Dagur - 23.12.1921, Side 1

Dagur - 23.12.1921, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni I>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsímt 112, (nnheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár, Akureyri, 23. desember 1921. E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapottum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt meS verksmiðjuverði. Pantanir afgreiddar út um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. l&r Akureyri. Um samgöngumál. Varnir. I siðasta biaði var farið nokkrum orðum um hættur þær, sem eru á Ieið Eimskipafélagsins, að gróða- stefnan verði ofan á og ráðandi, að hlutirnir safnist smátt og smátt í fárra manna hendur og að félagið missi á þann hátt samúð þjóðarinn- ar. Slíkt má síður koma fyrir Eim- skipafélagið en mðrg önnur hluta- félög, sem stofnuð eru með líkum hætti. Hvorugt má án annars vera fé- lagið og þjóðin. Félagið sjálft er sönn- un þess, að þjóðin getur brotið af sér samgönguánauð og gerir það, þegar henni býður svo við að horfa, annaðhvort öll í sameiningu, eða einstakir landshlutar. Tvent ber til að skorður verður að reisa við þessu. Fjárbyggjustefn- an hefir þegar rutt sér talsvert til rúms innan félagsins og að þó hægt væri að benda á að svo væri ekki, er sú hætta á leið félags, sem þannig er vaxið og verður ekki á móti því mælt. En félagið er al- þjóöarstofnun, eign og ástfóstur ríkra og fátækra. Hr. kennari Páll Jónsson í Ein- arsnesi, hefir í „Tímanum" bent á þessar hættur og ráð við þeim. Hann kraföist þess að alþjóð yrðu jafnan trygð yfirráðin í félaginu á þann hátt, að sjá til þess að hluta- bréfin kæmust í eigu ríkissjóðs frem- ur en stóreignamanna, þegar eig- endaskifti yrðu og að ríkið eignað- ist meiri hluta alls hlutafjár og að umráðin kæmust um leiö í hendur Alþingis. Þetta er vafalaust hárrétt stefna f málinu og sú eina Ieið, sem fær er til þéss að koma því í ákjósanlegt horf. Áður er bent á, að samtök með hinum smærri hluthöfum og dreyfðari eru lítt hugsanleg og tæp- Iega þess að vænta, að holl og föst stefna yrði trygð, þó hægt væri að smala saman allmiklu af þeim dreifðu kröftum við úrslit mála á fundum félagsins. Þessvegna verður að tryggja yfirráð þjóðarinnar gegn- um ríkissjóö og Alþingi. Á stríðsárunum réðist Iandið í skipakaup, eins og kunnugt er, til þess að tryggja flutninga að og frá landinu. Þetta var bjargráða ráöstöf- un. Nú eru hlutföllin orðin öfug við það sem þá var; flutningaþörfin minni en skipakosturinn. Það kom í Ijós að útgerðarstjórn var ekki sem bezt' fyrirkomiö í höndum landsstjórnarinnar. Það ráð var þvf tekið, sem telja verður hið ákjósan- Iegasta, að fela framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins stjórn á þessum skipum. Sú ráðstöfun hefir hvar- vetna mælst vel fyrir og Nielsen framkvæmdastjóri mun vera einn af þeim fáu mönnum, sem nýtur al- þjóðartrausts. En ekki er laust við að það ■ sé andhælislegt, að skipafloti íslendingfa sé þannig klofinn sundur, að hlut- hafar úr öllum stéttum eigi sum skipin, en þjóðin öll eða ríkið sum og útgerðin sé rekin f tvennu lagi undir einni og sömu stjórn. Á þann hátt væri útgerðarstjórn Eimskipa- félagsins í lófa lagið, að beita hlut- drægni þannig, að láta skip ríkis- sjóðs sitja við þann eldinn sem lak- ar brennur. Meðan erlend eimskipafélðg sjá sér hag í því, að halda uppi sigl ingum hér við land, jafnvel á þeim viðskiftakrepputímum, sem nú eru, er einsætt að enn er skipakostur okkar ónógur á heilbrigðum tfmum ekki sízt til strandferða. Þessvegna virðist vera mesta þörf á, að efla og stækka verzlunarflotann jafnharð- ann og þörf krefur og færi gefst. en um leið verður það áherzluvert atriði, að koma siglingunum fyrir í föstu, hagkvæmu kerfi undir einni útgerðarstjórn. Á þann hátt verður bezt og sanngjarnlegast séð fyrir þörfum hinna ýmsu Iandshluta og á þann hátt verður sneitt hjá ýms- um misfellum í siglingunum, sem yrðu bæði þjóðinni og útgerðunum til skaða o s. frv. Dagur vill því taka undir tillögu Páls f Einarsnesi og leggja það til að hlutafé Eimskipafélagsins sé auk ið að mun og að ríkið kaupi alla hina nýju hluti og borgi þá með skipum sínum. Eimskipafélagið mundi þá eignast skip ríkissjóðs en ríkissjóður hlutafjárauka, sem þeim svaraði í félaginu. Á hann hátt virö- ist auðgert að tryggja yfirráð þjóð- arinnar og koma í veg fyrir að fé- lagið gangi úr eigu alþjóðar eða hætti að vaka yfir hagsmunum henn- ar. Meiri hluti Eimskipafélagsstjórn- arinnar yrði kosinn af Alþingi og þingið hefði með þeim hætti íhlut- unarrétt um flutningagjöld, strand- ferðir o. s. frv. Það verða þvi tillögur Dags, að skip rfkissjóðs renni inn í Eimskipa- félag íslands, að ríkið eignist meiri hluta alls hlutafjár í félaginu og að með lögum verði trygt, að svo skuli jafnan vera, Alþingi skipi meiri hluta félagsstjórnar, að allar okkar sam- göngur á sjó verði samræmdar í eitt kerfi og að fyrir strandferðum verði séð með samvinnu félagsins og rík- isvaldsins. ]ól í óbygðum. Stjörnuskygni á himni. Hæglát norðurljós. Molflin er sveipuð hjúpi hreinnar mjallar. í stjörnuskini jóla- næturinnar tekur umhverfið á sig mildan helgiblæ. Fjarst í austri syrt- ir í skógi klæddar lágheiðir, þar sem járnbrautin teygir sig í Iangri bugðu út úr hæðunum, yfir slétt- una, eins og lífæð jarðlíkamans. Eftir þessu svarta bandi þeysti járnbraut- arlestin hlaöin vinarkveðjum, jóla- óskum, gjöfum og glaðningum fram hjá einsetumanns-kofanum áóbygðri sléttunni. Hún er horfin fyrir löngu, komin á ákvörðunarstað og búin að létta af sér farminum. Eg er einsetumaður um þessi jól og bý í óásjálegum kofa fast hjá brautinni. Eg er brautarvörður. Um þessi jól hefi eg fórnað samvistum við alla vini og allri jólagleði, svo þúsundum manna þurfi ekki að bregðast jólavonirnar sínar. Eg er einn í kyrð og hreinleik heilagrar nætur. Qegnum frosthart loftið berst mér að eyrum daufur ómur frá klukknahringingu. Það er hringt til aftansöngs í kaþólsku kirkjunni í þorpinu hinum megin við hæðirnar. Eg sé og heyri í anda alvörugefið fólk aka til kirkju Sleða- bjöllurnar hringja. Það marrar í meiðum. Fólk f hátíðaskapi fyllir kirkjuna og guðsþjónustan er hafin. Eg þekki lítillega kaþólskar guðs- þjónustur og mér virðist, að ka- þólskir menn standi mótmælendum framar í því að tilbiðja guð. Þeir tilbiðja af hjarla meir en af huga. Skilyröislaust og án gagnrýni lyfta þeir hugum í hæðir. Þeir gefa sig á vald heilögum stundum. Mótmæl- endur sitja kaldir og rólegir undir stólræðum presta sinna. Hjörtun hrær- ast sjaldan. Hrifning stórra stunda nær ekki að hreinsa þau og gleðja. 51. blaö. En hugurinn fylgist með, oftast. Fullur gagnrýni og alloft fullur þver- úðar mælir hann og vegur hvert orð af vörum drottins þjóns. Á þann hátt er- ekki guði þjónað, heldur mannlegum breyskleika. Þessi kyrð og helgi lokkar hug- ann til djúprar íhugunar. Eg finn að einveran gerir mér jólin dýrðleg, því hugurinn hvarflar langt aftur í tímann og eg lifi f endurminning- um jól æsku minnar. Eg minnist jólanna á fátæklega æskuheimilinu. Alt var þvegið og fágað eftir föng- um. Við vorum, litlu drengirnir, klæddir í beztu flíkurnar. Kertin voru til taks og við áttum von á laufabrauði og öðrum jólafagnaði. Amma gamla kom inn og sagði: uLátið þið nú vel, drengir. Það er að verða heilagt.* Og við setjumst hljóðir og hugsandi og bíðum eftir því, að hin heilaga^stund komi yfir okkur. Við hlustum á straumnið tímans, sem Iíður fram hjá og jóla- helgin kemur yfir okkur barnslega auðmjúka. Nú finn eg, að á slíkum stundum hefir fátæktin gert mig ríkan, þar sem jól fullorðinsáranna hafa með ys sínum og umsvifum, rfkulegri gleðkosti og meira á milli handa smátt og smátt svift mig þeim rík> dómi. Einveran um þessi jól undir himinsins heiða stjörnuhvolfi er mér svo dýrmæt, vegna þess að eg verð aftur barn og nýt jólahelginnar eins og barn ótruflaður af - umstangi þeirra, sem gera jólin að ærslastund, þar sem allsnægtir gera menn heimtufreka. Síðan á þessum jólum hefi eg oft um það hugsað, að jólahald ókkar er að taka á sig breyttan blæ. Nú er næstum öll áherzla lögð á aö þóknast munni og maga og að gleðjast. Húslestrar eru að leggjast niður. Jólahelgin er að hverfa. Eftir er þetta sem jafnan hefir fylgt jól- unum: mikill fagnaður í mat og drykk og öþreytandi viðleitni að gera sér hátíðina gleðiríka og ánægju- lega. Ástríða mannanna aö gera sér alt á jörðu undirgefið kemur fram í jólahaldinu og við missum hæfi- leikann til þess að geta gefið okkur á vald sameiginlegri, heilagri stund. »Látið þið nú vel, drengir. Það er að verða heilagt." Þessi orð ömmu minnar berast til mín f einsetumannskofanum á sléttum Ame- ríku gegnum áratugi. Gleði hjarta míns er ómælileg því eg finn aftur fögnuð barsins, sem fátæktin gerði ríkt. Eg get aftur setið hljóður og auðmjúkur og hlustaö á straumnið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.