Dagur - 28.02.1924, Side 2

Dagur - 28.02.1924, Side 2
31 DAOUR 8. tbl. Sveitasöngvar. m ii. Sunnudagur. Nú angar sunnanblærinn og allt er grænt og nýtt, frá efstu brún að grundum hefir vorið dalinn prýtt. í dag er sunnudagur — mín brúður bíður mín, og bráðum hljóma klukkur og sól í kirkju skfn. Með geislum hennar Sigrún mín gengur hæversk inn — hve gullbjart liðast hárið, hve rjóð er hennar kinn; sem drotning ber hún faldinn og fagurt brúðarlín, við fótskör guðs hún krýpur og verður konan mín. Ó, syngið heiðarlóur, og Ijómið morgunský! Þvi ljós er hjartans dagur og framtíð ungra ný. Þar skírð og fermd við vorum í von og ást og trú mun vígja okkur saman hinn gamli prestur nú. — Ábænum hennar Sigrúnar glitrar gluggi hver og golan út meö hlfðinni morgun- reykinn ber. I kvöld við stfgum dansinn með dalsins æsku þar, en daginn næsta hefjum störf, þar eyðibýli var. III. Túnvísa. Hve fagurt er túnið, þá fíflarnir skína og fjallgolan puntinum greiðir hár. Eg ánægður lít yfir árssléttu mína þar eingresi fegursta bylgjar og gljár, en móarnir utar mig kalla, kalla, ó, kæmist eg yfir að slétta þá alla; þeir biða i álögum, undir er sjóður, er iðjuhönd breytt fær í gróður. Er nokkuð hýrara’ en heiðgræn túnin, sem heimkynni sveitanna vefja frlð ? Hve fagurt sýnir þér fjallabrúnin: friðsæla bæi f dalahiíð. Hve gamann að teygja þann græna feldinn við geisla vorsins og sumareldinn um fölleit holtin og fúamýrar, þá fagna dalvættir hýrar. Frá fiskiþlnginu. A fiskiþinginu, er háð var f Reykjavík 15 þ. m. urðu forsetaskifti f félaginu. í stað Jóns E. Bergsveinssonar var kosinn Kristján Bergsson, skipstjóri í Reykja- vík. Á þinginu var og samþ. tillaga um að haldið yrði áfram einkasölu á Bteinolfu. Fréf f ir. Alþingi Framsóknarflokksmennirnir allir f báðum deildum báru fram til- lögu um skipun viðskiftanefndar, til þess að taka til rsekilegrar athugunar nú á þinginu viðskiftamál landsins. Tillagan var feld af meirihlutanum. En f hennar stað marðrst f gegn rök- studd dagskrá, þar sem heimilað vár, að bæta f fjárhagsnefndir þingsins 2 mönnum úr hvorum þingflokki vegna viðskiftamálanna. Verði það framkvæmt tekur nefndin væntanlega til meðferðar kettollsmálið og fleiri meginmál við- skiftanna. — Þann 20. þ. m. lagði Klemenz ráðherra fram frv. til fjáriaga fyrir árið 1925. Tekjur áætlaðar 7.797.100 kr., en gjöld 7 245.647 kr. Tehjuafgangur áætlaður 551 453 kr. Hann rakti sundur fjármálaófarnað sfðustu ára og orsakir gengislækkun- arinnar, og hann taldi helztar þeirra of mikla seðlaútgátu á verðhækkunar- árunum og of mikinn innflutning f landið móts víð útflutning. Hann taldi að raunverulegur tekjuhalli á fjárlög- unum 1920—1922 hefði orðið 6V4 milljón króna. Vegna gengiafallsins taldi hann að allir tollar og skattar til rfkissjóðs yrðu að hækka um 25%. — Flygenrlng bar íram Irv. ura und- anþágu ftá fiskiveiðalöggjöfinni vegna Hafnflrðinga þess etnis, að 6 erlend- um togurum veittist heimild til að leggja upp afla sinn í Hafnarfirði. Frumvarpið íéll. Bjarni frá Vogi heflr vakið upp frumv. sitt frá sfðasta þingi um að gera mentaskólann að samfeld- um lærðum skóla. Talið hafa lítið íylgi. — Skeyti hafa komið frá Norð- mönnum um kettollsmálið. Kröfur þeirra gegn tilslökun á tollinum eru taldar mjög harðar, en eigi er gefið upp, hverjar þær eru. Lokaðir fundir eru haldnir um málið. Tryggvi Þór- hallsson ber fram frumvörp um að iþyngja verzlun og atvinnuvegum Norð- manna hér við land með geysiháum skatti á síldarverksmiðjum, 20 króna lestargjald af skipum þeirra og sér- stakan vörutoll á vörum þeim, er Norðmenn flyija einkum hingað til lands. — í fyrradag sendi 20 manna flokkur í þinginu tilkynningu til blað- anna um, að fast skipulag væri komið á myndun þingflokksins og honum geíið nafnið íhaldsilokkur. í stjórn flokksins eru: Jón Þorlaksson (torm.j, Jón Magnúason og Magnús Guðmundsson. Helztu dagskrármál eru: Sparnaður á rfkisfé, með því að fresta verklegum framkvæmdum og fækka embættismönnum. Tr. Þ. ber fram frv. um að sameina biskupsem- bætti og guðfræðiprófessorsembætti við háskólann. Enn hafa komið fram frv. um að leggja niður prófessors- embættið f hagnýtri sálarfræði við há- skólann og grfskudósentsembættið (Guðm. Finnb. og Bjarni frá Vogi), Þessi frv. komu fram f Nd. í Ed ber J. J. fram frv. um að sameina emb. f hagn. sálarfræði og Landsbókavarðar- embættið og annað um að leggja niður grískudósentsembættið en fá núverandi dósent embætti við Menta- skólann og haldi báðir fullum launum. Enn bér J J. fram frv. um að tak- marka tölu nemenda f Meutaskólanum svo að eigi verði fleiri en 25 í hverj- um bekk. Mývatn er váfalaust mesta veiði- vatn landsins. Heita má að úr þvf sé uppburðarafii allan ársins hring eink- um á einum bæ ofanvið vatnið, Geit- eyjarströnd. Einsdæmi mun það f mannaminnum að héðan frá Eyjafirði hefir verið sóttur silungur til Mývatns nú i vetur. Þeir bændur Stefán Stefáns- son á Varðgjá og Bergsteinn Kolbeins- son f Kaupangi sendu sinn manninn hvor með hesta og sleða og komu þeir með um 1200 pund silungs. Vfða að úr fjærsveitum er nú á þessum árum sóttur silungur til Mývatns til dæmis austan úr Vopnafirði. Sigursteinn Gunnlaugssoq, öku- manns, hér í bænum, sá er getið var um hér f blaðinu að hefði fallið niður af húströppum og slasast, lá lengi hættulega veikur, svo að tvfaýnt var um lff hans, en er nú á góðum bata- vegi. Dánardægur. í gær lézt á heimiii sínu hér f bænum Kristín Eggerts- dóttir, veitingakona, eftir langvarandi vanheilsu. Hún þótti að ýmsu merk kona og gáfuð og sat um skeið f bæjirstjórn Akureyrar. í nótt andaðist f sjúkrahúsinu hér í bænum Lúðvík Sveinsson, ungur maður, úr taugaveiki. Á víðavangi. EyjafjaröarKosningin. »Svo fór um sjóferð þá* að hún var gild tekin. »íslendingur< gerði sig svo merkilegan ( þvf máli, að hann tók alls ekki til greina, að yfirkjörstjórn sýslunnar gaf Bernh. Stefánssyni kjötbréf, heldur taldi óútkljáð um gildi kjörseðla og úrslit kosningar milli hans og S'eíáns í Fagraskógi. Of kunnugt er orðið um frumhlaup Sigurðar Ein. Hlfðar, dýralæknis og hvflíka útreið hann hefir fengið. Loks hefir þingið slegið niður öllum þessum gauragangi og tekið kosninguna gilda með 26 samhljóða atkvæðum. Meirihluti þingsins hafði pólitfska aðstöðu, til þess að ógilda kosninguna og ætti því úrskurður þess að sýna, að þau atriði, er ork- uðu tvfmælia um gildi kosningarinnar, voru svo lftilvæg, að þingið gat ekki tekið þau til greina, heldur nægðu þau, til þess eins, að gera ísl. og Sig. Ein. Hlíðar kampagleiða og til þess að draga fram lffið f von sumra manna um endutkosningu, — von, sem nú er þó loksins dáin. Fulltrúafundir. Þingmenn Eyfirð- inga brugðu í vetur út af þvf, sem venja hefir verið, að þeir færu um sýsluna og héldu vfða þingmálafundi. Til þess bar f fyrsta lagi, að mál höfðu verið þrautrædd á kosninga- undirbúningsfundunum sfðastliðið haust. í öðru lagi komu stjórnarfumvörpin þeim ekki f hendur fyr en sama dag Hjer með tilkynnisí vinum og yandamönnum að Lúðvík Sveinsson andaðist á Sjúkra- húsinu aðfaranótt 28. þ. m. Aðstandendur. Og þeir stigu á skipsfjöl á ieið til þings, ef þeir hafa fengið þau þá, sem talið var eigi óliklegt, én ekki víst. Þeir tóku því það ráð, að efna til fundar með þar til kjörnum full- trúum úr hreppnm sýslunnar og var fundurinn haldinn á Akureyri 26. jan. s. 1. eins og fundargerð f 6. tbl. Dags ríýnir. Nú tókst miður með undirbún- ing þessa fundar, en æskilegt hefði verið. Sumir hreppar þóttust ekki, vegna fjarlægðar, geta sent fulltrúa á fundinn. Sumir sintu ekki málaleitun þessari vegna tómlætis. Enn aðrir ekki vegna þverúðar. Samt komst fundur- inn á og fór vel fram, en gat aðeins talist gilda fyrir 5 hreppa sýslunnar. Þverúð sú, er kom fram gegn þessu fundarhaldi, mun að sumu hafa verið risin af þvf, að hreppsbúar hafi al- ment viljað fá þingmennina á fund til sín, Sumstaðar mun verra hafa valdið. Á fundinum sjálfum kom fram megn andúð gegn fundarhaldi þessu bjá mönnum, er eigi voru þar fullcrúar. Hreppstjóri einn, sem sumir hafa viljað telja vel gefinn mann, en sumir ekki, var þar staddur. Mælti hann mjög gegn slfku fundarhaldi og taldi það olbeldi við kjósendur, að fyrirmuna þeim að neyta atkvæðisréttar sfns á fundinum og krafðist, að fá að greiða atkvæði. Var honum þá bent á sérstakt form og eðli fulltrúasamkomu, eins og þessarar, en hann vildi ekki láta sann- lærast. Var honum bent á að fara til Alþingis og heimta að fá að greiða atkvæði þar. Þingmaðurinn Bernh. Stefánsson, sýndi ljóslega fram á fjar- stæðuna Og Ólafur Þorsteinsson á Ktossum hélt snarpa ræðu gegn þeim mönnum, sem gerðu þannig tilraun að trufia fundinn. Loks lét sýslumað- urinn, sem þarna var staddur, uppi álit sitt um slfks fundi og sýndi fram á, að þeir hefðu áður tíðkast mjög og ættu fullan rétt á sér. Við þetta alt sefaðist hreppstjórinn og aðrir þeir, sem reyndu til að gera þarna upp- nám. — Væri ástæða til að hugleiða, hvort ekki væri rétt að taka upp slíkt form á þingmálafundum, Fyrírkomu- lagið mætti hugsa sér á þessa leið: Hccer hreppur héldi íund, þar sem tekin væru til umræðu þingmái og ákveðin tala fulltrúa kosin. Þingmennirnir skiftu með sér sýslunni og mættu á þessum fundum f sfnum parti sýslunnar hvor og til skiftis í hvorum parti frá ári til árs. Þeir innleiddu málin, skýrðu frá stjórnarfrumvörpum o. s. frv. Hinir kjörnu fulltrúar kæmu sfðan saman á fund með báðum þingmönnunum og sá fundur gerði ályktanir f málum og afgreiddi þau til Alþingis. Mætti virð- ast, að með slikum hætti væri fremur trygt, að málin yrðu hugsuð og rædd betur og gaumgæfilegar en orðið getur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.