Dagur - 23.12.1922, Side 2
168
DAOUR
51. tbl.
öldutn saman, þroskast ekki
hæfileiki, til að geta látið stjórnast.
Hún leggur alt kapp á, þegar um
losnar, að hrynda af sér öllum bönd-
um og henni verður það á, að
troða sína beztu menn undir fótum.
Pað er ekki hægt að gera ráð fyrir
því, að hver kynslóð eignist mann,
sem ekki lætur troðast undir í þeirri
oflátungaþraung.
Síðan Hannes Hafstein og Björn
Jónsson íéllu frá, hefir hnefinn aldrei
verið lagður á borðiö. Stjórnmál
okkar eru að komast í úrslitalausa
bendu, þar sem forðast er að stíga
stór og tvísýn spor. Hér er óvið-
eigandi að fara langt út í það mál.
En hjá þeim hugleiöingum verður
ekki komist, þegar Hannes Hafstein
er metinn. Ef unt á að verða, að
hefja þjóðina úr núverandi ófremdar-
ástandi, skortir ekkert jafn tilfinnan-
lega eins og hans Iíka, foringja með
sterkan vilja, sem þori að leggja
hnefann á borðið. Yfirþáauðn.sem nú
blasir við í ráðuneytisstjórn landsins,
þar sem tæplega er hægt að hugsa sér
svo óverulegan goluþyt, að hann ekki
fengi því orkað, að skjóta ráðuneyt-
inu skelk í bringu, gnæfir hann hátt
maðurinn, sem þorði aö kalla of-
sókna og æsingastorm um alt land
goluþyt. Maðurinn, sem vann mesta
og djarfasta stjórnmálalegt þrekvirki,
sem unnið hefir verið í framfara-
málum landsins og reyndist því
máli trúr, hvað sem það kynni að
hosta sjálfan hann.
Símskeyti.
Reykjavík, 21. desember.
Jafnaðarmenn í Köln hafa
beðið ensku stjórnina um, að
leyfa enska setuliðinu að vera
þar Iengur, svo ekki yrði sendur
þangað franskur her.
Mussolini forsætisráðherra
Itala fagnað í Rómaborg sem
sigurvegara eftir Lundúnafund-
inn; talið að honum hafi tekist,
að fá brezku stjórnina, til að
gefa Itölum eftir öll hernaðar-
lánin. — Fascistar hafa sérstak-
an þjóðvörð undir stjórn Muss-
olini.
Auðmaðurinn Morgan hefir
ráðlagt Bandaríkjunum, að lána
Þjóðverjum IV2 milljarð dollara.
Við þá frétt og umræður hækk-
aði þýska markið mikið.
Óaldarmenn hafa skotið for-
seta Póllands. Forseti þingsins
gegnir embætti hans um stund-
arsakir.
Síðustu leyfar enska hersins
hafa verið fluttar heim frá Ir-
landi.
Jarðarför Hannesar Hafsteins
fer fram á morgun (föstud.) á
alþjóðarkostnað.
Frétta ritari Dagí.
I.
Oóðlátlegir skuggar lfða um þver-
an dal yfir tunglsljósbjartar fannir,
því um loftið fara frá vestri til austurs
slitróttir skýjabólstrar eins og leyfar
horfinna hersveita. Jólaljós festingar-
innar streymir yfir hijóðan dalinn,
svo að hvergi ber skugga á, nema
í gljúfrunum, þar sem dyr opnast
inn í æíinlýrariki öræfanna. í brún-
um hins hrjúfa fjallgarðs, sem beygir
sig fyrir norðurenda dalsins og
lokar honum meira en til hálfs, hata
jötunmögn þeirra alda, sem eru
horínar óralangt í djúp fortíðarinnar,
hlaðið altari guðs. Á stöilum og
gnýpum bergtindanna Ioga ljós
hátíðarinnar, þar sem smáfannir
sindra geislum mánans.
Friður, friður hnígur eins og him-
nesk blessun yfir jörðina. Boðskapur
himnanna: „Friður á jöröu og vel-
þóknun yfir mönnunum" ómar í
andblæ næturinnar. Hin hrjáða jörð
breytist í draumríki dýpstu mann-
legrar þrár, þar sem friður, farsæld
og kærleikur búa.
Við hlíðarfótinn í miðjum dalnum
hjúfrar sig lítill bær í brekkufaðmi
milli tveggja hóla. Hann er yfir-
lætislaus en snirtilegur. Fátækt og
trúmenska hafa ráöiö þar ríki um
langa tíð. A þessum bæ hefir rokið
óvenjulega mikið þennan dag. Jóla-
viðbúnaöurinn hefir verið mestur
þann daginn og bærinn er fullur
af sjaldgæfri, angandi matarlykt.
Gegnum alt kunnáttuleysi mannanna,
að hagníta sér gjafir guðs og nátt-
úrunnar, hefir það sjaldan brugðist,
að jafnvel fátækustu foreldrar fyndu
einhver úrræði, til að veita börnum
sínum jóiagleði. Og jólin koma í
þennan litla bæ. Ótvíræð íslenzk
sveita jól. Og það kemur sér betur
því á bænum eru börn, sem hafa
alt af hlakkað tii jólanna siðan um
síðustu jól; en þó einkum síðan
dagana dimdi og fyrstu snjóa gerði.
Og nú hafa þau með vaxandi hrifn-
ingu rásað milli búrs og baðstofu.
Inni hefir amma gamla þvegið alt
hátt og lágt, en mamma stjórnar
frammi. Og pabbi sagöist ætla að
gefa kindunum meira en vant væri,
af því að öllum ætti að líða svo vel
á jólunum. í rökkurbyrjun voru þau
tekin og þvegin öll mjög rækilega
hátt og lágt og svo höfðu þau öll
fengið nýja flík, til þess að þau
„klæddu ekki köttinn." Það er svo
skelfilegt „að kiæða köttinn," að það
getur ekkert barn gert ógrátandi.
En grátur barns á jólunum er sár-
astur af allri heimsins sorg. Og
pabbi er kominn inn frá gegning-
unum og búinn að þvo sér líka.
Og alt er svo hreint og bjart og
mamma er svo glöð og iítið þreytt.
t>að eru jól.
Og svo er jólamaturinn borinn
inn. Hverjum er skamtað sitt: hrok-
aðir diskar af hangiketi og allskonar
góðgæti og þar að auki fær hver
hlaða af Iaufabrauði, snjóhvítu og
yndislega góðu. Og þetta alt er
svo mikið, að ekki einungis fær
hver og einn nægju sína, heldur
hlýtur að leyfa miklu, svo að jólin
geta að nokkru leyti endurtekið sig,
hver veit hvað lengi?
Klukkan sex var oröið heilagt og
eftir það máltu ekki eiga sér stað
nein ærsl og ólæti, heldur aðeins
gleðihlátrar og hjartans fögnuður.
Að lokinni hljóðlátri og ánægjulegri
máltíð er Iesinn jólalesturinn og að
honum loknum, er kveikt á kert-
unum, meðan mamma hitar kaffið.
Og börnin marka sjálf á kertunum:
þangað mega þau brenna og ekki
lengra, því þau eiga að bera birtu
jólanna inn í ókomna daga. Og
litlu augun eru kvik og tindrandi
björt, því hjartað er fult af hreinasta
sælulögnuði, sem guð gefur börnum
jarðarinnar.
Meöan háttatiminn nálgast, segir
amma Iitiu börnunum meira um
afmælisbarnið, Jesúm Krist, sem þessa
nótt var fæddur í fjárhúsjötu í borg-
inni Betlehem. Amma kunni svo
margt um hann, hvað hann var
vitur og góður og að hann kom
til að taka smábörn í faðm sinn og
blessa þau. Og í himninum býður
hann faðm sinn hverju barni og
hverjum, sem til hans kemur eins
og barn.
Og nóttin er komin með þreyt'
unnar djúpa svefn. Ljós jólanætur-
innar vakir í heimkynni góðra
manna, þar sem er unnað og þjáöst
með kærleikans óbifanlegu þollyndi.
En dýrð festingarinnar hvelfist yfir
lítinn bæ í brekkufaðmi milli tveggja
hóla.
II.
Jólin hafa öld eftir öld gefið okkur
Ijósustu sannanirnar fyrir því, að
raunverulegt gildi hlutanna fer ekki
eins mikiö eftir því, hversu dýrir
þeir eru og ásjálegir, eins og eftir
því, hvernig þ^ir svara til þrár mann-
anna og eftirlöngunar. Lífskröfurnar
fylgja engri ákveðinni mælisnúru,
en þœr ráða gildi hlutanna. Naum-
ast er á öðru tvennu meiri munur,
en á jólum fátæks sveitarheimilis og
á ríks manns heimili í kaupstað. En
hver vill segja að fögnuður og gleði
jólanna sé minni á sveitarheimilinu
en í kaupstaðnum?
„Man eg það, er sviftur allri sút,
sat eg barn raeð rauðan vasaklút."
Svo kvað Matthias. Naumast hefir
nokkur stærri jólagjöf síðari ára glatt
barnshjarta hans meira en rauði
vasaklúturinn í foreldrahúsum. Stór
gjöf er ekki meira verð því barni,
sem oftlega þiggur gjafir, en lítil
gjöf því, sem sjaldan er gefið. Sveitar-
barnið gleðst jafnmikið eða meira
yfir kertaljósi en kaupstaðarbarnið
yfir jólatténu. Sú gjöf er stærst,
sem gleður hjartað mest, því þakk-
látt hjarta er betra en ytra skraut.
Fyrir því skyidum við forðast þá
viliu, að meta gildi iífsins of mjög
Nýtt hjá
Sigurði bóksala.
Jólagjöfin VI.
Jólarósir (skrautútgáfa).
Hallgrímskver (Péturssónar).
í Betlihem (sönglag Kaldalóns).
Har. Níelsson: Hví slær þú mig? II,
Sig. Pét: Um vetrarsólhvörf II.
Jón Sveinsson: Nonni.
Jak. Thorarensen: Kyljur.
J. J. Aðils: ísl. þjóðerni.
Pemberton: Borgin óvinnandi.
Leiðarvísir f ástamálum II.
Barnabækur 0. fl.
Erfiminning Matt. Joch.
Ennfremur mikið af útlendum
fræði- og skemtibókum hentugum til
jólagjafa.Lindarpennar,seðlaveski o.fl.
eftir ytri gæðum, heldur eftir því
hjartalagi, sem getur glaðst yfir litlu
og þolað mikinn harm, án þess að
glata „Iifandi von." Bjartur morgun
verður enn þá bjartari í augum
þess manns, sem lengi hefir í myrkri
setiö. Ynnra viðhorf er aðalatriöi,
sem gefur ytri gæðum breytilegt
gildi. Enginn skollaleikur er jafn
fávíslegur, eins og þess manns, sem
reynir að elta uppi og fullnægja
eigin vaxandi kröfum.
Og í þessu Ijósi ber að skoða
gildi jólahaldsins. Okkur ber að
athuga með hverskonar hjartalagi
við göngum inn í fögnuð hátíðar-
innar. Að hve miklu leyti við helg-
um sjálfu afmælisbarninu hugsanir
okkar og gerðir. Er ekki jólahaldiö
að verða allvíða taumlaus viðleitni,
að fullnægja vaxandi kröfum, þar
sem heimtufrekja ræður hugarástand-
inu?
Jól! ó jól! Það máttuga orð, sem
með hljómi sfnum hefir öld eftir
öld komið þúsundum milljóna af
barnahjörtum til að titra af fögnuöi.
Megi hljómur þess nú og jafnan
sefa æsta hugi viltra manna og milda
heimsins grimd. Ouð gefi okkur
öllum þá náð, að við, fyrir mátt
þess orðs, fögnum jólahátíðinni eins
og börn; því ávinningur jólahátíðar-
innar er ekki fólginn f ytra mikil-
læti, heldur í innri gleði, sem er
vaxin við kærleikans heimilisarinn
og sem vex við skinið af hverju
fagnaðartári, sem blikar í barnsauga.
III.
Lesari. Ef til vill finst þér, að þú
ekki, einhverra hluta vegna, getir
fagnað þessum jólum. Ef til vill
átt þú þína veika, eða dauðinn er
nýgenginn um garð. Ef til vill er
eitthvaö annað að. Menn eiga svo
margvíslega bágt. En þá er að horfa
til baka, þar sem endurminningar
blika við fagurrjóðan kvöldhiminn
eða fram á leið móti nýrri sólar-
upprás, sem ekki getur brugðist.
Varla er nokkur maður svo ógæfu-
samur á þessari ólánsömu jörð, að
hann eigi ekki í sjóði endurminn-
inga sinna einhvern glaðan jóla-
geisla, sem rýfur myrkur sorgarinnar
því nær hvernig sem á stendur um
þessi jól. Og þó, þó er eymd stór-
borganna öllum skilningi dýpri. En
þú, lesari, átt hann vafalaust.