Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úf ú hverjum fimtudeg!. Kostar kr. 6.00 árg Gjalddag! fyrir 1. júlí. Innheimtuna annasf Árnl Jóhannsson í Kaupféi. Eyf, VII. ár. | Akureyrl, 14. febrúar 1924. AFOREIÐSLAN er hjá }6n! 1>. I>ór, Norðnrgólu 3. Talsimi 112 Uppsögn, hundin við áramót sé komln til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 6, blafi Um landbúnað. Kraftfóður. Þeir sern djúpt Ieggjast í rann- sóknum á þjóðarhag okkar og at- vinnuvegum hafa komist að þeirri niðurstöðu, að við fáum ekki staðist samkepni við nágrannaþjóðir okkar vegna þess að framleiðsla okkar verði svo kostnaðarsöm og varan þar af leiðandi dýr. Þó grösin á jörðunni séu hér tiltölulega kjarn- mikil, eru þau Iágvaxin og víða gisin, þar sem heyjað er á óræktuðu landi. Heyöflunaraðferðir okkar og tæki eru gamaldags og úrelt. Hey- skapartíð og grasspretta oft afar misfellasöm. Það, sem vegur nokkuð upp á móti þessum annmörkum öllum, eru kjarngæði landsins, þar sem sprettan er rýrst. Stultur bjargræðístfmi og mikill atvinnuskortur yfir Iangan tíma árs- ins gerir vinnuaflið óeðlilega dýrt og of dýrt, til þess að rýr eftir- tekja fái staöist þann kostnað. Eink- um vill þetta verða að því er snertir landbúnaðinn. í sjávarútveginum eiga sér oft stað mikil uppgrip og eðli þess atvinnuvegar er þannig háttað, að hann verður oft að bjarga sér með háum kaupgjaldsboðum. Stundum duga honum slík áhættu- boð, stundum ekki. En hvort sem er, hafa þau boð sín áhrif á kaup- gjald alment; Og á því hefir land- búnaðurinn fengið mjög að kenna á slðustu árum. Stuttur bjargræðistírai, dýrt vinnu- afi, rýr eftirtekja og örðugir staö- hættir hjálpast að, til þess að gera landbúnaðinum hér á landi mjög erfitt fyrir. Þess vegna er það, að oft hefir viljað á það skorta, að þær hendur, sem hafa unniö að öflun fóðurs yfir sumartfmann, hafi orkað þvi) sem þurfti, til þess að framfleyta nægilegura bústofni yfir langan vetur. íslenzki bóndinn hefir því oft komist í hann krappan og fellir á búfé er sá stóri blettur á íslenzkri búnaöarsögu, sem ekki verður af máöur. Hinsvegar er hægt að draga úr sársauka þeim og blygð- un, er hann veldur, með því að búa svo um hnúta, að fellishættunni sé útrýmt. Tvær meginástæður ættu aö knýja íslenzka bændur til þess að leita varanlegrar úrlausnar á fóðurbirgöa- málinu. Önnur er t>essi sára nauð- syn að koma algerlega í veg fyrir fóðurskort. Hin er sú að gera fram- leiðsluna ódýrari með nýjum og j ' m hagfeldari aðferðum til öflunar á fóðri eða fóðurbæti. Núverandi ástæður og skilyrði gera það varla líklegt að heyfram- leiðslan verði fyrst um sinn til muna vaxtameiri og ódýrari. Úrræðanna verður að leita annarsstaðar. Gnœgð af innlendum og ódýrum fóðurbœti er það, sem getur leysl aldagamall vand- rœðamál íslenzks landbúnaðar. Bændur hafa undanfarið átt kost' á að kaupa síldarmél, framleitt I er- lendum verksmiðjum hér á Jaridi. Með skynsamlegri notkun hefir það gefist ágætlega. Til eru bændur á týrum heyskaparjörðum, sem hafa notað það að mjög miklu leyti og gefist vel. En yfirleitt hefir þessi fóðurbætir verið of dýr og einkum f seinni tíð, sfðan verð á landbún- aðarafurðum féll. íslenzkur landbúnaður getur aldrei búist við að geta bygt afkomu sína að neinu leyti á slíkum viðskiftum. Þar verður frá hinni hliðinni farið eins Iangt í viðskiftunum og unt er, eins og búast má við. Það má því heita að bændum sé að mestu lokuð Ieið að þeirri óhemju miklu fóður- bætisnámu, sem síldarmiöin eru. Og úr því verður ekki bætt meðan slik framleiðslutæki eru algerlega í hönd- um einstakiinga, hvort heldur þeir eru innlendir eða erlendir, því reynsla er fengin fyrir því, að Is- lendingar eru, ef til vill, verstu okr- ararnir, þegar þeir eiga skifti hverjir við aðra. Nú er það í annan stað kunnugt þeim, er tii þekkja, að síldarverk- smiðjur, skynsamlega reknar eru hin mestu gróðafyrirtæki og að síldar- más-framleiðslan er minna vert at- riði í framleiðslu þeirra, heldur en ollan. Þvi mundi slík stofnun verða gróðavænleg, þó bændum yröi selt síldarmélið með framleiösluveröi eða jafnvel þar fyrir neðan. Á þennarr hátt myndi vinnast, i fyrsta lagi, að til yrði á hverri höfn landsins nægur fóðurforði, sem hægt væri að drýgja með heyfóörið og fellishæltan yrði úr sögunni. I öðru lagi myndi framleiðslukostnaður bænda minka við það, að þeir fengju nokkurn hluta skepnufóðursins með vægara veröi, en unt er að fram- leiða heyið fyrir. í þriðja lagi myndi þetta leiða til fjölgunar búfjárins en fjölgun búfjár til aukinnar jarörækt- ar og velmegunar fólksins. Það mun vera tík ástæða til þess fyrir bændur að hugleiða, hvort hér sé ekki um verulegt úrlausnarráð að ræða, til þess að tryggja Iif og Við þökkum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur samúð við fráfall og jarðarfðr Bjðrns Jónssonar á Veðramóti. Börn og tengdabörn hins Iátna. þrif búpeningsins og draga úr fram- leiðslukostnaðinum um leið. Jafn- framt má þeim Ijóst verða, að þeir sjálfir og engir aörir leysa sín eigin vandræði. Slík fyrirtæbi, í eigu hluta- félaga eða einstaklinga, mundu ekki leiða til úrlausnar. Sem Iandsfyrir- tæki er það hugsanlegt, en mundi þá eiga við pólitískan andróður að stríða og aðra annmarka slíkra fyrir- tækja. Málið yrði bezt og tryggast leyst á samvinnugrundvelli. í slíkum framkvæmdum ætti að geta mæzt þörf beggja atvinnuvega, landbúnaðar og síldarútvegs, eða einkum togaraútgerðarinnar íslenzku. Verður komið nánar inn á það mál síðar. t Hermann Jónasson frá Pingeyrum. Místaka vegna hefir það dregist úr hófi fram, að geta hér f blaðinu þessa merkiiega manns, scm andaðist f Reykjavfkö des.s.t ,65 áragamall. Hann var fæddur f Víðikeri í Bárðardal 22. okt. 1S58. Rúmið leyfir ekki að rita hér um hann langt mál, Staeratu drættir sögu hans eru fijótraktir þótt rannsókn á manninum sjálfum og æfiferli hans væri efni f heila bók. Hermann nam búfræði á Hólum, lauk þar prófi 1884 og sigldi sfðan til Danmerkur til framhaldsnáms. Árið 1886 varð hann skólastjóri á Hólum og hélt þvf em- bætti í 10 ár. Þá keypti hann Þing- eyrar í Húnavatnssýslu og bjó þar f 9 ár, til ársins 1905. Þá seldi hann jörðina og fiuttist til Reykjavfkur. Varð hann um akeið ráðsmaður Laugar- nesspítala. Fór til Amerfku og dvaldi þðr fá ár og kom heitn f fyrra. Hermann var þingmaður Húnvetn- inga árin 1901 —1907. Hann bar fram á þingi eitthvert allra merkilegásta nýmæli og hugsjónarmál, sem fæðst hefir f hugá nokkurs íslendings. En þjóðin var ekki þvf vaxin að skilja og meta hugarfar brautryðjandans. Þessvegna hefir þegnskylduvinnumálið ekki enn náð fram að ganga. Búnaðarritið stofnaði Hermann og gaf það út um mörg ár. Var það ágætt rit, vel skrifað og fult af eld- móði, mannúð og djörfum hugsjónum. Ritið lifir og mun lifa lengi. Enn fékst Hermann við rannsóknir og ritstörf dulræns eðlis og gaf út bækur tvær »Drauma« og »Dulrúnir.« Eru þær báðar ágætlegá skrifaðar, en um efni þeirra getur ekki orðið dæmt hér. Við lát Hermanns er á enda all- merkileg æfisaga. Hermann var glæsi- raenni mikið, vaskur og fjörmaður hinn mesti og starfsamur. Tveim árum eftir að hann útskrifaðist úr skóla tekur hann við stjórn skólans og mun slíkt fáheyrt. Hann rak stórbúskap með miklum umsvifum og rausn. Var hann þá oft f miklum svaðilförum við veiðiskap o. fl. Hann gerðist braut- ryðjandi á sviði búnaðarmála, boðberi stórfeldrar hugsjónar, sem þjóðin til- einkar sér einhverntfma. Loks var hann merkilegur hugsæismaður og rit- höfundur á sviði dulrænna mála. Víst hefir þessi raaður verið gæddur miklum og merkilegum hæfileikum, en eitthvað virðist hafa skort til þess að þeir yrðu að fullum og farsælustu notum. Lffi Hermanns tekur að halla fyrir aldur fram. Ekki mun hann að öllu hafa verið gæfumaður og var hann að sögn ölkær f meira lagi. Má verá að þar f felist skýringin á þvf að starfslíf hans varð ekki jafn- samfeld og glæsileg heild, eins og hefði mátt vænta af hæfileikum hans. Samt hefir þjóðin auðgast til muna við lff hans. Þó honum tækist ekki að leggja neinn mikilsháttar sigur- krans fyrir fætur hennar, lagði hann á leið hennar lýsigull hugsjónanna og afburðamenskunnar. *HAPPIÐ," gamanleikureftir Pál J. Árdal fæst hjá flestum bók- sölum landsins og víðar. Verð 2 krónur. „Happíð" má ekki Ieika án leyfis höfundarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.