Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 3
46. tbl. DAOUR 183 Orgel-spil. Undirrituð veitir tilsögn í orgel-spili. Hafnarstræti 49. Póra Steingrímsdóttir. að svfkja gefin loforð, þegar svo langt var komið, að byrjað var á verkinu. Vegamálastjórinn lét senda sér möl suður til rannsóknar og fól svo undir- manni sínum hér, að sjá um malar- flutning f velur og annan nauðsynleg- ann undirbáning. Sá maður lætur svo moka ofan aí mölinni og var hann byrjaður á að flytja hana til brúarinnar, þegar hann fékk svohljóðandi skeyti frá vegamálastjóra: »Stjórnarráðið hefir endanlega ákveðið að hætta við bygg- ingu Eyjafjarðarárbrúarinnar*. Málið liggur því þannig fyrir, eftir því sem bezt verður séð. Stjórnarráðið ákveð- ur það í sept. að láta byggja brú á Eyjafjarðará og lætur byrja á verkiru, en rúmum mánuði síðar ákveður sama ráðleysi að hætta við fyrirtækið. Hvernig stjórnarráðinu tekst að verja jafn fyrirlitlegann hringlandahátt, er ekki gott að vita. Menn hefðu sætt sig við það af gömlum vana, að fram- kvæmdir f þessu máli hetðu dregist eitthvað ennþá. En þegar einu sinni er búið að ákveða að verkið verði framkvæmt, sætta menn sig ekki við að hætt sé við það. ASmenn gremja hér nyrðra er yfir þessura úrslitum. En menn gera sér vonir um að mál- inu verði bjargað við, þegar þessi ó- stjórn er farin frá völdum, sem allir telja víst að verði á næsta þingi. Og vfst er um það, að ekki hefir vaxið virðing fyrir henni fyrir afskiítin af þessu brúarmáli og var hún þó af skornum skamti áður. Upp með brúna á Evjafjarðará, en niður með stjórnina! Bergsí. Kolbeinsson. Úr öllum áttum. Druknanir. I5- þ. m. reru tveir menn um morguninn í fiskiróður frá Sjávarbakka í Arnarneshreppi og fórust báðir. Sást það seinast til þeirra að þeir voru á leið til lands, eu ofsaveður var og hefir bátinn fylt eða honum hvoift. Mennirnir voru Þórður Guðvarðs- son bóndi í Hvamkoti og Guðmuadur Sigurgeirsson frá Vöglum á Þelamörk. Var Guðm. ógiftur en Þórður var giftur systur Guðmundar. Áttu þau hjón i barn á lífi, en mistu 2 s. 1. ár. Eftiríektarverðagreinflytur Skóla- blaðið, (september, þetta ár) með yfir- skriftinni Lækniseftirlitið, eftir Sig. Magnússon, héraðslækni á Patreksfirði. Svo er að sjá sem í odda hafi skorist með héraðslækninum og fræðslumála- stjóranum út af lækniseftirlitinu með farskólunum, sem læknirinn álftur »lftt framkvæmanlegt og þýðingarlftið kák* eins og það sé fyrirskipað. Færir hann rök að því, að sjálfur fræðslu- málastjórinn hafi það ekki heldur í hávegum og birtir kafla úr bréfi frá fræðslumálastjóra til einhvers fræðslu- nefndarmanns, þar sem ótvírætt er gefið í skyn, að fræðslumálastjórinn muni láta sér nægja vottorð eða yfir- lýsingu um það &ð heilsufarið í við- komandi farskóla hefði verið gott, vitandi það að lœknisskoðun hefði aldrei farið ftam! En alík vottorð eru beint skilyrði íyrir landssjóðsstyrk. Mun hér vera eitt dæmi af mörgum um það, hvernig valdsmenn þjóðarinnar »lfta eftirc því, hversu vei lögum og fyrirskipunum er fylgt. Væri mikil þörf á þvf, að blöð landsins gerðu sér far um að rannsaka þessa hluti. Lög- gjafarþing þjóðarinnar sýnir mikla við- leitni að koma öllu í lag með marg- háttuðum lagasmfðum, þar sem gerðar eru strangar kröfur. En sá galli virðist á, að mörg af þeim lögum séu bygð á yfirlæti og ímynduðum möguleikum á að framfylgja þeim. LeÍSangur um flestar deildir Kaup- félags Eyfirðinga fara þeir um þessar mundir formaður þess og framkvæmda- stjóri. Erindið er að leita hófanna hjá bændum um það á hvern hátt yrði komið fyrir ráðstöfunum, til að rétta við erfiða vcrzlunaraðstöðu bænda og sporna við skuldum. Bændur þessa lands hafa fyr á tímum átt við að etja svipaða örðugleika í verzlun, en sjaldan mun hafa verið þeim samfara jafnmikil óvissa og aú virðist vera tramundan. Engir menn í þessu landi eru færari um að breyta tii um lifnaðar- hætti en bændur, og fáir munu vera fúsari til þess. Samtökin gera slíka viðleitni auðveldari og árangursvæn- legri og ferðalag áðurnefndra manna á að miða til þess, að koma sifkum samtökum f kring. Slys. Sunnudaginn 31. október s. 1. var bóndinn í Stóru-Breiðuvík í Borgarfjarðarhreppi Þórarinn Jónsson að nafni, að sækja fé út f svokallaða Svfnavfk, scm er þar út með sjónum. Með honum var syatur sonur hans 18 ára að aldri, sem hann hefir fóstrað upp, er Einar hét Einarsson. Norðan- hríð var og fannfergi mikið, Þegar þeir frændur voru komnir heim á leið mcð féð, féll snjóflóð úr fjallinu ofan við vfkina og tók Einar og 22 kindur. Féll snjóflóðið niður f sjó. Rak lík Einars skömmu seinna, en ekkert hefir fundist af kindunum, sem íórust. Genglslækkunin. Mjög er orð á því gert, að nú horfi til gengialækk- unar fslenzkrar krónu gegnvart danskri krónu. Eru skoðanir manna mjög á reiki um það, hvaða áhrif slfkt kynni að hafa á verzlunaraðstöðu ög efnahag þjóðarinnar. Mælt er að kaupmenn í Reykjavík sæki þetta fast, en stjórnin þráist við. Augsýnilega hefðu kaup menn hag af þe3su, þar sem íslenzkir seðlar yrðu þá að lfkindum gjaldgengir með skráðum afföllum. Þetta mundi ef til vill í bráðina losa um þau inn- flutningshöft, sem stafa af yfirfærslu- vandræðunum. Hitt er meiri tvfsýn, hversu holt það væri íyrir heildarað- stöðu þjóðarinnar, að gengið lækkaði. Allar skuldbindingar, sem á landinu hvfla utanlands og þær eru mtklar, mundu hækka að sama skapi. Inn- flutningur mundi vaxa og inn verða Vélritun Undirritaður tekur að sér að vél- rita, brjef og skjöl. Helgi Kristjánsson. Sjúkrahúsinu. fluttur ónauðsynlegur varningur. Það mundi auka skuldir við útlönd, sem nú valda öllum okkar erfiðleikum. Vörur mundu hækka í verði, bæði innlendar og útlendar, í fslerjzkum krónum talið. Þetta kæmi þannig nið- ur að kaupmenn, sem gætu umsett mikið af eriendum varningi, mundu græða, og biaskarar, sem hefðu und- ir höndum mikið af innlendri fram- leiðsluvöru, mundu sömuleiðis græða. Framleiðendur, sem framleiddu meira en þeir þyrftu að kaupa að, mundu einnig græða. Úr þeim gróða mundi þó draga aukin dýrtfð og tilkostnað- ur með hækkuðu baupgjaidi. Þeir sem nú geta látið standast á framleiðslu og innkaup, mundu sleppa skaðlausir eða við litinn skaða. Allir aðrir þ. e. þorrinn af bændum allir verkamenn ög opinberir starfsmenn mundu sfeað- ast. Þannig yrði ekki af þessu neinn heildargróði fyrir þjóðina, heldur að- eins sukið misvægi og misskifting, aukin dýrtíð og kaupskiúíur og alls- konar ringulreið. Lágt gengi er talið hagkvæmt fyrir þau lönd, sem eiga yfir rniklum auðsuppsprettum að ráða og framleiða mikið af iðnaðarvörum. Þau stnda betur að vfgi á heimsmark- aðinum og hagnaðurinn liggur f auk- inai umsetningu. Við erum ekki iðn- aðarþjóð og mundum ekki græða á gengisfalli yfir höfuð að tala, nema því aðeins, að við flyttum út meira verðmæti heldur en inn. En þetta ger- um við einmitt ekki, heldur þvert á móti og af því stafa öll okkar vand ræði, enda ef við gerðum það, mundi íslenzka krónan ekki lækka, heldur hækka. Brúarmálið. Eitt af þvf sem bregð- ur ljósi yfir stefnufestu núverandi stjórnar, er framkoma hennar í Eyja- fjarðarárbrúatmálinu. Þessi brúarbygg- ing er búin að dragast von úr viti, fé veitt til fyrirtækioins en fram- kvæmdum jafnan slegið á frest. Nú í hsust var ákveðið að byggja brúna næsta ár. Verkfræðingur kom til þess að gera nauðsynlegar áætlanir og setti hann mann hér nyrðra, Júnfus Jónsson, til þess að standa fyrir undirbúningi og aðdráttum á efni til brúarinnar nú í vetur. Uodirbúningur er þegar hafinn °g byrjað að aka möl á brúarstaðinn. Þá kemur tilkynning frá stjórninni um að enn sé framkvæmdum frestað. Segja má að ýmislegt, sem fyrir ligg- ur að gera, ré bráðnauðsynlegra en brú þessi, en svo lengi er málið búið að dragast úr hömlu, héraðsbú um til skapraunar og skaða, að gild- ar ástæður þurfa til að hætta þá hafið er veik. Og óifklegt er, að nokkuð það hafi komið á daginn á sfðustu stundu, sem gæti valdið þessum stefnu- skiftum og hafi ekki verið fyrirsjáau- legt nú í haust. Þetta hringl f málinu Ofnar o9 eldavélar til sölu Hallgr. Jónssoq, járnsmiður. er gremjulegast og ámælisverðast og gefur bendingu um, að öðrum milum sé illa komið f höndum svo stefnu- reikullar stjórnar. Landnám. Fyrir nokkrum árum las eg þi tillögu írá Frímanni B. Arngrímssyni, að land- ið veitti unglingum styrk til að leita sér verkfræðisnáms erlendis. Sfðan hefi eg ekkert um málið heyrt, en tiliag- an er alt of góð, til að henni sé ekki sint. Landið hefir enga skóla, er þessa fræðslu veita. Hvað er þá sjálfsagð- ara en að fara þá leið, að styrkja menn til utanfarar til verklegs náms, að minsta kosti meðan þess er ekki kostur að stunda það nám í landinu sjálfu. Þjóðina vantar svo tilfinnanlega menn, sem hafa þekkingu til að leið- beina mönnum hvað gera skai, og sem eru hæfir að stjórna fyrirtækjun- um. Hana vantar menn á þessum svið- um, sem hún þorir að treysta og fylgja. Á meðan svo er, þykjast allir jafn hæfir til að gefa góð ráð, en enginn vill öðrum fylgja. Alt lendir í ósam- lyndi og samtakaleysi. Það litla, sem ráðist ér í, mistekst að ýmsu leyti fyrir þessar sskir. þó hægt sé að leita ráða til útlendinga og fá þá til að stjórna fyrirtækjunum, þá ér auðséð hverja galla það hefir. Útiendinga vant- ar næga þekkingu á högum lands og þjóðar. Þeim er óhægt um samstarf með fslenzkum verkamönnum, vegna þess að þeir kunna ekki málið og margt fer af þeim ástæðum 1 handa- skolum. Jafnan verður þvf óánægja með verkið, sem eykur svo á ný mis- tökin og óhöppin. Þess vegna geta útlendingar aldrei notið þess trausts, sem þarf til að halda hugum manna saman. Þeir geta ekki orðið leiðandi menn framfaranna fyrir okkur. Það þurfa að vera íslendingar. Og fyr en þjóðin á slíka menn er hún ekki sjálf- stæð, hvað svo s6m skrifað stendur. Óteljandi verkefni bíða þjóðarinnar. Vegirnir eru Iélegir og margar árnar óbrúaðar. Þjóðin býr f loftillum, köld- um og dimmum húsakynnum. Afl ánna okkar rennur framhjá og glatast, f stað þess að veita því inn f líf þjóð- arinnar, leggja það við lífsafl hennar sjálfrar. Hiti, ljós og Ioít eru frum- næring lffsins. Hitann og ljósið fáum við fyrst beint frá sólinni, hinum mikla aflgjafa vorum. Hún ætti að vera mönn- um tákn friðar og bræðralags, því hún er bæði móðir og faðir vor allra. En þar sem l&ndið okkar liggur svo norðarlega og veðráttan er bæði köld og hörð, þá höfum við þeim mun meiri þörf fyrir að bæta okkur þ»ð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.