Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 1
\ DAGUR k emnr úl á hverjm fimlndegi. Kosfar kr. 6.00 árg. (3jalddagi fyrir 1. júlí. Innheimfuna annasl ritsljóri blaðsins. VI. ár. AFOREIÐSLAN er hji Jóni S>, Dór, Norðitrgöfu 3. Talsími 112, Uppsögn, httndin við áramót sé komin til afgrftiðsittmann, fyrii 1. des. Akureyri, 26. apríl 1923. 17. blaö. Kaupféiag Eyfirðinga. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var lialdinn hér á Akureyri lö. ^og 17. þ. m. eins og áður var um getið. Elns og öörum kaupféiögum og yfir höfuð verzlunaríyrirtækjum gerð- ist þvf þungt fyrir fæti árin 1920 og 1921. Söfnuðust þá allmiklar skuldir á hendur félagsmönnum og á félagið út á við. A aðalfundi fél- agsins 1921 voru gerðar ráðstafanir, til þess að breyta til um skuida- trygginguna og láta hverja deild ábyrgjast viðskifti sinna manna gagnvart félaginu. Jafnframt var þá brýnt fyrir mönnum, að gæta hinnar mestu varúðar í viðskiftunum og kaupum á erlendum varningi, því að nú bæri brýna nauðsyn, til þess að koma í veg fyrir frekari skulda- aukningu og jafnframt að borga af þeim skuidum, sem þegar væru orðnar til. Framkvæmdastjóri félagsins Sig. Kristinsson, Iét þess getið í skýrslu þeirri, er hann gaf um rekstur fél. síðastl. ár og hag þess, að þessi skipulagsbreyting hefði að þessu gefist vel og að hún muhdi eiga sinn þátt í því, að reksturinn og baráttan við skuldirnar hefði geng- ið ekki einungis eftir öllum vonum heldur dálítið betur. Lesendum Dags til fróðleiks skulu hér birtar helztu niðurstöðutölurnar og samanburður á aðslöðu félagsins út á við og inn á við nú við það, sem var í fyrra. í árslok 1921 voru skuldir féiags- ins út á við ails kr. 601 500 Þar af við Samb. — 177 000 Sú skuld er nú greidd og þar að auki kr. 45 000 =222.000 kr. 379.500 Auk þess má telja innieign hjá Sís nú um áramótin kr. 73 000 kr. 306 500 Væri þessari 73 000 ,kr. inneign hjá Sambandinu varið tíl þess að greiða skuldannarsstaðar, yrðu skuld- irnar út á við 306500 00 í stað 601.500 00, sem þær voru í fyrra. Hefir þá hagur félagsins út á við batnað á árinu um 295 000 kr. Skuldir íélagsmanna við félagið voru í árslok 1921 483900 kr. Þess- ar skuldir lækkuðu á árinu um 71.000 kr., en nýjar skuldir mynd- uðust sem námu 8 500 kr. Raun- verulega lækkuðu því skuldir fél- agsmanna um 62 500. kr. Sé eftir því leitað, hversu miklu betur hagur féiagsmanna stendur viðskiftalega en fyrir ári síðan, má fyrst telja minkaðar skuldir á árinu um kr. 62.500. Aukning óskiftilegra • sjóða - 15.600 Aukning stofnsjóðs - 14.000 Árságóði, sem rennur að mestu i stofnsjóð en aö sumu í reikninga - 2O000 Samtals kr. 118.100 Sé eftir því leitaö, hversu mikinn hag, beinan og óbeinan, félagsmenn hafa haft af félagsviðskiftunum, verð- ur erfitt að finna þá tölu. Beinan hag má þó telja aukning sjóðanna og árságóða, sem til samans nemur 55 600 kr. Auk þess má telja ó- beinan hag í hærra afurðaverði en orðið hefði án samstarfsins í félög- um og félaganna í Sambandi. Sam- bandinu hefir á þessu ári tekist sala á landbúnaðarafuröum betur en á horfðist og skilað í reikninga manna hærra verði en alment var boðið og borgað af kaupmönnum. Áætl- unarverð á keíi hækkaði um 10 aura kg. upp í kr. 100 kg. Áætlunar- verð á gærum hækkaði utn 15 aura kg. upp í kr. 1 35 kg. Vorullarverö varð: Fyrir nr. I. kr. 3 25 - - II. - 275 og er það um 50 aurum hærra en alment var borgað fyrir ull hjá kaupmönnum. Pessi óbeini hagur i hærra afurðaverði en elia hefði orðið, nemur vitanlega mörgum tugum þúsunda í viðbót við þann beina hag, sem áður var nefndur. Af þessu yfirliti munu menn sjá, að ekki er ástæða til þess að ör- vænta um viðreisn eyfirzkra bænda. Skuldir þeirra eru að vísu nokkuð miklar, en eignirnar eru langsam- Iega miklu meiri. Bændur þessir, sem til samans skulda i félagi sínu 421.400 kr. eiga sjóði í verzlunar- véltunni, sem að meðtalinni innláns- deild nema 657.500 kr. og eiga auk þess meiri félagseignir og bú sín í góðu ástandi. Þessir menn eru ekki enn svo fálækir eða illjn stadd- ir að ástæða sé til að örvænta um þá eða skrifa viðvörunarbækur fyrir þjóðina og fyrir lánsstofnanir innan lands og erlendis vegna þessa fél- agsskapar bænda. Bændum er það yfirleitt Ijóst, að þjóðin heílr sig ekki slysalaust í gegnum örðugleika þessara líma, nema með ítrustu varkárni í við- skiftum, sparsemi og einbeitfum vilja. Bæði að eðiisfari og aðstöðu standa bændur bezt að vígi, til þess að grípa til þessara varnarráða gegn efnalegu og siðlegu hruni. Eyfirzkir bændur hafa gripið ti! þeirra og með meiri árangri en vonir stóðu til. Framhald viðréttingarinnar er undir því komið, að ekki sé kvikað frá þessari stefnu. Hér hefir verið minst á Kaupfé- lag Eyfirðinga. Blaðinu er ekki ger- kunnugt um ástæður annara félaga. Svo mikið er þvi þó kunnugt, að með örfáum undantekningum hafa kaupfélög landsins' haldið i horfi síðastl. ár og langflest þeirra hafa bætt hag sinn meira eöa minna. Eru það gleðilegar fréttir innan um alt það sorglega kvíöaskraf út af vænt- anlegum gjaldþrotum stórfyrirtækja í kaupstöðum iandsins. Yfirleiít hefir þeim kaupféiögum farnast iakast, sem eiga gjaldeyri sinn í sjó að sækja, því físksalan hefir gengið tregt á árinu. Nýjar skuldir í Kf. Eyf. stöfuðu aðallega af þvi, að verð fyrir fisk var ekki komið til skila fyrir reikningslokin. Tengdamamma. Eað er sagl í gömlum spádómi um þann tíma, sem nú stendur yfir, að fleat vetði öfugt við það sem venjulegt er, vetiirinn verði að sumrum og sumrin að vetrum o. s. írv Vmislegt virðist benda á, að þessi spádömur sé að rsetast. Aliir standa undrandi yfir tfðar- farinu þennan vetur, sem nú er að kvcðja. Þykir sem fremur hafi verið sumartíð en vetrar og margir óttast, af reynslu undanfarinna ára, að kulda- tfðin byrji með vorinu og sumrinu. En fleira virðist vera frábrugðið venjunni en tíðarfarið eitt. Hæirnir ættu að standa ólfku betur að vígi beldur en sveitir landsins, til þess að halda uppi lífi og fjöri f listum og leik. Og er þetta ekki að verða öfugt við venj- una líka eins og tfðarfariðf Fyrir nokkrum dögum síðan kom hingað til bæjarins fiokkur manna ofan úr sveit, til þess að sýna bæjarbúum sjónleik, sem æfður hafði verið og sýndur í sveitinni f vetur. Höfundur leikdns er fátæk sveitakona, sem á engan skóla hefir gengið og enga aðra mentun hlotið en þá, sem bún hefir veitt sér sjálf og mér vitanlega hefir hún aldrei ferðast út íyrir tak- Hans Háiign, Kristján X. og drotning hans Alexandra eiga silfurbrúökaup i dag. J mörk héraðsins. Alt líf hennar hefir verið háð striti og strfði fyrir daglegu brauði og við örðugleika einyrkjabú- skaparins. — Fólkið, sem hafði hlut- vetkin í þessum leik, var flest, ef ekki alt, viðvaniugar á þessu sviði og flest af þvf, sem aldrei hafði séð sjónleik eða leiklist, sem til verulegrar fyrir- myndar gæti verið. Að öllu þessu at- hnguðu var ekki mikil ástæða til að búast við m klu mælt á kvarða leik- listar. En reynslan varð þó nokkuð önnur. Það er ekki ætlun mfn að fella dóma yfir meðferð leikendanna á hlut- verkunum, en eg þori þó að fullyrða, að sum hlutveikin voru svo vel leikin, að varla hefir betra aést hér og yfir- leitt bar leikurinn vott um, alúð og hinn bezta vilja leikendanna og við- leitni þeirra til þess uð leggja sál sfna f leikinn, sem virtist takast fram yfir aliar vonir hjá flestum. Flokkurinn hafði með naumindum getað íengið leikhúsið hér leigt til sýninga tvö kvöld i miðri viku. Fyrra kvöldið, sem leikurinn var sýndur, var húsið yfirfult, ekki aðeins sæti, heldur lfka alt það rúm, sem hægt var að standa í. Orðrómurinn um leikinn bafði boriat til bæjarins á undan leikend- unum. Sfðara kvöldið var aðsóknin svo mikil að leiknum, að til vandræða horfði og urðu yfirvöld bæjarins að skerast f leik, til þess að ekki yrði þjappað alt of mörgum mönnum í húsið. Mikill fjöldi varð frá að hverfa án þess að komast að. Áhorfendurnir voru rojög ánægðir yfir leiknum og létu ánægju sfna í ijós með dynjandi lófa- taki að leikslokum og annað kvöldið kallaði mannfjöldinn fram bæði leik- endur og höfundinn með hinum mestu íagnaðarlátum. Efni leiksins er ekki margbrotið og ekki seilst eftir því inn í æfintýraheim, heldur er það gripið úr hversdagslegu sveitalffi og viðburðir þess látnir pré- dika hin æðstu sannindi. — Eg ætla mér ekki með þessum Ifnum að fara að dæma efni leiksins frá sjónarmiði þeirrar listar, sem nú virðist f tfzku, til þess brestur mig bæði þekkingu og vit. En eg hygg, að þetta skáld- verk, eins og öll önnur verk, dæmi sig sjálft. Það er engum vafa bundið,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.