Dagur - 11.01.1923, Síða 3
2. tbl,
DAOUR
l
F r é 111 r.
Kosningavísur.
Símskeyti.
En þar sem sjálfur vfkingurinn Egill
var nær fallinn í valinn við lát sonar
síns, hve nærri mundi þá gengið við-
kvæmri móður við slfkan barmf Ekkert
er eðlilegra en hún einangri sig, sem
enn og ávalt er eðli þyngstu sorgar,
gangi í lokrekkjuna, skjóti fyrir hana
loku, aðhafist ekki, neyti hvorki svefns
né matar og spyrji sem Egill: »Hver
von er, at ek muna liía vilja við harm
þennanf* En Þorgerður í Hjarðarholti
lifir enn. Hún gengur á öllum öldum
i lokrekkjuna til syrgjandans. Hún
vekur, með ástúð og sambrygð, ræn-
una, Hún laðar harmi lostinn til starfa,
til að kveða, f einhverju líki, erfikvæði
eftir látinn ástvin. Og aliir getum vér,
á einhvern hátt, gert sonatorrek, þótt
mikið skiiji torrek vort frá fornkvæðinu
góða, er ort var eítir Böðvar á Borg.
Syrgjandi móðurást Ijóðar altaf, á ein-
hverja lund, dýran óð, þótt fáir eða
jafnvel engir sjái hann né heyri. Enn
hressist hryggur, sem fyr á öldum, er
hann yrkir torrek sitt.
Svo kveðjum vér, kennarar og nem-
endur, sveininn Róar andaðan. Við
þökkum góða viðkynning og hörmum
frálatl hans, ungs og efnilegs. Verði
svefninn þér vær og frjór og banabótl
Friður sé með þér! Góða nótt!
Sigurður Quðmundsson.
Ritfregn.
Sindri III. árg. i,—3. hefti.
Ritstj. Otto B, Arnar.
Iðnfræðafélag íslands hét verðlaun-
um fyrir bezt samda ritgerð um annað
tveggja þessara viðfangsefna: »Hva6
eiga menn að gera, þegar ekki er hœgi
að stunda sjð og eyrarvinna bregst?*
Hvað eiga mena að gera i sveitunum
á veturna? Engin ritgerðanna þótti
skara svo fram úr eða vera svo full-
komin, að henni bæru fyrstu verðlaun,
en tvær voru beztar og var verðl.
skift milii þeirra. Þessar ritgerðir voru
eftir Hallgr. Jónsson, Klapparst. 6.
Rvlk og Jón Sigurðsson bónda á Yzta-
felli. Þessar ritgerðir birtast f öllum
þremur heftunum og taka upp mikið
af lesmáli þeirra. Langt mál er og
þar um steinsteypu eftir G. Hannes-
son. Grein um rafveitu Reykjavíkur
með myndum. Ný veggjagerð steinhúsa.
Eftir Sveinbjörn Jonsson byggingar-
fræðing. Er þar gerð skýr grein fyrir
r-steininum, sem er uppfunding hans,
Alit sérfræðinga á þvf byggingarefni.
Uppdrættir og greinargerð um bygg-
ingaraðferð úr ste'ni þessum og fengna
reynslu. Að ýmsu leyti er þetta merk-
asta ritgerðin f þessum árgangi. Auk
1 þess sem færð eru rök fyrir þvf, að
með þessu byggingarlagi fáist hlýrri
hús og ódýrari en úr venjulegri stein-
steypu, er það stór kostur, að steininn
má steypa á þsim tfma árs, sem
lftið er um vinnu.
Samkoma U M. F. A- Á sunnu-
dagskvöldið hélt U. M. F. A. kvöld-
skemtun. Voru sýndir þar tveir smá-
leikir »Neiið« og »Upp til selja*.
Auk þess skrautsýning: Leikirnir eru
báðir mjög fjörugir og allvel leiknir.
Bæjarstjórakosningar. Hafa ný-
lega farið fram á ísafirði, Seyðisfirði
og Siglufirði. Á ísafirði komu verka-
menn að tveimur fulltrúum, Finnijóns-
syni póstm. og Haraldi Guðmundssyni
en kaupmenn einum, Birni Magnússyni.
Á Seyðisfirði komu verkamenn að
tveim fulltrúum, þeim Karli Fmnboga-
syni skóiastjóra og Jóni Sigurðssyni og
kaupmenn einura, Ottó Wathne. Á Siglu-
firði komust tveir að á verkamannalista
þeir Flóvent Jóhanssonog Helgi Hafliða-
son kaupro. en á kaupmannalista einn,
séra Bjarni Þorsteinsson.
Bruni. Fyrra þriðjudag brann
til kaldra kola tóvinnuvélahúsið á
Halldórsstöðum f Lsxárdal, Olsaveður
var á og varð sem engu bjargað en
önnur hús með naumindum varin.
Brunnu þarna vélar þær, sem viða eru
kunnar og mikið af ull sem ýmsir
áttu. Skaðinn er tilfinnanlegur fyrir
eiganda vélanna, Hallgrfm Þorbergsson
bónda á Halldórsstöðum, þvf vátrygg-
ing mun vera lág. Einnig mikill ullar-
skdði og mestur óbeinn skaði fyrir
sýslubúa, að sjá á bak vélunum. Talið
er að kviknað hafi út frá eldstæði f
þaki hússins, og varð eldsins ekki
vart, fyr en húsið loagði hið efra,
Dánardægur. Nýlega er látin hér
í sjúkrahúsinu ungfrú Málfrfður Jóns-
dóttir frá Kiömbrum í Þfngeyjarsýslu,
heitmey HaiIsteinsKarlssonar frá Húsa-
vfk. Mállrfður var stórmyndarleg og
vel látin kona. Einnig eru nýlega látn-
ar hér f bæ, Valgerður S'gurðardóttir,
kona Ólafs Þorsteinssonar ökumanns
og Ragnhildur Metúsalemsdóttir ekkja
eftir sén Stefán Pétursson sfðast prest
að Hjaltastað, en tengdamóðir Davfðs
Sigurðssonar, timburmeistara.
Lárus Rist, leikfimiskennari, kom
heim úr Amerfkuför sinni með Ville-
moes sfðast. Lárus lætur vel yfir sinni
ferð og yfir gestrisni og góðvilja er
hann mætti hvarvetna hjá löndum
vestra.
u. M. F. A.
Fundur næsta Sunnudag kl. 3.
Hlufaveltu halda nemendur Gagn-
fræðaskólans heima f skólanum næstk.
sunnudag og hefst hún kl. 4 e. h,
Dansað verður á eftir. Nánar á götu-
auglýsingum.
Liygasaga sú, gengur staflaus um
Akureyri og vlðar, að Benedikt Sigur-
jónsson, sem gætti fjgrins á Mývatns-
öræfum, hafi flúið frá íénu vegna
draugagangs f sæluhúsinu. Að fengn-
um upplýsingum telur Dagur sér öld-
ungis óhætt að lýsa þetta tilbæfulaus
ósannindi.
Eftirfarandi vfsur, sem hafa verið
gerðar út af sfðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum, eru teknar upp úr »Verka-
manninum*.
Út á hálan óðarstig
Ýti’ eg — sár að vonum. —
Þvf enginn vildi eiga mig
Á undan kosningunum.
A. 1. Erfitt gekk þeim A-liðum,
— Oít er smátt að meini. —
Trausti gleymdi »tyglinum«*
Og tók f skott á Sveini.
A. 2. Steinþór ekki kjósa kann
Kvenþjóð létt í spori.
Engin girnist mentamann
Merktan sfldarslori.**
B. I. Sveini fylgja frfiiðar,
Sem frjálsum hæfir kappa.
Sumir flytja »fréttirnar,«
Á fundum aðrir stappa.
B. 2: Sá flaut inn á samvinnu
S'st með löku hiski,
»Einokunar«-olfu
Og »samkepnis«-fiski.
C. Það var ei von að þessar tvær
Þægju hylli af konum,
Þvf allir karlmenn eltu þær
Á undan kosningunum.
D. Um D-listans afrek má
Eg það færa f letur.
Hann hefir biðilsbuxum á
Brölt f allan vetur.
Öllum virtist þörf á þvf
— Það fór efcir vonum, —
Að setja mótor aftan f
Efsta mann á honum.
E. Þorsteinn enga frægðarför
Fór að þessu sinni.
En nú skal lekan kjalarsknör
Kljúfa á þagnargrynni.
Z.
* Sambr. >—nemaTraustimeð tygilinn.*
♦"■Sambr. að það var helst fundið að
Steinþóri, að hann hafði gengið að síldar-
vinnu s. I. sumar.
Útsölumenn Dags
eru vinsamlega beðnir að senda til
ritstjórans það sem bjá þeim kann að
liggja af eftirgreindum tölublöðum Dags.
Árið 1920: 1. 3. og 8. tbi.
— 1921: 2. 4- 40 43 45- og 51.
— 1922: 21. og 22.
Ennfremur eru þeir kaupendur, sém
ekki hirða um að halda blaðinu sam-
an, en kynnu að eiga greind tbl. (
góðu ástandi, beðnir að eftiriáta blað-
inu þau gegn hárri borgun.
RUsij.
j
Reykjavlk, 10. jaaúar.
Bandalag Englendinga og
Frakka hefir rofnað út af skaða-
bótamálunum. Bretar vildu að
Frakkar lækkuðu skaðabætur
Pjóðverja um helming, en peir
neituðu. Búist við að Frakkar
hertaki lönd á vestanverðu Þýzka-
landi og að Bandaríkin og Eng-
Iand mótmæli, en láti að öðru
leyti hlutlaust.
óeyrðir á ltalíu móti ein-
valdsstjórn Mussolini.
Bankaráð Islandsbanka hefir
leyst Tofte frá bankastjórn með
70 pús. kr. dönskum, en Hannes
fær háa fúlgu árlega. Eggerz
hefir tekið í sínar hendur yfír-
stjórn bankamálanna og auglýsir
nú tvö embættin i Islandsbanka-
stjórn laus. Umsóknarírestur til
1. tebrúar.
Fréttaritarl Dags.
Á víðavangi.
Götugerð Akureyrar. S 1. haust og
vetur hafd Akureyratbúar öslað götufor-
inameðengum hvflúum um margravikna
skeið. Þollyndi manna gagnvart þessum
ótögnuði gefur ástæðu til að ætla, að
götugerðin f bænum sé vel fallin, til
að þroska lyndiseinkunnir sóðanna og
það getur ástæðu til að harma það,
að bæjarstæði svo fagurt, skuli ekki
vera bygt. þroskaðri verum, en þeim,
sem með sfjöfnu rólyndi og sjálfs-
ánægju geta borið sóttkveikjugrautinn
af götunum inn f hýbýli sfn. Bæjar-
stjórnw lét á sfnum tfma vissa grjót-
brotsmenn nota sig til »spekú!ationa«
og fleygði út (é fyrir brotið grjót. En
að nota grjótið til þess, sem það var
upphaflega ætlað, — að gera varan-
lega við versta götukaflann, datt bæjar-
stjórninni ekki f hug, nema veganefnd-
inni og stóð þó til boða ókeypis
verkstjórn sænska verkfræðingains,
Sandells. Grjótið liggur ónotað. í
vetur um langt skeið var mesta önd-
vegistfð og senni egt að ódýr vinna
hefði íengist, til að frarokvæma verktð,
En bæjarstjórnin notaði blfðviðrisdag-
ana til að ösla sfdýpkandi for með
einstakri ánægju yfir þeirri fyrirhyggju-
semi, að hafa eignast brotið grjót í
mestu dýrtfðinni. Og næsta sumar
verður svo, til að forða mönnum frá
druknun í bráð, ekið meiru af fsaldar-
leir ofan í Bótina. Götugerð Akureyrar
ræður væntanlega hér ettir sem hingað
til gamall háttur fslenzkrar óframsýni:
að bceta í biáð úr b/ýnusiu þðrt, á
einhvem hátt, með sem minstum til-
kostnaði. En með þeim hætti verður
minstur tiikostnaður mestur, þegar
til lengdar lætur og vegafé bæjarins
kast-ð ( forina.
i