Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 1
DAGUR keraur út á hverjura íimtudegi. Kostar kr; 6.00 árg. Ojalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna atinasl ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá Jón! t>. I>ór, Norðurgðtu 3. Talsími 112, Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 22. júní 1922. 25. blað. Við undirrituð þökkum öllum, sem heiðruðii útför okkar kæra eigin- manns, iöður og tengdaiöður Indriða sál Ásmundssonar frá Mið- vík og jafnframt þökkum við þeim, sem sýndu honum hluttekn- ingu og vinsemd á umliðnum árum. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigmundur Indriðason, Kristinn Indriðason, Sigriður /ónsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Aðalsteinn Indriðason. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að iaðir og tengdafaðir okk- ar Ólafur Tryggvi Jónsson andaðist að heimili sínu, Dagverðar- tungu í Hörgárdal, þann 17. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimili hins látna, laugardaginn 1. júlí n. k., og hefst með húskveðju kl. 11 árdegis. Kransar afbeðnir. Dagverðartungu 21. júnf 1922. Ólafur Tryggvason. Ágústa Friðfinnsdóttir V. ár. 0-F-N-R-Ö-R og R-Ö-R-H-N-É flestar teg. einatt fyrirliggjandi. Ennfremur þvoffapotfar, sjálfstæðir með eldhólfi, er kosta 100-560 kr. Jón Stefánsson. Talsími 94. '3kr- Akureyri. Á víð og dreif. Liðsdráttur. Kosningum má Iíkja við hernað. Á kosningadögum slíkum sem 8. júlí n. k. leggja stjórnmálaflokkarnir til höfuðorustu. Þeir berjast um yfir- ráðin á sviði stjórnmálanna á næstu árum. Undirbúningstími kosninganna er tími einskonar herútboðs. Foringjar flokkanna og einkum blööin kalla menn undir merkin. Aðferðirnar við þetta herútboð eru misjafnlega sigur- sælar og misjafnlega drengilegar. Þennan undirbúningstíma nota menn til árása á foringjana, ófræingar á málstað þeirra, jafnvel til fyrirsáturs mannorði þeirra. Fyrir því gengur margur særður tii höfuðorustunnar. Kosningabarátta þessi hefir sínar dökku hliöar. Hún er líka mjög illa þokkuð af fjölda manna; þykir vera siðspillandi og til skammar þjóöinni. vÞað á að ræða um mál- efnin, ekki mennina" segja margir. En þeir gera sér ekki fulla grein fyrir því, hversu torvelt, jafnvel óhugs- andi það er, að fela einhverjum manni mikilsvert umboð í velferöar- málum þjóðarinnar, án þess að rann- saka sögu hans, persónuna sjálfa og draga af þeirri rannsókn ályktun um, hvers megi af honum vœnta. Hér er ekki timi til að fara langt út f þessa sálma, en verður, ef til vill, gert síðar og það ítarlega. Þegar litið er á yfirstandandi bar- áttu, ber margt til athugunar. Höfuð- sækjendur frá tveim hliðum eru að- standendur B listans og D-listans. Mikið ber á milii bæði þeirra manna, sem eru í kjöri og þeirra málstaða, sem ura er barist. Tveir efstu menn D-Iistans. eru einskonar pólitískir uppvakningar. Um efsta manninn er vitanlegt, að hann á engar stórar hugsjónir. Verða sfðar færð rök að því. Næsti maður er settur þar sem agn fyrir bændur, svo að þeir hjálpi til, að koma Jóni Magnús- syni inn á þing kaupmannavaldinu í Reykjavík til hagsmuna og hugar- léttis; svo að við geti haldist sú óholla yfidrottnun þeirrar stéttar í málum þjóðarinnar á þingi, sem mjög hefir kvéðið að á síðustu þingum. Af þessum ástæðum hejir D-listinn ekki getað borið fram neina stefnuskrá, heldur er reynt, að láta lfta svo út, að úr breiðu baki J. M. eigi að byggja einskonar brú milli allra stétta, þar sem allir geti fallist í faðma í kristilegu bróðerni. Og Sigurður ráðunautur á að vera aðal- brúarstólpinn. Það er bæði Ijótt og ómannlegt að bera fram falsaðan hlut, þegar um svo mikið er að gera sem nú. En annars er kaup- mannavaldinu ekki kostur, því sá raunverulegi hlutur, sem þeir hafa í bakhendinni, er ekki frambærileg- ur. Málstaður þeirra er pólitísk hræða, sem vandlega þarf að fela á kjör- degi. Um tvo efstu menn B-listans er annað að segja. Þar eru tveir sam- stæðir menn. Þeir eru búnir að sýna að þeir hafa mjög miklar og ákveðnar hugsjónir og hafa mátt og viljaþrek, til þess að berjast fyrir þeim. Hallgr. Kristinsson er þektur um alt land að frábærum hæfileikum og dugnaði. Um efsta manninn var rætt í síðasta blaði. í fyrndinni börðust margir konung- bornir roenn til ríkis i Noregi. Um langt skeið var þar agasamt mjög og áhlaupasamt. Sá sem ríki réði, þurfti að verja konungdóm sinn með oddi og eggju fyrir öðrum, sem einnig þóttust vera réttbornir til konungdóms þar f landi. Þá var tekin sú aðferð til herútboðs, að kyntir voru vitar á hæðum, þegar kvatt var til herhlaups f landinu. Með hraða ljóssins barst fregnin um, að konungurinn þyrfti liðs við, um endilangan Noreg. Dagur vill spyrja: Er það D listinn, sem nú kyndir á hæðum vita hugsjónanna og kallar lið undir merki. Nei. En á B list- anum eru starfhæfir og atorkusamir hugsjónamenn, sem láta sér skiljast að fram þarf að stefna, hægt en fast. Þeir láta sér skiljast að efling Bún- aðarfélags íslands samfara umbótum í verzlun, samgöngum og fjármálum er bráðnauðsynlegt til eflingar land- búnaðinum. En blómgun hans er höfuöskiiyrði fyrir fjárhagslegum og menningar/egum þrifum allrar þjóðar- innar. Þeir láta sér ekki skiljast að verndun á liagsmunum og gróða- aðstöðu nokkurra Reykjavíkurkaup- manna sé það, sem nú þurfi einkum að berjast fyrir. Aðferðirnar sem beitt hefir verið af hálfu beggja listanna benda bæði fram og aftur. Fyrir stuttu birtist í Mbl: svojiljóðandi yfirlýsing: »Hér með afturkallast þau umtnæli um Samband Is!. Samvinnufélaga, er birtust í Morgunblaðinu 18. þ. m., að með þeim félagsskap væri stofnað til „skuldaverzlunar i stórum stil, með ógreUan- legri samábyrgðarflækju, sem á að ná landshornanna milli og úr er að verða hið hœttulegasta fjárglœfráspil." Ummæli þessi eru alger- lega ómakleg og er Samband- ið hér með beOið afsökunar á þeim. Þorsteinn Gíslason.« Er nú hægt að hugsa sér meiri ósigur fylgjenda D-Iistans og meiri smán en þessa svínbeygingu ? En þetta bendir aftur á þann hátt, aö það sýnir, hversu þeir menn, er slíkri aðferð beita, eru uppiskroppa af frambærilegum rökum fyrir sínum málstað. Þeir grípa því til þess vopnsins, sem er hverjum manni bæði ósæmilegt og óleyfilegt að beita: að tortryggja fjárhagsástæður einstakra fyrirtækja. Yfirlýsing þessi bendir einnig fram. Hún er undan- fari ósigurs þessa tlokks ef ekki 8. júlí n. k. þá í náinni framtíð. Og þetta klækishögg kaupmannaliðsins í Rvík, sem nú er komið niður á því sjálfu með auknum þunga ætti að vera hin mesta hvöt, til að leggja D-listann að velli. Mannjöfnuður. íslendingur hættir sér út í það að gera samanburð á þeim Jónasi frá Hriflu og Jóni Magnússyni. Þar er eins og annarsstaöar í kosninga- skrifum Mbl. (því skrif ísl. eru ekki annað en slæmar þýðingar úr Mbl.) varast að skoða djúpt. Þar er talað um að Jón Magnússon sé prúð- menni mesta, að hann sé mestur lög- fræðingur landsins (fullyrðing, sem er vafasamt, hvort G. Tr. J. getur staðið við, þó hann yrði látinn prófa Iögfræðingana), að hann sé þaul- reyndur í löggjafarstörfum og þaul- kunnugur framkvæmdastörfum. Af þessumætti draga þá ályktun, að J. M. sé góður skrifstofumaður; að hann sé góður að orða lög og reglugerðir urn hluti, sem aðrir hafa hugsað og gott sé að fá afgreiðslu stjórnar- gerða frá hans hendi sökum stak- rar prúömensku hans og þaulæfing- ar. Þó er leyfilegt að efast um að orð sé á öllu þessu gerandi, en jafnvel þó það væri satt, er það alls engin sönnun fyrir því, að J. M. sé stjórnmálamaður, sem ástæða sé til að gera sér nokkrar vonir um hversu mætur maður, sem hann er að öðru leyti og sem ekki skal efast um: Skoðum dýpra. Alþingistíðindin Ijúga ekki. Þau eru betri heimild en íslendingur. Dagur vill hvetja kjós- endur til að lesa Alþingistíðindin frá árinu 1920. Þar kemur stjórn- málamenska J. M. skýrt i Ijós. Þar slær hann jafnan fram skoðun sinni „til álita og umhugsunar" en varast að sækja nokkurn hlut fast, fyr en hann er búinn að kynna sér, hverjir straumar eru ofan á í þinginu. Óákveðnari, óstjórnmálamannslegri framkomu er tæplega hægt að hugsa sér. En hann var ósigrandi fyrir bragðiö, altaf með meirihlutanum og þingviljanum jafn afsleppur eins og Iax í greip. Skoðum enn dýpra. Árið 1916 tekur J. M. við slórum pólitískum arfi’. Hann gerist þá foringi Heima- stjórnarflokksins og tekur- við af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.