Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kamur út á hverjum laugard. Kostar kr; 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. Akureyri, 3. desember 1921. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af ailskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörfjnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. 3lr Akureyri. Berklavarnalögin. Berklavarnaiögin nýju eru sniðin með það fyrir augum sérstaklega, að vernda börn þjóðarinnar fyrir smithættunni. í mörgum greinum er lögð áherzla á, að varna því, að börnum stafi sýkingarhætta af berkla- sjúkum kennurum eða öðrum heim- ilismönnum. í 13. gr. laganna er árinni tekið dýpst í. Par segir meöal annars: »Nú sýkist maöur af smitandi berklum á heimili, þar sem börn eru og skal þá tafarlaust koma sjúklingnum í burtu, nema héraðs- iæknir eða Iæknir heimilisins ásamt héraðslækni, telji ástæður þannig, að börnunum geti engin smitunar- hætta staðið af sjúklingnum. Ef ekki er unt áð koma sjúkl- ingnum burt, þá skal taka börnin af heimilinu." Ennfremur er í sðmu grein tekið fram, að héraðslæknir getur hvatt sér til aðstoðar lögskipuð yfirvöld og heilbrigðisnefndir, lil þess að koma fram þessum ráðstöfunum En mæti þær mótspyrnu af hálfu heim- ilismanna, skulu þær ekki fram kvæmdar, nema héraðslæknir telji mikla hættu á, að börn verði fyrir smitun. Nú munu Iæknar líta svo á, að í þeim héruöum landsins, þar sem berklar eru til rnuna útbreiddir, sé húsakynnum óvíða svo háttað, aö börnum »geti engin smitunarhætta staðiö af sjúkiingum" sem á heimil- unum eru. Berklaveikin er að jafn- a*ði útbreiddust, þar sem húsakynni eru slæm og erfiðast fyrir um várn- ir innan heimilanna. Pað virðist því einsætt, að mesti fjöldi af berkla- sýktum heimilum í mörgum af hér- uðum landsins, falli undir hin ströngu ákvæði þessarar greinar. Hér Iiggja þá fyrir skýlaus Iaga- fyrirmæli um, að komi berklaveiki upp á heimilí, þar sem börn eru, verði að gera annað tveggja tafar- lausi: Taka sjúklingin burt af heim- ilinu eða börnin. Aftur á móti mæla lögin hvergi neitt fyrir um það, hvað gera skuli við sjúklinginn eða börnin. Hvergi er heimilum gert skylt, að taka við sjúklingi eða börnum til dvalar, þegar svo stend- ur á. Það virðist því vera gert ráð fyrir að sjúklingarnir fái, þegar þörf krefur, vistir á heilsuhælum og sjúkrahúsum, en fyrir böruunum er ekki séð í lögum þessum, nema þar sem talai er um sumarhæli barna og virðist ekki, að heilbrigð börn sem taka verður burt af heimili vegna sýkingarhættu hvenær sem er, geti fengið inngöngu í þau sumarhæli. Vegna þess hvað berklaveikin er útbreidd í sumum héruðum lands- ins, hversu óvíða húsakynni eru svo góð, að komið verði við vörnum á heimilunum og að mjög skortir heilsuhæli, barnahæli pg sjúkraskýli fyrir berklaveikt fólk er einsætt, að þessi langþýðingarmestu og róttæk- ustu ákvæði laganna geta ekki komið til framkvæmda um yfirsjáanlegan tíma. Á þessum staðreyndum hvíldu tillögur þeirra manna, sem á síðasta þingi vildu Iáta fresta málinu og vísa því til umsagnar sýslunefnda. Það kom skýrt fram í umræðum um málið, að hin læknisfræðilega hlið málsins hafði hlotið þann undir- búning, sem á varð kosiö, en kostn- aðar- og framkvæmdahliöin miklu síður. Þeim mönnum sem héldu þessu fram, mun hafa verið Ijóst að sjúkrahús og hæli væru nauðsyn- legt skilyrði fyrir því, að hægt væri að taka berklasjúka menn burt af heimilunum tafarlaust. En þar sem þessi skilyröi voru ekki fyrir hendi, sýndist ástæðulítið að demba svo ströngum lögum yfir þjóðina, án þess að fyrst væru rannsakaðir fram- kvæmdarmöguleikarnir og eflir því leitaö, hversu mikið héruðin og allur almenningur gæti og vildi á sig leggja fyrir þetta nauðsynjamál. Framkvæmdirnar hljóta að hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð og sveita, sýslu og bæja- sjóði. Kemur þar fyrst til greina byggingakostnaður við að reisa þau nauðsynlegu hæli og sjúkraskýli, sem framkvæmd laganna krefst. í öðru lagi fara lögin mjög Iangt í þá mannúðarátt, að þjóðin beri uppi öli í sameiningu mikið af sjúkrakostn- aðinum. Nefndin, sem undirbjó þessa lög- gjöf milli þiriga, gerir áætlun um tölu nauðsynlegra sjúkrarúma fyrir berklaveikt fólk. Hefir hún hliðsjón af því, sem hún telur að tíðkist í öðrum lindum í þessu efni, þar sem veikin sé álfka mikið úlbreidd og hér á landi og kemst að þeirri niðurstöðu, að 154 sjúkrarúm mundu nægja miðað viö ástandið eins og það er nú (sjá Alþt. 1921, þingskjal 37. bls 285) Þeir læknar sem eru nákunnugir ástandinu í sumum hér- uðum norðan og austan lands munu líta svo á að þetta sé hvergi nærri nógu djúpt tekið í árinni, til þess að náð verði þeim tilgangi 13. greinar lag- anna, aö vernda börnin fyrir sýkingar- hættunni á þann hátt, að einangra alla smithættulega sjúklinga. Stefna nefndarinnar virðist hafa verið sú að fara svo langt í kröjurn laganna sem unt væri en svo skamt i ráðstöfunum til framkvœmdar þeirra, sem frekast væri verjandi. Að sjálf- sögðu er það f raun réttri ekkert vítavert, þó lög séu róttæk í ákvæðum sínum, þegar þau miða að svipuðum tilgangi og hér ræðir um og að þau fari Jengra, en búast má við að, full- nægt verði f svip En ef bilið á milli krafanna og framkvæmdaráð- stafana og möguieika er svo langt sem hér virðist vera, vekur það ótrú á lögunum. Dómsmálaráðherrann hefir með bréfi dags 30. sept. 1921 Ieyst Guðm. Björnsson landlækni frá embætti um sex mánaða tíma með fullum Iaun- um, til þess að undirbúa framkvæmd Iaganna. Meöal annars lætur ráðherr- ann svo um mælt að lðgin leggji afarmikið starf á herðar heilbrigðis- stjórninni, einkum í byrjun, „og undirbúning þarf afarmikinn og eftir- lit í upphafi, til þess að framkvæmd þessara laga komi að tilætluðum notum, en verði á kinrt bðginn við ráðanleg kostnaðarins vegnaOg enn- fremur segir hann: „Nú eruð þér, herra landlæknir, ekki einungis ná- kunnugur starfi og tilætlun þeirrar milliþinganefndar, er undirbjó þetta mál, heldur hafið þér allra manna mesta reynslu um framkvæmdar- möguleika hér á Iandi á slfkum Iaga- fyrirmælum, þannig að kostnaðnum se' haldið viðráðanlegum.“* Hvað þeim háttvirtum dómsmála- ráðherra og fyrverandi landlækni kann að viröast vera viðráðanlegur kostnaður er ekki gott að segja. Margir mundu áifta að Iögin sjálf og framkvæmd þeirra eins og þau •’ggja fyrir réðu mestu um kostnað- in.n. Og þó þessi orðatiltæki ráð- herrans beri á sér hálfvelgjublæ og sé skotið í ætt þeirrar kostnaðar- varfærni, sem kemur fram f tillögum nefndarinnar, skal engu spáð á hvern hátt Guömundur Björnsson hryndir málinu af stokkum. * Leturbreitingin mín. Ritstj. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. t»ór, Norðurgötu 3. Talsínii 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 48. blað. Sjúkrahús Akureyrar. Nýlega var haldin hér samkoma til ágóða fyrir Sjúkrahós Akureyrar, var til hennar vandað eftir þvf sem venja er tii hér í bæ, fróðlegur fyririestur, smáleikur og dans á eftir, hefði mátt búast við góðri aðsókn til styrktar svo góðu málefni, sem hér var um að ræða, en það fór alt á annan veg. Aðsóknin vár Iítil, þó eflaust hafi ékki verið tímaskorti eða peningavandræð- um um að kenna, þvf kunnugir segja að fult hafi verið á Bíó þetta kvöld. Hver gat þá orsökin verið? Marga mun reka minni til þess, að sfðastlið- inn yetur var áskorun til almennings f blöðum þessa bæjar, um að styrkja sjúkrahúsið með gjöfum eða á annan hátt sýna þvf velvilja, voru nöfn ýmsra góðra borgara þessa bæjar undir á- varpi þessu. Þá leit svo út, að augu bæjarbúa hefðu loksins opnast fyrir þvf, að hér var um nytsamlegt fram- faramál að ræða, hér var verksvið fyrir sameinaða krafta þeirra að hefja til vegs og virðingar lang þöifustu stofnun þessa bæjar. Aðsóknin að fyrstu samkomunni, sem haldin var til ágóða fyrir sjúkrahúsið var svo miki), að samkomuhúsið rúmaði ekki fleiri. En brátt íór að brydda á ein- kennilegum mótbárum. Blaðið íslend- ingur fljtti grein með yfirskriftinni »Snýkjur«. Var þar farið hörðum orðum um fjársöfnun meðal Vestur-ísleudinga, scm »Helgi magrit gekst fyrir til sjúkrahússins hér, og þvf viðbrugðið að þessháttar ætti sér hvergi stað í öðrum löndum. Er einkennilegt að heyra aðra eins lokleysu því mér hefir verið sagt að það tlðkist um öll lönd að gefa til sjúkrahúsa, og ekki þarf nema að lfta á veggi sjúkrahússins Royal Infernary, Edinburgh Skotlandf, og gefur þar að líta svo hundruðum skiftir nöfn þeirra manna og kvenna sem gefið hafa stór-gjafir til þeirrar stofnunar, og einnig eru iðuglega haldnar f Edinburg tamkomur til fjár- söfnunar fyrir þetta stóra sjúkrahús, sem ekkert virðist bresta. Hvernig stendur á þvf að svona raddir heyrast hér? Mér hefir einnig verið sagt að svo ramt kvæði að and- rdðri gegn þessu máli, að blaðið ís- lendingur hafi þverneitað að geta með einu orði um þessa sfðustu samkomu. Skal hér ekki dæmt um hvort nokkuð þarflegra fylti dálka þess blaðs f það skiftl Jeg hefi spurt mig fyrir um það hvernig þvf fé, sem safnast hefir, sé varið, og mér hefir verið sagt, að keyptir séu fyrir það ýmsir munir til þæginda fyrir sjúklingana, svo sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.