Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1922, Blaðsíða 2
86 DAOUR 25 tbl. Hannesi Hafstein. Þá fór fram fyrsta landskjör og var Heimastjórnar- flokkurinn f>á svo sterkur, að hann kom að 3 mönnum af 6 sem kjörnir voru. Að vísu er aðalmál flokksins úr sðgunni, en hvað er orðið um flokkinn? Hann er ailur kominn út í veöur og vind. Vegna hvers ? Af því að foringinn J. M. áttl hvorki þá persónu né heldur neinar hug- sjónir, til þess að halda flokknum saman um. Árið 1916 hófust samtök þau, sem Iýst var í síðasta blaði, um að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk f landinu, sem ætti sér einhver stefnumál innanlands, til að lifa og berjast fyrir. Jónas frá Hriflu var forsprakki þeirra samtaka. Pá var sá flokkur ekki til. Nú er hann orðinn næstum jafnstór og flokkur J. M. var 1916. Út af þessu má draga ályktanir um það, hvor þessara manna er meiri stjórnmálamaður. J. M. hafir loks hröklast af stjórnmála- öræfunum, sem blásiö hafa upp umhverfis hann, í fangið á kaup- mannavaldinu í Rvík, sem tekur hann upp af götu sinni. Jónas frá Hriflu er í fararbroddi vaxandi þjóðmálaflokks í landinu. Sókn. Síðastl. vetur fengu Þingeyingar tækifæri, til að gera upp á milli þeirra Jónasar frá Hriflu og Jóns Magnússohar. Þar voru í kjöri tveir mætir menn og báðir samvinnu- menn. Um annan var vitanlegt, að hann var fylgismaður Jónasar frá Hriflu, um hinn, að hann var fylg- ismaður Jóns Magnússonar og gekk til kosninga með þann misskilning, að þingeyskir samvinnumenn og oddborgaravaldið í Rvík ættu póli- tíska suðu saman í þeim málum, sem mest greinir á um. Úrslitin urðu einhver stórkostlegasti kosn- ingasigur, sem sögur fara af. Fylgis- maður J. M með stuðning kaup- manna að baki sér og moldbyl- inn frá Svalbarði framundan fékk ekki þriðjung atkvæða. Slíkur var úrskurður þeirra, sem að dómi Björns Líndal eru sérstaklega hygnir og mentaðir kjósendur. En kosningasókn Þingeyinga er viöbrugðið. Kjósendur þar þektu skyldu þá, sem þeim er lögð á herðar með atkvæðisréttinum. Fáir þeirra munu hafa hugsað sem svo:«Egfer ekkert. Það munar ekkert um mitt atkvæði.* Þannig hugsa þó margir og er illa farið. Ef menn hugsa langt, verður ljóst, að eitt atkvæði getur ráðið úrslitum kosninganna að fullu og hvert atkv., sem greitt er gerir það að einhverju leyti. En úrslit kosninga ráða úrslitum mála á þingi. Fylgismenn B-listans mega ekki sitja heima 8. júlí n. k. hvorki konur né karlar. Dæmi Þingeyinga er eftir- breytnisvert. Sæki samvinnumenn og bændur um alt land kosninguna 8. júlí eins og Þingeyingar gerðu, kemur B listinn að tveimur mönn- um og það er takmarkið. é F r é 11 i r. Dánardœgur. Nýiega hafa íátist f bænum og grendinni eftirtaldir menn, Jóil Ouðjónsson bóndi í Kálfsskinni. Hulda Árnadóitir Stóra Dunhaga, unglingsstólka. Ragnheiður Lilja, barn, dóttir Sveinbjörns Oddssonar prent- ara hér í bænum. Klara Bjarnadóttir, skipasmiðs, Akureyti, húsfreyja, frá 3 börnum. Anna Björnsdóttir, húsfreyja á Halllandi, kona Nfelsar bónda þar. Helga Sigurðardóttir, Halldórsstöðum í Köldukinn, móðir Sigurðar Búnaðar- félagsforseta og þeirra systkina. Sirius kom hingað fyrra þriðjudags- kvöld. Fjöldi farþega var með skipinu. Auk fulltrúa á Ársfund Guðspekisnema, sem taldir eru upp á öðrum stað í blaðinu, voru meðal farþega próf. Har- aldur Níelsson, Ingólfur Jónsson stud. jur. með frú og Sveinn (Bjarman) Árna- son með frú og Sigurgeir Friðriksson gjaldkeri og afgreiðslum. Tímans. Ársfundur Guðspekisfélagsins á Islandi hefst f Gagnfræðaskólanum laugardaginn 24, n. k. Fulltrúar *að sunnan eru þessir : Frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir, ungfrú Helga Jónsdóttir, ungfrú Helga Þorvaldsdóttir, séra Jakob Kristinsson. frú Ólafía Hansen, ungfrú Sigríður Björnsdóttir, herra Sören Sör- ensen. Fyrirlestrar. Séra Jakob Kristins- son flutti fyrirlestur í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið, sem hann nefndl: Gestrisna. Fjallaði hann um mótspyrn- una gegn sannleikanum í heiminum bæði fyr og sfðar. Rakti hrakninga- sögu sannleikans bæði í vísindum og kirkjunni allftarlega. Var fyrirlestur- inn bæði snjall og mergjaður. Á sunnudags- og mánudagskvöldið flutti próf. Har. Nfelsson tvo fyrirlestra um spiritismann og sýndi fjölda skugga- mynda í sambandi við þá. Hinn fyrri var um svokallað fjarfrymi, efni það er álitið er, að tilraunastjórnendur andaheimsins dragi úr Ifkama miðl- anna og annara nærstaddra, sem þeir svo noti til fyriibrigðanna bæði hreyfi- fyrirbrigða, hljóðmyndunar og lfkamn- inga. Sýndi hann fjölda mynda af þessu tægi og þar á meðal af mjög fullkomnum líkamningum. Sfðari< fyrir- lesturinn var um andaljósmyndun og stóð yfir 2'/2 klukkustund. Hinn fyrri nokkru skemur. Þessir fyrirlestrar hafa vakið geysilega aðsókn og athygli f bænum því málið er stórmerkasta mál- ið, sem nú er uppi og flutningur pró- fessorsins snjall, sannfærandi en þó hæversklegur og að því er virðist öfgalaus. Nokkrar athugasemdir hefði þó Dagur viljað gera, en það verður að bfða sökum rúmleysis. Landbrjóturinn- Óhug sló á marga er fréttist, að landbrjóturinn hefði bil- að skömmu eftir að hann tók til starfa Bilun þessi var orsökuð af slæmum írágangi á einu stykki í vélinni og er því skaðinn, viðgerð og vinnutap á ábyrgð verksmiðjunnar. Því betur, tókst með aðstoð Óskars Sigurgeirs- sonar, smiðs, að gera við vélina aftur, svo að hún er að nýju tekin til starfa. Landbrj. hóf vinnu á smáblettum hér ofan við bæinn en fer síðan suður ,á Kjarnamóa, þar sem hann á að brjóta 50—100 dagsl. Miklar pantanir í vinnu landbrjótsins eru þegar komnar úr nærsveitunum. íþróltamól U. M. F. A. fór vel fram og stóð í tvo daga 17. og 18. þ. m. Ræður fluttu þessir: Jón Sigurðsson : Samkoman sett. Ingim Eydal: Minni J Sigurðss. fors, Stgr. Matthíasson: Minni íslands. Brynl. Tobiasson: Minni konungs. Einar J. Reynis: Minni Akureyrar. Hornaflokkurinn blés lög og karlakór- inn söng. Frá úrslitum íþróttanna verður skýrt sfðar. Ágóðinn af sam- komu þessari, kaffisölunni f sambandi við hana og fyrirlestri Jakobs Krist- inssonar, rennur allur í Heilsuhælis- sjóðinn. Prófessor Har. JJíelsson prédik- aði f Akureyrarkirkju sfðastl. sunnud. og sunnudaginn 2. júlf n. k. predikar hann f Grundarkirkju og flytur fyrir- lestur á eftir messu. Flutt suður. Með Goðafossi síðast fluttust búferlum suður til Reykjavík- ur þau hjónin Pálmi Jónsson og Jónína Jónsdóttir, sem hafa le'ngi búið hér í bæ að Eyrarlandsvegi 8 (Æsustöðum). Alþýðufyrirlestur flytur Brynleifur Tobiasson laugardaginn 24. þ. m. kl. 8V2 í Samkomuhúsinu. Efni: þáttur úr sögu kaþólsku kirkjunnar. Símskeyti. Reykjavík, 21. júní. Rússar tilkynna að Lenin hætti stjórnarstörfum sumarlangt vegna veikinda. Hræðileg eymd í Austurríki Bandamenn lána 50 millj. franka til bráðabirgða. Forvextir Englandsbanka Iækka ofan í 3'/2°/o. Stjórn Kvenréttindafélags Is- lands hefir opinberlega lýst yfir, að allri samvinnu félagsins við kosninganefnd kvennalistans, sé slitið. Mbl. hefirfengið ákúrur miklar hjá kaupmönnum í Rvík fyrir að taka aftur og biðja fyrirgefn- ingar á illmælinu um S. I. S. Þorsteinn Gíslason afsakar sig. Fréttaritari Dags. Ritfregnir. jón Helgason biskup: Islands Kirke fra Reformationen til vorf: Dage. Bók þessi er aðalávöxtur þeirra til- rauna, sem á síðustu árum hafa gerðar verið til aukinna kynna og samvinnu meðal kirkjunnar manna á íslandi og í Danmörku. Eftir að samkomulag náðist um stjórnarfarslegt samband þessara landa, tók brátt að bóla á ýmsum tilraunum til að efla samhug og samvinnu meðal þjóðanna. Mun sá áhugi f íyrstu vakinn at dönskum Dömu reiðhattar — vatnsheldir og léttir — ódýrastir hjá 1 Baldvin Ryel. Hið margeftirspuröa Príma boldang er komið aftur til Baldvin Ryel. mönnum, er hlýjan hug báru til ís- lenzku þjóðarinnar, en allmargir ís- lendingar virðast fljótt hafa tekið þessum tilraunum opnum örmum. Hin helztu félagsbundnu samtök, sem af stað er hrundið, er >Dansk-fslandsk Samfund* og Dansk íslandsk Kirke- udvalg. Hið síðarnefnda er félagsskap- ur, eða öllu fremur nefnd manna, með Sjálandsbiskupinn H. Ostenfeld f* broddi fylkingár og að öðru Ieyti skipuð allmörgum starfsmönnum hinnar dönsku kirkju og eru sumir þeirra íslendingar að ætt og uppruna. Presta- stefna íslands svaraði þessari viðleitni danskra kennimanna með því að kjósa aðra nefnd, undir forystu Jóns Helga- ' sonar biskups. Þessar tvær nefndir vinna svo í sameiningu að þvf að auka kynni og efla samvinnu milii kirkjuiegra starfsmánna beggja megin hafsins. Hér skal ekki út f það farið, að skýra frá störfum þessara nefnda, hverrar um sig. Aðeins skal minst á einn þáttinn f starfi hinnar dönsku nefndar, sem sé útgáfu rita á dönsku, til að fræða danska lesendur um hag og starf kirkjunnar á íslandi. Árið 1919 var þegar gefln út þriggja. arka bók eftir ritara félagsins, Þórð Tómas- son sóknarprest í Horsens. Bókin nefnist: >lslands Kirke og den danske Menighed.« Er þar Ijóst og skipulega skýrt frá hag kirkjunnar á íslandi og þvf safnaðarlffi, sem hér á sér stað. Ennfremur er bent á nauðsyn og möguleika kirkjulegrar samvinnu milli landanna og sagt frá upptökum þeirrar samvinnu, sem þegar er hafin. Um bók þessa er ekki annað að segja en það, að hún er þrungin af velvild í garð íslendinga og ber vott um glöggan skilning höfundarins á þeim mikla mun staðhátta og lffsskiiyrða, sem taka verður tillit til, ef samvinna á að geta orðið með Dönum og ís- lendingum. Síðan hefir nefndin gefið út kirkjuleg smárit. >Meddelser fra Dansk-fslandsk Kirkeudvalg* og >Dansk-íslandsk Kirkesag* og nú síð- ast aðalritið, sögu fslenzku kirkjunnar frá siðaskiftum til vorra daga, eftir núverandi biskup landsins. Bók þessi er stór, fullar 16 arkir I stóru broti, myndum skreytt pg prýði- leg mjög að ytra útliti, enda hefir kirkjunefndin notið styrks til útgáf- unnar úr háskóiasjóðnum danska. Eng- um blandast hugur um, að Jón biskup HelgaBon er með lærðustu guðfræð- ingum þessa lands og sérstaklega vel að sér f kirkjusögu. Hitt mun heldur hafa verið dregið í efa, hvort hann hafi það vald yfir máli og stfi, sem til þess þarf *ð skrifa bækur, svo að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.