Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 2
60 DAOUR 17. tb!. að sbáldverk þetta iicfir í sér þann mátt, sem getur snert grunntón allra manna, sem ekki eru gerspiltir. Sem dæmi þess œá nefna þá hrifningu, sem leikurinn vakti hér þrátt fyrir það, þótt meðferð hans að sumu leyti væri ábótavsnt, sem ekki er að undrast yfir. Leikur þessi er bygður utan um viðburð, þar sem tvær andstæður mæt- ast (gömul og ný slefna). En f stað þess að láta áreksturinn verða svo öflugan, að alt íorgangi, ber höfund- urinn gæfu til að láta hinn guðdóm- lega kærleika sameina báðar öfgarnar á sfðasla augnabliki cg taka það bez!a úr báðum f þjónustu sína. Þetta finst mér vera trunntónn leikritsins og þetta er áreiðanlega í ssmræmi við grunntón lífsins, sem bærist í öllu sem lifir og þetsvegna finnur maður unað og hlýju gagntaka sig að leikslok- um. Maður hefir auðgast>að ástóð við að horfa á leikinn. Eg hefi skrifað þessar linur til þess að þakka flokknum og þó sérstaklega höfundinum, fyrir komuna og mér finst þessi leikur vera eins og einn af fá- um björtum og hlýjum sumardögum á miðjum vetri bókmentanna. J. Þór. Frá Alþingi. Fyrstu átökin. Enginn kjósandi í landinu gekk þess dulinn eftir landskjörið síðasla, að tveir ákveðnustu andstæðingar þingsins yrðu þar, sem þeir gengu til sæta í Ed. hvor gagnvart öðrum, Jónas Jónsson og Jón Magnússon. Þar mættust tvær fjarlægustu andstæðurnar f íslenzku stjórnmátalffi sfðustu ára. Annar var fulltrúi framsóknarinnar, starfsviljans ( þjóðlífinu og sóknaraðli fjöldans gegn vfgi einstaklingshagsmunanna. Hinn var stærsti dragbftur allrar framsóknar. Silakeppslegur skrifstofusmiður og óbrigðull vörður peningaburgeisanna gegn allri forvitni þjóðarinnar um fjár- reiður íslandsbanka, enska lánið o. 3. frv. Andstæðingar J. J. töldu sér trú um, að hann væri ekki vigfær maður f málsal í samsvörun víð ritfærni hans. Á þessu fyrsta þingi hafa þeir fengið mjög rfkulega reynslu fyrir þvf gagn- stæða. Hvergi þykir nú jafntíðinda- vænlegt í þingiuu eins og f Ed., þar sem J. J. og andstæðingar haas eigast við. Hvenær sem verulega skerst f odda þar, þyrpast Nd. þingmenn þang- að inn. Fyrstu átökin f þinginu milli J. J. og J. M. voru í i. umr. um frv. til laga um stofnun iþróttasjóðs Rvfkur. J. J. flutti frv. um að 20% af tekjum af fþróttasýningum sbyldi leggja f sér- stakan sjóð, er vejja skyldi til þess að leiða laugavatnið inn í Rvfk, byggja sundhöll og íþróttaskála. Framsögu- ræða þessi var íyrsta þingræða hans. Reifaði hann málið frá ýmsum hliðum. Benti hann á að hnignandi heilsufar og skammlffi þjóðarinnar stæði f réttu hlutfaili við miukandi hreinlæti og minkandi sundiðkun. Reykjavlk væri uppeldisstöð fvrir margt af æskulýð landsins. Þjóðinni væri mikilsvert að borgin væri heilbrigð. Skóiabörnin, skólafóik annað, dvalarfólk, embættis- menn og allir, sem ættu lftinn kost lfkamlegrar áreynslu, gætu með þessu menningartæki bætt sér upp þá kyr- setukosti, sem fslenzkur vetur og skammdegi setja. J. M. reis gegn mál- inu. Taldi þetta bæjarmál Rvíkur og það væri hringlandaháttur, ef þingið ætti nú að leggja skatt á iþróttamenn, sem það hefði í fyrra, eftir kröfu þeirra sjálfra, undanþegið íþróttaskatti. Taldi þó hér vera gott mál, sem rétt væri að ríkið styrkti. Andsvar J. J. var sterkt og hvast. Hann færði enn sterk- ari rök að þvf, að þetta væri þjóðmál. Sýndi fram á mótsögn J. M. þá, að rlkið ætti að leggja fé (ram til þess, sem væri að engu þjóðmál, að hans rlórni. Sýndi fram á, að mótmæii íþróttamanna í fyrra gegn skatti hefðu veriö sama eðlis og almenn mótmæii gegn sköttum; enda það fé runnið í bæjarsjóð Rvfkur sem eyðsiueyrir. Hér væri verið að hugsa írara f tfmann fyrir íþróttamennina og gefa þeim færi á, að sýna hvað þeir vildu gera fyrir stóra hugsjón, sem væri á leið þeirra eigin málefnis. Taldi sér ekki kappa- mál um framgang máisins, en sér væri kappsmá), að fá þennan prófstein á íþróttamennina og á suma þingmenn, svo þjóðin fengi að sjá, að sumir fuil- trúar hennar á þingi væru sömu ættar og þeir menn, sem ekki hefðu ráðist f að byggja baðhús við barnaskóla Rvfkur fyr en í fyrra og það væru mennirnir, sem andmælandi hans j. M. teldi, að ættu að hafa með höndum þetta bœjarmálefni Rvfkur og leiða laugavatnið inn f bæinn og byggja sundhöll og fþróttaskáia. Ræðu J. j, var vel f hóf stilt, en bar þann blæ, að ræðumaður væri ráðinn til baráttu með engri vægð eða hlífi- semi. Voru komnir viðunanlega margir Nd.-þingmenn upp f Ed. til þess að vera vottar að undanbaldi J. M. og vandræðasvipnum á andliti hans, þegar hann settist niður. (slandsbankamálið. Nýlega er lokið einura þættinum f þeim skrfpaleik, sem árlega cr leikinn á Alþingi f íslandsbankamálinu. Við- varandi fjárkreppa, yfirfærsluvandræði og gengisfall fslenzku krónunnar virð- ist ekki bera vott um, að fjármálaástandið fari batnandi. í öðru lagi er það vit- anlegt, að íslandsbanki hefir gefið stórbröskurum og útgerðarmönnum upp um 5 rnilijónir og er óséð um tap bankans, hversu mikið það kann að verða, í þriðja lagi á rfkið fé f þessum banka svo skiftir mörgum milljónum og hefir heyrst að trygg- ingarnar, sem bankinn hefir sett væru vfxlar, en ókunnugt er þjóð og þingi, hvernig þeir vfxlar eru að gæðum og styrkleik. Alt þettá virðast nú vera nægiiega sterkar ástæður, tíl þess að þingið heimtaði meiri vitneskju um ástæður bankans og einkum um það, hversu trygt er fé rfkisins f höndum hans. Fordærai nágrannaþjóðanna f þeirra bankavandræðum hafa og gefið mikils- verðar bendingar f þessa átt. Ffamsóbnarflokburinn bar þvf fram f báðum deildum tillögu til þingsálykt- unar um, að þingið kysi nefnd, til þess að athuga fjárhagsafstöðu ís- landsb. gagnvart rfkinu og einkum tfyggingar, sem bankinn hefir sett fyrir enska láninu. Skyldi nefndin starfa undir þágnarskyldu og skila áliti fyrir luktum dyrum í sameinuðu þingi. Allir Framsóknarflokksmenn f báðum deildum fluttu tillögu þessa að Stefáni i Fagraskógi einum undanskildum Er hvarvetna mikil undrun yfir þeirri framkomu þingmannsins, jafndigurbark- lega og hann talaði heima f héraði um nauðayn slfkrar rannsóknar. í Nd. fylgdu Framsóknarmönnum þeir Pétur í Hjörsey, Jakob Möller og Jón Bald vinsson. Allir hinir voru á móti og féii till. þar á iaugardaginn eftir hvassar umræður. Aðalslagurinn um tillöguna stóð þó f Ed. á mánudaginn og var honum ekki lokið fyr en kl. 3 nóttina eítir. Einar Árnason hafði aðalframsögu og flutti 3 ræður. Sig Jónssou flutti 1. Guðm. Olafsson 1. J, J. 2. Á móti mæltu aðallega Jón. Magn , Sig. Eggeiz, og Halld. Steinsson. Sig. Kvaran og B. Kr. tóku þar einnig til máls og varð Sig. Kvaran svo illorður í garð Framsóknarmanna, að langkunnugur maður f þinginu sagði ræðu hans bafa verið einhverja þá ruddalegustu ræðu, sem haldin hefði verið á Alþingi f sinni tfð. Karl Ein. fylgdi Framsókn. J. J. flutti f þessu máli einhverja mestu ræðu, sem haldin hefir verið á Aiþingi. Stóð íyrri ræða hans f 1 kht. en sú 8ÍðariÍ3V2 klst. Rakti hann alla ixar- skaftasögu málsins frá upphafi til þessa dags. Væntanlega birtist ræða sú í Tímanum, sem sðknatskjal frá hendl Framsóknarflokksins íjjessu máti, lagt fyrir úrsliladðm íslenzkra kjósenda i Tillaga flokksins féil með 8 atkv. móti 6. Athugasemd. Mig langar til að gera litla athuga- semd við fréttapistit úr Norður Þing- eyjarsýslu, sem birtur var í 16. tbl. Dags. Það er þriðji »pistillinn«, sem eg minnist að hafa séð þaðan nýlega, opinberlega birta, og hafa þeir það sameiginlegt, sér til ágætis, að flytja út um landið fréttir og ummæli um menn og máleíni, hvorttveggja ýkt og afbakað. í hinum fyrri pistlum voru aðal- fréttirnar um drykkjusksp og bann- lagabrot f allstórum stfl. Ætla eg ekki að rifja upp þær sagnir, en það full- yrði eg að þær hafa ekki gefið ástæðu til þess að vera -gerðar að blaðamáli, sízt frftm yfir það ástand, sem í þess- um efnum rfkir f öðrum héruðum þessa lands. Um þetta eium við vfst sammála, við »Haukur« — höf. síðasta pistils- ins úr N -Þing. En hann befir þó kunnað illa við að láta pistilinn fara frá sér svo, að eitthvað kæmi ekki f staðinn, sem héldi orðstý héraðsbúa sinna og svcitunga hæfilega niðri. Eg á hér vi8 það, sem hann segir nærri sfðast: »Hygg eg það nokkuð orðum aukið« (þ. e. fréttirnar um drykkjuskapinn) »og að því er eg frekast veit, fer það mjög minkandi, )afnframi því, sem önnur hójsemi fer þverrandi Eg verð nú að segja það, að eg veit ekki hvað posiuli þessi er að fara Því vita má hann það, að þótt menn heima fyrir geri ekki mikið með þessi uromæli — af eðlilegum ástæðum — þá er eítir þeim tekið úti um land þvf fiéttir í blöðum eru lesnar með athygli, og eg geri ráð fyrir að þeir, sem þær skriía geri það annaðhvort sjálfs sín vegna, eða — og einkum — vegna þeirra andlegu og verklegu hreyfiaga, sem eiga sér stað f um- hverfinu, og þá að sjálfsögðu þeim til eflingar á einhvern hátt. En það er sízt vottur uni ræktar- semi v!ð héraðið sitt, og ekki lfklegt til að styðja framgang mála, sem sækja þarf með sanngirniskröfum og eðlilegri og heilbrigðri keppui, að hrópa á strætum og gatnamótum um þverrandi hófssemi héraðsbúa f öilum hlutum. Nær hefði manninum verið, fyrst hann fann sig kallaðan og knúðan til að skrifa »pistil«, að segja frá því, sem hann ætti að vita, og sem betur mátti fara f munni hans og penna, Segja frá þvf t. d. að N.-Þingeyingar urðu ekki sfðastir landsmanna til þess að taka til þess ráðs, sem öllum gætnum og skynsömum mönnum ber saman um að sé eina örugga leiðin, til þess að ná aftur fjárhagslegu sjálf- stæði, sem sé. minka kaup á aðfluttri vöru, neita sér um ýms þægindi; með öðrum orðum: iðka og auka hófssem* I flestum hlutum. Eg ætla ekki að segja frá Norður- Þingeyingum f þetta skifti, þótt nrargt sé þar engu sfður umræðuvert en annarsstaðar á landinu. En áður en eg Iegg frá mér pcnnann, viidi eg krefjast þess af »Hauk«, annaðhvort: að finna orðum sfnum stað, þ. e. sanna að N -Þingeyingar yfirleitt lifi eyðslusömn óbófslffi, eða birti nafn sitt, þvf mér þykir mikið undir þvf komið, hver segir þessftr fréttir. Verði höf. ekki við þeasari sann- gjörnu kröfu, eru ummælin sjálfdæmd ómerk og að engu hafandi. Sigurður Björnsson. frá Skógum. Stúdentaheimilið. í vetur hafa stúdentar gengið mjög rösklega fram f þvf að safna fé til byggingar stú- dentagarðs við háskólann f Reykjavík. Fyrst var stoínað til happadrátta. Leik- urinn: »Andbý!ingarnir« var og leikinn f sama augnamiði. Þá hefir Sigvaldi Kaldalóns samið lag við kvæði Bj. Thor. »Þú nafnkunna landið — — —,« helgað það stúdentagarðinum og gefið honum 3000 skrautprentuð eintök af þvf ásamt útgáfurétti. fítsöluverð er kr. 1.50. Loks hefir blaðið verið beðið að geta þess, að með Esju næst koma 3 stúdentar að sunnan tit þéss að vinna fyrir þetta mál. l) Auðbent af mér. S/g. Bj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.