Dagur - 28.09.1922, Qupperneq 3
36. tbl.
DAQUR
127
Verzlunin BRATTAHLIÐ
hefir ákveöið að láta heiðraða viðskiftavini sína verða aðnjótandi sérstaks tækifærisverðs á hinum ýmsu matvörutegundum
sínum, meðan birgðir endast.
Vörurnar seldar með lægsta heildsöluverði.
Hveiti í sekkjum á 63 kg..........« . . *..........pr. Sk. Kr- 42,00
Hrísgrjón í sekkjum á 100 kg. .....................— — — 68,00
Púðursykur í sekkjum á 100 kg...................— — 90,00
Hg. Sykur í kðssum á 50,8 kg. . . .................- kg. — 1,20
Kaffibaunir Rio í sekkjum á 60 kg.* ...............— — — 2,65
Kandís dökkrauður í kössum á 25,4 kg. . . ..— 1,20
Mjólk í kössum á 48 dósir „Ideal"..................— ks. — 42,00
Kex „Snowflake" (sætt) í ks. á 56 lbs. . . . '......... — 50,00
Þetta er aðeins sýnishorn af verðinu, til pess að fólk sjái að hér er um alveg sérstök kjör að ræða.
Komið í tíma til þess að sem flestir geti orðið aðnjótandi þessara kjarakaupa.
A -f z,,,/ reksturskostnaður verslunar okkar er mjög mikið
AF HVERJU QETUM VIÐ SELT ™ Pvl lœgri, en margra annara verslana i þessum bœ.
VÖRUR OKKAR SVO LÁQU VERÐI? Af bví v°rur okkar koma beint frá framleiðendum, eða stœrstu heildsölu-
/1/ [J VI /n-isum erienc/js 0g er þaft bezta tryggingin fyrír lágu vöruverðL
VERZLUNIN BRATTAHLÍÐ,
ÁKUREYRI.
I
ber foringja Sambandsins gagnstæðum
brixlum. Samkv. ásökunum hans setja
þessir menn öll járn í eldinn, til þess
að halda mönnum f skuldaánauð, en
innheimta þó jafnframt skuldir svo
harkalega og halda svo f við menn,
að búast má við þvflfkum afleiðingum,
sem svo skáldlega er lýst á bls. 6o.
(Meira)
Símskeyti.
Reykjavík, 27. sept.
Góð uppskera er i Rússlandi.
Hallærinu lokið. Rússar pakka
hjálparnefnd Nansens og Amer-
íkumanna fyrir fengna hjálp.
Stórbruni varð nýlega í
Smyrna 120 pús. manna hús-
viltir, 60 pús. fórust í eldinum.
Talið líklegt að bandalag verði
með Rússum og Tyrkjum í yfir-
vofandi ófriði í suðausturhorni
Evrópu. Þjóðabandalagið reynir
að stilla til friðar á Balkans-
skaga og tekst sennilega.
Ástandið í Mið-Evrópu fer hríð-
versnandi. Sérfræðinga Banda-
ríkjanna telja óhjákvæmilegt, að
gefa upp hernaðarskuldir og
taka lán í Ameríku.
Sennilegt talið að Landsbank-
anum og ríkisstjórninni takist
að prýsta útlánsvöxtum niður í
6% í október byrjun. Islands-
banki stendur enn á móti.
Mikil óánægja hér út af fram-
komu fræðslumálastjórans í veit-
ingu kennaraembætta*
Fréttaritari Dags.
F r é 11 i r.
Skipafregnir. Goðafosa er á leið
frá Khöfn upp til Austur- og Norður-
landsins. Verður væntanlega hér á
Akureyri seint í næstu viku. Borg
fór f gærmorgun vestur á Húnaflóa-
hafnir til að taka ket Sambandsins til
útflutnings. Villemoes er á leið frá
Ameriku og Gullfoss á leið frá Khöfn
til Rvíkur.
Hjúskaparheit sitt birtu þau ný-
lega ungfrú Hrefna Sigurjónsdóttir og
hr. Haraldur Guðnason bæði til heim-
ilis hér f bænum,
Bruni. Á laugardaginn var brann
bærinn að Miðdal í Laugardal til
kaldra kola og varð litlu bjargað.
Vínverzlun ríkisins. Af henni
ganga þær tröllasögur að um 20
menn eða þar yfir starfi við aðalút-
söluna í Rvfk og hafi margir gffurleg
laun. Þykir mönnum, sem hér muni
vera um óþarflega mikia eyðslu á rfkis-
fé að ræða. Tfminn flytur tillögu um
að afnema þessa stofnun, haga lyfja
innflutningi eins og áður var gert, en
leggja vfnsöluna undir Landsverzlunina
verði henni haldið áfram lengur en
til næsta þings.
Ketsalan. Kf. Eyf. auglýsir ket á
kr. i.oo, kr. 1.20 og kr. 1.25 með
15 aura lækkun eða hækkun eftir þvf
sem ketið selst. Svo slæmar horfur
eru um ketverð, að litlar lfkur eru
taldar til, að verðið hækki upp úr
þessu. Þeir bæjarbúar, sem f fyrra
keyptu ket af Höepfners verzlun borg-
uðuendanlega 15 aurummeira fyrir hvert
kg. en þeir, sem keyptu af kaupfélaginu.
Var það þó skammað f ísl. fyrir
frammistöðuna en um Höepfner vár
þagað.
Athygli skal hér með vakin á aug-
lysingu Brattahlfðar hér í blaðinu.
Verzlun sú stenzt að minsta kosti
samkepni í þvf, að þora að auglýsa
vérð.
Islenzk málfræöi handa alþýðu-
skólum eftir Benedikt Björnsson kenn-
ara í Húsavík er nýkomin út í Prent-
smiðju Björns Jónssonar. Þetta kver
er 66 bls. að stærð. Niðurskipun
efnisins er með nokkuð öðrum hætti
en tfðkast hefir um samskonar bækur.
Ýmsir góðir fslenzkumenn og kennarar
hafa yfirfarið handritið áður út var
gefið. Þeir kennarar, sem þegar hafa
kynst þessari málfræði, telja hana
mjög góða og frágang hennar bera
vott um afburða málfræðiþekkingu og
skilning á kenslu þeirrar greinar.
/Uþjóðalegt skákþiijg var háð í
London f sumar. Hófst það 31. júlf
og stóð í marga daga, Frægustu skák-
menn ýmissa landa, 16 að tölu, tóku
þátt f þvf. Átta verðlaun voru veitt
og voru þau hæstu 250 pund sterling.
Sigurvegarinn varð J. R. Cipablaca
frá Cuba, þá A Alekhine frá Rússlandi,
þá Dr. M. Vidmar frá Czecko-Siovakia,
þá A. Rubinstein frá Pollandi. Vinn-
ingar þeirra voru sem hér segir: 13,
11V2, 11, 10V2.
Ostagerðin í Þingeyjarsýslu
Eins og kunnugt er var f fyrra hafin
ostagerð í Þingeyjarsýslu. Varð nokk-
uð af vörunni annars flokks vara vegna
veikinda ostagerðarmannsins, Jóns A
Guðmundssonar og annara örðugleika.
Spáðu þá margir, að Þingeyingar mundu
gefast upp við svo búið. En á því varð
önnur raun. í ár hefir ostagerðinni verið
haldið áfram svipaðri að vöxtum og
er sagt að nú hafi hún hepnast vel.
Verðið á ostinum er nú áætlað kr.
3.50 danskar og verður osturinn að
mestu seldur til Danmerkur.
Góð kýr,
7 vetra, í 12 merkum, er til sölu.
R. v. á.
Umslög,
ódýr og falleg nýkomin.
Prentsmiðja 0. Björnssonar.
Aðalsíræfi 17. Talsími 45.
Kaupendur
blaðsins f Múlasýslum og Norður-Ping-
eyjarsýslu eru beðnir að greiða áskriftar-
gjöldin til þess kaupfélags, sem þeir
verzla við,
Eyfirðingar!
Greiðið andvirði blaðsins til Kaup-
félags Eyfirðinga eða útbús þess á
Dalvík, eftir því sem yður hentar bezt.
Dragferja hefir nýlega verið sett á
Skjálfandafljót, gegnt Þoroddsst f Köldu-
kinn. Hún mun vera það stór, að hún
taki hesta með kerru. Frekar er blað-
inu ekki kunnugt um ferju þessa, þvf
enginn Þingeyingur hefir lagt það á
sig, að greina blaðinu nánar frá þess-
ari ekki lftilsverðu samgöngubót.
Mælingamenn eru f. nokkru komnir
hér til bæjarins, til þess að mæla og
kortleggja götur og hús bæjarins
samkv. nýlegum lögum frá Alþingi um
skipulag bæja. Fyrir verkinu stendur
Jón Víðis og hefir sér til aðstoðar
Ásgeir J. Jakobsson. Verkfræðingur
rfkisins, Geir Zoega hefir yfirumsjón-
ina með verkinu.