Dagur - 23.12.1921, Page 3

Dagur - 23.12.1921, Page 3
51. tbl. DAQUR 103 Segir hann frá þessu í Hosp. Tid- ende (No. 33, 1921), að vísu var stúlkan sein að lesa (10 orð á mínútu) en æfingin var enn of lítil, svo að sum orð töfðu mjög fyrir henni. En Luadsgaard er bjartsýnn á, að hægt verði að endurbæta áhaldið svo, að það komi mönnum fljótt að liði án langrar æfingar. í sambandi við þessa uppgötvun er vert að geta annarar, sem einnig er bygð á eiginlegleikum seleniums. Hana hefir gert sænskur maður, Berg- land að nafni, og er hún í því fólgin að geta látið lifandi myndir tala og syngja. Áður hafði þetta verið reynt með því, að setja jafnsnemma í gang kvikmyndavélina og fónograf. En þetta vildi ekki hepnast. Söngvararnir opn- uðu munninn áður en söngurinn heyrð- ist og héldu kjapti einmitt þegar þeir áttu að láta mest til sfn heyrast; alt víxlaðist f meðferðinni. En nú hefir Bergland tekist að láta selenium hjálpa til að samtökin væri sem bezt — og er það eitthvað á þá leið, að Ijós- áhrif frá myndunum koma fónografin- um á stað á réttum stöðum. Ennfremur er sagt frá þvf, að útlit sé fyrir, að takast megi með full- tingi seleniums, að láta vitaljósin segja til sfn þó þau sjáist ekki, t. d. þegar þoka er dimm. Optofón og »Megavox« eiga að vinna saman. Megavox kallar nöfnin út f myrkrið. Væri þetta ekki lítill hagur fyrir skip- in, til að geta áttað sig. Og gaman verður að heyra jafnvel Svalbarðseyr- ar-týruna segja til sfn ef maður grill- ir hana ekki f myrkrinu og er leiður á að bfða þess að hún sjáist f dags- birtunni, eins og henti mig f fyrra. Þetta las eg f »Politiken* nýlega og þótti mér alt þetta svo merkilegt, að eg gat ekki þagað yfir því. S/gr. Matthíasson. Símskeyti. . Reykjavík, 22. des. Briand og Lloyd George sitja á ráðstefnu í London og ræða fyrst um skaðabótakröfurnar á hendur Þjóðverjum og síðan um pað, hvort Bretar eigi að gefa Frökkum eftir eitthvað af hern- aðarlánunum, en pá er ráðgert að Bretar, Frakkar og Pjóðverj- ar geri samning um að engin pjóðin ráðist á lönd hinnar. Ratheneau er í London, til pess að sitja á ráðstefnunni, ef tæki- færi býðst. Brezk blöð krefjast pess, að kvatt sé til Evrópupings, til að ráða fram úr vandkvæðunum. Magnús Kjaran kaupmaður hefir í Vísi sýnt fram á, að innflutningsbann purfi að seíja á ált, nema lífsnauðsynjar í eitt til tvö ár og útflutningsnefnd til að bjarga andvirði útflutn- ingsvaranna frá braski. Gerir ráð fyrir að pjóðin gæti sparað 10 milljónir á ári. Stjórnarskifti talin óhjákvæmileg ef takmarka purfi vcrzlunarfrelsið. Rússneski drengurinn páði ekki pær 3000 kr., sem hið svonefnda hvíta herlið hafði skotið saman handa honum. Mikill undirbúningur undir bæjarstjórnarkosningar í Rvík. Fullvíst að Geir verkfræðingur verður á Iista Morgunblaðs- manna. Innflutningshöftin sýnilega að engu höfð. Aldrei hefir verið meira af óhófsvörum í búðúm í Reykjavík en nú. Stjórnin hrærir ekki legg eða Iið til að hegna lögbrjótunum, en talið að hún mundi fyr útvega peim krossa. Fréltaritari Dags. dó.ttur Guðmundar Vigfússonar skó smiðs og eiga þau hjón tvö upg börn. Karl var í fremstu röð sinnar stéttar- mannar, óhlutdeilinn og vinsæli af alþýðu manna og er í honum mikil eftirsjá Söngskemtun. Á sunnudaginn var sungu þeir opinberlega í kirkju bæjar- ins séra Geir Sæmundsson og Valde- mar Steffenssen, læknir. Ágóðanum á að verja til glaðningar fátækum nú um jólin. Rödd séra Geirs er nú orðin vart meira en ómur af því sem áður var, en hún er enn hrein og fögur og mér liggur við að segja himinfögur. Valdemar læknir hefir meiri rödd og einnig mjög fallega. Um meðferð laganna verður hér ekki dæmt, enda eru mennirnir kunnir að smekkvfsi f þeirri grein og einkum séra Geir. En óhætt er að segja að þessi skemtun bar af öllu, sem menn hafa átt kost á hér i vetur og eiga söngmennirnir stórar þakkir skyldar. Auk þeirra, sem í stðasta blaði var sagt frá að hefðu komið með íslandi komu ritstj. ísl. frá Rvfk og útgerðarm. Ásgeir Pétursson frá útlöndum. TÖÐU og 0THEY vil eg undirritaður kaupa — hátt verð í boði. Peir, sem vilja selja ættu að tala við mig, áður en þeir selja öðrum. Jón M. Jónsson. Ðunhaga. Gestunum var boðið til kaffidrykkjn, bauð formaður stúdentafél. Vilhj. Þ. Gfslason þá velkomna og þakkaði háskólaráði og landsstjórn fyrir þann styrk, sem þau hefðu veitt fyrirtækinu. En þeir háskólarektor og atvinnu- málaráðherra svöruðu og óskuðu fyrir- tækinu góðra þrifa. Kom það fram, að það væri ekki einasta hugsunin, að stúdentum sparaðiat fé við þetta fyrirtæki, heldur og að þarna ættu þeir ætfð opinn samkomustað. Eins og áður er sagt, verður þarna milli máltfða kaffistofa og hafa einnig eldri stúdéntar aðgang að henni. (Mbl.) Qjafir til nauðstaddra barna f Austurrfki. Framhald. Frá Hólmavaði 5, Kristfn Friðlaugs- dóttir Ytra-Fjalli 10, Svafa Jónsdóttir Syðra Fjalli 10, Sigurbjörg Þorkells- dóttir sama stað 10, Guðbjörg Jónsdóttir Mýlaugsstöðum 1, Frá Sýrnesi 5, Snjólaug G. Egilsdóttir Kaldbak 2, Sigrfður Björnsdóttir s. st. 2, Arnþrúður Sigurðardóttir Laxamýri 5, Þórdís Þorateinsdóttir s. st. 5. Gísli Indriðason s, st. 2, Sigríður Páls- dóttir s. st. 2, Kristfn Egilsdóttir s. st. I, Kristjana Sigtryggsdóttir Skörð- um 1, Þuríður Sigurðardóttir s. st. 2, Sólveig Jónsdóttir s. st. 1, Sigurður Sigurðsson s. st. 5, Rósa Árnadóttir Einarssröðum 1, Jón jónsson s. st. 1, Fjóla Jónsdóttir s. st. it Gísli Bene- diktsson s. st. 2, Guðrún Sörensdóttir Skógum 5, Þórunn Sveinbjarnardóttir s. st. 5, Guðbjörg Pálsdóttir s. st. 1, Þuríður Pálsdóttir s. st. 1, Sigríður Friðbjarnardóttir Dýjakoti 5, Sigur- björg Jakobsdóttir s. st. 1, María Jónasdóttir s. st. 2, Jónfna Sigurðar- dóttir Heiðarbók 2, Sigrlður Sigurðar- dóttir s. st. 1, Rebekka Jónasardóttir Þverá io, Árni Jónsson s. st. 5, Ásta Jónasdóttir Stóru-Reykjum 2, Kristjana Jónatansdóttir s. st. 1, Sveininna Skúladóttir Litlu Reykjum 2, Skúli Þorsteinsson s. st. r, Árni Þorsteins- son s. st. 1, Sigrfður Steíánsdóttir Hveravöllum 2, Hólmfrfður Jónsdóttir Brekknakoti 3, Guðrún Jónsdóttir s. st. 1, Guðný Jónsdóttir s. st. i, Böðvar Jónsson s. st. 1, Jónas Jónsson s. st. 1, Þórður Jónsson s. st. 1, Karólína K. Siguipáisd. Klömbrum 5, Hildur Baldvinsdóttir s. st. 3, Margrét Sigur- tryggvadóttir Brekku 3, Kristfn Þór- grímsdóttir Hraun 5, Sigurbjörg Sig- urðardóttir s. st. I, Sigurjón Friðfinns- son Miðhvammi 1, Kristfn Helgadóttir s. st. 1, Rósa Bergvinsdóttir s. st. 1,50 Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSÖjTS Prentari: OPDUR BjÖRNSSON A Akureyri. Ragnar Ólafsson konsúil kom heim úr utanför með »íslandi« sfðast, eins og áður er getið. Hann fór fyrir Akureyrarbæ í þeim erindum, að út- vega ián til framhalds rafveituverkinu. Reyndi hann vfða fyrir sér við sænska og danska fjármálamenn og eftir mik- ið stfmabrak tókst honum að fá hið umbeðna lán hjá »Frederiksberg Bank« í Khöfn. Lánið er að upphæð 150 þús. kr. í vexti skal greiða V2% meira en Nationalbankinn danski tek- ur, en þó aldrei lægri en 6°/o. Auk þess greiðist 1% f provision í byrjun og síð- an 1% f lok hvers árs. Þetta svarar því að vextir séu 8 °/o fyrsta árið og 7 % úr þvf, nema vextir Nationalbankans hækki, sem litlar Ifkur eru til, og þar með er alt upptalið. Lánið greiðist úí affallalaust og er veitt til þriggja ára. Þeir menn, sem vit hafa á þessum hlutum, telja frammistöðu Ragnars Ólafssonar stórlega lofsverða eigi sfð- ur en bankans, sem lánaði fé með þessum kjörum. Yfirleitt hefir verið erfitt að fá lán með sæmilegum kjör- um undanfarið og þarf ekki annað en að minna á lánið sem stjórnin tók f Bretlandi sfðastl. sumar. Munurinn er stórkostlegur. Lfklega hefði þeirri lán- töku reitt betur af, ef jafn samvizku- samur og slingur fjármálamaður og Ragnat Ólafsson er, hefði haft þar hönd f bagga. Dánardœgur. Sfðasti. suunudag lézt á heimili sfnu hér f bænum Karl Guðnason verzlunarstjóri Tuliniusar verzlunar. Svæsin lungnabólga varð honum að bana. Hann var á fótum á íösiudag í fyrri viku en var látinn fyrir hádegi á sunnudag. Karl var 33 ára gamall. Hann hafði unnið við verzl- unina frá þvf er hann var 14 ára og tók við fórstöðu hennar um sfðastl. áramót. Hann var kvæntur Dagnýju Málaflutningsmaðurinn Einar á Stokkahlöðum er enn að klóra f bakk- ann f 59. tbl. ísl. Nú er hann að réttlæta þá yfirsjón sfna að láta ekki afhenda ritstj. Dags afrit af réttarstefn- um með því að ritstj. Dags hafi ekki látið áfhenda sér afrit af sáitakœru og segir að ritstj. slái sig á munninn f þessu máli. Um réttarstefnur gilda lög frá 1917 þar sem skýrt er mælt íyrir um afhendingu afrits til stefnda, en um sáttakærur gilda eldri fyrirmæli þar sem þetta er ekki fyrirskipað. Nú gerir Einar sig beran að því f þessari grein, að vera svo ófróður um það, sem að máiafærslu lýtur, að vita þetta ekki. Mönnum gæti orðið það að spyrja, hvort það væri vert fyrir Einar að skrifa meira um þetta. Mensa academica. Stjórn Mötuneytis stúdenta bauð á miðvikudagskvöldið sem leið ráðherr- unum, kennurum háskólans og blaða- mönnum að skoða húsakynni sfn f Lækjargötu 2. þar sem áður voru afgreiðslustofur Morgunbl. — Nú eru þar orðDar miklar breytingar. í all- stórum sal, sem prýddur er málverk- um eftir suma af beztu málurum okkar, eru mörg smáborð, eins og gerist f kaffistofum, og er salurinn þannig út búinn milli máltfða, en meðan þær fara fram, eru þau sett saman og gerð úr þeim langborð. — Innar af þessum sal er eldhúsið og þar í stór eldavél, sem bæði er notuð til eldunar og hitunar. Er hún pöntuð eftir sér- stakri fyrirsögn og einstök f sinni röð, keypt af Har. Jóhannesen, og þykir reynast vel. Hún hefir með hitunartækjunum kostað 1400 kr. fyrir utan uppsetning, og eyðir nú kolum fyrir 3 kr. á dag bæði til eldunar og herbergjahitunar. En fyrir utan salinn og' eldhúsið eru þarna tvö herbergi, skrifstofa og bókaherbergi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.