Dagur - 05.10.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 05.10.1922, Blaðsíða 2
130 DAOUR 40. tbl. Eins og áður er greint, stóð hagur bænda við árslok 1919 með blóma. Yfirleitt höfðu menn staðið vel f skil- um og sumir áttu allmiklar innieignir. Ekkert benti á yfirvofandi hættu. Þá heyrðist ekki samábyrgðarflækja nefnd á nafn né skuldaveizlun. Samt sem áður hefðu framkvæmdastjórar sam- vinnuféiaganna átt, samkv. kröfu B. Kr., að brjóta þá viðskiftareglu, sem hefir verið og er énn óhjákvæmileg f fslenzkri verzlun, vegna verzlunarað- stöðu, veltufjárskorts og lánstofnana- leysis. Þeir hefðu átt að þvernelta bœndum um lán. Og þeir hefðu átt að neita jafn harðvítugtega, þó við lœgi, eins og raun var á, kollfellir á búfé bænda á stórum svœðum á landinu Spurningarnar, sem krefjast verður að B. Kr. svari eða kyngi niður ásök- unum sínum og fullyrðingum að öðr- um kosti, eru þessar: Sá B. Kr. með öllu sfnu kaup- mannsviti og sinni verzlunarþekkingu, sem hann gumar svo mikið af, fyrir f árslok 1919, hvernig fara mundi? Hafi hann séð það, hví hóf hann ekki upp sfna spámannsrödd yfir þessa vesælu og skammsýnu þjóð? Hafi hann ekki séð lengra nefi sfnu fremur enn aðrir, hví gerir hann þá kröfu til samvinnufélaganna um, að þau hefðu átt að neita góðum skila- mönnum um verzlunarlán, jafnvel til að bjarga bústofni manna frá hordauða? Hvert áttu bændur að leita fyrir sér um peningalán, til þess að greiða með lffsnauðsynjar sfnar, sem á þessu ári urðu óveujulega miklar og btýnar? Áður en B Kr. mátti leyfa sér að varpa fram áður nefndri ásökun, var honum skylt að svara þessum spurn- ingum. Maður eins og hann, með þekt nafn, mátti ekki leyfa sér að bera frám slfkar staðhæfingar, að skuldir bænda væru verzlunarstefnu samvinnu- félaganna að kenna, án þess að benda Ijóslega á, að þau befðu getað farið öðruvfsi að, eins og á stóð. Það er fyrirfram vitanlegt að B Kr. getur ekki svarað þessum spurningum á þann hátt, að málstaður hans styrkist við það. Sannindi þessa máls eru hverjum hugsandi sveitadreng Ijós. Þau sannindi ganga f berhögg við stað- hæfingar B. Kr. og stimpia hann sem opinberan blekkingamann. Öllum er Ijóst, að eins og á stóð, þegar ein- stökum bændum var hvergi unt að fá peningalán til verzlunarþarfa, en fellir ógnaði á aðra uönd, var samvinnu- félögunum ekki einungis vítalaust, að lána þeim mönnum, sem að þeim tfma höfðu staðið f fullum skilum, heldur var þeim það skylt. Símskeyti. Reykjavfk, 4. október. Eftir ósigrana við Tyrki gerðu Grikkir uppreisn. Ráku Con- stantin konung frá völdum og er hann á leið til Ameríku. Georg prins tekur við völdum. Tólf herforingjar mynda bráða- birgðastjórn. Venizelos kvað ekki vilja ráðherravöld, en vera yfir sendiherrum Grikkja erlendis. Tyrkir sækja meira og meira frarh yfir hlutlausa beltið. Bretar una pví illa. Serbar albúnir til ófriðar. Sumir telja stórnarbylt- ingu þar og konung myrtan. Hlutabréf Landmandsbankans seljast manna milli á 15 krónur 1000 krónurnar. Fréttaritari Dags. íslenzk iðnaðarviðleitni. (Framh.) Skinnaverkun. Nú sem stendur eru því nær allar gærur, sem út eru fluttar, saltaðar, bundnar saman í bögla og síðan flattar út óhreinar og illa til reika, eins og mjög verðlftil hrávara. Stund- um spillast þær í geymslu og flutn- ingi og verða ónýtar. Á þessu þarf vitanlega að verða breyting og svo virðist sem einna auðveldast ætti að geta verið, að koma þeirri breytingu til leiðar. Vel verkuð skinn verða altaf meira og minna útgengileg vara f heiminum, auk þess, sem við sjálfir ættum að geta hagnýtt skinnin miklu meira en nú er gert í landinu sjálfu. Og verkun skinnanr.a ætti ekki að verða svo ýkja kostnaðarsöm, ef hún væri rekin í stórum stíl og með ráð- deild. Fyrir tveim árum byrjaði ungur maður hér á Akureyri, Haraldur Guðnason að nafni, skinnaverkun hér á staðnum og hefir hann góðfúslega gefið blaðinu eftirfarandi upplýsingar um fyiirtækið: Sfðan hann byrjaði, hefir hann verk- að alls um 3000 gærur. Meiri hlut- ann af skinnum þessum hefir hann sútað með ullinni á (hvftsútað). Þau skinn eru hin fegursta vara. Hinn hlutann hefir hann »garvað* og eru þau útlítandi sem venjuleg skinn til söðlasmfðis, bæði svört og gul. Skinn- in hafa selst vel og aðallega til út- landa og einkum til Danmerkur og verðið hefir verið um 13 kr. til jaín- aðar. Virðist það vera dágott verð samanborið við tilkostnað og manna- hald, sem þó hlýtur að hafa verið meira hvorttveggja tiltölulega en verða myndi, ef slík fyrirtæki væru rekin í stórum stfl. Búast má við að kropp- urinn af meðaidilkum komist niður í 13 kr. áður langt líður, eða neðar. Má það vera bændum umhugsunarefni, að sauðskinn þeirra eru nú, þó f smá- um stfl sé, verkuð hér, með ekki gífurlegum kostnaði og seld sama verði til útlanda. Er enginn vafi á þvf, að gæruverðið mundi stórlega hækka, ef skinnin yrðu þannig með farin. Sem betur fer, hefir nú þegar verið hafist handa í þessu máli. Maður er nefndur Þorsteinn Davfðsson, ættaður úr Fnjóskadal, ungur og eínilegur. Þennan mann hefir Samband ísl. Sam- vinnuíélaga sent til Amerfku til að læra skinnaverkun. Lætur Þorsteinn vel af sér vestur þar. Einkum þykir honum mikið koma til þeirrar greinar í skinniðnaðinum, sem lýtur að hanzka- gerð og að skinn okkar séu mjög hentug til þeirra hluta. Ef til vill rennur upp yfir þetta land áður langt um lfður öld skinna- verkunar og skinniðnaðar og mætti það orka miklu um breytt og bætt lífsskilyrði íslenzkra bænda, ef þeir bera gæfu til að hrynda því máli fram og reisa það á samvinnugund velli. Veiðarfæri. Á sviði sjávarútvegarins er að sjálf- sögðu gffurlega raikið ógert, til þess að gera þann atvinnuveg sjálfstæðari og veita íólki um leið atvinnu yfir vetrarmánuðina við tilbúning veiðar- færa. Virðist vera furðulftið að þessu gert af þeim, sem fremstir standa í þeim atvinnuvegi. Eins og kunnugt er, leggur sá maður, sem vegna stöðu sinnar ætti einkum að beita sér fyrir skynsamlegum umbótum á þessu sviði, alla áherzlu á það, að rífast um stein- olíuverzlun ríkisins væntanlegu. Ekki er blaðinu til hlftar kunnugt um, hversu mikil viðleitni í þessa átt á sér stað á landinu. Kunnugt er, að Sigurjón Pétursson hefir um nokkurt skeið rekið netjagerðarsmiðju og til og frá á landinu mun vera gert lítils- háttár að bætingum og viðgerð veiðar- færa um vetrartfmann. Eitt af þvf, sem flutt er inn til sfidveiðanna og kostar of íjár, eru tunnurnar. Enginn vafi er á því að Llendingar gætu smíðað hverja tunnu sjálfir og að engu lakari vöru en þá sem inn er flutt. Tilraun er nú gerð hér á Akureyri f þessa átt, sem Dagur hefir leitað sér upplýsinga um og sem nú skal skýrt frá. Bræðurnir Espholin hafa sett upp bér í bæ síldartunnuverksmiðju Eftir þeim upplýsingum, sem þeir gefa, hafa þeir smíðað um 75 tunnur á dag en fyrirtækið hefir verið rekið aðeins í smáum stíl, enn sem komið er. En væri það rekið að fullum krafti, búast þeir við, að geta smíðað 200 — 300 tunnur og veitt 15 — 20 mönnum at- vinnu. Þrátt fyrir e?fiðleika á innkaup- um efnis og þrátt fyrir það, að þetta hefir verið rekið f smáum stfl, hafa þeir vel getað kept við erlendan mark- að með sæmilegum hagnaði og tunn- urnar hafa að sögn þótt ágætar. Veltu- fjárskortur til innkaupa á efni mun hamla fyrirtæki þessu, því bankarnir lána fáum öðrum en þeirn, sern þeir vegna sjálfra sín verða að halda á íloti. En að trygðu þvf, að tunnurnar væru góðar og að fyrirtækið væri rekið með hagsýni virðist svo, sem bankarnir ættu að styrkja þesskonar viðleitni. Kryddsíld. Þá er enn ein ný viðleitni til auk- innar og bættrar framleiðslu, sem ástæða er til að geta um. Csrl Schiöth kaupmaður hér í bæ gerði sfðastliðið vor tilraun að leggja smásfld (ansjósur) niður í dósir og hepnaðist það ágæt- lega. AIIs lagði hann niður f 1600 punds dósir, sem hann selur á kr. 1.50 hverja en eilthvað minna, ef keypt er f stærri slöttum. Þessi kryddaða dósa- síld Carls hefir reynst ágætlega og hefir hann hugsað sér að endurtaka þetta f stærri stfl næsta vor og ieggja riður í 5000 dósir. Ennfremur hefir hann í hyggju að Ieggja niður í dósir næstkomandi vetur svcnefnda »Gaffel- biterc þ, e. beinlaus og roðlaus sfld skorin í smábita og krydduð. Ekki er að efa, að Carli gefast þessar tilraunir vel, en þetta er að- eins örstutt skref stigið á langri leið, sem við íslendingar þurfum að fara í þessu efni. Óvfða eða hvergi munu vera slíkar síldveiðistöðvar sem hér við land. Óhemju auður stendur ís- lendingum til boða árlega, en sem þeim verður oft harla lítið úr, af því að þeir hafa ekki bolmagn, mannrænu né þekkingu, til þess að framleiða úr sfldinni útgengilega vöru, heldur keppa við Norðmenn um þröngan saltsfldarmarkað í Svfþjóð. Við þurfum að leggja meiri áherzlu á kryddsfldar- framleiðsluna og vinna um leið stærri markað. Á víðavarigi. Vöndur réttlœtisins. Þann 23. júní 1920 var með bréfi stjórnarráðs- ins lagt fyrir bæjarfógetann á Lafirði að hefja réttarrannsókn á hendur aukalækni Eiiíki Kerúlf út af grun um, að læknirinn hefði gert sig sekan um brot á bannlögunum. Með dómi setts dómara, Páls Jónssonar, lauk máli þessu svo f héraði, að læknirinn var sfknaður. Var málinu sfðan vfsað til Hæstaréttar og féll dómur þar 12. júnf s. 1. Við rannsókn málsins hefir það sannast, að kærði hefir á tfmabilinu frá 1. maf 1919 til 30. aprfl 1921 látið út 2500 áfengisseðla til um 845 manna. Áfengið, sem út var látið á seðla þessa, var um 1028 lítrar spiritus, um 694 1. koníakk, 58 1. portvín og sherry og um 6 1. af rauðvfni. Áfengisseðlarnir voru látnir úti daglega og ekki ósjaldan 20—30 á dag. Hæstur skamtur af spiritus var 2200 gr., af konfakki 10 I. Sam- kv. vitnaframburði hefir hann tekið 2—5 kr. íyrir hvern seðil. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að fella bæri úr gildi héraðsdóminn, þar sem hinn kærða yrði að telja brotlegan við bannlögin og með því að kærði hefir áður með landsyfirréttardómi 16. júlí 1917 verið dæmdur í 200 kr. aekt fyrir samskonar brot, þykir hon- um- refsingin vera hæfilega ákveðin 600 kr. sekt. til trfkissjóðs. Aldrei hefir komið í ljós skýrari hrygðar- mynd af lögutn þessum. Kerúlf læknir selur á einu ári 2500 áfengisseðla á 2—5 kr. eða kr. 3.50 hvern, samt, 8.750 kr. Fyrir endurtekið brot þykir honum vera hæfilega refsað með 600 kr. sekt. Eftir hálfan mánuð getur Kerúlf verið búinn að vinna upp sektir og málskostnað og getur sfðan rekið atvinnu sfna áfram með góðum hagnaðt og llklega sæmilegri samvizku, þvf hann er búinn að þola högg at vendt réttlætisins og lögvirðingarinnar f þessu landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.