Dagur - 01.06.1922, Qupperneq 1
D A G"U R
IM
kemur út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi
fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjóri biaðsins.
AFGREIÐSLAN
]er hjá Jónl Þ. Dór,
Norðurgötu 3. Talsími 112,
Uppsögn, hundin við áramót,
sé komin jtil afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
V. ár.
Akureyri, 1. júní 1922.
22. blaö.
E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörjinjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiöjuverði. .
Panfanir afgreiddar úf um land.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. 'Jfer Akureyri.
Stefnurnar.
Ekkert er eðlilegra, en að hugs-
andi, kosningabærir menn til iands-
•kjörs í sumar, reyni að gera sér
grein fyrir því, á hvern hátt atkvæði
sínu verði bezt varið. Frá sjónar-
miði stjórnariarslegs þroska, má á
á öilum tímum skifta kjósendum
niður í þrjá aða/flokka. 1. Mikið
hugsandi menn, sem reyna jafnan
að gera sér Ijósa grein fyrir þeim
stefnutn, sem um er deilt og láta
stefnuna, er þeir aðhyllast, ráða at-
kvæði sínu. 2. Minna hugsandi menn,
sem láta persónufylgi og bráða-
birgðarviðhorf eða þá gamlar minn-
ingar ráða atkvæðinu. 3. Lítt eða
ekki hugsandi menn um stjórnmál,
er láta vinmæli þeirra, sem þeir eru
háðir eða vandabundnir eða þá
augnabliksæsingu ráða því, hverjum
þeir greiða atkvæði.
Peir 5 landskjörlistar, sem komn-
ir eru fram, eiga að sjálfsögðu mis-
jafniega miklu fylgi að fagna í land-
inu og jafnframt misjafnlega mikil
ítök í áðurnefndum þremur aðal-
flokkum kjósenda. Er mikil þörf á
því nú fyrir kosningarnar' að gera
sér ljóst, hvaða stefnum hinir ýmsu
listar fylgja, þeir sem eru ekki stefn-
ulausir. Má af þvf gera sér grein
fyrir þremur atriðum. í fyrsta lagi:
Hvernig stefnur þjóðmálanna eru.
vaxnar og hver muni vera heilla-
vænlegust fyrir þjóðina. í öðru lagi:
I hverjum flokki kjósenda hver listi
fyrir sig megi vænta sér mests íylg-
is. í þriðja lagi: Hversu stjórn-
málaþroski íslendinga er mikili og
almennur, en ' það kemur í ljós að
loknum kosningum.
í fljótu bragði verður ekki annað
séð, en að einungis tveir flokkarnir
af þeim fimm, sem bjóða fram
menn tij þingsetu, hafi ákveðna
stefnu, sem því nafni geti kallast.
Pað eru B listinn og A-listinn éða
listar samvinnumanna og bænda og
Alþýðufldkkslistinn. Hinir listarnir
hafa annaöhvort mjög óákveðna
eða alls enga stefnu í landsmálum.
Verður nú hér í svo fám orðum,
sem frekast er unt, reynt að gera
mönnum grein fyrir stefnum eða
þá stefnuleysi flokkanna, éftir þvf
sem hægt er aö komast næst og
ráða má af umræðum og afstöðu
manna til þjóðmálanna síðustu árin.
A listinn. Stefna Alþýðuflokks-
listans er þjöðinni alkunn. Pað er
stefna jafnaðarmanna. f stuttu máli
má segja að höfuðstefnumiðiö sé
það, að útrýma fátæktinni úr heim-
inum með breyttu þjóðskipulagi.
Þegar það sé fengið, hyggja fylgis-
menn stefnunnar, að almenn menn-
ing og þroski vaxi upp í skjóli al-
mennrar velmegunar. Takmarkmu
hyggjast þeir að ná með meirihluta
þingfylgis, sem með lögum skipi til
um þjóðmálin þannig, að öll megin
atvinnufyrirtæki verði rekin sem rík-
iseign. Pannig hyggjast þeir, að
brjóta'á bak aftur auðvald heims-
ins, sem nú fleyti rjómann ofan af
sameiginlegu mjólkurtrogi mannanna
og haldi öllum fjöldanum 1 síþjak-
andi fátækt.
B-listinn. Segja má að stefna
samvinnumanna og bænda sé í
verulegu airiði hin sama og jafn-
aðarmanna. Peir vilja koma til leiðar
almennn framför og almennri velmegun.
En þá greinir mjög á við jafnaðar-
menn ura aðferðina. Samvinnumenn
gera sér ljóst, að almennum þroska
er enn ekki svo farið, að ríkisrekstur
á atvinnufyrirtækjunum komi að til-
ætluðum notum eða geti átt sér
stað. En þeir vilja koma almennri
velmegun og almennum þroska til
leiðar með frjálsri samvinnu ein-
staklinganna neðan frá þannig, að
einstaklings framtak og átorka fái
notið sín og borið úr býtum hlut-,
faílslega réttan skerf. En um Ieið sé,
eftir því sem unt er, girt fyrir yfir-
troðslur og þeir yfirburðir heftir, er
bragðavit og fjárplógsaðferðir veita.
Petta vilja þeir að komist til leiðar
með hægri framþróun, svo að það
sé fremur trygt, að skipulagið sé
á hverjum tíma í samræmi við þrosk-
ann og að hvað styðji annað þrosk-
unin og skipulagiði Starfshættir sam-
vinnumanna eru að vísu enn skamt
á veg komnir, en þó svo Iangt, sem
vænta má. Samvinnumenn hafa nú
þegar tekið undir sín umráð nokkuð
mikið af verzlunarveltufé landsins
og þeir safna sér sjóðum til verzK
unarþarfa. Tilraunir eru og gerðar
á öörum sviðum bæði um húsa-
byggingar og atvinnurekstur, en
þar er aö mestu ónumið land, sem
bíður eftir úrlausnum þessarar þjóð-
málastefnp. í ýmsum málum hljóta
samvinnumenn, að taka höndum
saman við aðra flokka og þá eink-
um jafnaðármannaflokkinn t. d. f
samgöngumálura og bankamálum.
D-listinn. Til hægðarauka er
þessi listi tekinn næst. Hann er
studdur af kaupmönnum og þeim
öðrum, sem ganga með stóra fjár-
gróðadraumóra. Hann er því bein
andstæða alþýðuflokksiistans og í
mjög verulegum atriðum andstæður
lista samvinnumanna og bænda.
Naumast er hægt að kalla að þessi
listi hafi neina stefnu. Ef um stefnu
er að ræða, þá er hún sú, að halda
fast við það sem er: íhaldsstefnan.
Fylgjendur þessa Iista vilja fyrir
hvern mun vernda óheftan rétt og
umráð einstaklinga, [til þess að fara
með veltufé almennings í verzlun-
inni. Peir vilja hvarvetna sporna á
móti samtökum almennings, sem
brjóta bág við hagsmuni þeirra
einstaklinga, sem græða mest á
samtakaleysi og sauðþægni alþýð-
unnar. Stærri atvinnutæki vilja þeir
hafa undir umráðum og í eigu fárra
manna og haga rekstrinum fremur
sem gróðafyrirtæki þeirra fáu manna
en sein atvinnufyrirtæki almennings.
í hópi þessara manna er að finna
helztu stuðningsmenn íslandsbanka,
þá menn, sem mundu sízt sporna
yið því að Eimskipafélag íslands
yrði með tímanum eign og gróða-
félag fárra manna (Fáfnir). í þessum
hópi voru þeir menn, sem þyngst
lögðust á sveifina með Spánverjum,
til þess að kúga íslendinga. í þess-
um hópi eru þeir menn, senj gá-
lauslegast hafa spilað f fjárgróða-
braski síðustu ára og tapað mestu
af fé þjóðarinnar (Fiskhringurinn)
Af mönnum í þessum hópi má
jafnan frekast vænta þess, að þeir
Ieggi aðaláherzluna á það í hverju
máli, að bjarga hagsmunum einstakl-
inganna á kostnað almennings.
C-listinn- Á þessum lista eru
eingöngu konur o g hann mun vera
studdur af konum einvörðungu.
Ekki hefir heyrst, að þessi flokkur
hafi neina aðra stefnu, en að koma
konu á þing. Samkvæmt því á líkams-
sköpulag eitt, að ráða pólitískri af-
stöðu þessa flokks og getur þetta
að vfsu kallast stefna, en ekki er
það ótvíræð þjóðmálastefna. Þess-
um flokki er ekki hægt að segja
neitt til lofs né lasts, því alls ekki
er hægt að vita, hvað hann ber
fyrir brjósti um þjóðmálin. Um kyn-
ferðið geta kjósendur verið vissir,
en að öðru leyti er kötturinn keyptur
í sekknum, þar sem þessi listi er.
E-listinn. Pessi listi er kallaður
ýmist Sjálfstæðisflokkslisti eða Vísis-
listi. Það er nú naumast hægt að
gera sér skynsamiega grein fyrir þvf,
að sjálfstæðismál íslands sé þannig
vaxið nú orðið, að nokkur flokkur
geti haldið við tílveruréttí sfnum
með því að standa saman um það
eitt. Allir flokkar urðu að Iokurn
sammála um úrlausn þess máls og
eru að sjálfsögðu enn sammála um
það í öllum þöfuðatriðum. Pessir
menn hljóta því að iifa i einskonar
sæludraumi um forna frægð og af-
rek. Pessi þátlur í stefnu fylgismanna
E-Iistans er því hégómlegur og
einskisverður en um aðra þætti er
alls ékki kunnugt.
Kosningarnar 8. júlí skera úr því,
hver stefnan, sem hér um ræðir, á
ríkust ítök í 35 ára kjósendum og
eldri. Þær skera úr því hversu margir
vilja styðja framkvœmanlegar og þegar
reyndar umbœtur, hversu margir vilja
halda öllu í sömu skorðum eða
eyðileggja þær umbætur sem komn-
ar eru í kring og hversu margir
þeir eru, sem láta augnabliksæsingar,
leiðitemi, gamlar minningar, persónu-
fylgi og likamsskapnað ráða atkvæði
sfnu.
Kjósandi! Hvern flokkinn viltu
fylla ?
F r é 11 i r.
Fundur í ö. M. F. A á annan í
Hvítusunnu.—Árfðandi mát á dagskrá.
Skip vanta. Áður var getið hér f
blaðinu um bátinn Samson af Siglufirði
sem vantaði eftir sfðasta stórhrfðar-
garðinn og hefir enn ekki frézt um
hann. En auk hans vantar tvö skip
héðan af Akureyri og eitt af ísafirði.
Akureyrarskipin eru Aldan, eign Guðm.
Péturssonar og Mari Anne, eign
Höepfners verzlunar. Bæði varðskipið
Fylla og togarar hafa verið fengin til
að leita þessara skipa, en ekki hefir
enn frézt, þegar þetta er skrifað, um
árangur af þeirri leit.
Fundið lík. Á sunnudaginn var
fanst Ifk klæðskera H. Bebensee sáluga,
sem hvarf hér í bænum öndverðan
sfðastliðinn vetur. Lfkið fanst f mógröf
um 25 faðma frá veginum ofan við
svo nefnda Brekkugötu. Eins og frá
var skýrt, gekk klæðskerinn út seint
um kvöld og telja menn vfst að hon-
um hafi slysast f gröfina.
Tíðarfarið. Þar til fyrir fáum dög-
um hefir tfðin verið stirð og köld í
vor og ólfk þvf sem hún var sfðast-
liðin vetur. Nú er þó skift um til
hlýinda og að sögn mátti ekki seinna
1