Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 4
6. tbl.
DAGUR
24
P.WJacobsen&Sön
Timburverziun
Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade
Stofnað 1824, Köbenhavn
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði síórar og Iitlar pant-
anir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar
annast pantanir.
Eik og efiji í þilfar til skipa.
Fundargerð.
Ár 1924, 26. jan., var haidinn fund-
ur á Akureyri af þar til kosnum full-
trúum úr hreppum kjördæmisins. —
Fulltrúar höfðu aðeins verið kosnir í
ÖnguÍ3taða-, Sautbæjar-, Öxnadals-,
Skriðu- og Árskógshreppum. Lýsti
fundarboðandi, Bernharð alþm. á Þverá
því yfir, að sökum þessa gæti þessi
fundur ekki skoðast sem þingmáia-
fundur fyrir alt kjördæmið heldur
aðeins fyrir þá hreppi, sem fulltrúar
mættu fyrir á fundinum. Ennfremur
gat hann þess, að 1. þm. kjördæm-
isins gæti ekki mætt á þessum fundi,
sökum taugaveiki á heimili hans.
Lýsti hann sfðan fundinn settan og
stákk upp á Davfð hreppstj. Sigurðs-
syni á Hámundarstöðum sem fundar-
stjóra og var það samþykt. Nefndi
hann tii skrifara Gunnar prést Bene-
diktsson í Saurbæ og Ólaf Þorsteins-
son oddvita á Krossum.
Síðan var gengið til dagsksár og
þessi mál tekin til meðferðar:
1. Fœkkun þinga. Svohljóðandi tiilaga
kom fram:
Fundurinn álítur rétt að sú
breyting verði gerð á stjórnar-
skránni, að reglulegt þinghaid verði
aðeins ánnaðhvort ár. En jafcframt
teiur hann sig mótfallinn þvf, að
aðrar breytingar verði gerðar á
stjórnarskránni. Tillagan samþykt
í einu hijóði.
2. Fjáehagsmdl. Svohijóðandi tiilögur
komu fram f málinu.
a. Fundurinn skorar á Alþingi
að gæta allrar nauðsynlegrar spár-
semi f meðferð ríkisfjár, sjerstak-
lega að takmárka sem mest þær
fjárveitingar, sem ekki miða til að
efla atvinnuvegina og áuka fram-
leiðsluná eða miðar að því að
styðja að sparnaði með þjóðinni
á einhverju sviði. Álftur fundurinn
sjálfsagt að rannsakað sé, hvort
ekki sé hægt að fækka til muna
embættum og opinberum stofnun-
um. Krefst hann og þess, að
næstu fjárlög verði ekki afgreidd
með tekjuhalla, en tekjurnar þó
áætlaðar varlega. Samþ. i einu
hljóði.
b. Fundurinn lftur svo á, að
hið áhrifamestá, sem hægt er að
gera U) viðreisnar fjárhag þjóðar-
innar sé að banna allan innflutning
á vörum þeim, sem þjóðin getur
án verið, og skorar á þingmenn
kjördæmisins að beita sér fyrir
því, að sú leið verði tekin á þingi
f vetur. Samþykt með öllum alkv.
gegn 2.
c. Fundurinn er samþykkur þvf,
að lagður verði verndartollur á
þær vörur, sem ekki eru líkur til
að Alþingi sjái sér fært að banna
algerlega innflutning á, en er hægt
að framleiða í landinu sjálfu. Satnþ.
með öllum atkvæðum gegn 1.
3. Atvinnumál. Svohljóðandi tillögur
komu fram.
a. Fundurinn skorar á Alþingi
að gera ákveðna tilraun til að
semja við Norðmenn um afnám eða
mjög rnikla lækkun á innflutnings-
tolli á íslensku saltkjöti, og einn-
ig að gera ráðstafanir til að afla
markaðs fyrir fslenska saltkjötið
annarsstaðar hið allra fyrsta, og
jafnframt að ntyrkja tilraunir með
að flytja út fryst fcjöt og útvega
markað fyrir það. Samþ. í einu
hljóði.
b. Fundurinn lýsir megnri óá-
nægju yfir hinu afardýra máti á
útfluttum saitfíski, og telur biýna
nauðsyn á að kostnaður við matið
lækki, og felur þingmönnum kjör-
dæmisins, að beita sér fysir þvf.
Samþ. í einu hljóði.
4, Heilbrigðismál. Svohljóðandi til-
lögur komu fram:
a. í Heiisuhælismálinu: Fundur-
inn er því mótfallinn, að fé þvi
sem safnast heflr til Heiisuhælis
Norðurlands, sé varið til að koma
upp smásjúkraskýlum, en skorar á
Alþingi að styðja með fjárfram-
lögum að því að fullkomið heilsu-
hæli fyrir berklasjúka komist hið
fyrsta upp hér á Norðurlandi. Samþ.
f einu hljóði.
b. Fundurinn telur nauðsynlegt,
að endurskoðuð verði iaunastarfs-
skrá lækna og felur þingmönnum
kjördæmisins að beita sér fyrir þvf.
Samþ. í einu hljóði.
Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið.
Davið Sigutðsson.
Qunnar Benediktsson.
Ólafur Porsteinsson.
T ilkynning.
Hérmeð tilkynnist, að 15. p. m. framkvæmdi notarius publicus
á Akureyri útdrátt á skuldabréfum, samkvæmt skilmálum um 6«/o
Ián bæjarsjóðs Akureyrar til raforkuveitu fyrir bæinn.
Pessi bréf voru dregin út:
Litra A. nr. 30. og 57.
Litra B. nr. 8.29, 39. 54, 57, 94, 101, 117, 141.
Liíra C. nr. 35.
Skuldabréf pessi verða greidd gegn afhendingu peirra, I. júlí
n. k. á skrifstofu minni.
Bæjarstjórinn á Akureyri 31. janúar 1924.
Jón Sveinsson.
Ungmennanám.
Að tilhlutun kvenfélagsins »Aldan« verðnr — f vetur (1924) — tveggja
mánaða ungmennaskóli haldinn að Syðra-Hóli í Kaupangssveit, — ef næg
þátttaka fæst. — Kermari er ráðinn Helgi Danfelsson á Björk. Námsgreinar:
íslenzka, danska, reikningur, saga, landafræði og ef til vill fleiri. Sbólagjald
fyrir hvern nemánda verður um kr. 10 um mánuðinn. Umsóknir sendist fyrir
25. febrúar n. k. til Helga Danfelssonar í Björk eða undirritaðrar.
Ytra-Hóli í Kaupangssveit 10. febrúar 1924.
F. h. kvenfélagsins »Aldan«
Sigríður Jónsdóttir.
Vandaðir, góðir
fatadúkar
í miklu úrvali fást í
KaupféL Eyfiiðinga.
JMýkomiö í kjoíbúðína:
»Sirup« — Salt — »Snittebönner«. ]
Piparrót.
Laukur.
Hvitkál.
Rauðkál.
Reykt »BrystfIæsk«.
»Rulleskinke«.
Ostur (Oouda - Taffel - Edam - Mysu.)
Ritstjóri Jónas Þorbergsson.
PiántsmjBja Odds Bjðrnssontr.