Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 4
184
DAGUR
46. tbl.
upp með hlýjuro, björtum og loftgóð-
um húsakynnum og hlýjum klæðnaði-
Skortur á hita og Ijósi stendur þjóð-
inni mest fyrir þrifum llkamlega, og
þá einnig mjög íyrir andiegum þroska.
Kuldinn og dimman tæra lífskraftinn,
veikja roótstöðuaH líkamans á móti
allskonar kvilium og sjúkdómum, sem
þjaka þjóðinni. Einkum kemur þetta
niður á æskulýðnum, framtíðar kyn-
slóðinni.
Eitt af þeim stórmálum þjóðarinnar
sem úrlausnar bíður, er meiri verk-
vöndun. Framleiðsluviðleitnin stefnir í
tvær áttir. Þó ekki gagnstæðar. Öan-
ur stefnan er að auka magn fram-
leiðslunnar, en hin er að auka nota-
gildi vörunnar. Það verður ekkert á
móti því sagt, að auka framleiðsluna.
Hitt er miklu þýðingarmeira, en þvf
er þó oftast síður gætt. Að vanda
verk sitt er bæði mentandi og göfg-
andi. Vel unnið verk vekur jafnan
ánægju, og sá sem verkið vinnur, get-
ur glatt sig við það, að hann vinnur
ekki einungis að heill sinni og sinna,
heldur einnig allra þeirra, sem verks-
ins njóta. Vönduð og góð vara er
bezti gjaldeyririnn og gerir atvinnu-
veginn öruggann. Hvers virði er þaðf
Okkur íslendingum er svo mjög
ábótavant hvað vöruvöndun snertir.
Einkum á landbúnaðurinn hér hlut að
máli. Skár mun ástatt með afurðir
sjávarins, þó eflaust megi þar betur
gera. Landbóndinn byrjar með grund-
vallarframleiðslu sína, heyin, að verka
þau illa. Hvern skaða bændur hafa
gert sér og þjóðinni með því, er eng-
in fær um að segja, en líklega er það
oftar, að ill heyverkun hafi verið að-
al orsökin að fjárfelli, heldur en hitt
að heymagnið hafi verið ónóg að haust
inu til. Skuldinni verður alls ekki ein-
göngu skelt á illa veðráttu og einnig
er hér ekki þekkingarleysi um að
kenna, heldur hirðuleysi og seinlæti.
Það er nú búið f mörg ár að brýna
það fyrir bændum, að gera vothey, að
þeir spari með því vinnu og tryggi
sér góða heyverkun hvernig sem viðr-
ar. Meiri hlutinn af bændum er enn-
þá ekki farinn að nota sér þetta.
En það sem eg einkum vildi minn-
ast á, eru hinar afurðir landbúnaðar-
ins, kjötið, gærurnör og ullina. Kjötið
verkum við nær eingöngu þanr.ig að
salta það, en við það tapar það mjög
að gæðum. Það mun lfka sannast, að
erlendis er kjötið okkar mestmegnis
keypt af fátæklingum, þeim sem ekki
hafa ráð á að kaupa sér dýrara og
betra. Það verður þvf að gera til-
raunir með að flytja kjötið út fryst
eða niðursoðið. Og eflaust rekur að
því, að aðra hvora leiðina verður að
fara, ef það á að seljast, öllum er nú
orðið ljóst, hversu gæruverkun okkar
er ábótavant, að við seljum þær salt-
aðar f stað þess að súta þær sjálfir.
en hörmulegast er þó með ullina.
Hana seljum við út úr landinu fyrir
mjög lftið verð, kaupum svo aftur af-
ar dýran og þó lélegan fatnað inn.
Þannig gengur mikill hluti þjóðarinn-
ar of klæðlftill í vetrar kuldanum og
eyðir með þvf Ilfsorku sinni. Það er
hin mesta heimska að ætla að herða
sig gegn kuldanum með því að ganga
klæðlftill, en á því hafa margir ung-
lingar flaskað, og eyðilagt með því
heilsu sína.
Líklegt er, að heimilisiðnaðurinn auki
eitthvað ullarvinslu í landinu, og ráði
þannig að nokkru leyti bót á þessu.
En það getur aldrei orðið fullnægjandi.
kaupstaðarbuar, sem eru oft mikinn
hluta vetrarins iðjulausir, hafa ekki ulj
til að vinna f heimahúsum. Það er því
bráðnauðsynlegt að koma upp ullar-
verksmiðjum,
Oftast er því um kent, að fram-
kvæmdirnar strandi á fjárskorti. En
aðalorsökin mun þó vera skortur á ís-
lenzkri þekkingu. A meðan þá þekk-
ingu er ekki að fá í landinu sjálfu,
verður þjóðin að senda menn til ann-
ara landa að afla hennar.
Eg vil beina þeirri tillögu til S;m-
bands íslenzkra Samvinnufélaga, að
það veiti tfu eða fimtán þúsund krón-
ur árlega, til að styrkja unga íslend-
inga, að leita sér verklegs náros er-
lendis. Það sæmir Sambandinu að stíga
þetta framfaraspor, því samvinnufé-
lagshreyfingin er einn af þróttmestu
þáttunum í framsókn vorri og mun í
framtíðinni verða forvörður á verklega
sviðinu. Þessi styrkveiting yrði hreyf-
ingunni einnig mjög til eflingar. Því
verður ekki með réttu við borið, að
Sambaudið hafi ekki efni á þessu, þvf
nú orðið mun helmingur þjóðarinnar
standa þar að baki. Af styrk þessum
ætti að veita 1000 kr. á mann. Þó
það nægi ekki til námskostnaðarins
þá er það sú hjálp, að flestum mund,
námið kleiít. Það sakar heldur ekki,
að styrkþegi leggi eitthvað í sölurnar
sjálfur. Það ætti að vera nokkur trygg-
ing fyrir því, að aðrir leiti ekki styrks-
ins, en þeir, sem væri það alvara að
nota hann til náms. Sjáifsagt er að
setja þau skilyrði, að styrkþegi hafi
næga undirbúuingsméntun, að hann hafi
t. d. sótt einhvern af skólum landsins
og hlotið þar góðann vitnisburð, en
frnmar öllu öðru, að hann kunni sæmi-
lega mál þeirrar þjóðar, þar sem hann
vill stunda námið.
íslenzka þjóð! Það er að nema lönd,
ef þú sendir börn þfn til að kynnast
þvf hvað aðrar þjóðir hafa lengst kom-
ist og bezt og fegurst unnið. En sam-
fara landnámi útþrárinnar, hefir ætíð
blómgast ný menning í heimalandinu.
H. H.
Síðastliðið haust var mér dregin
hvít lambgimbur með mínu
marki: Sneiðriíað aftan hægrai
biti aftan vinstra. Lamb þetta á eg
ekki. Getur því réttur eigandi vitjað
andvirðis þess til mín, borgaö áfall-
inn kostnað og satnið við mig um
markið.
Qeirbjarnarstöðura í Suður-Þingeyjarsýslu
10. nóvember 1921.
Þórður Stefánsson.
^E-G-G
daglega keyþt í
Sjúkrahúsl Akureyrar.
Ritstjóri: JÓNAS ÞóRBERGSSON 'S1
Prentari: OPDUR BjÖRNSSON J
40 hesía ,Bolinder-vél,‘
2 ára gömul, óskemd, er til sölu með tækifærisverði. Þeir sem
katijða vilja, snúi sér sem fyrst til
Bjarna Benediktssonar, kaupm.
Húsavík.
| Samband íslenzkia J
f Sam vinn ufélaga
hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar
LANDBÚN AÐARVERKFÆRI:
Sláttuvélar, Milwauke.
‘7= Rakstrarvélar, Milwauke.
Snúningsvélar, Milwauke.
T Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái.
Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður-
kenningu á landbúnaðarsýningunni í Rvík 1921.
ci, Garðplóga, Pinneberger.
4» Rótherfi, Pinneberger.
<T Tindaherfi, Pinneberger.
Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem
hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu.
Rófna sáðvélar.
Forardælur.
Vagnhjól frá Moelvens Bruk.
Skilvindur, Alfa Laval.
i Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. .
Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Jp
Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl.
Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á Iandbúnaðarsýn-
ingunni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við
Búnaðarfélag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau. e?=>
r3
Jörðin Einhamar
í Skriðuhreppi fæst til ábúðar i næstu fardögum. — Upplýsingar gefur
undirritaður eigandi jarðarinnar.
Þóroddur Magnússon.
Tapaður hestur.
Móbrúnn foli, fimm vetra gamall, ójárnaður, markaður, en mark óþekt,
Iítiil kubbhestur, söðulbakaður, með lítinn æðahnút utan á vinstra konungs-
nefi, sem er afleiðing af beinbólgu, - tapaðist frá Skútum í Glæsibæjar-
hrepp s. 1. vor.i
Hver, sem kynni að vita hvar hestur þessi er niður kominn, er vínsamlega
beðinn, að ,gera undirrituðum aðvart.
Auðbrekku í Hörgárdal 12. nóv. 1921.
Halldór Halldórsson.
Hinir ágætu, margeftirspurðu
,Zephyr-Reform‘ flibbar
fást nú aftur í
Kaupfélagi Eyfirðinga,