Dagur - 09.02.1922, Side 2

Dagur - 09.02.1922, Side 2
1Q DAGUR e. tbi. Kaupfélag Eyfirðinga og Einar á Stokkahlöðum. í 59. og 61. tbl. ísl. f. á. ritar Einar á Stokkahiöðum langt mál um Kaupfélag Eyfirðinga og eyfirzka bændur. Grein hans er eins og vænta mátti úr þeirri átt, ofin úr b’ekkingum, rangfærslum og ósannindum. Það hefði verið fullkomin ástæða, til að skrifa ftarlega um K. E. f sambandi við grein þessa og eg hafði í rauninni hugsað mér það. En ýmsar annir hafa tekið upp fyrir mér tfmann svo eg verð að sleppa því að mestu.— Það verða því ekki nema einstök at- riði í ritgerð Einars, sem eg hefi tíma til að drepa á. Það er nú, út af fyrir sig, ekkert um það að segja, þó Einar skrifaði þessa grein, ef það væri vitanlegt, að hann hefði gert það annaðhvort af vanþekkingu á starfsemi félagsins, eða af umhyggju fyrir velferð héraðsins. En þeir, sem þekkja höf. vita nokkurn- vegin fyrir víst, að hvorugu þessu hefir verið til að dreifa. Einar er svo kunnugur K. E., að honum væri vorkunarlaust, að fara með rétt mál gagnvart því, ef hann vildi. Einnig átti hann að hafa komið auga á það óneitanlega gagn er þetta hérað hefir haft af K. E. frá þvf fyrsta. En dómgreind hans f þessu máli er lömuð. Það stafar af þvf, að síðan lokið var sölu á hvalnum og trosinu, hefir hann gert það að lffsstaifi sfnu, að vinna á móti Kaupfél. Eyfirðinga. Við lestur þessarar ritgerðar Einars, er erfilt að verjast þeirri hugsun, að hún hafi verið skrifuð til að hefna sfn. — Hefna sfn á þeim manni eða mönnum, sem notið hafa meira trausts og álits í héraðinu en hann. Að þes3u öllu athuguðu er skiljan- legt, að ritgerð Einars yrði eins og hún varð. Klauíaleg tilraun, til að gera Sigurð Kristinsson framkvæmda- stjóra toríryggilegan f augum kaup- félagsmanna. — En það get eg sagt Einari á Stokkahlöðum, að það þarf meiri og trúverðugri mann en hann, tii að hnekkja trausti og vinsældum Sigurðar í héraðinu. Þá sný eg mér að nokkrum at- riðum í grein E. S. Hann segir: »Einnig kom mörgum það undarlega fyrir, að skuldir þær, sem taldar voru 31. desember eftir reikningum félagsins rúmar 12 þúsund króna við áramót 1920 og sem félags- menn áttu að hafa skuldað þá, skyldu nú hafa margfaldast upp f 250 þús. kr. Mörgum er kunnugt, að bókiærsla félagsins er tvöíöld, en að hún kæmi svona margföld út, mun fáum hafa dottið í hug.c Hér er tvent til. Annaðhvort veit E. S. ekkert hvað hann er að segja, eða hann er að bera framkvæmdar- stjóra K. E. þeirri sök, að hann falsi reikninga félagsins. Vitanlega er E. S. svo háll f orðum um þetta, sem hann hefir vit til og hugsar sér, ef í harðbakka slær, að skjótast bak við það, að eg og fram- kvæmdastjórinn höfum sagt á fundum að skuldir manna við íélagið hafi verið í fyrra um nýár 250 þús. krónur. En eins og allir vita, sem á fundunum voru, böfum við ekki sagt neitt slíkt. Á fundinum reyndum við, að gera grein fyrir því f stórum dráttum, hversu miklu myndi nema tap bænda í Eyja- firði á búskapnum 2 síðustu árin og hve mikið lán þeir myndu hafa tekið til að borga upp reikninga sfna við K. E. árið 1920. Ætluðum við, að það myndi haía numið um 250 þús. kr, Þessu ruglar E. S viljandi saman, til þess að þeyta, sem me3tu ryki f augu manna og gera félagið og fram- kvæmdarstjórann tortryggilegt. Tel eg svo enga þörf, að fjölyrða meira um þessa aðdróttun til S. Kr. svo Iubbaleg sem hún er. Þá talar E. S. um deildarskipulagið f félaginu og segir meðal annars : . . . >deildarstjórar þeir, sem kosnir yrðu, söfnuðu vörupöntunum hjá félags- mönnum úr nýárinu og erginn fengi meira úttekið, en sú vörupöntun yrði verðlögð í félagiun;* einnig að hinir kosnu deildarstjórar bæru fulla ábyrgð á því, sem væri fram yfir vöiruloforð.« Fyrri hluti þessarar klausu er óskiijan- legt heimsku rugl, en seinni parturinn ósannindi. Það hefir sem sé aldrci komið til orða, að deiltíars//drar beri ábyrgð á úttekt deildarmanna. Væri E, S, sæmra, að kynna sér þetta betur áður en hann skrifar. Nema ef svo er, að hann telji það engu skiíta, hvort hann fer með rétt mál eða rangt. Þá segir E. S , að horfur sé á, að ketið seljist langt fyrir neðan áætlunar- verð. * Auðkent af höf. Hvaða áætlunarverð á höf við ? Mér er ekki kunnugt um að neitt áætlunar- verð hafi verið til, þegar hann skrifar grein sfna. Alt bjal hans um þetta er því út f loftið og á engu bygt. — >Lika sögu mun mega segja um ull- ina,« bætir hann svo við. Eg get upplýst E. S. um það, að ullin et þegar seld fyrir áœtlunarverð og var sölunni lokið löngu áður en, grein hans birtist f íslendingi. Hann hefir því verið helzt til veiðibráður í vitleysuna. Að eyfirzkir bændur hafa tapað á búskapnum sfðustu 2 ár og þar af leiðandi sumir af þeim komist i skuldir, segir E. S. að sé að mestu að kenna framkvæmdarstjóra og stjórn kaupfél- agsins. Þetta er gáfulega mælt. Það er líklega eyfirzku kaupfélagsstjórninni að kenna, að innlendar framleiðsluvörur haja fallið stórum meira í verði en aðflultar vörur og vinna, svo atvinnu- vegirnir eru stórkostlega lamaðir. Það er lfka kaupfélagsstjórninni að kenna, að verzlunarbraskarar og fjárspekúl- antar verða umvörpum gjaldþrota. Og það er ennfremur kaupfélagsstjórninni að kenna, að þjóðin hefir yfirleitt lifað um efni fram hin sfðustu ár. —Eða— kanske E. S. vilji halda því fram, að enginn hafi komist í skuldir á landi hér nema kaupfélagsmenn. Það á að vera ásökun hjá E. S. að kaup'élagið, að það hafi selt rug- mél fyrir 75 kr. í byrjun ársins 1921. Það lftur út fyrir, að E. S. hafi ekki verið kunnugt um það, að rúgmél, sem flutt var inn í ársby rjun 1921, hafði hækk- að í innkaupi um 16 — 17 kr. tunnan. ,Fjárkreppai).‘ (Úr »Ófeigi.«) Þannig var það, að landið komst í stórskuldir við aðrar þjóðir og lánstraustið þraut hjá útlend- um bönkum og-viðskiftamönnum. Þá er vorir eigin bankar voru þrotnir og tæmdir. Það er sennilegt, að í lok ársins 1920 hafi þjóðin skuldað öðrum þjóðum ah að því heils árs framleiðslu landsins alls, enda var nokkuð af árs- framleiðslunni óselt og það sem selst hafði, fór fyrir lágt verð. Þetta varð auðvitað til þess, að erlendir viðskiftamenn mistu trúna á verzlun með fslenzkar afurðir og vildu helzt ekkert við sölu þeirra eiga og dróg það enn úr lánstrausti lands- ins eins og auðvitað er. Við þetta siturenn, útlitið hefir ekkert batnað, en skuldirnar hljóta að vaxa og álit á oss að þverra að sama skapi. Það þarf nú ekki mikla skarpskygni, til þess að sjá og skilja hverja þýðingu slfkt ástand hefir fyrir land og þjóð, sem gerir lítið betur, þegar bezt lætur, en að framleiða fyrir árlegum lffs- nauðsynjum sfnum, en er þannig sett, að ekkert af hvers árs framleiðslu kemst á markaðinn er- lendis fyrri en á sfðasta þriðjungi ársino, svo að þjóðin öll, þ. e. framleiðendur hennar, verðá að fá lánaðar allar þarfir sfnar tvo fyrri þriðjunga hvers árs, þótt verzlunin gangi vel og hindrana- laust. Og þetta lán verður þjóðin að fá erlendis, þegar bankarnir innanlands eru þrotnir og fram- leiðendurnir sjálfir eiga ekki sjóði eða aðrar fjár- fúlgur, til þess að velta þessu þunga viðskifta- hlassi, en nú er ekki um slfkt að tala, það er þurausið að sinni. Það má nú nærri geta hve greiðlega gengur, að fá þetta lán núna, ofan á skuldirnar, lánstriusts- þrotið og ótrúna á fslenzkum afurðum. En lánið verður að fást, til þess að fleyta þjóðinni yfir tvo fyrri þriðjunga ársins 1922 eða lengur, ef ekkert raknar fram úr að öðru leyti. Þetta er hnúturinn, sem nú verður að Ieysast. Verði hann ekki leystur á fyrstu mánuðum ársins, þá liggur ekki annað fyrir en þjóðargjaldþrot, algerð stöðvun aðflutninganna og hungursneyð, líkt og bjá þeim þjóðum, sem verst eru farnar eftir styrjöldina. En hver á að leysa hnútinn? Hver getur það og hvernig? Eftir því, sem séð verður, virðist svo sem al- menningur sé hugsunarlftill um þessi eíni, en varpi öllum áhyggjum um það á þá, sem verzl- unina reka við aðrar þjóðir: kaupmenn og kaup- félagsstjórnir, enda mun almenningi varla vera full-ljóst hvílfk vá hér er fyrir dyrum og enn sfður hverjar leiðir liggja til undankomu og við- reisnar. En nú veltur alt á því, að hver maður geri sér þetta ljóst og vinni að viðreisninni af fullum skilningi og samtaka öllum öðrum, því engir einstakir menn, stétt né stjórn fær leyst þenna fjárhagsfjötur þjóðarinnar, ef einstakling- arnir fara tvístraðir og vinna hver gegn öðrum_ . Öll þjóðin verður að vinna samtaka, minna dugir ekki. Það ér ekki nema eitt einasta ráð til, sem dugir og alls ekkert annað og það er að framleiða meira en eytt er, flytja minna inn f landið að verðgildi, en út er flutt. Það er hinn eini sparn- aður, sem nokkurt gildi hefir og þann sparnað verða allir að viðhafa, jafnt þeir, sem fullar hendur hafa fjár og öreigarnir. Hver einasti maður verður, að haga framleiðslu sinni, verzlun og fjárbrúkun allir þannig, að það verði þjóðar- hagnum til viðreisnar, en ekki til falls. Með þvf vinnur Ifka hver og einn sjálfum sér mest sannar- legt gagn, þegar til lengdar lætur, hvað sem oft og einatt misskildum augnabliks hagnaði lfður. í þessu efni getur ekki nokkur maður verið hlut- laus eða áhrifalaus, hvort sem hann þykist vera það eða ekki, eða ætlar sér að vera það; hann getur það ekki. Meðferð hvers eina3ta manns í þjóðfélaginu á hans eigin fjármunum og fram- leiðslu, hagnýting þess og verzlun með það hefir áhrif á allan þjóðarhaginn. Á3tandið, sem nú er, ér einmitt ávöxtur af starfsemi allra einstakling- anna tvístraðra og vinnandi hver fyrir sig að fmynduðum eiginhagnaði; það er ekki ávöxtur af samvinnu og samtökum alþjóðar, heldur af þeirri starfsemi einstaklinganna, sem ekkert tillit tekur til heildarinnar, annaðhvort af fávisku, eða blindri uagnabliks fjárgræðgi og mér Uggur við, að segja mannvondsku. En með tímanum dragast þessir menn sjálfir niður í foræðið með öðrum, hverau sjállbirgir, sem þeir kunna að þykjast og ef ekki sjálfir þeir, þá áreiðanlega eftirkomendur þeirra, því afieiðingarnar. af starfi slfkra manna bitna aðallega og sárast á eftirkomandi kynslóðum. Auðvitað finst sjálfbirgingunum og nurlurunum, að það vera vitlaus og heimskuleg kenning, að þeir megi ekki vera alveg einráðir um, hvernig þeir fara með sfna eigin fjármuni og framleiðslu, hversu skilningslausir, sem þeir eru á almennings- heill og kærulausir um alt nema sjálfa sig. Ef þessir menn reyndu að skilja orsakirnar, til þess ástands, sem nú er f heiminum og létu sér ekki vera alveg sama um það, þá mundi þeim ekki finnast þessi kenning eins heimskuleg og órétt- mæt, sem þeim nú sýnist. Þá mundu þeir fara að skilja, að samvinna og samtök allra manna og þjóða muni vera affarasælli lffsregla, en þessi eilffa styrjöld, skæklatogun og áflog um jörðina og framleiðslulindir hennar. Þá mundi þeim og fara að skiljast, að það er þessi bardaga og styrjaldar lífsregla, sem eins og sagt er um ágirndina, er undirrót alls ills, rót hins mikið umrædda, illa og spilta f manneðlinu, skiljast að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.