Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1921, Blaðsíða 2
182 DAGUR 46. tbl. Fryst dilkaket verður fyrst um sinn selt í Ketbúð Kaupfélags Eyfirðinga og í Tuliniusar verzlup. Sagan var að dragast saman í harðan og óleysanlegan hnút. Klökkva kendi í þýðum málrómi Þorsteins. Sverðinu var veifað og féll þar sem sízt skyldi. Þor- steinn þagnaði og >kyngdi<. Og stúikurnar mistu niður Iykkjur af prjónunum sínum og ætluðu aldrei að sjá til að ná þeim upp aftur.< (bls. 7) >Hann er hvort sem er allra gikkur,< sagði Jón á Hóli við sjálfan sig. Hann var á leið fram í Fagrahvamm. Dökkgul öfundin sveipaðist um hann allan og fiaksaði í storminum. Nú ætlaði hann að biðja Geira að skrifa á ábyrgðarskjal fyrir son sinn, sem var braskari í höfuðstaðn- um. »Auðvitað fer hann á hausinn,< taut- aði Jón og litlu augun stungu lymskulega til hliðar. >Geiri fékk Iíka strax töluverð efni og þá er nú lítill vandi. . . . Já, hann er allra gikkur,< tautaði Jón og sló í hestinn.< (bls. 26). Síðari hluti sögunnar gerist sjö öldum síðar, en á milli er áður nefnd- ur þáttur: Sáning á öræfum, einskon- ar forspii fyrir síðara þætti. Það er stutt æfintýri, mynd úr þroskunar- sögu mannkynsins einhverntíma á því tímabili, þar sem »meistari« er að predika fyrir lýðnum, en lýðurinn sk.il- ur ekkert. Síðari hlutinn er ekki nándar nærri eins góður. Höfur.dur bregður upp mynd af lífinu hér á jörðu að liðnum sjö öldum. Geta má nærri að sú mynd hefir ekkert alment gildi. Hún er ekki annað en höfuðórar höf. studd af vísindalegum ágizkunum og kenn- ingum og spádómum guðspekinga. Kosningar til alþingis eru þá enn við- fangsefni mftnna, en þá er ekki beitt eingöngu ræðum og ritum, heldur ill- um öndum. Frásögnin er lipur og létt en efnið er bálfgerður ruglingur af draumsjónum og veruleika, kynjamynd- um og því sem kallað er »forneskja« en á illa við í framtíðarfrásögn nema ef búast má við, að við siglum inn í nýtt tfmabil galdra og gerninga. Áðurnefndar söguhetjur koma enn fram á leiksviðið. Þroskinn er orðinn meiri, einkum hvað Ásu snertir, sem f þetta skifti er karlmaður. Enn eig- ast þeir við Jón á Hóli og Geiri, en nú f kosningabaráttu. Ása kemur þar fram sem ókunnur maður frá »Iaudinu vestan við Norður-Ameríku*, þar sem fyrirmyndar þjóðfélag hefir verið stofn- að af þroskuðum mannverum. Ókunni maðurinn kemur til þess að vernda Geira fyrir gerningum, rauðum hnoðra aem Kristján á Klúkum sendir honum fyrir Jón á Hóli. Ókunni maðurinn tekur f hendina á Geira og þá sér Geiri Fagrahvamm eins og hann var á fyrra jarðlífi, þar sem þau leiddust elskendurnir ungu. Framfarirnar eru stórkostlegar í öll- um verklegum efnum og lifnaðarhátt- um »Ketlíki* er fundið upp og bar- átta stendur á milli þeirra sem neyta kets og hinna sem telja það vera glæp, að drepa sér til matar. Enn eru menn að bjástia með Baldursheimsfjárkyn og hreinræktað Möðruvallanautgripa- kyn o. s. írv. Vafalaust væri hægt að benda á mistök og ósamkvæmni í meðferðinni á þessu sundurleiia efni, en sá sem dæmir stendur jafnt að vfgi og höfundurinn. Dómarnir hlytu að verða bygðir á ágizkunum engu sfður en fiásögnin. Það verður því mest undir skapgerð, skoðunum og eftirlöngunum hvers einstaklings kom- ið hvernig mönnum fellur í geð þetta fálm höf. inn ( framtíðina. í fáum orðum verður ekki gefin heildarsýn yfir efnið. Alt slitnar úr samböndum og verður frekar bjákát- legt. Það er alls ekki tilgangurinn með þessum Ifnum. Menn verða því að lesa bókina sjálfir, til þess að geta dæmt óhlutdrægt. Ekki verður annað sagt með sanni en að bókin beri það sumstaðar með sér, að snillingshendur hafi fjallað um efnið. Jafnvel kynnu margir að verða sammála um, að fyrri hlutinn sé lista- verk. Um efni og meðferð síðari hlut- ans fer mjög á milli mála. Mér fellur hann ekki allskostar vel f geð og ekki teldi eg það vel farið að hér væri verið að marka einskonar »futur- isma« í skáldsagnagerð íslendinga. Höf. er auðsæilega á framfaraskeiði, en á þó að sjálfsögðu mikið ólært f eínisvali og efnismeðferð. Stíllinn er ágætur og list'cng tök í bókinni en hófs þarf hann að gæía og varúðar við að vefa fvafi raunveruleikans f uppi- stöðu guðspekilegra hugmynda. Akureyri. U. M. F. A. Fundur á morgun kl. 3 e. h. f Bæjarstjórnarsalnum. Síerling kom fyrra laugardag á leið vestur um til Rvfkur. Goðafoss kom á fimtudaginn frá Rvík vestan um og á leið til útlanda. Meðal farþega voru ungfrú Guðlaug Kvaran, O. C. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, Axel Kristjánsson, verzl- 'unarmaður, Sig. Skagfeldt, söngvari, sem hélt áfram með skipinu. Enn- fremur kom hingað til bæjarins Stein- þór Guðmundsson, klæðskeri. Sezt hann að hér í bænum. Goðafoss íór aftur í gærkvöld. Tíðarfarið. Haustið var f meðaliagi gott segja þeir, sem muna belur vond haust en góð. Harður kafli kom eftir veturnæturnar með frostum og fann- komu. Tók að me3tu fyrir beitjörð hér um sýslur. En brugðið hefir til bata og hafa verið hlákur og hlýviðri undanfarna daga, auð jörð að mestu hér um Akureyri og beitjörð ágæt mun vera komin f Þingeyjarsýslu þar sem dýpstur var snjór. Hálsbólga illkynjnð hefir gengið hér í bænum. Hafa margir legið með miklum hita. Veikin er nú sögð f rénum. Samkoma til ágóða fyrir sjúkra- húsið verður haldin f Samkomuhúsi bæjarins annað kvöld. Stgr. læknir flytur erindi. Leikinn verður »Hjart- sláttur Emelíu* og fleira verður þar til skemtunar. Hjálprœðisþerinr)- Mannaskifti verða í stjórn Hjálpræðishersins hér í bænum. Kapteinn Kristian johnsen og frú, sem undanfarið haía haft for- stöðuna á hendi, hverfa héðan burtu, en raeð Sirius kom maður, sem tek- ur við forstöðunni, Jakob Harlyk adj, Sigrún á Sunnuþvoli er nú sýnd í Bíó hér í bænum. Mikið þykir mönn- um koma til myndarinnar, sem von er, því stórt skáldverk Hggur til grund- vallar. En ærið er myndin hrottaleg og er uppeldissmekkur þeirra foreldra lftt skiljanlegur, sem geta látið börn sfn horfa á hana. Leiðrétting. í öðrum dálki fyrstu greinar í slðasta blaði hefir misprent- ast sfðasta orðið f þessari setningu: »Við fylgjum ksppaamlega fram marg auknum Iffskjörum* á að vera lfís- kröfum. Málaferli. íalendingur gat um það fyrir nokkru sfðan, áð Eínar bóndi Sigfússon á Stokkahlöðum heíði höíð að tvö meiðyrða mál gegn ritstjóra Dags. Sættir hefðu ekki komist á og kæmi þvf til kasta dómstólanna. Um hitt gat ísl. ekki, að ritstjóri Dags höfðaði um hæl meiðyrðainál gegn Einari og að sætt komst ekki á og gengur málið til dóms. Var þó ritstj. tilkynl það, en vegna hlutdrægni og af hlffisemi við almenning3élitið á Ein- ari, þagði hann. Raunsr cru slík mál, sem þesai, naumast frásagnarverð. Frá einu atviki verður þó sagt hér, sem má heita sögulegt. Rítstj Dags var stefnt til að mæta f rétti, en hann mætti ekki og sendi bvéflega frávís- unarkröfu á þeim grundvelli, að ekki væri löglega stefnt. Sannaðist að svo var og ónýttusl bœöi málin fyrir Ein- ari fyrir tangan málatilbúnað frá hans hendi. Það er á almæli, að Einar hafi notið við iögvÍ3Í Júlíusar bankastjóra Sigurðssonar, scm að sögn hefir stund- um fengist eitthvað við málafærsiu hér í bæ. Þó fór sem fór og er stór furða, þvíifkt álit, sem virðist vera á Einari, sem slingum málafærslumanni. Simskeyti. Reykjavík, 18. nóv. Skáldið Antole France og Nerst, efnafræðingur í Berlín hafa fengið Nobelsverðlaunin. Pjóðverjar hafa greitt Norð- mönnum 10 milljónir króna sem eru eftirsvöðvar af hernaðarláni. Pýzkir tollverðir tóku nýlega járnbrautarlest á leið til Dan- merkur, par sem verið var að koma undan 25 milljóna marka virði í gullstöngum. Sum brezku blöðin vilja Iáta gefa Pjóðverjum eftir hernaðar- skaðabæturnar að miklu Ieyti, en Frakkar taka pví pverlega. Washington-ráðstefnan er haf- in. Briand og Balfour eru aðal fulltrúar Vestur-veldanna. Lloyd Oeorge ætlar að koma síðar á ráðstefnuna. Bandaríkin Ieggja til að komið sé á föstu hlutfalli milli herskipastóls stórveldanna. Óvíst er um árangurinn af ráð- stefnu þessari. Englendingar og Irar semja um með sér, að ef upp úr slitni samningum, skuli vopnahlé pó haldast nokkra stund, par til því er sagt upp sérstaklega. Hlutabréf Islandsbanka eru fallin ofan í 53°/». Er haldið að Privatbankinn vilji hræða Islend- inga frá pví að taka bankann. Einar Kvaran er nýkominn úr ferð til Englands í erindum bannmanna. Hann hefir gert á- gæta ferð. Sendiherra Banda- ríkjanna tók honum mjög vel. Kvað hann Bandaríkin kaupa mörgum tugum sinnum meira af saltfiski, en Island framleiddi. Mætti senda allan íslenzkan fisk vestur og stimpla hann uIce- landic prohibition fish«. Til pess að geta komið fram fullu erindi í Englandi purfti Kvaran að fá viðurkenningu stjórnarinnar urn að hann væri fulltrúi hennar. En stjórnin dauf- heyrðist við pví. Búist við að Kvaran haldi borgarafund um málið næsíu daga og að frem- ur verði sókn en vörn af hálfu bannmanna. Gunnar Egilsson er á Spáni með stjórnarumboði, til að undirbúa málið par. Fréttaritari Dag9. Brúin á Eyjafjarðará. Almenna gleði vakti það, þegar vegamálastjóri landsins kom hér norð- ur í haust og lýsti því yfir, að brúin á Eyjafjarðará yrði bygð á næstkom- acdi vori. Menn voru glaðir ein3 og börn yfir því, að loksins kæmist þó þetta margþráða fyrirtæki f fram- kvasmd. Menn trúðu þvf að þetta yrði seinasta haustið, sem þeir þyrftu að þræla út mönnum og skepnum í Eyja- fjarðará. Engum gat til hugar komið að stjórn landsins gerði sig seka f þvf,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.