Dagur - 18.01.1923, Síða 1
DAGUR
keniur út á hverjnm fimtudegf.
Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi
fyrir 1. júli. Innheimtuna annast
ritstjóri blaðsins.
VI. ár.
Akureyri, 18. janúar, 1923.
AFÖREIÐSLAN
er hjá J6nl I>. Þór,
Norðurgðtu 3. Talsími 112i
Uppsögn, hundin við áramót
sé fcomin til afgrsiðslumanns
fyrir 1. des.
3. blaö.
Hér með tilkynrjist, að jarðarfðr ungfrú Láru Hólm, frá
Eskifirði, er andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar 3. p. m.,
fer fram föstudaginn 19. p. m., frá kirkjunni og hefst
ki. 1. e. h.
Frændfólk hinnar látnu.
Nokkur rök
um íslenzka stjórnarhætti.
Samsteypustjórn.
Þingbundin konungsstjórn er með
þeim hætti ger, að ráðuneytiö er
myndað og stutt af þeim póiitískum
flokki, sem á hverjum tíma er sterk-
astur i landinu. Á sama hátt er og
þessu fyrir komið í lýðveldislöndum.
Pannig hefir pólitískum vinnubrögð-
um þótt vera bezt fyrir komið. Sá
fiokkurinn, sem á hverjum tíma er
við völd, ber ábyrgö á stjórnarfarinu
og stendur eða fellur á verkum sín-
um. Andstöðuflokkurinn eða flokk-
arnir krefja hann ábyrgðar, knýja
hann til starfa og gagnrýna gerðir
hans. Fiokki þeim og stjórn hans
er því einsætt að leggja sig fram,
tii þess, þrátt fyrir aðfinslur og and-
stöðu, að halda tiltrú méiri hluta
þjóðar.
í löndum þeim, sem á stríðsárun-
um tóku, beint eða óbeint, þátt i
skelfingum styrjaldarinnar, voru öll
meiri háttar ágreiningsmál innan
iands lögð á hilluna. Þá þótti vera
þörf samtaka orku hverrar þjóðar
til viðnáms gegn utan að komandi
ofbeldi og erfiðleikum. í sumum
iöndum var því leitast við að kom-
ast hjá því, að þjóðin sundraði kröft-
um sínum i innan iands deilum á
þann hátt, að allir fiokkar voru
látnir eiga sína fulltrúa i æðstu stjórn
landanna. Stórmál þjóðanna urðu
smávægileg og viku til hliðar fyrir
því eina stóra allsherjarmáli: sókn
eða vörn í ófriði. Og þar sem það
var mál allra flokka þjóðanna, er
skiijanlegt, að þetta fyrirkomulag
reyndist sterkast og viðunaniegast
á styrjaidarárunum.
Við stjórnarmyndunina 1916 bár-
umst við íslendingar inn á þessa
sömu braut. Þá var myndaö hér
samsteypuráðuneyti. Hugur þjóðar-
innar var þá að visu mjög upp-
tekinn af beig við aðsteöjandi hættur
af völdum striðsins. Þó virðist ekki,
að hér hafi verið nándar nærri jafn-
rík ástæða, til að hverfa að slíku
ráði. En uggur og ótti manna var
nógu mikili, til þess að hægt væri
að réttlæta á grundveiii styrjaldar-
ástandsins slíka stjórnarmyndun, sem
átti raunar rætur sfnar meira i al-
gerðu skipulagsleysi i stjórnmála.
flokkum landsins. Oamia deilumálið,
setn að þeim tima skifti liði i greinf-
iega flokka, var að hjaðna, Striðs-
ástandið færði íslendingum ný og
máttarmikil rök i því máli og allir
flokkar urðu sammála um fyrirsjáan-
legan enda þess. í landinu var að
vaxa upp nýr flokkur, en sem þá
var enn í fæðingu. Það mátti því
segja, að enginn fiokkur hafi getaö
né þorað að taka á sínar herðar
ábyrgð á stjórnarfarinu.
Þetta samsteypustjórnar skipulag
er bygt á rökréttri hugsun og er
vafalaust sigursælt, þegar svo ber
við, að sameina þarf alla krafta ein-
hverrar þjóðar gegn erlendu ofbeldi,
en eigi að beita því i meðferð innan
Iands mála, mun það reynast ger-
samiega óhæfilegt. Fyrir þessu liggja
rök f okkar eigin reynslu.
Það ieiðir af sjálfu sér, að sé
ráöuneyti myndað af öllum flokk-
um, getur það ekki hlotið einhuga
stuöning neins flokks, né heldur
getur neinn flokkur beitt sér gegn
þvi í hiklausri andstöðu. Ráðherrarn-
ir verða í samvinnu stjórnarstarf-
anna hver öðrum háðir. Hver ráð-
herra togar skækil málanna í áttina
til sins flokks. Afieiðingin verður
sú, að ráðuneytið sem heild kemst
ekki hjá því, að tvfstíga milli gagn-
stæðra krafa andstæðra flokka. En
úr þvf getur auðvitað ekki oröið
annaö en hik og hálf skref, nema
svo fari, að upp úr slitni samvinnu
ráðuneytisins eða þá einstakra ráð-
herra og stuðningsflokka þeirra.
Hið fyrnefnda getur tæplega orðið
án mjög alvarlegra afleiðinga fyrir
stjórnarframkvæmdirnar. Hið siðar-
nefnda getur auðveldiega orðið og
hefir átt sér stað í seinni tíð. Þetta
hik og hálfstignu skref hafa verið
einkenni stjórnarfarsins i iandinu á
síðustu árum. Engin ákveðin stefna
hefir ráðið stjórnarframkvæmdum.
Enginn ákveðin vilji neins flokks f
Iandinu fær notið sín, nema til hálfs.
Stjórnmálastarfsemi þjóðarinnar er
breidd út i eina flatneskju. Úr lífi
þeirra, sém fara meö stjórnarfram-
kvæmdirnar, er numið hvorttveggja:
sársauki og agi harðvítugrar and
stöðu og traust og styrkur með-
haldsmanna. Stigi ráðuneytið ákveð-
ið spor í eina átt, bilar fylgið í
gagnstæðri átt o. s. frv. Ráðuneyt-
inu verður því helzt fyrir, að leitast
við að gera öllum til hæfis, en það
er ofraun, að gera gagnstæðum
kröfum til hæfis. Það verður ekki
gert með því eina, sem ráðuneytið
getur gert, en það er að fara bil
beggja. Með því verður að lokum
öllum gert rangt til og stjórnmálalíf
þjóöarinnar verður tilþrifalaust bags
í sömu sporum.
Verstu annmarkarnir, sem þessu
ástandi fylgja, eru þó enn ótaldir.
Þeir eru þverrandi eftirlit með allri
opinberri starfrækslu I landinu, hand-
ónýtt fratnkvæmdavald og þar af
vaxandi virðingarleysi fyrir lögum,
rétti og stjórnarfyrirmælum. Um þá
siðferðislegu hættu, sera þjóðinni
er stofnað í með þessum hætti, verð-
ur rætt nánar i áframhaidi þessa
máis.
Skólanefndarkosningin.
Dagur hefir ekki gerst afskiftaaamur
um nýgengnar bæjarstjórnarkosningar.
Ekki ætiar hann heldur að láta sig
skifta miklu nefndakosningarnar, sem
getið er um hér f blaðinu. Þó getur
hann ekki orða bundist um kosningu
skólanefndarinnar. í nefndina voru
endurkosnir ailir fyrverandi skóla-
nefndarmennirnir, nema Halldóra Bjarna-
dóttir, sem er flutt burtu úr bænum.
Var það snemma á orði haft f bænum,
að nú gæfist kostur á manni f þessa
nefnd, sem sómi væri að og styrkur,
þar sem er Sigurður, skólameistari,
Guðmundsson, einn af fremstu og
framsýnustu skólamönnum landsins.
Nú er það á allra vitorði, að nefnda-
kosningar ailar eru fyrir fram ráðnar.
Er það venjulegur háttur flokka f
bæjarstjórninni að beita minni hlutann
otbeldi í þvf efni. Einkum hefir verka-
mönnum verið núið þvf um nasir, að
þeir létu flokksfylgi of miklu ráða.
Hefir sá maður, aem talið er að mestu
hafi ráðið nú við kosningarnar, Ragnar
Ólafsson, vítt þetta manna mest. —
Nú vildu verkamenn, sem eru f greini-
legum minni hluta, kjósa Sigurð Guð-
mundsson f nefndina. En hvað akeður
þáf Fiokksfylgið f sinni aumustu hrygð-
armynd rekur upp höfuðið. Sigurður
Guðmundsson fær 4 atkv., þeirra;
Erlings, Hailgrfms, Ingimars og Þor-
steins, en Ragnar, Jakob, Sveinn, Sig.
Hlfðar, Stgr. bæjarfógeti, Óskar og
Kristj. Árnason kjósa Pétur Pétursson
kaupmann f þessa nefnd.
Það er ekki tilgangur blaðsins, að
kasta neinni rýrð á Pétur Pétursson,
enda er það ekki gert, þó taiið væri
meira virði fyrir skólamál bæjarins,
að Sig. Guðmundsson hefði nm þau
fjallað. En þegar flokksfylgið f þess-
Hinir nýkjörnu bæjarfulltróar lýstu
yfir þvf, þegar þeir gengu til virðu-
legra sæta í stjórn bæjarins, að þeir
mundu jafnan láta heill bæjarins ráða
afstöðu sinni til allra mála. Er það f
raun og veru svo, að þeir álíti skóla-
málin betur komin í höndum Péturs
Péturssonar en Sigurðar Guðmunds-
sonar ? Og er ekki leyfilegt að efast
um, að heill bæjarins sé borgið f
höndum þeirra manna, sem þrátt fyrir
sinn yfirlýsta, góða vilja, misleggjast
svo hendur f jafn augljósu málif
I Reykjavfk er völ margra manna
til vandastarfa. Þó þóttust Reykvlk-
ingar ekki getað verið án Sig. Guð-
mundssonar f skólanefnd, meðan kost-
ur var. En þegar hann kemur til Ak-
ureyrar, eru hæfileikar hans og ment
f skólamálum svo lítils metin, að jafn-
vel Pétur Pétursson er talin bafa hana
meiri.
Staka. (Aðsend. Sbr. »Hljóð úr
Austurhorni.*)
Ekki dvfnar andleysi,
engin lfna af mannviti.
Höldum sýnir »horeldi«,
Hagalfn, á »titjunni.» , ‘
Athygli aka! hér með vakin á aug-
lýsingu, hér í blaðinu, um sjónleikina f
þinghúsinu í Oagulstaðahreppi um
komandi helgi.
um hópi verður svo bert að geræði,
er aðstaðan orðin slæm, til þess að
vfta það f öðrum áttum.