. Héraðsbúar hafa það ekki í hendi sinni, að nokkur læknir geti sint þörfum þeirra, hvernig sem lög mæla fyrir um það. Áður er sýnt, að héraðslæknirinn getur það ekki sjúkrahússins vegna. Hiíl er hvorki sanngjarnlegt né hyggilegt iil frambúðar að treysta á langlundargeð þess manns, sem af góðvild sinnir þðrfum þeirra launalaus og sér til stðrskaða. Héraðsbúar ættu ekki að geta unað því lengur, að vera slíkir bónbjargamenn og vonarpeningur í þessu efni. Þeir eiga heimtingu á því, eins og aðrir Iandsbúar, að fyrir þörfum þeirra fyrir læknishjálp sé séð ekki einungis í orði heldur og á borði. Með þeirri viðbót, sem reist hefir verið nú nýlega við sjúkrahúsið og sem fjölgaði sjúkrarúmunum úr um 20 upp í 35 — 40 er það oröið enn fráleitara en áður var, að sjúkra- hússlæknirinn geti sint héraðslæknis- embættinu, einkum utan bæjar. Hið lengsía, sem virðist vera hægt að ganga í því, að hlaða störfum á einn mann, væri að Akureyri með 2500 ibúum væri gerð að sérstöku læknishéraði, sem heyrði undir spítalalæknirinn. Sú niðurskipun er verjandi á þeim grundvelli, að vænta má, þó ekki sé trygt, að í bænum verði jafnan búsettur einhver læknir, sem tekur við rniklu af störfunum. Lengra en þetta má ails ekki ganga, frá hvaða hlið, sem það er skoðað. Héraðið utan bæjar með um 2.500 íbúum verður, þó undan sé tekið sjúkrahús og annar stærsti bær lands- ins, með stærstu læknishéruðum á landinu og ærið starfssvið hverjum lækni. Blaðið væntir þess, að það, sem tekið er fram hér að framan, verði talin gild rök fyrir því að breytinga sé þörf. Héraðsbúar eiga þar mestan hlut að máli. Þeir veröa því að krefjast þess nú þegar, að héraðið utan bæjar verði gert að sérstöku læknishéraði með fullum Iaunum. Reynslan er búin að sýna, að enginn vill Iíta við aðstoðarlæknisembætti hér á staðnum og er þess alls ekki að vænta. Eða virðist mönnum að nokkur sanngirni mæli með því að nokkur Iæknir með 800 kr. laun- um taki á sig skyldur og störf héraðslæknis, en héraðslæknirinn sem af gildum ásiœðum geiur ekki sint þörfum héraðsbúa fái 9 eða 10 þús. króna laun fyrir það eitt að heita héraðslæknir! Ekki er frekar ástæða til að ætla, að læknar þeir, sem setjast að hér í bænum, taki upp á sig að gegna embættinu Iaunalausir. Áhugi mikill er nú að vakna um það að fá þessu kipt í lag á þann hátt, að Akureyri verði gerð að sérstöku iæknishéraði ásamt sjúkra- húsinu en að héraðslæknir með full- um launum verði skipaður fyrir hér- aðið þar fyrir utan. Má vænta þess að málið verði tekið fyrir á þing- málafundum hér í vetur og að þing- menn kjördæmanna fylgi því fram á þingi. Ritfregn. Sigurjón Jónsson: Fagri Hvammur. Útg. Þor- steinn Gíslason. Rvík. 1921. Höíundur kallar þessa bók skáld- sögu en hún er ekki skáldsaga, ekki heldur æfintýri. Hún er eitthvað alveg nýtt í íslenzkum bókaheimi. Fyrri hlutinn er drög til skáldsögu, en síð- ari htutinn eins konar spásaga. »Sán- ing á öræíum* heitir örstuttur kafli, sem tengir saman fyrsta og annan þátt. Bókin ræðir um þrjár höfuðper- sónur og hefst hún með því, að bregða upp myndum af þeim. Fyrst er Asa, þá Geiti og 3Íðastur Jðn á Hðli. Ekki er eitt mörgum orðum f mannlýsingar. Myndirnar íást með þvf að sýna hvernig þær snúast við daglegum at- butðum Kfsins. Eru þessir drættir svo skarpir að lfklega er fátftt ef ekki dæmalaust f fslenzkum nútfðarskáld- skap. Þessir fáu drættir breiðast út og verða að áhrifamiklu málverki, þar sem lífið leikur sér við ástir, sól og vor og heimilisfögnuð en snýst upp í harmsögu. Þessar þrjár persónur eru slungn- ar örlögþáttum gegnum mörg jarðlff. Baráttan milli þess illa og góða er hin harðasta. Á dauðastundinni öðlast Geiri í Fagrahvammi innsýn í fyrri jarðlíf þeirra allra og sér að þeir at- burðir, sem þá eru nýlega um garð gengnir, eru einskonar endurtekning á því, sem áður hefir gerst. Hér skulu tekin upp af handahófi tvö sýnishorn af frásögninni úr fyrri hluta bókarinnar: »Þorsteinn bóndi á Melum var að lesa söguna af manninum, sem fórnaði lífi sínu fyrir náunga sinn. Hann las æfinlega hægt og vel. En nú fanst öllum í baðstofunni hann lesa kvelj- andi hægt og áhrifamikið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.