Dagur - 01.02.1923, Síða 1
DAGUR
kemur út á bverjum fimtudegi.
Koitar kr. 6.00 árg. Qjalddagi
fyrlr 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjórl blaðsins.
APOREIÐSLAN
er hjá Jónl t>. f>6r,
Norðurgðtu 3. Talsimi 112í
Uppsðgn, hundin við áramót
sé kornin til afgreiðsitimanni
lyrir 1, des.
VI. ár.
Akureyri, 1. febrúar 1923.
5. blað.
Hallgrimur Krisfinsson
forstjóri.
Hann andaðist, að heimili sínu i
Reykjavík, kl. 8 aö morgni þess 30.
þ. m. Hann er fæddur í Öxnafells
koti í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði,
6. júlí 187ö, sonur hjónanna Kristins
Ketilssonar og Hólmfríðar Pálsdóttur
Hann var kvæntur Marju Jónsdóttur
Davíðssonar (nú i Reykhúsum í
Eyjafirði), sem lifir mann sinn ásamt
4 börnum þeirra, 3 drengjum og 1
stúlku. Móðir Hallgríms lifir hann,
nú til heimilis hjá Sigurði fram-
kvæmdastjóra á Akureyri, syni sínum
Auk Sigurðar á Hallgrímur 2 bræður
á iífi, séra Jakob í Reykjavík og
Aðalstein, framkvæmdastjóra, einnig
til heimilis i Reykjavík.
HaJlgríraur Kristinsson var í for
eldrahúsum fram á tvftugsaldur. Þá
gekk hann i Gagnfræðaskólann á
Möðruvöllum og útskrifaöist þaðan
vorið 1898. Tveim árum síðar tók
hann við forstöðu Kaupfélags Ey
firðinga, en með því að félagið var
þá mjög litið var hann jafnframt
amtsskrifari hjáPáii heitnum Briem,
amtmanni.
Páll Briem var, eins og kunnugt
er, einhver hinn mesti framfara og
hugsjónamaður, sem uppi hefir
verið hér á landi. Hann var og
glöggur á ménn. Sá hann hvert
mannsefni bjó í Hallgrími Kristins
syni og hvatti hann til framgöngu
Fyrir hans áeggjan mun Hallgrimur
hafa siglt til Danmerkur, tii þess að
kynna sér samvinnumál. Iieim kom-
inn blæs hann nýjum lífsanda í
Kaupfélag Eyfirðinga og undir stjórn
hans og á vegum hans stefnu gerist
það eitt allra voldugasta kaupfélag
landsins.
En Kaupfélag Eyfiröinga mátti
ekki njóta Hallgríms til langframa.
Hans var meiri þörf. Fyrir mjög
ákveðnabeiðni sambands norðlenzkra
(caupfélaga fór hann að gefa sig við
erindrekastörfum þess í útlöndum
Og eflir að samvinna hófst með
Sláturfélagi Suðurlands og norð-
lenzka sambandinu, varð ekki sam-
komulag um annan erindreka fyrir
félögin en Hallgrím Kristinsson
Síðan hefir vöxtur þessarar hreyfingar
og bygging Sambandsins hvílt á
heröum hans. Allir fremstu menn
hreyfingarinnar voru einhuga um að
hann væri allra manna bezt kjörinn,
tii þess að bera fram til sigurs þá
hugsjón, sem hefir þróast í þessu
þjóðfélagi um síðustu áratugi, — sam
vinnuhugsjónina.
Pað er því óhætt að segja, aö
Sambandið sé að mestu hans verk
Að vísu hefir hann notið samvinnu
ágætra manna, þar á meðal Péturs
sál. Jónssonar fyrv. formanns Sam-
bandsins- En þungi starfsins, úrræða
og framkvæmda hefir þó hvílt lang
samlega þyngst á herðum hans. Og
tvímælalaust hefir hvflt á heröum
hans þyngst byrði allra þeirra manna,
sem nú eiga úr vöndu að ráða fyrir
pessa þjóö.
Hallgrímur Kristinsson var lágui
maður vexti, kvikur í hreyfingum,
hinn mesti fjörmaður og starfsmaður.
Hann var fríður sínum, dökkhærður
og dökkbrýnn, augun dökk, snör
og skutu éldi. Hann var hvers
manns hugljúfi og svo vinsæli, að
nálega er, sem ?nnarhvor maður i
landinu hafi mist bróöur sinn við frá
fall hans. Oildir það jafntum skoöana
andstæðinga hans sem íylgismenn.
Missir konu hans og barna, móö
ur hans og bræðra er ósegjanlega
mikill, en þó er hann hverfandi hjá
missi þjóðarinnar, því hún hefir mist
sinn mætasta mann.
Svo stór var HaiJgrímur í með-
vitund þeirra, sem hafa staðið næstir
honum f baráttu og starfi, svo alls
um varðandi, að hann fengi að lifa
enn um nokkur ár, svo elskaður var
hann, að þeir hefðu kosið, að missa
sína nánustu, heldur en hann.
níslands óhamingju verður alt að
vopni," var eitt sinn sagt, er ísland
misti sinn mætasta mann. Aidrei
síðan heíir verið rikari ástæða, ti!
að fá sér slfkt til orðs. Aldrei síðan
hefir meiri alvara Iagst yfir þetta
land við lát eins manns. Sveitirnar
eru harmi lostnar. Bæirnir alvöru-
gefnir
Athugum ástæður. I landinu hefir
samvinnuhugsjónin verið að vaxa
um síðastliðin 40 ár. Hún er bygð
á, þeim skoðunarhætti, að verzlunin
eigi að vera rekin vegna almenn
ings fremur en einstaklinga og með
hagsmuni neytenda og framleiðenda
fyrir augum. Eins og ailar nýmynd-
anir og þjóðfélagslegar umbætur
hefir þessi hreyfing átt i höggi við
mjög margháttaða erfiöleika. Það
helir þurft að fylkja misjafnlega
félagslyndum mönnum undir merki
stórrar, Iangsýnnar hugsjónar. Það
hefir þurft að vinna mjög verulegan
bug á eigingirni þeirra, efla trú
mn staraö í auð bil í fylkingar-
brjóstinu, sem ekki gátu orðið fylt
yfirsjáanlegri framtíð. Enn er autt
Jil orðið i fylkingarbrjóstinu svo
stórt, sem orðið getur viö missi
eins manns. Og um það verður
hugsað í landinu næstu daga, á
hvern hátt það geti orðið fylt svo
viðunandi sé.
Ekkert mundi Hallgrími vera fjær
skapi en að Sjá ástvinum sínum, starfs
og hugsjónabræðrum faliast hendur í
skaut yfir óbætanlegum harmi. Hann
var einn þeirra manna, ersízt munu
*haltir ganga meðan báðir fætur
eru jafnlangir." Pjóðin verður á
öllum tímum að gangast undir mál
með sínum eigin raunum og erfiði.
Það er hversdagslegt, að sjá menn
glúpna og láta undan síga. Við
biðjum ekki um slysalaust undan-
hald. En við biðjum um vaxandi
þor allra þeirra, sem nú hefir verið
svo nærri höggið í ætt og i anda,
f starfi og í hugsjónum. Við biðjum
um stóra og vaxandi þjóðarsál, sem
rís gegn erfiði og áföllum. Við
biðjum um, að um alt það svið í starfi
og hugum manna, sem Hallg’rímur
átti til yfirsóknar, verði farið eldi
sigurvissunnar. Við biðjum um stór
heit við gröf hans og heilar efndir.
þeirra á sína eigin framtíð og traust Við biðjum um, að fórnir kær.teik-
þeirra hvers á öðrum. Það hefir
þurft aö byggja frá grunni sterka
samvinnu út á við og lánstraust
bænda innan lands og erlendis.
Loks hefir þurft að standa f snörp
ustu baráttu við andstæðinga þessa
málefnis og búa við seigdrepandi
tortrygni og eftirtölur sumra þeirra,
er átt hafa að heita fylgismenn.
Enginn mun synja Hallgrími
Kristinssyni þess, að hann hafi ver
ið bezt kjörinn allra þeirra manna,
sem starfaö hafa fyrir þetta málefni,
til þess að verða við ölium þess
marghátluðu þörfum
Nú hefir þessu málefni þjóðar
innar borist þrefaldur vandi á hendur
Samvinnufélög landsins éiga við þá
öröugleika að etja, sem nú þjaka
verzluninni hvarvetna um heim. Auk
þess eiga þau í höggi við ofsóknir
og róg andstæðinga, sem hefir færst
{ aukana í seinni tið, svo að jafn-
vel er ekki svifist, að beita hinum
verstu níöingsbrögöum. Og þegar
svo stendur á, fellur foringinn í
valinn.
Oft hefir þjóðin átt um sárt að
binda við missi þeirra manna, er
hún hefir sizt mátt missa. Oft hefir
ans verði færðar og að borg trausts-
ins verði bygð sterk frá grunni um
hugsjón þá, sem þessi ástmögur
kynslóðarinnar elskaði, lifði og starf-
aði fyrir.
Eg eggja ykkur, íslenzkir bændur,
lögeggjan! Gjaldið Hallgrími Krist-
inssyni þökk ykkar og munið hann,
en grátið ekki né barmið ykkur.
Þyrpist um merkið, sem sterkar
hendur fallins foringja hafa sfungið
djúpt í völlinn! Fyrir því hafa ís-
lenzkum bændum veriö gefnir góðir
menn og miklir, að þeim er ætluð
framtið. Og fyrir því eru þeir lagð-
ir undir þunga raun, að þeitn er
ætlað að standast.
Þeir, sem hefðu ekki getað brugðist
Hallgrlmi Kristinssyni og málefni
hans, að honum iifandi, ge«'a ekki
brugðist honum dánum. Eg vænti
þess fastlega, aö allir standi í fylk-
ingunni fastir fyrir óg sterkír; —
ráðnir í því að bregðast ekki Hall-
grími, — ráöniriþví að horfa fram
og sækja fram, unz þeir falla, eins
og hann, með sárin á brjóstinu.
J. A