Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1921, Blaðsíða 3
48. tbl. ÐAOUR 191 Qott prjónles kaupi eg undirritaður háu verði. Guðbjörn Björnsson. lögreglustjóra í embætti, þar sem lögrelgustjóri var fyrir og sem ekki gat orðið vikið úr embastti án undan- genginnar saksóknar, enda hefði ekki til sakar unnið. Maður sá er skipaður var, hefði verið ólöglærður fyrverandi undinforingi f danska hernum. Eftir að Alþýðuflokkurinn hefði lýst yfir hlutleysi sfnu í þessu máli Ólafs Friðrikssonar, hefði verið sett á stað hermsskfna uppdubbuð af kaupmanna og stórbroddalýð Reykjavlkur. Vörður sleginnum opinberar byggingar, vopnað lið ætt um götur bæjarins, brotist inn f hús ekki eioungis Ólafs Friðriks- sonar heldur fleiri manna, handtekið hvern mann, sem því sýndist og hnept f járn, jafnvel unglinga, og varpað í fangelsi alls 28 manns. Alþbl. heldur því fram að hór hafi verið farið miklu lengra en hófsamlegt, varhygðarlegt og löglegt geti heitið. Málið sé gert að politisku æsingamáli af kaupmanna- liði í Reykjavík, sem teygi stjórnina út í ófæru og noti persónulegt afbrot eins manns og örfárra æsingjáseggja til þess að hefja ofsókn á bendur Alþýðuflokknum. Lögreglustjórinn f Reykjavfk, Jón Hermannsson, vildi fara aðra leið f málinu. Hann vildi stefna þeim, sem brotlegir urðu um mótþróa gegn lög- reglunni og láta málið fara fram sem alment lögreglumál. Þessu fékst ekki fram gengt, heldur var hóað saman liði um 400 manna, til þess að hand- taka Ólaf Friðriksson og um 14 menn, sem staddir voru hjá honum. Auk þess aðra 14 vfðsvegar í bænum. Liðið var að nokkru vopnað með riflum og bareflum og bílarnir, sem óku föngunum f hegningarhúsið fóru geist fram og sköðuðu að minstakosti einn dreng. 200 manns af liðinu tóku þó ekki þátt í aðförinni, heldur voru til vara. Síðan þessir atburðir gerðust hefir mikið verið um það talað og skiftast menn mjög í þessu máli. Bændur sunnan lands kvað vera óánægðir yfir þessum gauragangi og vopna- glamri og telja óhæfilega langt farið og friðnum í landinu' stofnað í hættu, þó enginn mæli mótþróa og lögbroti Ólafs Friðrikssonar bót. Enn hefir heyrst að alþýða manna f Reykjavfk sé að þoka sér saman þessa dagana og vilji stofna samvinnu- verzlanir og opna búðir til og frá um bæinn. Bitnar óánaégja þeirra mjög á ksupsýslumönnum borgarinnar, sem þeir telja að verið hafi pottur og panna í þessu uppþoti og politiskri ofsókn á hendur verkalýðnum. Er sagt að kaupmenn og einkum þeir, sem framarlega stóðu í bernum, muni bera úr býtum steina fyrir brauð, fyrir vasklega framgöngu. Eftir þeim fregnum, sem borist hafa, virðist málið liggja svona fyrir: Einn borgari þjóðfélagsins með aðstoð nokk- urra manna þrjóskast gegn lögum og landsrétti og ber lögregluna ofurliði. Sú niðurstaða var óviðuoanleg og stjórninni heimilt og skylt, að knýja þá, sem hlut áttu í, til blýðni. Svo fer milli mála, hvort skynsamlegasta aðferðin hafi verið tekin og hvort stjórnin hafi haft ástæðu til að grfpa til svo róttækra ráða, eftir að Alþýðu- flokkurina er búinn að lýsa því yfir að hann se'hlutlaus í málinu Aðferðin virðist benda á, að meira hafi átt að gera, en að knýja til hlýðni fáa of- stopamenn og láta þá sæta lagaábyrgð. Málið ber á sér ískyggilegan, poli- tiskan blæ. Verður þó enn enginn dómur lagður á málið hér í blaðinu. Verður það að lfkindum rannsakað og afleiðingarnar kotna smátt og smátt f ljós, Frá útlöndum. Hallærið í Rússlandi Fyrir þremur mánuðum sfðan flaug sú fregn um heim allan, að hungursneyð og svelti- dauði stæði fyrir dyrum 30 milljóna manna austur f Rússlandi. í vfðáttu- miklum héruðum meðfram ánni Volga brást uppskeran þvf nær gersamlega vegna óslitinna þurka. Héruð þessi eru beggja megin árinnar frá Kaspia- hafi og norður undir íshaf. Þau eru að jafnaði einhver frjósömustu hveiti- héruðin f Rússlandi. Því var þegar *páð að þessi at- burður mundi velta rússnesku stjórn- inni úr völdum. Ekkert hefir þó komið á daginn, sem bendir á, að svo muni verða. Enda hefir stjórnin að sögn lagt sig mjög fram, til þess að draga úr neyðinni bæði af eigin rammleik, með þvf að flytja fólk f buitu úr þessum héruðum og flytja þangað matvæli og með tilstyrk annara rfkja, sem mörg hafa brugðið við drengilega til hjálpar. Bandaríkin hafa lagt fram stórfé og er Standard Oil Co. stærsti lánveit- andinn. Hafa Rússar orðið að ganga að ýmsum -samningum um veitingu sérréttinda o. s. frv. til þess að tryggja hjálp og aðstoð annara þjóða. Ýmsar þjóðir hafa gefið stórmikið af mat- vælum, til þess að draga úr neyðinni. Verkamannasamböndin vfða- um lönd hafa sömuleiðis unnið að þessari hjálparstarfsemi. Þrátt fyrir alt, sem gert hefir verið, til þess að forða fólkinu frá hungur- dauðanum, er neyðin afskapleg að sögn og búist við að fjöldi manna deyi einkum er á vetur Ifður. Alþjóðasambandsráðið kaus Friðþjóf Nansen til þess að rannsaka ástandið f neyðarhéruðunum og koma fram með tillögur um á hvern hátt hjálp yrði bezt komið við. Nansen gaf skýrslu um rannsókn sfna á íulltrúaþingi alþjóða^ambandsins í Genf 9 sept. Á þinginu flutti hann ræðu, sem vakti mikla athygli. Hann hélt þvf fram, að hungursneyðin f Rússlandi væri hörmu- legasta áfallið, sem Evrópa hefði orðið fyrir. Meðal annars fórust honum svo orð: »Evrópa getur ekki án Rússlands verið og það væri því sjálfsmorðsæði, að bjálpa ekki Rússlandi. Alþjóð manna getur hjálpað. Nóg er til af matvælum. Til dæmis eiga Norðmenn milljónir smálesta af saltfiski, sem enginn vill kaupa. Amerfkumenn milljónif smá- lesta af korni, sem ekki er hægt að senda frá sér, því hvergi er matkaður. Það er einnig hægt að flytja matvælin. N' g er til af skipura, sem ekkert hafa að gera. Og sömuleiðis er hægt að flytja vörurnar inn í landið.« Eftir þeirri reynslu, sem hann hafði fengið við heimflutning herfanga úr Rússlandi, fullyrti hann, að rússneska stjórnin væri vel fær um að annast flutninga á þvf, sem sent yrði til landsins. Hann fullyrti að stjórnin hefði aldrei rofið gefin loforð við sig. Utbýting matvæla til erlendra herfanga f Rússlandi hefði jafnan farið sarfl- vizkusamlega fram og væri eigi ástæða til að ætla, að óiáðvandlegar yrði að farið, ef Rússar sjálfir ættu í hlut. Hann gat þess, að atjórnir Svfa, Norðmanna, Dana, Letta, Eistlendinga og Lithanenbúa hefðu veitt Rússum gjaldírest og lauk máli sfnu með þvf að hvetja menn til að forðast hleypi- dóma, til þess að afsýra voðanum, Ræðu Nansens var tekið vel af ötlum nema fulitrúum Breta og Frakka. Þessar þjóðir hafa verið vlðvikaseinar og tortrygnar gagnvart Rússum. Þótti þeim Nansen ekki hafa búið vel um bnúta til tryggingar þvf að hjálpin kæmi réttlátlega niður o. s. frv. Enn- fremur settu þeir ýms skilyrði fyrir hjálpinni, sem Rússar höfnuðu og töldu móðgun við þjóð, sem væri að látast úr sutli. Alþjóðasambandið hefir rifist um formsatriði. Bandamenn heimta tryggingar eins og ekkert liggji á. Geldur sveltandi lýðurinn austur við Voiga þess, að valdhafar hans fylgja annari þjóðíélagssteínu, heldur en bandamenn. Svo mjög hafa þjóðir þessar aímetnast og fylst eigin- girni við sigurvinningar sínar að hungur- óp milljóna manna megnar ekki að hræra þær til viðbragðs og hjálpar. Hvert vafningsorð kostar mannslíf austur f Rússlandi. Dómsíóll Alþjóðasambandsins. í alþjóðasambandinu eru nú 48 þjóðir. S. 1. haust var dómstóll sambandsíns settur á laggirnar. Skipa hann 11 menn frá ýmsum þjóðum. Eru 7 þeirra Evrópumenn, 3 Amerfkumenn og 1 Japani. Einn Norðurlandabúi situr í dómnum, Nyholm frá Danmörku, fyrr- um dómari f Egyptalandi og síðast varaforseti yfirdómstólsins í Cario. Þe3si æðsti dómstóll þeasara 48 þjóða á að hafa aðsetur sitt f Haag og vera föst stofnun. Verða dómendurnir bú- settir í borginni og ætíð til taks, að leggja úrslitadóm á deiliimál þjöðanna. Því miður bendir margt á að dóm- stóll þessi verði til lítils gagns og að málin verði hér eftir sem hingað til úlkljáð á vopnaþingi. Helgoiand. Eltt af ákvæðum friðar- samninganna f Versölum var það að rífa skyldi til grunna öll vfgi Þjóð- verja á eynni Helgoland og að aldrei framar mætti reisa þar vígi. Þarna áttu Þjóðverjar ein hin ramgerðustu sjóvfgi. Nú er búið að rffa þau niður. Verkfræðingar frá bandamönnum hafa séð um framkvæmd verksins; Þetta fræga sjóvfgi er nú •orðið að sjávar- þorpi, baðstað og hafrannsóknastöð. Herskipahöfnin hefir verið gerð óskip- geng, brynmúrarnir rifnir niður, 2400 fallbyssur ónýttar og þar á meðal margar 30 og 21 sentimetra byssur. Byssurnar og brynhetturnar yfir þeim hafa verið skornar sundur með log- skurðar verkfæium og voru brynhett- urnar sumar úr 3 feta þykku stáli. Skotfærabyrgðirnar hafa ýmist verið sprengdar í loft upp eða sökt í sjó. Hafnargarðarnir rifnir niður. Ein her- búð hefir verið skilin eftir uppistand- andi, sem notuð verður framvegis fyrir heilsuhæli handa börnum. Skipa- lega er þar og eftir fyrir eitt skip, sem notað verður til hafrannsókna. Heyrst hefir að í ráði sé að gera eyna að baðstað og skemtiborg. Eru það Ameríkumenn og Þjóðverjar, sem ætla að standa fyrir þessu fyrirtæki. Enn- fremur sé áformað að koma þar á fót spilabanka lfkum þeim, sem er á Monte Carlo og að halda þar uppi kappsiglingamótum. Þingeyingar! Greiðið andvirði blaðsins til kaup- félagsstjóra Sig. Sigfússonar Bjarklind f Húsavík eða kaupfélagsstj. Ingólfs Bjarnasonar, Fjósatungu. Grýtubakka- hreppsbúar greiði áskriftargjöld sín til Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri. SkagfirBingar! Greiðið alt sem þér skuldið fyrir blaðið og áskriftargjöldin framvegis til kaupfélagsstjóra Sigfúsar Jónssonar, Sauðárkróki eða kaupfélagsstjóra Guðm. Ólafssonar, Stórholti f Fljótum. Úr öllum áttum. í bæjarstjórn á ísafirði var nýlega kosinn Finnur Jónsson póstmeistari með 69 atkv. meiri hluta. Finnur var studdur af verkamönnum. Brúarmálið. Vegamálastjórnin hefir enn að nýju tilkynt, að möl verði ekið á brúarstaðinn f vetur og standa yfir samningar um verkið. Jafnframt þvf er búist við að eitthvað verði unnið að brúarsmfðinni næsta sumar, en um það er ekki enn fengin full vissa. Leiðréftingar. Eftir því sem blaðið hefir komist næst, mun það vera mis- hermt í sfðasta blaði, að Ólafur Frið- riksson hafi, þegar lögreglan kom til að sækja drenginn, lýst þvf yfir, að honum yrði ekki slept, nema hann yrði sóitur af erlendu hervaldi. Sömu- leiðis er ekki allskostar rétt frá skýrt » þar sem sagt er, að tveir menn hafi farið á fund stjórnarinnar, til þess að leita mm sættir. Eftir að lögreglunni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.