Dagur - 05.10.1922, Blaðsíða 1
DAGUR
kentur út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi
fyrir 1. júlí. Innheiintuna annast
ritstjóri blaðsins.
V. ár.
AFOREIÐSLAN
er hjá Jónl I>. l>ór,
Norðurgótu 3. Talsimi 112,
Uppsögn, hundin við áramót,
sé komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri, 5. október 1922.
40. blaö.
M-Ó-O-F-N-A
mjög góða, hentuga í baðstofur og sveita-
heimili, útvega eg. Þeir, sem hafa reynt
ofnana, Ijúka lofsorði á þá. Byrgðir fyrir-
liggjandi.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. 'jkr Akureyri
Ví f i 1 s stað a h æ 1 i ð.
(Frarnh.)
í síöasta blaði var þess látið getið,
að nokkur orð mundu verða lögð í
belg um málið. En síðan það var
ritað, hefir svo um skipast í máli
þessu, að nálega mega heita óparfar
frekari umræður um það, að svo
stöddu. Nefnd hefir verið skipuð til
rarfnsóknar og í nefndina hafa valist
menn, sem vænta má að leysi starf
sitt af höndum samvizkusamlega frá
báðum hliðum, bæði pjóðarinnar,
sem á svo mikið í húfi, þar sem
þessi stofnun er, og starfsfólks hæli-
sins, sem hefir verið svo þungum
og vafalaust í mörgum greinum
óverðskulduðum sökum borið.
Ekki tel eg þó ástæðu, til að þegja
yfir áliti mfnu á hælinu, sem styðst
við þá kynningu, sem eg hefi hlotið,
að vísu ekki gagngerða en þó nokkra.
Almennastar voru umkvartanirnar
um matreiðsluna og munu þær hafa
við gildust rök að styðjast. Það
kemur fyrir á Vífilsstöðum, að sjúkl-
ingum og starfsfólki verður samtímis
flt af matnum. Það kom seinast fyrir
á Páskunum síðastliðnu. Sjálfur var
eg sjónarvottur að því, að sjúkling-
um var borinn fiskur, sem aldrej
hafði hitnað við dálkinn. Eg hygg
því, 'að það mundi vera haþparáð,
að skifta um matselju.
fijúkrunarmál okkar eru enn skamt
á veg kominn. Veldur þvíjámenni
og fátækt. Það má af líkum ráða,
að til Vífilsstaða veljist óvaldar og
ókunnandi hjúkrunarkonur og ekki
ætíð jafn hjartagóðar, skapstiltar né
gæddar þeirri dómgreind, sem æski-
legt væri. Hjúkrunarlið mun einnig
vera í minsta Iagi og koma mun
það fyrir, að mikið veikir sjúkíingar
njóti ekki þeirrar hjúkrunar að nóttu
til, sem krefjast verður.
Svo virðist, sem þaö sé einum
manni ofætlun, að sinna þörfum
um 120 sjúklinga nægilega mikið
og að þvf sé mjög á annan hátt,
varið í samskonar stofnunum er-
lendis. Með því er ekki gefiö í skyn,
að hin verklega hlið á starfi læknis-
ins sé á neinn hátt vanrækt. En
með of lítilli kynningu læknis og
sjúklinga og of fáu og lítið völdu
hjúkrunarliði getur tæplega orðið
Iögð nógu mikil áherzla á hina
sálarlegu (psychical) hlið meðferðar-
innar á mörgum sjúklingi. En sú
hliðin verður sennilega í framtíð-
iuni talin aðalatriði.
Aginn, sem er í sjálfu sér nauð-
synlegur, fær á sig því harðneskju-
legri blæ, sem færri er á að skipa
til eftirlits og minni samúð er milli
sjúklinga og hjúkrunarliðs. Það mun
vera alltítt, að sjúklingar líti á sjálfa
sig sem fanga, sem séu sviftir öllum
sjálfstæöum vilja. En að lama vilja-
kraft þessa fólks, er líklega ekki
lítið hættulegt.
En meiri vandi er að koma þess-
um málum fyrir á bezta hált, en
þeir gera sér Ijóst, sem harðast
deila á. Brixlyrði í garð yfirlæknis-
ins um þekkingarskort og mann-
vonzku og í garð yfirhjúkrunarkon-
unnar um óskyldurækni munu ekki
hafa við neitt að styðjast.
Læt eg svo óútrætt um þetta, en
vænti góðs árangurs af starfi rann-
sóknarnefndarinnar.
/. P.
»Verzlunarólagið«.
(Framh.)
Árið 1920.
Viðburðasaga íslenzkrar verzlunar
og atvinnuvega verður aldrei rakin,
án þess að sérstaklega verði minst
árins 1920, vegna þess að það ár
hefir eitt valdið meiri umhvöríun á
almennum efnahag manna hér á landi,
en dæmi eru til i sögu landsins.
Sú staðhæfing B Kr. og annara
óvildarmanna samvinnuíélaganna, að
Sambandið og deildir þess hafi, með
veiztunarstefnu sinni, steypt bændum
( botnlausar skuldir, gefur ástæðu, til
að staðnæmsst við þetta minnissæða
ár.
En áhrif ársins verða ekki að fullu
skilin, nema litið sé yfir árin á undan
og athugað hvernig rás viðburðanna
hlaut að draga til þeirra úrslita, sem
urðu. Sé það gert með atbygli og
skilningi, sést Ijóslega, hversu ástæðu-
lausar, ómaklegar og illgirnislegar eru
áðurnefndar áskanir. Það reynir á geð-
stillingu hvers manns, að þurfa að
berja niður þessa fjarstæðu hvað eftir
annað. En þar sem ekki ómerkari
maður en B, Kr. hefir leyft sér, að
beita enn á ný þessu vopni, er ekki
ástæðulaust, að berja fjarstæðuna niður
allrækilega f eitt skifti fyrir öll.
Verðbreytingaöfgarnar, sem stríðið
órsakaði, riðu ekki verulega um þver-
bak, fyr en að ófriðnum loknum.
Framan af á strfðsárunum hélzt verð-
hækkun á fslenzkum landbúnaðarafurð-
um nokkurn veginn á hendur við verð-
hækkun erlendra vara. En árin 1918
og 1919 stigu landbúnaðarafurðir upp
f þvflíkt geip og einkum ketið árið
1919, að jafnvel tók fram verðhækkun
aðfluttrar vöru. Á þessum árum bjuggu
bændur yfirleitt ekki við tekjuhalla
heldur fremur við tekjuafgang. Því
nær allir stóðu mæta vel f skilum og
sumir græddu fé til drátta. Afleiðingin
var sú, að hagur bænda stóð með
mikium blóma tiltölulega í árslok 1919.
Þetta er öllum bændum kunnugt og
tjáir ekki á móti að mæla.
B. Kr. o. fl. stiðhæfa, að tap bænda
og skuldir sfðustu tvö árin sé að
kenna verzlunarstefnu samvinnufélag-
anna. Með eins miklum og meiri rétti
mætti segjo, að gróði bænda og inn-
eignir árin igi8 og 1919 hafi verið
þcssari sömu verzlunarstefnu að þakka.
Hvorugt er rétt og enn sfður hið fyr-
nefnda. Að vfsu er það rétt, að gróði
bænda þessi ár varð meiri vegna
samvinnuverzlunarinnar, en ella hefði
hann orðið, með því að allur hagnað-
urinn af ábatasömum viðskiftum rann
til sjálfra þeirra. Ennfremur er það
satt, að bændur hefðu ekki án sam-
vinnuverzlunar eignast þau verðmæti
og sjóði f verzlunarrekstrinum, sem
gerir þeim fært yfirleitt, að rísa með
djörtung gegn erfiðleikum þessara ára
og aldrei hefði komist til leiðar f
höndum kaupmanna sú vöruvöndun^
sem fengin er. Og enn er það satt,
að Sambandinu hepnaðist sala þeirra
vara, er það hafði með höndum árið
1919 betur en nokkrum öðrum, sem
verzluðu með íslenzkar vörur það ár.
En þrátt fyrir alt þetta verður verzl-
unarstefnu samvinnumánna ekki með
réttu að öllu þakkað gengi bænda
fyrstu árin eftir strfðið. Meginorsakirnar
voru okkur með öllu ósjálfráðar og
óviðráðanlegar verðbyllingat í heiminum,
Það má telja það alveg vfst, að B.
Kr. uni því vel, að þessi heiður sé af
samvinnufélögunum tekinn. En þá verður
hann jafnframt að sætta sig við það, að
heilskygnir menn sjái gegnum blekkinga-
moldviðri hans og skilji að nákvcem-
lega sömu óviðráðanlegu verðbylíingarnar
hafi orsakað tap bœnda og skuldir
siðustu árin. Að játa öðru, en neita
hinu, rer of kröpp mótsögn, til þess
að hafa sig út úr, jafnvel fyrir svo
loðmæltan mann, sem B. Kr. er.
Hvergi fæst jafnljóst yfirlit um
greinir þessara mála, éins og ef stað-
næmst er við árslok 1919. Þar deilir
vötnum f efnahag fslenzkra bænda og
hallar til beggja hliða. Þar er upp-
gangsárunum lokið og tapárin byrja.
Til þess að skilja, að svo hlaut að
fara, sem fór, í öllum höfuðdráttum,
þarf að athuga vel aðstöðu kaupsýslu-
fyrirtækjanna og alls almennings á
þeim áramótum. Að baki eru upp-
gangsár og hið sfðasta mest. Fram-
undan hefst hið árlega óhjákvæmilega
óvissutfmabil f fslenzkri verzlun og
búskap. Þegar viðskiftaárið hefst, veit
enginn, né getur haft minstu hugmynd
um, hvað árið muni bera f skauti sér.
Af líkum að dæma, voru horfurnar
alls ekki ískyggilegar. Að þeim tíma
höfðu landbúnaðarafurðir gert betur,
en að halda í fullu tré við verðhækkun
aðkeyptra vara. Dýrtíðin var enn f
algleymingi og vörur jafnvel hækkandi.
Á aðrá hönd höfðu undangengin ár
gert landsmenn alla um of bjartsýna
á viðskiftahamingjuna og um leið óvar-
huga. I'raman af árinu kom ekkert f
ljós, sem hægt var að ætlast til, að
bændur, eða framkvæmdastjórar þeirra,
tækju sem tákn þess, er yfir vofði.
Árið lfður. Erlendar vörur hækka
enn og komast f hámark. Verkaiaun
hækka gffurlega og ná sömuleiðis há-
marki. Um vorið koma óvenjuleg harð-
indi og bændur bjarga fé sínu frá
hordauða með gffurlegum kostnaði og
við enda óvissutfmabils þessa minnis-
stæða árs kemur f Ijós, að vörur. þær,
sem bændur þurfa að borga alt þetta
með, falla í verði frá 30—50°lo.
Það ætti ekki að vera erfltt að
skilja, að reikningslegur hagur bænda
hlaut að standa ver að liðnu slfku ári,
en áður stóð hann og að sumir þeirra
hlutu að komast f allmiklar verzlunar-
skuldir. Reikningslegt tep bænda um
alt land, jafnt samvinnumanna sem
annará, nam mörgum milljónum króna.
Vorharðindin áttu mjög drjúgan þátt
f þessu tapi. í einu samvinnufélagi
norðan lands stóð reikningslegur hagur
bænda 400 000 kr. var að árinu liðnu,
en áður. Og við athugun kom f ljóa
að verðfallið á vörunum nam svipaðri
upphæð.
Áð kenna verzlunarstéfnu samvinnu-
manna um þessi úrslit, er ekki ein*
ungis írábærilega heimskulegt, heldur
er það vísvitandi misþyrming á rétt-
um rökum, sem er stórvftaverð f fari
B. Kr. Skulu hér nú lagðar fyrir hann
nokkrar spurningar, sem honum er
nauðsynlégt að geta svarað, ef hann
viil forðast þá hneisu, að menn álfti
hann hafa farið með vfsvitandi, yfir-
borðslegar blekkingar f þjóðfélagslegu
vandamáli.