Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 3
25. tbl. DAOUR 87 Nýmóðins Dömu og Telpu Golftreyjur Drengjapeysur og allskonar WT NÆRFÖT TW nýkomið í stóru úrvali til Baldvin Ryel. þær vinni sér almenningshylli. Kirkju- saga þessi er ætluð dönskum lesend- um aðallega og þv( skrifuð á danska tungu,* enda er hún að mestu samin upp úr fyrirlestrum, er höf. héit við Hafnarháskóla haustið 1919. Óefað á þó bókin erindi einnig til íslendinga, þó ekki væri af öðrum ástæðum en þeim, að hún færir lesendunum meiri fróðleik um þessi efni en kostur er á í nokkru öðru riti. Sagan er rakin með dæmafárri nákvæmni alt frá Ög- mundi Pálssyni og Jóni Arasyni niður til vorra daga. Þó virðist nokkru fljótar yfir söguna farið þegar kemur fram á 19. öidina og svo lauslega er drepið á sfðustu áratugina, að vafa- laust hefði það verið betur ógert, því ókunnugir lesendur geta með engu móti fengið rétta hugmynd um and- legar stefnur innan þjóðkirkjunnar ís- lenzku nú á dögum af þvf, sem þarna er sagt. Bót er þó f máli, að bók Þórðar Tómassonar, sem áður var nefnd, bætir þar nokkuð úr skák að sumu leyti. Meira. A víðavangi. Sfaka (aðsend.) Vart mun finnast verri þvæla né viðbjóðslegra orðalag, en þegar munninn er að skæla íslendingur framan f Dag. 27 Búskapur Jónasar. Það er heim- skra manna siður, að verða því gleið- myntari, sem þeir verða berari að ósannindum. Sterkasta hlið Gunnl. — litla — Tryggva Jónssonar er þessi óbilandi staðfesta í ósannindunum. í 25. tbl. segir hann að Jón Jóhannsson f Holtakoti eigi óskiftan heiðurinn af Hrifluáveitunni. Jónas hafi þar engan hlut átt að. Nú verður að skora á þennan blaðamenskuaumingja, að sanna orð sfn á þann hátt, að úívega um þetía vottorð frá Jðni Jóhannssyni og birta það. Vonandi finst honum þetta vera sanngjörn krafa. Geti hann ekki aflað þessa vottorðs verður, að álfta hann beran að vfsvitandi ósannindum. Óvandaður ritháftur. Það hefir verið kallaður óvandaður ritháttur, að slfta setningar út úr samhengi málsins, til þess að viiia almenningi sýn. Það hefir verið kallað alt í senn: Ódrengi- legur vopnaburður gegn andstæðingi, fölsun gerð, til að gabba almenning og vesalmannleg auglýsing þess, er beitir slfkri aðferð, um að hann sé ófær, til að standa fyrir sfnu máli. Það hefir verið álitið að þessi aðferð væri nógu lág og lftilmótleg fyrir hvaða andlegan og siðferðislegan ves- aling sem væri. í þvf hefir almennings- álitinu skjátlast. Gunnl. — litla — Tryggva nægir ekki þetta. Hans rétta hilla er neðan við það sem hingað til hefir verið kallað vansæmi f blaða- mensku og ritdeilum. Hann slítur sundur setningar \ kubbar af þeim eða sleppir úr orðum, til þess að geta gert úr þeim fjarstæðu. í sfðasta blaði ísl. tekur hann eina setningu úr grein um Jónas frá Hriflu og misþyrmir henni á þenna hátt á tveim itöðum f blað- inu. Engum meðalmanni er unt að gera sér f hugarlund, hvaða aðferð svona sál kann að geta upphugsað, til að beita f blaðamenskunni. En lfk- lega kemur það smátt og smátt í ljós. Hversu lengi ? Þegar núverandi ritstj. ísl. tók viðblaðinu, gaf hann út auglýsingu um sjálfan sig. Hann sagði sem satt var, að hann væri nýkominn úr annari heimsálfu og því ekki svo kunnugur mönnum og málefnum sem skyldi. Um skoðanaleysi sitt sagði hann ekkert, sem er þó eðlileg afleið- ing ókunnleikans. Hann mæitist því til þeas við almenning, að sér yrði fyrirgefið það, sem sér kynni að verða á fyrst í stað. En jaínframt vonaði hann, að þegar fram i sœkti, þyrfti þess ekki með. Eins og sýnt hefir verið fram á hér í blaðinu, hefir honum orðið það á oftar en einu sinni, að segja ýmislegt, sem hann getur ekki staðið við og þorir ekki að gera neina tilraun í þá átt. Nú stendur almenn- ingur mjög illa að vfgi, til þess að skera úr því, hvort eigi að fyrirgefa eða ekki. Þessvegna er það áríðandi, að ritstj. ísl. gefi út aðra auglýsingu, þar sem fram sé tekið, hvenær al- menningur eigi að hætta að lfta á hann eins og óvita, sem ekkert mark sé takandi á; hvenær hann þykist vera búinn að afla sér þeirrar þekk- ingar, sem hann hyggur að gefi sér rétt, til að taka til máls um opinber mál, svo að það sé tekið til greina, hvenær eigi að hætta að fyrirgefa af þeim ástæðum, sem hann hefir sjálíur tekið fram. Spurningin, sem fyrir liggur er að vfsu ekki tiltakanlega mikilsverð en þó ekki einskisverð fyrir aðstand- endur íslendings. Hún er þessi: Hvenaer verður ritstj. Isl. fullveðjá blaðamaður? Vegna áðurnefndrar aug- lýsingar er það óhjákvæmilegt fyrir ritstj. íslendings, að segja til, hvenær hann þykist vera þvf vaxinn, að bera ábyrgð á orðum sínum. Um 2000 pör Herra- og Dömusokka úr ull, ísgami og bómull. Röndóttir dömusokkar, mjög góð teg., á kr. 1.75 parið, nýkomið til Baldvin Ryel. rnr HESTA/ÁRN, L/ÁIR, L/ÁBLÖÐ, ^.3 BRÝNI, Klöppunarsieðjar er ódýrast hjá Hallgrími járnsmið. Skuldir Sambandsins „>Dagur< sagði nýlega, að skuldir S. í. S. næmu sem svaraði einu gemlingsverði á hvern Sambandsmeðlim. Hallgr, Krist- insson segir þær að meðaltaii nema einu kýrverði. — Ekki er munurinn mikill." ísl. 25. tbl. Enn verður að skora á Gunnl. — litla — Tryggva að standa við orð sín og benda á hvar slík ummœli standa í Degi, ella heita ragmenni. Lesendum Dags mun skiljast, að slfk persóna sem Gunnl. Tryggvi er í bláðamenskunni, er full afsökun fyrir þvf, að íslendingur sé framvegis ekki að jafnaði virtur viðlits, meðan sá maður situr þar við stýrið, sem virðist vera gersamlega sama um, hvort hann fer með satt mál eða logið. ísl. og Tryggvi eiga sammerkt með sumum sjúkdómum, sem batna þá helzt, er þeir gleymast. 29 Á þessum tímum réðu danskir kaupmenn al- gerlega yfir allri verzlunJslands og hirtu aðeins um að græða sem mest fé. Hitt hugsuðu þeirsjaldan um, að sjá landinu fyrír nægilegum vörum. Vöruverðinu réðu þeir sjálfir, því engin var samkeppnin, og ekkert vald var til, sem gæti haft hemil á þeim. En öll verzlun var þunglamalega rekin og breyt- ingarnar á verðinu á hinum ýmsu vörutegundum urðu ekki stórfenglegar fyr en ógnarárið 1846 — 7. Þetta ár var ársæld mikil á íslandi, en þó lá við sjálft, að mannfellir yrði í mörgum héröðum landsins vorið 1847. Orsökin til þessa kom utan úr heimi. Árið 1846 var afnuininri í Englandi tollur, sem um langan aldur hafði hvílt á innfluttri kornvöru. Uppskerubrestur hafði knúð enska þingið til þess að fella tollinn burtu og nú keyptu Englendingar mestan hluta af þvf korni, sem var á heitnsmark- aðinum. Þetta leiddi af sér ákaflega mikla verð- hækkun á korni og í svipinn komust öll verzl- unarmál álfunnar á ringulreið, en hvergi urðu þó afleiðingarnar verri en á Islandi. Hinir dönsku kaupmenn, urðu hræddir við þessa verðbyttingu og hugsuðu sér þó, að þeir skyldu ekki tapa og með fyrstu skipum, sem til íslands fóru 1847 sendu þeir skipanir um, að hækka ákaflega verð á þeim vörum, sem lágu fyrir á verzlunarstöðunuin. Þannig var rúgur seldur á 16 ríkisdali tunnan á Akureyri vorið 1847. Og þetta voru leyfar af því, sem flutt hafði verið inn haustinu áður og kostaði þá tæpa 8 Rbd. Bankabygg steig úr 0 dölum upp í 18 — 20 fyrir að liggja yfir veturinn í vöruskemmum kaupmanna á Akureyri. Yfirleitt má segja að flestar útlendar vörur hækkuðu um 100% eða ineira á þessu ári, en íslenzkar afurðir stigu lítið í verði og suT-.ar enda alls ekkert.1) Rað er auðskilið að verzlunarskuldir bænda hlutu að vaxa í svona ári, en þó var það furðulega lítið. Fólkið gat ekki keypt útlendu vöruna, það sparaði og svalt. Sýslumaður segir í bréfi til stjórnarinnar, um vorið, að fólk kaupi alls ekki útlenda vöru, því hún sé svo dýr, að það geti það ekki, en lifi eingöngu á fiski og kjöti og sé víða sultur og mestu bágindi. Ekkert hvetur undirokaða þjóð eins til upp- reisnar og ef kúgararnir hrekja hana fjárhagslega. Hollendingar þoldu að Spánverjar brendu hundruð ’af þeirra beztu mönnum fyrir trúarsakir, en þegar þeir lögðu nýja og þunga skatta á Hollendinga þá varð það ekki þolað og hið hollenska frelsis- stríð hófst árið 1571. Líkt skeði hjá oss íslend- ingum, þótt í smærri stíl væri. Fólkið fylltist gremju yfir hinum dönsku kaupmönnum og þeim var kent um allt illt. Retta erfiða ár 1847 varð einmitt til þess að vekja þjóðina af svefni og fékk ‘) Það var, sagt að tunnan af bankabyggi hefði kost- að 100 pund af góðri, hvítri vorull og á- sumum hinum verstu höfnum, til daemis Skagaströnd, Raufarhöfn og Vopnafirði var hún jafnvel dýrari. Það hefir því ekki verið auðvelt fyrir bændurna, að láta innleggið hrðkkva fyrir úttektinni, meiru áorkað en margar stjórnmálaræður og rit- gerðir hefðu getað gert. Verður sagt nánar frá því í næsta kaíla. Nú voru þegar farnar að heyrast háværar raddir um að nauðsynlegt væri að verzlunin væri gefin frjáls við allar þjóðir, eða að minsta kosti við Norðurlandabúa. Hinn æðsti fulltrúi stjórnarinnar dönsku í Eyjafirði leit öðruvísi á það mál. Þegar stjórnin leitaði umsagnar hans, skrifar Grímur Jónsson amtmaður á Möðruvöllum til Rentu- kammersins á þessa leið. Bréfið er dagsett þann 5. október 1847 »VerzIunin hefir verið ágæt (fortrinlig) í sumar . . . Undirritaður hefir þá skoðun, að það yrði engan veginn til gagns fyrir Iandið ef verzlunin yrði gefin frjáls, annaðhvort alveg eða við vissar þjóðir. Amtið lítur líka svo á, sem það sé ómögulegt og óframkvæmanlegt.« Svo mörg eru þessi orð. Rað er næsta undar- legt og því nær óskiljanlegt, að amtmaður skyldi geta skrifað þannig, á þessu ári, þegar agnúar dönsku verzlunarinnar voru bersýnilegri, en þeir höfðu verið um langan tíma. En amtmaður var ærið danskur í anda og andvígur öllum frelsis- hreyfingum, þó hann hinsvegar væri greindur maáur og mikilhæfur í ýmsum greinum. Enda varð þessi mótstaða hans gegn kröfum tímans, til þess að hann glataði öllum vinsældum sínura hin síðustu ár æfinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.