Dagur - 11.10.1923, Síða 3

Dagur - 11.10.1923, Síða 3
44. tbl. DAGUR 161 Tíðarfariö er nú ákafiega hvikult og úrfellasamt. í fyrri nótt alfölgvaði og tók ekki fölið í gær sökum kulda. Framboðin. Til viðbótar áðursögðu um framboðin, hefir frézt að f N.-Múla- sýslu bauð sig fram á sfðustu stundu Árni Jónsson verzlunarstjóri á Vopna- firði. í Vestur-Húnavatnssýslu bauð sig fram Eggert Levy frá Ósi og eru þeir sömu stefnu Þórarinn og hann, í Barðastrandasýslu móti Hákoni bauð sig fram Andrés Jóhannesson f Skál- eyjum. Vœníanlegir hingað til Akureyrar með »Esju« tveir foringjar Hjálpræðis- hersins, sem dvelja hér í nokkra daga. Oberstlautinant Charles Knott og Brig- ader Boye Holm. Oberstl. Knott er Englendingur og hefir starfað f Hjálp- ræðishernum frá æskuárum sfnum, c. 30 ára. Méðan á heimsstyrjöldinni stóö, var hann sendur til Egyptalands, Palestinu og Sýrlands, til þess að starfa sem herprestur á meðal brezkra hermanna f þessum löndum. Fyrir starf hans sæmdi enska stjórnin hann kapteins nafnbót f brezka hernum. — Brigader Boye Holm er danskur að ætt og hefir starfað f Hjálpræðishernum í 24 ár, f Þýzkalandi. Hann er fyrsti leið- togi Hjálpræðishersins (Czeko-Slovakfu, þar sem fbúarnir eru rómversk-katólskir, en katólskan er þar mjög hnignandi þvf fólkið þar óskar jafnt trúarbragða- frelsis sem stjórnarfrelsis. Þar hefir Hjálpræðisherinn mikla framtfðarmögu- leika. Um Czheko-Slovakfu talar Boye Hoim og 8ýnir skuggamyndir.» Símskeyti. Rvík 8. Okt. Hæstaréttardómur fallinn í Land- mandsbankamálunum. Prior dæmdur I 120 þús. 6 dæmir í 4 þús. króna sekt, 5 í 2 þús. Umbrot mikil I Pýzkalandi. í Díisseldorf lenti skilnaðarmönnum saman við lögregluna, borgin lýst I hernaöarástandi. Franskar hersveitir halda uþpi reglu. Borgarstjórnin fangelsuð. Uppreistarmenn í Kustrin hafa reynt að frelsa handtekna for- ingja slna, en voru ofurliði bornir. Ritskoðun lögleidd að nýju. Verka- menn i Ruhr neituðu að vinna undir stjórn Frakka, en hafa þó byrjað vinnu aftur. Stjórn Stresemanns fallin. Jafnaðarmenn vildu ekki gefa henni aukið vald, Ebert forseti hefir mælst til við Stresemann að mynda nýja stjórn, talið að hann muni geta það, og helst sama flokkssamsteypan um stjórnina áfram. Grikkir mótmæla skaðabótagreiðsl- unni til ítaia. Svartfellingar ráðast inn í Albaniu. Branting endurkosinn f þjóðaráðið. Alríkisráöstefnan breska leggur mikla áherzlu á nauðsyn samvinnu að úrlausn vandamála heimsins. Eftir 9 daga var 5 mönnum bjargað, er Iokuðust inni við námuslysiö i Skotlandi. Lloyd George hefir haldið ræðu i New York og hvatt Bandarikja- menn, til að ganga í þjóöabanda- lagið. Corson lávarður deilir á Frakka fyrir stefnu þeirra í Ruhrmálunum. Nýr forseti kosinn í Kína, heitir Tsao. Skúti fógeti sektaður fyrir land- helgisbrot um 10 þúSi kr. Afli og veiðarfæri upptæk. Fleiri togarar undir kæru. Östlund ferðast um Gullbringu- sýslu og flytur fyrirlestra um bann á áfengi. Hann hefir komist i samband við bindindis-sinnaða Skota um að selja allan fslenskan fisk eins góðu verði og fæst fyrir hann á Spáni. Ein- hverjir útgerðarmenn hér farnir að semja við þá. Fundarhöld eru tíð hér og í nágrenninu. Rvík 10. okt. Ríkisþingið þýzka hefir samþykt traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar með atkv. allra nema þjóðernis- bayernska- og kommunistaflokksins. Matthes foringi skilnaðarhreyfing- arinnar f Rinarlöndum segir að Rinarlöndin verði lýðveldi á þessu hausti. Rússar hjálpa skoðanabræðrum sfnum f Þýzkalandi með fjárfram- Iögum. Tyrkir ráða algerlega yfir Mikla- garði. Finnar neita skaðabótakröfu Rússa, en fallast á rannsókn. Fréttaritari Dags. Minnisblöð. Ný flokksmyndun. * 1. Þegar íeið að lokum kjörtfma- bilsins, settist Mbl. upp með miklum svip og sagði, að nú þyrftu allir þeir, sem væru andstæðir Tfmanum og Framsóknarfl. að ganga saman f nýjan flokk. Aðalverkefnið átti að vera, að vernda persónulegt frelsi og borgara- legt frelsi og beita sér gegn Tímanum og Alþýöuflokknum. 2. M. G. og aðrir í bændadeild Mbl. vildu ekki bfta á ágmð. Þeim þótti vfs ósigur að þvf, að vera kendir við Mbl. þegar kosningar færu í hönd. Bændadeildin fór að gefa út afarstórt kosningamálgagn, þar sem rekin var sama pólitfk og ( Mbl., en með öðr- um blæ. Þar var barist aðallega gegn einum manni og einu málgagni bænda, sem halda saman Framsóknarliðinu um alt land. Þar var reynt að smjúga eftir krókaleiðum hugsananna, læðast, rægja og tortryggja. Þar var reynt að telja bændum trú um, að nú ætti að bjarga þeim. Tilgangurinn sá einn, að fá þá tit að senda þessa menn aftur inn f Mbl.-flokkinn. 3. Mbl. varð steinhissa á vanþakk- iæti þessara manna og gætti sfn svo illa að það jafnvel hrakyrti þá; taldi þverúð þeirra, sundrungu og valda- grægði of mikla, til þess að hægt væri að fá þá til að vinna saman, jafnvel þó þeim hefði verið boðinn álitlegur blaðakostur þ. e. Mbl. o. s. frv. 4. Þetta trúleysi á gildi málstaðarins f kosningunum, gerði vfðar vart við sig en f kringum Mbl- S'g. dýralæknir þóttist ætla að gerast flokksforingi og gerði áumkunarverða tilraun, að búa til einskonar frelsis-stefnuskrá. En til- raun sú, sem var gerð f þessa átt hér á Akureyri varð ( samræmi við þá hæfileika, sem á bak við stóðu. Hún er, eins og tilraunin syðra, enduð f gremju við vanþakklæti mannanna. S En alt er þetta blekkingaleikur. Mbl. vildi láta sýnast, að það ætti eitt- hvað til að lifa fyrir og ákveðin hóp manna, sem settu sitt traust á það til harðræða f kosningum En Bændadeildin og aðrir, sem áttu kjördæmi sín f sveit- um, þorðu ekki að standa undir vernd Mbl Það þurfti að stofna til öflugrar og dýrrar blekkingatilraunar. Fyrsta vetrardag endar þessi blekkingaleikur, hver sem úralitin verða. Kosninga- málagögnin hafa þá lifað aldur sinn og þeir, sem óheilindin og blekkingar fleytaaðnýju inn f þingið, skrfða inn f útbreiddan faðm Morgunblaðsins aftur. Pjóðin og einstaklingarnir. 1. Þess hefir orðið vart, að nokkrir kjósendar láta persónulegar á tæður ráða fylgi sfnu. Þeir láta meðaumkvun ráða óg gefa þeim atkvæði, sem bera sig hörmulegast yfir fylgisleysi og (Smannúðlegri meðferð á sjálfum sér. Brjóstgæði við vissar persónur er sett skör ofar en þörf og réttlætiskröfur þjóðarinnar. 2. Stefán f Fðgraskógi ereinn af hin- um hörmulegri þesskonar pfslarvottum. Samþingsm ður hans nýtur hins mesta trausts héraðsbúa, af þvf að hann hefir aldrei brugðist málefni flokksins. Fram- sóknarflokkurinn studdi báða til þing- setu. Annar hefir reynst honum einn bezti styrktar og fylgismaður, hinn algerlega óflokkshæfur. Mundi slfkt vera ástæðulaust í 3. Einstaklingurinn deyr, en þjóðin lifir. Málefni þjóðanna og hugsjónir eru eins og úthaf, einstaklingshugurinn er alda á þvf úthafi. Að vitða hugsjón og framtfð þjóðarinnar minna en per- sónuleg óþægindi, er glæpsamleg með- ferð á atkvæðisréttinum. Einstaklingum má unna alls góðs, en þjóðin er óendanlega mikils meira virði. Þvf þjóðin lifir þó einstaklingurinn deyi. Eyjafjarðarárbrúin er nú fuiigerð að kalla. Er hún hið vandaðasta smfði og mesta samgöngubót. Hefir fjár- rekstrarmönnum þótt greiðari gangur yfir ána en áður. Brúin er öll gerð af steini og járni og hvllir á stein- stólpum, sem reknir eru niður f ár- botninn. Austasta brúin er lang lengst 83 metrar, miðbrúin 55 metrar, vestasta brúin 53 m., samt. 191 metrar. í tvær hvíslarnar var aðeins hlaðin braut enda voru þær mjög grunnar. Á víðavangi. BismarcK Eyfirðinga. Á Saur- bæjarfundinum fór Stefán f Fagra- skógi að afsaka vináttu samband sitt við J. M. Benti hann á, að f þvf efni væri Ifkt á komið fyrir sér og járn- kanzlaranum þýzka, Bismarck, sem hafi verið f .vináttusambandi við mann f andstæðingaflokki. Ekki þótti fram- koma Stefáns svo djarfleg, að hann minti á Bismarck að öðru leyti. »Tvis- var verður gamall maður barn* roá segja um Stefán f Fagraskógi. Sannfæringin hans Sfefáns. au- ar þær brigður, sem orðið hafa á sam- búð Stefáns f Fagraskógi við Fram- sóknarflokkinn, afsakar hann á fund- unum með þvf að hann hafi ekki getað farið öðruvfsi að, sannfæringar sinnar vegna. Hann sé nú hrjáður og ofsótt- ur vegna sannfæringar sinnar. Eru Ifkur til að hann beri sig bráðlega saman við Lúther og Húss. Hann ját- aði að hann hefði greitt atkv. á móti sinni eigin tillögu um skipun peninga- málanefndar á þingi 1921. En jafn- framt játaði hann, að sér hefði »yfir- sést« þegar hann gerðist flutningsm. tillögunnar. Hanrt hefði ekki verið bú- inn að álta sig á þvi, að í tillögunnl fólsl vantraust á /. M. Áður en Stefáni varð þetta Ijóst, var það sannfæring hans, að nefndarinnar væri þörf, en ekki eftir að hann sá, að tillagan var nærgöngul J. M. Svona reyndist sann- fœringin hans þarna. Brigð sfn við flokkinn f íslandsbankamálinu á sfð- ásta þingi afsakaði hann einkum með því, að um seinan hefði verið að koma fram rannsókn á bankanum. Kunnugt er nú orðið að Framsóknar- flokkurinu gerði tilraun að koma mál- inu fram á lokuðum fundi áður, en vat ofurliði borinn á þann hátt, að mótstöðumennirnir runnu af hólmi. Stefáni þótti ástæða til að verðlauna andstæðingana fyrir bragðið, með þvf að hlaupa yfir í þeirra flokk. Enn viðurkendi hann að hafa miðað afstöðu sfna til sveitfestismálsins við innan- héraðástæður og verið haltrandi í þvf og kemur það heim við það, sem Dagur hefir sagt að kjörfylgisvonirnar f svo tvlbentu kjördæmi hafi ráðið sannfæringu hans f þvf máli. Stefán var spurður hversvegna hann mundi vera búinn að fá fylgi andstæðinga- blaða Framsóknarflokksins og svaraði hann á þá leið, að sér væri það ekki ljóst, en gott væri að hljóta stuðning góðra manna. Af framkomu Stefáns og yfirlýsingum hans sést, að tvö öfl ráða sannfæringu hans: annarsvegar vinátta við gamlan og honum góðan samherja, hinsvegar kjörfylgið heima f héraði, einkum S'glfirðinga. Það er næstum óheyrilegt að heyra þann mann halda ræðu um sannfæringu sfna, sem er gersamlega sama um, hvar hann hlýtur pólitfskan stuðning og sem lætur atvik bundin við sjálfan hsnn eða vini ráða um það, hvoru megin hann skipar sér f stærstu á- greiningsmálum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.