Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 3
6 tbl. DAOUR 23 vi-^-^WVVirwiini^vw—»i*iTB*rii~»~»~»*»~ri>‘r~ii*ri~i~i** * ■ ■ "*t‘i^~~i^i* 1^“ * »-•» - ^ i » * * 1 Stormjakkar, /^<!D.Í>e>ÍlÍ>Í^Í^Í^Í^ I Waterproof- i i jakkar i (§) ., • . (§/ f@) nykommr i ^ f§) ' Brauns verzlun. H Páll Sigurgeirsson j|j Jörðin Einarsstaðir í Reykjahverfi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðarinnar fyrir 1. apríl n. k. Einarsstöðum 1. febr. 1924. Ftiðrik Kristjánsson. er vetrar hafa veður ekki verið stór- ill en hvimleið vegna sífeldrar van- stillingar og áfrera. í Lögréttu er ein- hver Þingeyingur að kvarta um það, að Akureyrarblöðin vanræki að geta um tíðarfarið. Hafi t. d. ekki getið veðurfars á sfðasta sumri og stórúr- fellanna í hanst. Þetta er rangt, að þvf er Dag snertir að minsta kosti. Hann gat um stórrigningarnar og hey- skemdir/sem þær ollu og hann getur alt af við og við um tfðarfarið. Að hinu getur hann ekki gert, þótt ein- stakir menn dæmi blaðiðólesið, sleggju- dómum. Influenzan útbreiðist nú sem óðast hér f bæunm. í gær voru að sögn orðnir 50 sjúktingar og bætist stöðugt við. En væg er veikin mjög, svo að enginn verður alvarlega veikur. Samt mun ráðlegast að fara mjög varlega. Veikin er nú talin f rénun í Reykjavfk. Fjármálastj. M. G. Þau tíðindi hafa gerst, að einn af samherjum M. G, Jón Þorláksson alþingism., flutti fyrir- lestur f fyrradag um fjármálastjórn landsins sfðan 1916. Bauð hann ötlum þingmönnum á að hlýða. J. Þ. komst mjög að hinni sömu niðurstöðu um fjármálastjórn M. G. eins og Tfminn 'Íf hefir komist. Má segja að óvænt hafi fokið < skjól M. G. Nýr sendiherra. Johs Böggitd sem hefir verið sendiherra Dana f Reykja- vfk, síðan það embætti var stofnað, er orðinn aðal-konsúll í Kanada, en í hans stað er orðinn sendiherra f Rvfk F. le Sage de Fontenay sagnfræðingur. Danir láta sér ant um að velja góða og vel hæfa menn til sendiherrastöð- unnar f Rvfk. Böggild hafði gegnt ýmsum trúnaðarstörfum áður en hann varð hér sendiherra, enda reyndist hann vel og er eftirsjá að honum. Fontenay er fæddur 1880, lagði stund á sagnfræði við háskólann, cand. mag. 1906. varð undirakjalavörður í utan- ríkisráðaneytinu í Khöfn 1909 og var það tii 1914 er ófriðurinn hófst og hann varð yfirskjalavörður. Þótti það veglegt embætti, þvf þá voru mörg trúnaðarskjöl á ferðinni, milli utan- rfkisráðuneytanna f Norðurálfu, sem mrklu varðaði um, að ekki kæmust f hendur óviðkomandi manna, og þótti ekki heiglum hent, að gæta þeirra fyrir njósnarmönnum, er voru á hverju strái, en það tókst Fontenay svo vel að aldrei hlektist á. — Hann er starf- samur rithöfundur, var ritstjóri ver- aldarsögu er Gyldendal gaf út f 5 bindum og fyrir skömmu er lokið, og skrifaði marga af köflunum f henni. Ennfremur hefir hann skrifað ýmsar sérstakar sagnfræðilegar ritgerðir, þar á meðal drætti úr stjórnmálasögu Suður-Jótlands, einkum á sfðustu árum. t Hildur Sigurðardóttir frá Brimnesi andaðist 20. þ. m. á Vejlefjord-Sana- torium f Danmörku. Hún var fædd 11. nóv. 1896, og var þvf 27 ára 9 dögum áður en hún lézt. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, óðalsbóndi á Brimnesi og kona hans Gróa Stefánsdóttir. Hildur sál. var um skeið hjúkrunar- kona á spftalanum á Akureyri og vann sér mikið traust og álit yfirlæknisins, Steingrfms Matthfassonar. Og var það að hans ráði, að hún leitaði sér lækn- ingar á hælinu í Vejle, er kom f ljós, að hún hafði fengið berklasjúkdóm f lungun. Fór hún þangað á miðju sein- asta sumri. En er hún hafði þar skemma stund verið, kom f Ijós annar skæðari sjúkdómur, sem átti sér lengri aldur, sem var nýrnaveiki. Og allar tilraunir lækna, til þess, að bjarga lffi hennar urðu árangurslausar. Og eftir uppskurði og miklar þjáningar, varð sá endir á sem fyr er sagt. Var þá systir hennar nýkomin til hennar, héðan að heiman, samkvæmt ósk hennar sfmleiðis. Hildur sál. var ágætis stúlka og elskuð af öllum sem kyntust henni. Er þvf mikill harmur kveðinn að heimili hennar, foreldrum og systkin- um. En það má þeim huggun vera, að þau gerðu alt það, sem hugsanlegt var og þeim mögulegt, til þess að Liössamdrátfur. Sfðan þingmenn komu saman hefir verið mikið um flokkadrætti f liðssveitum þingsins. Er það nauðsynlegur undirbúningur, til þess að sveitirnar verði ákveðnar og aðgreindar þegar þingið kemur saman á morgun. Nú eru horfurnar þessar: Mbl.Iiðið er 20 mcnn. Sjáifstæðisliðið 6, þar með talinn Magnús Torfason. Vestmannaeyingurinn hvarf f sveit Mbl., en Sjálfstæðisfl. hafði eignað sér hann. Ámi Jónsson frá Múla er og talinn genginn hiklaust f lið Mbl. Framsókn- arfl. er 15 menn og Jón Baldvinsson er sér. Mikið er talað um væntaniega stjórnarskrárbreytingu og þingiof. á kr. 20,— fást í Brauns verzluty veita henni bjálp og ánægju f þján- ingunum. Og Ijós sjúkralfknarinnar er máske bjartasta Ijósið. Enda hafði hún sjálf ákveðið, að helga henni Iff sitt. (Hænir.) R i t f r e g n i r. Knut Hamsun: Pan. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Rvík, 1923. Þetta er saga um það, hvernig sálir fara að þvf að tnisskilj* og hrindast hvor frá annari og láta æfintýri sitt enda á ömurlegasta hátt. Ótrúlegustu hlutir gerast þar f sálarlífi manna og jafnvel mjög fjarstæðir þvf, sem menn kalla eðlilega hiuti. í rauninni er bókin mjög lamandi og getur fylt lesandann beizkju við Iffið og höfund- inn. En listaverk er þetta eitt hið mesta, sem birzt hefir hér í seinni tfð, að þvf er snertir form og efnis- meðferð. Þýðingin virðist og vera snildarverk að sama skapi. Svo ágæt- ur er frásagnarstfll og mál, að jafn- vel óánægður lesari verður feginn, er hann ugpgötvar, að hann hefir hlaupið yfir opnu f bókinni. >Þýðandi hefir gefið Stúdentaráði Háskóla ís- lands þýðingu þessa til styrktar vænt- anlegum stúdentagarði.* Jón Svéinsson: Borgitt við sundiÖ. Freysteinn Gunnarss. þýddi. Bóka- verzlun Ársæls Árna- sonar. Rvík 1924. í fyrra kom út þýðing Freysteins af »Nonna< eftir Jón Sveinsson. Þessi bók er áframhald þeirrar bókar. Eru þar sagðir nokkrir þættir úr sögu Nonna f Kaupmannahöín og ýms skringileg æfinsýri. Frásögnin er sú sama, létt og þýð og barnaleg og umfram alt göfugmannleg. Þessi bók nýtur þvi sömu vinsældar og »Nonni«. Bækurnar eru ágætar unglinga- og barnabækur. Þær eru þýddar á fjölda- rnörg tungumá! og hvarvetna tekið opnum örmum. Er Jón Sveinsson að ná mikilli frægð sem rithöfundur og nýtur auk þess hinnar mestu ástsæld- ar sem klerkur. Er æfiferill þessa ís- lendings all eftirtektarverður og sýnir að fágætlega hefir verið gott og mikið f manninn spunnið, Myndir prýða bók þessa eins og hina fyrri og er frágangurinn allur góður. Axel Thorsteinsson: Æfintýrí fslendings. Nokkrir söguþættir um New-York íslending. Rvík 1923. Eins og nafnið bendir til eru þetta Bundurlausir söguþættir um íslending f New-York, sumir í sendibréfaformi. Söguefnið er alt einkarhugðnæmt og aðlaðandi. Góðleikur og þroskunarþrá andar frí hverri blaðsfðu. Frásögnin er og vfða góð, en sumstaðar er þó Jörð til ábúðar. Jörðin Bakki í Fnjóskadal í S.-Þingeyjarsýslu er laus til ábúðar í næstu fardögum að telja. Lyst- hafendur snúi sér til Bjarna Bene- diktssonar á Munkaþverá, sem gefur nánari upplýsingar. Bændur! Ef ykkur vantar skilvindu, þá kaup- ið skilv. »Fram«, sem fæst f Verzl. Eyjafjörður. ófimlega til orða tekið, svo að lýti eru að, en þesa gætir eigi svo mikið vegna fegurðar þess, sem sagt er. Þessi litla bók er vel þess verð, að hún sé lesin. Réttur. Ritstj. Þórólfur Sigurðsson. VIII. árg. 1. hefti 1923. Fyrst f þessu hefti er skýrt frá ♦ Alþjóðaráðstefnu um landskattsstefn- una,« sem haldin var í OxfordáEng- landi 13.—20. ágúst 1923 og yfir- lýsingar þeirrar ráðstefnu »um grund- vallaratriði og þjóðmál.« Næst er all- ftarleg ritgerð um Walter Rathenau, hinn merka, þýzka rithöfund og stjórn- vitring, sem myrtur var. Er þar um mjög merkilegan mann að ræða, sem gott er að kynnsst. Þá kemur megin- ritgerðin í þessu hefti: «Rán og rækt- un,« Er hún skemtilega skrifuð og vel gerð yfirlitsgrein um aðbúð manna að gróðri og dýrum jarðar. Er sýnt hvernig morðfýsn og ránshendur manna hafa rúið gæði landanna f skjóli eignar- réttar einstaklinga á Iandi, þar sem enginn hefir þózt þurfa að svara til ábyrgðar um meðferð á sinni eigin landareign, frekar en til dæmis reið- týgjum sfnum eða búsáhöldum og þvf f fávfsri eigingirni og blindni spilt eign allra óborinna kynslóða. Einkum er ritgerðin miðuð við ísland. Ritstjórinn hefir skrifað ritið einn. Minningarrit Verksmiðju- félagsins á Akureyri. Akureyri 1923. Þetta rit er saga ultariðnarmálsins bér f Eyjafirði með inngangi um upp- haf og helztu drög þess máls hér á Iandi. Greinir ritið fyrst frá sögu Tó- véla Eyfirðinga 1897—1902 og síðan Verksmiðjufélagsins á Akureyri 1902— 1922. Rit þetta er mjög fróðlegt og hið prýðilegasta að frágangi; ifklega einhver vandaðasta prentun, sem sést hefir hér á landi. í þvf eru margar myndir. Ritari félagsins, Þost. Þ. Thorlacius hefir samið ritið og séð um útgáfuna, en ritið er prentað f Prentsmiðju Odds Björnssonar. Gefjun er nú eitt stærsta iðnaðarfyrirtæki á landinu og hefir blómgast vel á síð- ustu árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.