Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 14.02.1924, Blaðsíða 2
zz DAOUR 6. tbl. með tilkynnist vinum og vandamönnum, að íaðir okkar elsku- lloi iegur og eiginmaður Jónatan Jónatansson, andaðist á heimili, sínu Brekkugötu 5, 12. þ. m. Jarðarförin er ákveðin föstudaginn 22. febr. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. á heimiii hins látna. Akureyri 14. febrúar 1924. Eiginkona og börn. síðustu alþingii,kosningar, gefið okkur hlutdrægarbendingar við kosningarat höfnina. Ytri- Villingadal 27. jan. 1924 Bergþðra Randversdóttlr. Guðrún Randversdóttir. bveitasöngvar. I. Smalinn. Eg syng, er kveður sólin vörm hið sumarbláa haf og horfir yfir lönd og Iög, sem Ijóssins drottinn gaf. Hér bý eg einn, með bjartri hjörð við björk og lind og stein, en — þó eg fari fjarri drótt, þá fer ei sál mfn ein. Eg sé í huga hallarsal, þar hetjur tæma full og skáldin flytja fagran óð um frægð og stál og gull og metnað vekja mörgum dreng, svo mundi heitust þrá að verða fremri feðrum þeim, sem fósturjörðin á. Pá sterkan arm eg unnið hef og afreksverkasafn eg byggja mun þá björtu höll og bera kappa nafn; því opin stendur auðnuleið um alla jörðu þeim, sem trúir betur mætti manns og megni, en gullnum seim. * * * En hallirnar gömlu eru hrundar til grunna, haugarnir Iækka við hafsins brunna. Draumur er sagan þeim dreng, sem að lifir og vakir búfénu bóndans yfir. Vakan er daginn í dag að bera og vordraum nýjan að veruleiu gera. Eg ætla að búa i æskudalnum, en — geyma drauminn af sögusalnum. — Á grund milli bæja er garðbrot og tóttir. Þar herjuðu útlend ólög og sóttir og fólkið hrundi, allt fór í eyði; nú er eins og þar standi Ieiði við leiði. En eg er ungur og engu kviði. Er ei sem grundin og rústirnar bíði? A grátnu bölunum bær skal rísa og framtíðargæfu og gesti hýsa. * # * Iió hó! Nú kveldar og heiðin angar. A kvíaból ærnar og Lappa minn Iangar. í hlíðinni á móti ,er Sigrún að syngja; angurmilt bjöllurnar undir klingja. Óhlutdræg bending til Sigurðar E. Hlíðar. Loksins hafið þér, þá er þér voruð knúður til, látið uppi, hvað þér hafið átt við með ummælum yðar um hlut- drægar bendingar kjörstjórnarinnar í Saurbæjarhreppi við síðustu kosningar. Nú viðurkennið þér, að þér vitið ekkert um þetta sjálfur, en hafið fatið eftir sögusögn anoara. £n hverjir eru þessir »aðrirc, sem fært hafa yður fréttirnar? Nú vill svo óheppilega til fyrir yður, að maður sá, sem sannanlegt er, að þér hafið bendlað við þennan frétta- burð, vill ekki við hann kannast. Þessar hlutdrægu bendingar, sem þér sakið mig um, eiga að hafa verið fólgnar í þv/, að eg hafi, þá er eg leiðbeindi Villingadalssystrum, við kosningarnar, bent þeim á einhverja depla. Þetta eru ósannindi, enda hafa umræddar stúlkur ekki skilið leiðbein- ingar mínar sem hlutdrægar bendingar, eins og sést á eftirfylgjandi yfirlýsingu þeirra. Af þessu er auðsætt, að nú er »uppvíst orðið,c að þér hafið farið með ósannindi í þessu máli; hvort sem þau ósannindi eru uppspunnin af yður sjálfum eða. öðrum. Hið fyrra þykir mér 1/klegra, ef þér tilnefnið ekki sögumann yðar eða sögumenn. Vil eg svo að endingu benda yður á, að þér ættuð framvegis, áður en þér birtið áfellisdóma yður að flýta yður eigi svo mjög, heldur athuga, hvort það, er þér farið með, er satt eða ósatt, og hlaupa ekki í blöðin með allar Gróusögur, er þér heyrið, því að það er yður bæði sæmra og þægilegra, heldur en neyðast til að fara í gegnum sjálfan yður hvað eftir annað. - 28. jan. 1924. Árni Hólm. Að gefnu tilefni lýsum við yfir þvf, að það eru tilhæíulaus Ó3nnnindi, að kjörstjórnarmaður Árni Hólm hafi, við Símskeyti. Rvík 9. febr. Neðri málstofan franska hefir satn- þykt með 333 atkv gegn 205 stjórn arfrumvarp um sparnað í rikisbú- skapnum. Blaðið New York World hefir birt viðtal við Lloyd George. Þar segir að Wilson og Ciemenceau hafi 1919 gert leynisamning milli bandamanna Frakklands um hertöku Rinarland anna. Franska stjórnin neitar og Lloyd George sömuleiðis. Málið vekur samt mikla athygli. Alpýðublaðið hefir undanfarið á- kært Kveldúlf fyrir stofnun nýs fisk- söluhrings í félagi við danska kaup- menn er reyni að ná undir sig mestum hluta saltfiskframleiðslunnar. Búist við að influenzan fari rénandi héðanaf. Rvík 11. febr. Samningur Rússa og ítala undir- skrifaður. Samningar um vafamálefni hefjast milli Breta og Rússa. Franska þingið hefir íent i upp námi við umræðu fjárlaganna. Ráð- herrarnir gengu af fundi, mótflokk arnir kröfðust að þeir segðu af sér. Hjálparnefnd Bandaríkjanna fæðir miljón börn f vetur. Innlendar afurðir hafa hækkað er lendis, stóifiskur 160 danskar kr, smáfiskur 140-42, ýsa 125-28, með- alalýsi 100-105, haust íll 315, dúnn 46 48. Jón þjóðskjalavörður andaðist í gær. Vélbátur sökk í gær í Sand- gerði eftir árekstur. Mannbjörg. Rvfk 12. febr. FuIIyrt að Ameríkumenn hafi boð- ið Frökkum að gefa þeim upp her- skuldirnir. Yfirtaka skuldir Frakka í Bretlandi, gegn því að fá eyjarnar Guadeloupe og Martinique. Italir hafa trygt sér afnot olíu- linda og kolanáma f Rússlandi með stjórnmálasamningnum. Slæm inflúenza hefir komið upp í París, London og Stokkhólmi. Læknum hér fyrirskipað að einangra skip, sem koma frá útlöndum, sé sjúkdómshætta um borð. Fréttastofan. t Jón l’orkellsson þjóðskjalavörður. Hann andaðist í Reykjavík 10. þ m. eftir nokkra legu. Er þar fallinn einhver merkilegasti fræðiþulur, sem uppi hefir verið með þjóðinni síðustu mannsaldra. Hann hefir int af höndum mjög merkilegt starf í því að bjarga og varðveita sögulegar heimildir og andlegan arfhluta þjóðarinnar. Mun bregða til beggja vona um, hvort annar maður finst, sem stendur, er með slíkri glöggskygni og ást fari höndum um þessi verð- mæti andans. Fréttir. Alþlngi kemur saman á morgun. Esja smalaði saman þingmönnunum frá Hornafirði norður og vestur um land. Böðvar Bjarkan, lögmaður hefir látið reisa mjög veglegt og vandað hús við Brekkugötu og er nýlega fluttur þ ngað. Eggert St. Melstað sá um byggingu hússins, Sfefán Ólafsson, vatnsleiðslustjór- inn nýi hér í bænum, kom til bæjarins með skipi Bergenska félagsins »Merkurc fyrra þriðjudag. Hann sezt að / ís- landsbankahúsinu, þar sem Böðvar Bjarkan, lögmaður bjó áður. Kaírín Thoroddsen cand. med. & chir. hefir fengið veitingu fyrir Flat- eyjarlæknishéraði. Hún er dóttir Skúla Thoroddsens. Hún útskrifaðist úr há- skólanum árið 1921 og hefir dvalið erlendis s/ðan. Hún er fyrsta konan sem verður konunglegur embættis- maður á landi hér. Dánardægur. Aðfaranótt 8. þ. m. andaðist f Reybjavík frú Björg Jóns- dóttir, móðir Halldóru Bjarnadóttur kenslukonu en systir Björns heitins á Veðrámóti, sem einnig er nýdáinn. Björg var áttræð að aldri. Hún var vinsæl og vel að sér ger. Hafði óvenju- legan áhuga á þvf, er gerðist f þjóð- félaginu og fylgdist vel með l öllum ðhugamálum dóttur sinnar, og var mjög kært með þeim mæðgum. í fyrra- dag andaðist úr lungnabólgu Jónatan Jónatan3son verkamaður frá Sigluvfk. Hann var dagnaðarmaður og drengur góður. Fót sinn misti jónatan á bezta skeiði og gekk við hækju jafnan sfðan. Tíðarfariö er ákaflega óstilt. Fyrir sfðustu hclgi gérði hlákur allgóðar, sem svo að vanda snerust upp f ofsa- legan útsynning. Um helgina fór svo aftur að snjóa en f þetta sinn ofan á nokkurn veginn hreina jörð, þar sem snjó háfði leygt f hlákunum. Það sem af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.