Dagur


Dagur - 26.01.1922, Qupperneq 2

Dagur - 26.01.1922, Qupperneq 2
12 DAGUR 4. tbl. lönd og fleiri lönd. Dagur sfmaði fyrirspurn til landlæknis um veikina og um hvaða ráðstafanir væru gerðar gegn henni. Blaðið fékk svolátandi svar: >011 veik eða grunsamleg aðkomuskip eru skoðuð og einangruð, ef ástæða þykir til. Veikin reynist svo væg erlendis, að óvíst er að sóttvörn verði haldið áfram.< Kappát. Sú fregn flaug hér um fyrir nokkru.að kappát á lummum og kako hefði orðið tveimur mönnum að aldurtila f Skagafirði nýlega og birti íslendingur fréttina. Eftir því sem Dagur veit sannast er það mishermi að kappát hafi orðið mönnunum að bana. Hitt er satt að tveir menn dóu þar um líkt leyti báðir úr lungnabólgu. Annar maðurinn átti heima f Hofsós en hinn á Bakka í Viðvfkursveit og hafði hann dvalið hjá hinum íyrnefnda við fiskróðra en fór heim til sfn og lagðist þegar veikur og dó. Jarðarför Péturs Jónssonar ráð- herra fer fram á Skútustöðum við Mývatn. Verður líkið flutt norður að líkindum með Goðafossi. Samband íslenzkia Samvinnufélaga kostar og annast um útför formanns sfns. Skipafregnlr. Gullfoss er í þann veginn að koma til Reykjavíkur frá útlöndum. Hann hrepti stórviðri í hafi og misti 2. stýrimann sinn Pétur Gfslason að nafni. Ooðafoss er á leið- inni til landsins frá Leith. Kemur upp að austan og verður hér 3. n. m. samkv. áætlun. Lagarfoss er í Ame- rfkuferð og ViUemoes á leið til Eng- lands. Leiðréfting. Lámarkskaup f Verka- mannafélagi Akureyrar er ekki 90 au. um tfmann eins og eg gat um f grein minni í síðasta »Degi,« heldur 1.00 ein króna. 90 au. kaupið gildir því aðeins, að um fasta vinnu f lengri tfma sé að ræða. Sveinbjörn Jónsson. y A bæjarstjórnarfundi. Ri.stj. Dags var staddur & fundi bæjarstjórnar, þar sem korneinkasölu- frumvarp rfkisins var til umræðu og úrslita. Hann furðaði mjög á ræðu framsögumanns minnihluta, kaupm. Sveins Sigurjónssonar, og af þvf að nefndur Sveinn fór með hinn og annan þvætting um blöð landsins í sambandi við málið og þar á meðal Dag, en enginn var til andsvara þar á staðnum, leyfir Dagur sér að gera lftilsháttar athugasemdir við sumt f þeim sam- hengislausa, migluskotna, hugsanagraut, sem bæjarfulltrúinn bar á borð fyrir áheyrendur. Hann furðaði sig á þvf, að andstöðublöð núverandi stjórnar gætu verið mcð korneinkasölunni. Gerði hann ráð fyrir þvf auðsæilega, hafi hann gert sér nokkuð Ijóst f málinu, að núverandi stjórn mundi jafnan hafa þetta mál með höndum í allri framtfð. En furðulegast var að heyra þennan mann drótta eigingjörnum og lágum hvötum að þeim fulltrúum, aem voru korneinkasölunni meðmæltir, en teija sér og öðrum trú um, að hann bæri hag almennings fyrir brjósti. Þetta er raunar sú aðferð, scm kaupmenn jafnan beita og tekst vonum framar að veiða á þann öngul. En er hægt að benda á nokkurt dæmi þess f verzlunarsögu landsins að kaupmenn hafi yfirleitt skipað sér almennings megin, þar sem hagsmunir þeirra og almennings hafa rekist á? Er hægt að vænta þess, ef gert er ráð fyrir almennum þroska, eins og hann gerist? Það var einkennilegt tiltæki þetta að blanda umræðum um hvatirnar inn í málið á þessum fundi og af þvf að bæjarfullrúanum hélzt það uppi og var ékki víttur af forseta, leyfir Dagur sér að fara nokkrum frekari orðum um hvatirnar vegna þeirra mörgu áheyrenda, 3em voru á fundinum. L<tum á 1 Skiftar skoðanir etu um þetta korneinkasölumál. Allir geta lfklega orðið sammála um, að það gæti reynst örðugt að koma því f kring a< fjármálalegum ástæðum. Lfk- lega geta allir orðið sammáia um það Ifka, að þetta sé samt ekki rfkinu ókleift, ef nægur undirbúningur er við hafður og ekki rasað fyrir ráð fram. Mönnum mun yfirleitt ekki virð- ast það óhugsandi, að rfkið gæti fengið lán, segjum 6—8 milljónir, til þess að koma fyrirtækinu á stað. Og þar sem sala slfkra lífsnauðsynja er jafnan trygg og það er talin ótvfræður gróðavegur yfir höfuð, að verzla, ættu menn einnig að geta orðið sammála um, að rfkinu mundi fyr eða sfðar, takast að greiða þetta verzlunarlán að fullu. Hvernig liggja þá spilin ? Rfkið hefir þá grætt 6—8 milljónir króna á verziun og hefir eignast höfuðstól, sem það getur beitt til hagsmuna og tryggingar almenningi. En jafnfran.t sjá allir að kaupmenn geta ekki á sama tíma grætt 6 — 8 miítjónir á þessari verzlun. Sá gróði væri þeim tapað fé. Nú þarf enga iligirni, hcldur aðeins skilning á mannlegu eðli og þekkingu á gangi sögunnar, til þess að láta sér hugkvæmast, að hvatir Sveins Sigurjónssonar í þessu máli sé ekki einskær umhyggja fyrir almcnningi, heldur stjórnist þær miklu fremur af þessum 6—8 milljónum, sem eiga f framtfðinni að haugast upp við hliðina á rfkissjóði og þvf tómahljóði f fjárhirzlum kaupmanna, sem þvf hlyti að verða samfara. Enga illgirni þarf til þessa gruns, heldur aðeins skilning á mannlegu eðli og þeirri afstöðu, sem hagsmunir manna hafa hvorir gegn öðrum í slfku máli. Reyndar kom engum það á óvart, þó að ræða Sveins yrði ekki öll svo ýkjagáfuleg og mönnum gat skilist, að einmitt honum væri hættast við að brjóta það glerhús, sem hann býr f, þegar um hvatirnar f þessu máli er að ræða. Einn bæjarfulltrúinn sagði að honum mundi jafnan ganga heldur erfiðlega að sýna fram á, að hann bæri hag almennings fyrir brjósti svo mjög, sem hann vildi láta mönnum skiljast. Uklega gæti Sveinn ekkert gert, sem mönnum væri á þessum tfmum eins holt, eins og það að hætta að selja, það sem nú er talinn óþarfa- varningur, en honum mun ganga það erfiðlega, af þvf að hagsmunir hans og almennings rekast á. Og það er mjög skiljanlegt og mannlegt. Á sama hátt er skiljanlegt að hagsmunir fs- lenzkrar kaupmannastéttar komi til greina f korneinkasölumálinu. En atkvæðagreiðslan á bæjarstjórnar- fundinum brá ljósi yfir hvatirnar. Þar var borin fram miðlunartillaga þess efnis, að bæjarstjórnin treysti þvf, að ríkið tæki einkasölu á kornvörum f sfnar hendur, ef reynsla fengist fyrir þvf, að einkasala á tóbaki gefist þjóð- inni vel. En sú tillaga var feld. Svona var umhyggjan fyrir almennum hags- munum einskær og ótvfræð, að ekki vildi Sveinn eða hans fylgismenn í bæjarstjórninni, láta þjóðina hætta sér út á þessa braut, jafnvel þó reynsla fengÍ3t fyrir því, að hún lægi til farsældar. Mikil er sú varkárni. Aðdáunarvert, hversu ást og umhyggja fslenzkrar kaupmannastéttar fyrir almenningi getur tylt á tæpu vaði. Símskeyfi. Reykjavlk, 25. jan. Inflúenzan breiðist út í ná- lægum löndum og er talin allslæm. Poincare og Lloyd George hafa haft fyrsta fund sinn og er talið að samkomulag hafi verið gott með þeim. CoIIin er orðinn forsætisráð- herra í Dublin. Sænskir bindindismenn heimta þjóðaratkvæði 1923 um vínsölu- bann þar í landi. Til friðar dregur með kath- ólskum mönnum og mótmæl- endum í Irlandi. Allmikill mótþrói gerir vart við sig gegn stjórnarstefnu Lloyd George. Nýi skatíamálastjórinn Einar Arnórsson hefir tekið málfræð- ing og verkfræðing sér til að- stoðar Ingimar Jónsson kosinn prest- ur að Mosfelli Mogensen Iyfsali byrjar áfengis- einkasölu ríkisins og er misjafn- lega spáð fyrir því fyrirtæki. Annan stýrimann tók út af Gullfossi nýlega í afskapa veðri. Lítill kosningarhiti í Rvík. Talið vonlaust að Jón Magn- ússon haldi lengur völdum. Fréttaritari Dags. Á víðavangi. Flóaáveitumálið. Ritstj. Dags hafði fyrir nokkru tal af atvinnuraálaráð- herranum um Flóaáveitumálið. Ráð- herrann gaf blaðinu eftirfarandi skýr- ingar: Jón Þorláksson er ráðinn frá áramótum síðuatu fyrir 15 þús kr. árs- laun f tvö ár. í samningunum er tekið fram, að hann eigi að kosta aðstoðar- verkfræðing og skrifstofuhald f Rvfk, sem nauðsynlegt kynni að verða. Ráð- herrann leit svo á, að verkstjórnin heyrði undir verkfræðing frá upphafi og að vilji Áveitufélagsstjórnarinnar að fá Jón Þorláksson til forstöðunnar hefði því ekki komið f bága við sinn vilja. Afturkvaðhann þaðverasinn vilja, að áveitufræðiþekking Valtýs Stefáns- sonar kæmi að liði við þetta fyrirtæki. Þetta kemur f bága við það, sem sagt var hér í blaðinu, að ráðherrann hafi verið þess mjög fýsandi, að Búnaðar- íélagið tæki að sér verkið og önnur ummæli, sera eru bygð á því. Þessi skýring er birt hér að ósk ráðherrans. Nýbýlamálið. Fjörkippur virðiat vera að koma í það mál, að minsta- kosti í bráðina. Um það var mest talað á bændanámsskeiðinu, sem háð var hér nýlega. Frummælandinn, lögm. Björn Lfndal, hefir skapað sér skoðun f því máli á þann veg, að hann vill að nýbýlamálið sé sett f ssmband við persónulegar tryggingar eins og þær eru fyrirhugaðar af séra Gísla Skúla- syni, sbr. grein í Iðunni VI. árg. 4. hefti. Gerir Björn ráð fýrir að á þann hátt fengist stórfé, sem hægt væri að verja til nýbýla eða öllu heldur gras- býlagerðar í sambandi við stærri jarðir, þó vill hann enga íhlutun löggjafar- valdsins. Gerir hann ráð fyrir, að menn mættu leggja fram hvort heldur þeir vildu vinnu eða peninga í trygginga- sjóðinn, sem væri ávaxtaður í gras- býlunum. Á hverju býli yrðu fullrækt- aðar nokkrar dagsláttur, 6—10 og þar bygt hús fyrir litla fjölskyldu. Þessi býli yrðu svo fengin í hendur jarðnæðislausum mönnum, sem hafi aðalatvinnu sína heima á stærra býlinu. Þetta eru aðeins frumdrættirnir gripnir á lofti úr fyrirlestri lögmannsins. Áreiðanlega eru fjöldamargir menn ósammála Birni Lfndal um aðalstefnu þessa máls, grasbýlastefnuna. Auk þess eru tvéir agnúar sjáanlegir á málinu frá hans hlið skoðað. Hætt við að erfitt yrði að fá land og beitar- réttindi hjá bændum og hætt við að almenn persónutrygging komist aldrei í kring nema með lögum. Samvinnustefnai) og RœKfunar- felagið. Það hefir verið alltítt á bændanámsskeiðum að fyrirlestrar hafa verið fluttir um samvinnumál. Þar sem flestir bændur eru að nafni til sam- vinnumenn hefir það þótt ekki ílla viðeigandi, að þeir væru fræddir um viðgang stefnunnar í heiminum, starfs- hætti hennar og eðli. Þetta hefir jafnan þótt vera sjálfsagt. En framkvæmda- stjóri Ræktunarfélags Norðurlands, hr. Einar J. Reynis, lítur öðruvísi á málið. Ritstj. Dags fór þess á leit, að fá að flytja erindi það um Pjóðmálastefnur, sem getið var um f sfðasta blaði á námsskeiðinu, en framkvæmdastjórinn vfsaði honum frá og færði til þær ástæður, að hann vilcli cngum hleypa að með fyrirlestur um samvinnumál, af ótla um það, að úr þvl yrðu megnar illdeilur, sem settu blett á uámsseiðið

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.