Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 26.04.1923, Blaðsíða 3
17. tb). DAQUR 6! Sjúkrahúsið á Akureyri. iii. íslendingar eru að hefja baráttu gegn geigvænlegasta sjúkdómi lands- ins. Með lögum um varnir gegn berklaveiki, er lagður grundvöllur að mikilli tilraun í þá átt, að forða börn- um þjóðarinnar frá þessum sjúkdómi. Einftngrun á þeim .sjúku og strang- ar reglur, til þess að hamla útbreiðslu sýklanna er það eina, sem kemur að verulegu haldi, til þess að hefta för sjúkdómsins yfir landið. Þessvegna mátti þjóðin ekki horfa í það, að verja miklu fé, til þess að framkvæma ákvæði laganna. Enginn má fjárskorts vegna leyna sjúkdómi sínum eða beita þráa gegn fyrirmælum laga. Þessvegna greiða nú rfkið og sýslur og dvalar- héruð kostnað við sjúkrahússvist berklasjúklinga allra þeirra, er ekki geta kostað sig sjálfir, án þess að bfða verulegan hnekki á efnahag sfn- um. Af þessum lagaákvæðum hefir vit- anlega leitt það, að öll sjúkrahæli f landinu fyllast af berklaBjúklingum. Enda hlýtur það svo að verða, ef lögunum á að framfylgja að einhverju ráði. Vífilsstaðir geta ekki tekið á móti svipað þvf öllum, sem heilsu- hælisvist þurfa. Hinir verða að láta sér lynda sjúkrahússvist f bæjum landsins, eða þá að dvelja f heima- húsum. Hér á Akureyri er sæmilegt sjúkra- hÚ8 fyrir blandaða sjúkdóma, en ó- hentuglega bygt og illa f sveit komið fyrir berklasjúka menn og þvf óhæfi- legt til þeirra hluta. Við sjúkrahúsið er einn af ágætustu handlæknum landsins, en ekki séifræðingur í berklasjúkdómum. Nú er sjúkrahús þetta gersamlcga að fyllast af berkla- veiku fólki. Af um og undir 40 sjúkl- ingum, sem þarna dvelja að jafnaði, votu íyrir nokkrum dögum 29 berkla- veikir. Að 3/4 hlutum er húsið orðið skipað þessu fólki og mi búast við að aðsókn þess fari enn vaxandi. Mál þetta horfir þá þannig, að inn- an skamms muni sjúkrahúsið fyllast af berklasjúklingum, sem ættu þar ekki kost heilsuhælisskilyrða né sér- fræðislegrar læknishjálpar, en einn sllra snjallasti handlæknir landsins gæti ekki tekið inn f sjúkr^húsið fólk er þarfnast handlæknisaðgerðar. Mætti þá segja, að sjúkramáiin væru að komast f bærilegt horf hér nyrðra. Hvað segja menn um heilsuhælis- mái Norðurlands f sambandi við þetta vaodræðaástand. Undarlega er hljótt um það mál. Eina blaðið, sem reynt hefir til þess að halda málinu vakandi er Dagur. Eina félagið, sem gert hefir verulega gangskör að þvf, að hrynda málinu íram, er U. M. F. Ak. Konur þær, sem þetta mál og sjóð- urinn var falinn, hafa lagst á málið. Það er eins og málið hafi verið lok- að inni hjá »Mumíum« f Egypzkri grafhvelfingu. Ekkert orð né viðvik sést né heyrist frá þessum konum til framgangs þessu mðli Alment hafa menn ekki vitneskju um hverjar þær eru, hversu stór sjóðurinn er, hvar hann er ávaxtaður 0. s. frv, Dagur vill því mælast tíl þess, að frúrnar birti leikning sjóðsins og geri að öðru leyti grein fyrir, hvernig þær hafa haldið á umboði þv', sem þeim hefir verið af aimenningi fengið í þessu máli. Dagut telur, að þær misskilji starf sitt og trúnað, sem þeim er sýndur og ennfremur nauðsyn máls- ins, et þær birta ekki reikninga yfir sjóð, sem þeim er falinn til varð- veizlu. Símskeyti. Rvík. 23. apríl. Stjórnleysingjar hafa gert til- raun til að myrða Poincare og Millerand. Mistekist hafa tvenn banatilræði við hermálaráðherra Frakka og Belgja er voru á ferða- lagi í Ruhrhéruðunum. Rio Bamba stærsta borgin í ríkinu Ecuador hefir tortímst við eldgos. Talað er um í Stórþinginu norska að stofna til kenslu í ís- lensku við Kristjaníuháskóla. Ríkisbankinn og þýskir iðn- aðarkongar ætla að halda uppi gengi marksins, Götuuppþot í Muhlheim. Pjóð- verjar og Frakkar börðust. Veygaridt herforingi gerður landstjóri Frakka í Sýrlandi. Tillaga um rannsókn á Islands- banka feld í neðri deild eftir hvassar umræður. Togararnir afla vel, en salt- laust er að verða hjá nokkrum. Agæt aflabrögð í Vestmanna- eyjum. Khöfn 24. apr. Danmörk og Sovjetrússland undirskrifuðu verzlunarsamning í gær. íslendingar eiga kost á að undirskrifa samninginn fyrir sitt leyti. Rvík 25. apr. Curzon lávarður ráðleggur Pjóðverjum að koma fram með nýjar skaðabótauppástungur, par sem gert sé ráð fyrir ábyrgð af hálfu iðnaðarins og að fallast á úrskurð nefndar um skaðabóta- fjárhæðina. Pýzka ríkisstjórnin hefir samþykt að íhuga þessar tillögur. Ríkisbankinn þýzki hefir hækk- að forvexti úr 12°/« í '19°/o. Lausannneráðstefnan komin saman að nýju, sækja hana full- trúar Breta, Bandaríkjanna, It- alíu og Tyrklands. Samkomu- Iagshorfur taldar vænlegar. Fréttaiitari Dagi. Fæðissala og veiíingan Frá 14. maí selur undirrituö fæði í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Ennfremur verða aðrar veitingar seldar. -r- Tvær ungár stúlkur geta fengið tiisögn í matartilbúningi, í að ganga" um beina og í hreingerningu. Allar upplýsingar gefur frú Jóhanna EðvaWsdóttir, Grundargötu 4. Akureyri 25. apríl 1923. y\xelína Jönsdóttir frá Möðrufelli. F r é 11 i r. Þingfréttir. Stjórnarskráibreytingin féll í Nd. Svo mörgum breytingum var reynt að klúðra saman, að ekki var annað fært fyrir Framsókn en að lcggjast á móti. Verður stungið upp á milliþinganefnd, sem ókeypis athugi stjómarskrána Fjáraukal. M. G. voru til nmr. í Nd. f gær. M G., sem ekki hefir þorað að svara Tfmanum f blöðunum, svaraði honum með langri skamma- ræðu f þinginu! — Mentaskóli N’. talinn nærri því að komaat f gegn f Nd. — Þingm. Framsóknarfl. báru íram frv. um Landsbygginganefnd, sem starfaði ókeypis og skæri úr ágrein- ingi milli bygginganefndar og sfjórnar- innar. Tilefnið það að bygginganefnd Rvfkur setti stjórninni stólinn fyrir dyrnar um að byggjá ýfir vfnið. J. M. eyðilagði þetta. (Hann leigir landinu Nýborg til víngeymslu), — Framsókn- arm. fóru fram á, að friðaðir yrðu Þingvellir og aðgangur seldur til fjár- söfnunnar til girðinga o. s. frv. J. M. lagðist á móti þvl og eyðilagði. Vill láta gera Þingvelli að sumardvalar- og skemtistað handa Reykvfkingum. j. M. virðist setja sinn metnað í að drepa allnr tillögur fyrir Framsókn, hversu sem þær eru vaxnar. Silfurbrúðkaup Konungur íslands og Danmerkur, Hans Hátign Kristján X. og drottning hans Alexandra, eiga silíutbrúðkaup f dag. í tiiefni af þvf er öllum skólum landsins lokað þenn- an dag. Esja Þegar skipið kom til Rvfkur, fór það skemtiför út í Faxaflóa með alla þingmenn nema 3, sem kusu að sitja heima Ræðuhöld voru um borð. Töluðu þeir Jón Þorl. og J. J báðir um »E$juna og þrjá Jóna«. Dró mjög til sátta f Esjumálinu og voru allir ánægðir með skipið og skemtiförina og skildu sáttir og samhuga. »Auma8tar allra.« tMyndir frá skuggahliðum Kristjanfu) eftir Ólafíu Jóhannsdóttur, er nýkomin út. Er bók þessi fslenzk þýðing á bókinni »De Ulykkeligste« eftir Ólafíu. Bók þessi er mjög átakanleg lýsing á nokkr- um ógæfubörnum mannanna, sem ólaffa hefir reynt til að bjarga frá algerðri glötun. Hún er rituð af mikilli orð- snild og fágætum hita. Árthur Gook trúboði hefir gefið út bókina. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Odds Björns- sonar og er ytri frágangur hennar mjög góður. ijnemmbær KÝR óskast til kaups. . Árnl ÞorgHmsson íshúsi Sam, verzl. Sími 108. Fótknettii nr. 3, 4 og 5 og tilheyrandí blöðrur fást í Kaupfélagi Eyfirðinga. Allir þeir, sem eiga bækur í bandi hjá Sig. Sigurðssyni, bóksala eru beðnir aö vitja þeirra áður en vinnustofunni verður lokað 14. maí n. k., jatnframt eru allir þeir, sem ekki hafa sérstakan samning á skuldum, vinsamlega beðnir aö greiða skuldir sínar fyrir sama tíma. Neðstalandsuppboðið. í 15. tbi. Dags var auglýst að uppboð ætti að haida að Neðstalandi í Öxnadal laugar- daginn i. maf næstkomandi, en á að vera þriðjudaginn 1. maí. Tfðarfarið. Með sumarkomunni brá til kuldatíðar, en ekki illveðra. Úr- komulaus austansteyta sem tekur fyrir kverkar öllum gróðri, er nú að verða venjulegt vorveður á íslandi. Óttasí margir, að til slfks muni draga enn þetta vor, þrátt íyrir undangengna sumartfð sfðastl. vetur. Freyr. Um síðustu áramót varð sú breyting á útgáíu og ritstj. Freys, að búfræðikand. Valtýr Stefánsson keypti af Sig. Sigurðssyni, ritstj. Freys og Páli Zóphóníassyni skólastjóra þeirra hlut í blaðinu og tók jafnframt við rit- stjórninni, Félagið Hvanneyringur á enn sinn hlut f blaðinu og er svo til ætlast að Þórir Guðmundsson kennari annist ritstjórnina fyrir hönd félags- ins. Fyrsta hefti Freys — jan. og febr. blaðið — sýnir, að hann hefir ekki skift um til hins verra þó góður væri áður. Ritið er fult af stuttum en fróðlegum og skemtilegum greinum. Geysir fer til Húsavíkur á laugar- daginn kemur að forfallalausu með E. s. Noreg; þaðan til Siglufjarðar og syngur á báðum stöðum. Um sólar- hringsviðstaða verður á Húsavfk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.