Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 2
ígo DAOUR 48 tbl. húsbúnaður, rúmfatnaðnr, borðbúnaður o. fl. sem allra nauð.rynlegast þurfti með, og sérstaklega vantaði. Einnig hafa verið keypt húsgögn f hjúkrunar- konu herbergin, þvf þan máttu heita gersneidd öllum þægiogum. Sjúkrahúsinu hefir því á þessu síð- astliðna ári áskotnast ekki svo lítið af nauðsynlegustu reksturstækjum, og hafa einstakir bæjarbúar og héraðs- búar gefið mjög höfðinglega, en mér finst ofsnemt að kippa að sér hend- inni áður en eitt ár er l'sðið frá því að þessi hreyfing fyrst hófst. Við meg- um ekki láta það viðgangast að hægt sé að segja, að við getum ekki haldið olckar áhugamálum til streitu, heldur láta okkar beztu hugsjónir kafna f fæðingunni. Hver sá sem sjúkur hefir verið um lengri eða skemri tíma, ætti að vera fær um að geta sér til hvern- ig þeim muni lfða, sem dvelja þurfa svo mánuðum og jafnvel árum skift- ir á sjúkrahúsum fjarri ættingjum og vinum, og mér virðist ekki úr vegi, þótt við reyndum á einhvern hátt að rétta þeim bjáiparhönd, um leið og mér finst það ætti að vera okkar metnaðarmál, að gera sjúkrahúsið okk- ar að bæjarprýði. Eg hefi heyrt að samkoman nýaf- staðna eigi að endurtakast bráðlega, með góðum viðbótum, og væri von- andi að sem flestir yrðu svo góðrar skemtunar aðnjótandi. Bœjarbúi Símskeyti. Reykjavík, 2. des. Hugo Stinnes kaupir mikil kol í Bretlandi til að tryggja pýzk- an iðnað. Frakkar vilja hafa jafnstóran flota og Japanir. Kröfur peirra um viðhald hers og flota tefja Washington-ráðstefnuna. Bretar ganga inn á kröfur Bandaríkj- anna um minkun flotans. Enskir iðnrekendur heimila að skaðabótakröfur á hendur Þjóðverjum verði að nýju rann- sakaðar og skilyrðunum breytt. Telja þeir, að meðan svona haldi áfram eyðileggjist verzlun og iðnaður Englands. Berlínarfrétt hermir, að Þjóð- verjar muni geta borgað janúar- afborgun til bandamanna. Harding forseti ætlar að halda fjármálafund í Washington í janúar og boða Þjóðverja á hann. Bandaríkjablöð segja að Banda- ríkjamenn vilji gefa eftir hálfar hernaðarskuldirnar ef allar þjóð- ir geri hið sama. Bretum Iíkar þetta vel. Lloyd George fer til Washing- ton. Irlandsmálin hvíla sig á meðan. Síðasta tilboð Breta er heima- stjórn Ira undir alírsku þingi. Sinn Feinar bjóða Ulster-búum ýmsa miðlunarkosti. En ólíklegt þykir, að þeim verði tekið. Talað er, að til vináttu og leynisamninga dragi milli Breta og Pjóðverja. Vaxandi kuldi milli Frakka og ítala. Hlutabréf íslandsbanka standa í 53°/o og seðlar hans í 71 kr. hvert hundrað í Khöfn. Öndvegistíð um alt suður- land. Verkamenn í Rvík undirbúa stórt verkamannakaupfélag. Kaupmannastétt Rvíkur er kent um vopnaburðinn. Fréttaritari Dags. Aureyri. U. M F- A- Fundur á morgun kl. 3 e. h. í bæjarstjórnarsa'num. íbúatala AkuteyraEbæjar reyndist við nýafstaðið manntal rúmlega 2500 manns, en tíl dvaiar um 3(u-;dar sakir voru eitthvað á annað hundrað. Dánardægur. Nýlega eru iátin hér f bænum Skúli Olgeirsson faðir Páls Skúlasonar, kaupmanns og Anna Bald- vinsdótlir, móðir Magnúsar S'gurðssonar verkamanns. Sveinssmíði. Naumast kemur það fyrir að ritstj. íal. stingi svo niður penna, að elcki verði eitlhvað sögulegt við það. í 56. tbl. er greinarstúfur, ccm heitir »Meiri ósannindi.* Greinar- stúfur þessi má heita »sveinssmíðið.« Ritstj. er þar að mótmæla heirri til- gátu Dags að hann hafi, með aðstoð Júlfusar bankastjóra eða einhvers ann- ars svipaðs leiðtoga, skriíað nafnlausan eftirmála við grein B K. Um þetta farast honum svo orð: »Um leið og eg lý3i þetta helber ósannindi, lýsi eg yfir þvf, að Júlíus bankastjdri hefir ekki skrifað nokkurn staf í blaðið og ráðlegg eg Degi að drótta engu slíka frarnvegis að saklausum mönnum * Það sem naínlaust kemur í íslendingi, á Dagur að skamma mig fyrir en tnga aðra « Eftirmáii sá, sem hér ræðir um, byrjaði á þvf að taia um B. K í 3. persónu og var þar að aeki nsfnlaus. Um leið óg ritstj. ísl. lýsir það hel- ber ómnmndi að hann hafi skrifað hann, lýsir hann jafnframt yfir þvf, hann skrifi alí, sem nafnlaust komi f blaðinu og tekur það íram, að Dagur cigi að skamma sig íyrir það alt. Bros- legust er þó viðvöruuin til Dags um að drótta að saklausum mönnum fram- vegis engu slíku sem því, að þeir skrifi í íslending, eins og það sé eitt- hvert óheyrilegt ódæði og ærumeiðing. Felst í. því ófrægilegur vitnisburður um hans eigið blað, en þó ekki fjarri þvf rétta. Að lokum lýsir ritstj. ísl. * Leturbr. mfn. Ritstj. yfir þvf, að hann héfði getað skrifað undir grein B. K. í nær öllum atriðum og munu þeir menn yfirleitt trúa þvl, sem hafa lesið nafnlausu greinarnar ! ísl. Þetta síðasta mun þó hafa átt að vera sárabót á B. K. fyrir að hafa sparkað í hann og brotið á honum prentfrelsið (sbr. skýringu B. K. sjálfs). En lítil huggun er það fyrir B. K. að fá slfka yfirlýsingu frá Jónasi írá Flatey um grein, sem þótti ófær til birtingar f íslendingi, eftir þann vitnisburð sem ritstjórinn er búinn að gefa blaðinu og sjálfum sér í áður nefndum greinar- stúf. SkurBpálar Eggerts Briem eru að ryðja sér til rúms. Jón Jónatansson járnsmiður hér í bæ hefir smíðað all- mikið af þeim fyrir Búnaðarfélag ís- lands. Auk þess auglýsir Jón pála þessa á öðrum stað hér f blaðinu. Sklpafregnir. Lagarfoss komhingað á miðvikudagskvöld og fór aftur f gærmorgun vestur um til Rvíkur. Villemoes kom í gærmorgun með kol til Landsverzlunar og eitthvað af olíu. Goðafoss fer frá Khöfn f dag áleiðis til Norður- og Austurlandsins. K. T.Sen, Aí. A. Einnaffarþegunumá Lagarfossi var kínverskur mentamaður K. T. Sen að nafni. Hann er á hringferð kringum landið sér til skemtunar og fróðleiks. Herra Sen hefir undaníarin ár dvalið við háskólann í Edinburgh og er hann kostaður af kínversku stjórninni. Að loknu námi (næsta ár) hverfur hann heim til ættjarðar sinn- ar og tekur sæti f fræðslumálastjórn- inni. Er hann hvorttveggja stórgáfað- ur og hámentaður. Hann er foringi í félagsskap kfnverskra stúdenta í •Edinburgh og ritstjóri tveggja tfmarita sem þeir gefa út. Þetta er f þriðja skiftið, sem hr. Sen kemur til Islands. Hann er giítur íslenzkri konu, Odd- nýju Erlendsdóttur á Breiðabólsstað á Álftanesi. S. 1. sumör flutti hann fyr- irlestra f Reykjav'k um Kfna og munu þeir bráðlega birtast í Iðunni. í sjóinn féll öldruð kona milli skips og bryggju, þegar Lagarfoss var að leggjast hcr að á miðvikudags- kvöldið. Þrfr kaskir menn brugðu við og björguðu benni samstundis. Gekk hún hcim til sfn og var ómeidd að kalla. Fyrirlestur Á fimtudagskvöidið flutti kfnverjinn K T. Sejn, M. A. íyrirlestur í hátíðasal Gagnfræðaskól- aus. Efni fyrirlestrarins var f^ína í náinni framtíð. Steingr. Mstth. læknir túlkaði. Hr. Sen rabti með ljósum orðum helstu drætti í utanríkispMitik stórveldanna þeirri, sem snert hefir Kína. Hann sýndi fram á hver hefir verið stefna Breta í utanríkismálum. Húu hefir verið sú að hlaupa til bandalags gegn hverju því stórveldi, sem hefir verið f uppgangi, til þess að halda við jafnvægi, þannig þó, að þeir sjálfir væru jafnan sterkastir. Þessi stefna hefir ráðið afskiftum þeirra aí Asfumálunum. Þeir stofnuðu bandalag við Japani, til þess að hefta framgang Rússa í Asfu, en alt makk þessara þjóða hefir gengið út yfir Kfna eg það hefir verið fótaskinn vestrænnar og austrænnar ágengni. Séstaklega )á fyrirlesaranum kalt orð til Japana, sem hann taldi vera Prússa Asíu, með sama heimsdrotnunaræði og haldna af sama, eða jafnvel enn magn- aðri kúgunaranda heldur en Þjóðverj- ar voru á undan heimsstyrjöldinni. Innanlandsóeyrðir í Kfna, sem væru einungis sljórnarfarslegs eðlis, kvað hann Japani hagnýta sér á þann hátt, að etja þjóðahlutunum saman og styrkja hvorntveggjá með hergögnum. Yfirráð þeirra í Kóreu og öðrum landshlutum austur frá, þar sem þeir beita landslýðinn hinum verstu kúg- unarbrögðum sem hugsast geta. Loks fór hann nokkrum orðum um innan- landsástand og framtíðarmálefni Kfna. Taldi hann að þeir gerðu sér góðar vonir um réttarbætur frá ráðstefnunni í Washington, sem nú situr á rökstól- um og endaði mál sitt með þvf að staðhæfa að Kfnverjar væru friðsamr asta þjóð heimsins og einasta þrá hennar væri að lifa óáreitt og í góðri samvinnu við aðrar þjóðir. Skólameistari Sig. Guðmundsson kynti fyrirlesarann fyrir áheyrendunum áður, en hann hóf máls og þakkaði fyrir fróðlegt erindi að lokum. Stein- grímur læknir talaði seinast nokkur orð í tilefni af því, að hr. Sen væri fyrsti Kfnverjinn, sem mægðist við íslendinga og væri því hálfgerður mágur okkar allra. Hér hefði í íyrsta skifti blandast blóð Kinverja og ís- lendinga og bað hann að lokum til- heyrendurna að hrópa húrra fyrir þeim bjónum og öllum þeirra framtíðarætt- bálki. Var það gert og gerðu menn góðan róm að fyrirlestrinum. Rafveitumáliö. í gær kom sím- skeyti frá bæjarfulltrúa Ragnari Ólais- syni um að lán sé fengið til fram- halda verksins. Er það góð frétt og Ragnari trúandi til að hafa leyst aitt hlutvevk fyrir hönd bæjarins vel af hendi. Uppþotið og afleiðingarnar. Friðsamt hcfir verið og róstulauat f höíuðstaðnum síðan því sem ýmist hefir verið kallað »hvíta hersveitin,* aðstoðarlögreglulið eða lögregluher broddborgaranna f Reykjavík var sundr- að. Rússneski drengurinn var sendur utan með Gullíossi eins og yfirvöldin voru búin að skipa fyrir -og hefir ekki heyrst að það hafi valdið neinum óróa, enda var sjálfsagt að sú skipun gengi fram. Allmiklu fé var skotið 3aman handa drengnum og mun hon- um vera vel borgið og mælist það viðvik þeirra, sem hlut áttu að máli, vel íyrir og mun samskotaþátttakan hafa verið almenn og án flokkadrá'tar. Á fimtudaginn var. búið að sleppa öllum úr varðhaldi og hefir ekki heyrst um fésektir. Alþýðublaðið gerði mjög hvassa árás á stjórnina og sakar hana um skýlaust stjórnarskrárbrot. Telur hana hafa i algerðu heimildarleysi skipað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.