Dagur - 01.05.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1924, Blaðsíða 1
DAGUR fcemur úf á hverjura fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg Ojalddagl fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfé!. Eyf AFOREIÐSLAN er hjá Jónl !>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsíml 112 Uppsögn, hundin vlð áramót sé komln til afgrelðslumanna fyrlr 1. des. VII. ár. Akureyrl, 1. mars 1924. 17. blaö Ofnar og eldstór — Hreíns- unatdyr. EldSvélahringar — Rör og hné Mó-ofnar, reyndir að gæðum. Terpentlnolía mjög ódýr og góð tegund. Bollapör margar teg. hvergi ódýr- ari, og ýmsar aðrar leir og glervörur. Ennfremur hefi eg til sölu nokkuð af húsgögnum, stóla, borð o. fl. •. Jón Stefánsson (fyrv. Havsteensbúð). Verðtollslögii). III. Utn leið og verðtollslðgin ganga I gildi kemur upp athugunarverð hlið á verzlun landsmanna innan lands. Það er hin almenna verð- hækkun á fyrirliggjandi vðrum í landinu þeim, sem falla undir ákvæöi laganna. Ein meginrðksemd andstæðing- anna gegn innflutningshöftum hefir verið sú, að vörur þær, er fyrir lægju, en sem bannað væri aö flytja inn, myndu hækka stórkostlega f verði. Pessi röksemd hefir raunar gengið á móti andstæöingunum sjálf- um, með því að hún hefir bent á hugarfarið, sem á bak við var. Þar að auki heflr henni verið haldið fram, til þess að slá á strengi. A1 menningur skilur bezl verðhækkun- ina, af þvi hann þreifar á henni. Hann skilur vitanlega síður þá þætti þessa máls, er dýpra liggja og eru mun meira verðir. Á það hefir veriö bent margoft að í öllum okkar fjárhagsmálum varðar mestu, að rétta við fjárhags lega aðstöðu einstaklinga og rlkis- sjóðs gagnvart öðrum ríkjum. Hitt væri minni háttar atriöi, hversu fjár- munir yltu milii manna innanlands. Jafnvel þó að það sé f sjálfu sér ekki litilsvert mál, veröur fyrst að líta á þaö, er nú þröngvar mest kosti landsins, veldur Iánstraustsspjöllum og gengishruni: Hina óhagstæðu aðstöðu ríkis og þjóðar út á við. Kaupsýslumennirnir, hafa góða aðstöðu, tii þess að brýna almenn- ing með þessari röksemd og þá að- stöðu hafa þeir skapað sér sjálfir. Þjóðinni er það í fersku minni hvernig þeir bjuggu að almenningi á stríðsárunum um það bil, sem vörur voru alment að stíga í verði á heimsmarkaðinum. Þá hækkuðu þeir f verði fyrirliggjandi vörur f búðum sfnum f blóra við hið hækk- andi verð utanlands. Töldu þeir sig til þess knúða, til þess að geta stað- ist vetðfallið, en þegar verðfallið kom, voru þeir öllu ófúsari að taka á sig skaðan. Þá kom til mála að skipa verðlagsnefnd, til þess að skipa fyrir um verðiag á helztu vörum samkvæmt fallandi verði erlendis, en þá ætluðu kaupsýdumennirnir hreint að ganga af göftum og gripu til ákvæða í stjórnarskránni, sér til varnar. Enn gerðu sumir kaupmenn almenningi það vinarbragð og sýndu þann vott umhyggju sinnar fyrir almenningsheill að »kaupa upp" þær vörur, er skortur var á í land- inu, fá einkaumráð yfir þeim og okra svo á þeim og féfletta almenn- ing af fremsta megni. Það er auðvelt fyrir kaupsýslu- mennina að hræða almenning á þessari verðhækkun, sem myndi fylgja innflutningsbanninu, af því að þeir hafa áður fært alþýðu manna heim sannin um þær reglur, sem kaupiýslan er rekin eftir. En eins og áður er bent á, er kaupsýslumönnunum gefin aðstaða, til þess að hækka verð á fyrirliggj- andi vörum sínum og þarf naumast að efast um að þeir noti hana. Út frá því, sem hér hefir verið sagt verða Ijósar eftirfarandi verkanir þessara Iaga 1. Smám saman hækka vörur i veröi, því sem nemur Iögákveðinni tollhækkun. Fyrst í stað verða það því nær eingöngu þær vörur, sem fyrir eru í landinu nú, er lögin ganga í gildi. Þessi hækkun nemur vitanlega mörgum hundruðum þús- unda og þetta fé rennur i vasa kaup- mannanna sjálfra 2 Þegar frá líöur og hinar toll- uðu vörur taka að flytjast inn til muna, munu kaupmennirnir wleggja á" vöruna tollaöa Verður tollurinn þeim því til áframhaldandi fjárgróða. Til eru þeir menn, sem ekki geta séð annan tilgang þessara laga, heldur en þann, að að bjarga í bili sökkvandi fiaki margra kaupsýslu- manna f Iandinu. Eru þær getsakir í garð meiri hluta Alþingis all ægi- legar, og þó er þeim vorkun, sem þær gera. Lögin eru ill útlitis og verkanir þeirra verða háskalegar. Einkum gera þau, með óhllfisemi sinni við almennan efnahag, Ijósan stefnumuninn í bjargráðamálunum. Verður sá stefnumunur dreginn fram i fáum dráttum hér í blaðinu áður Iangt um líður. f málgögnum fhaldsmanna er gegn innflutningshöftum haldið fram þessum rökum, aö alment verðlag f landinu muni hækka á bönnuðum vörum og koma óþægilega við pyngjur almennings, sem þurfi að hlífa. Sömu menn vildu lögleiða verð- hœkkunina með þessum verðtolls- Iögum. Bannaðar vörur mynduþrjóta en með þessum hætti verður haldið áfram að rýja almenning inn að skyrtunni, meðan hann heldur áfram að kaupa, og vitanlega eru vonir um tekjur ríkissjóðsins í sambandi við þessi lög bygðar á því, að menn muni halda áfram að kaupa hinar tolluðu vörur. Bókafregn. Bjarni Jónsson: Saga Ábra- hams Lincolns, Bandaríkja- forseta. Rvík 1923. Bóka- verzlun Emaus. Óglæsilegt er að virða fyrir sér stjórnmálastrfð vort um þessar mundir. Eg á hér ekki við fjárhagshorfur og viðskiítakreppu, sem að vísu eru ótta- og áhyggjuefni. Eg hefi einkum tvent í huga. Annað er fáfiæði frambjóð- anda og ýmissa loringja um stefnur og strauma f fjármálum og félagsefn- um, samfara fátæklegri hugsun og skorti á rannsókn mála og viðfangs- efna. Lesið blöðin og komið á þing- málafundi, þið, sem vefengið mál mitt. Heyra má ræðu eftir ræðu, lesa grein eftir grein og rekast þó hvergi á veru- lega röksemd né að ráði vikið að merg þess eða meginás, er um er ritað og um er rætt. Fullyrðing er skotið gegn staðhæfing um hin mikil- vægustu mál. Ofsjaldan sést nokkurt stefnumið eða sjónarhvel (»point of vitw<). E' mikill munur á þvf, hversu útlend blöð eru blöðum votum fremri f þessu efni. Er sfzt furða, þótt lög- gjöf vor lendi f fumi, fáti og mót- sögnum, er lftt er hirt um rannsókn staðreynda og skynsamlega fhugun. Þessi mikli galii á rót að rekja til annarrar meinsemdar, Danska skáldið Henrik Pontoppidan reit eitt sinn um kletkana dönsku, að fara mætti um Danmörk, þvera og endilanga, hlusta á prest eftir prest flytja fagnaðarer- indið og heyra þó aldrei lfða af vör- um nokkurs prédikara svo mikið sem eitt orð, er bæri merki nokkurs sál- arstrlðs eða hugarþrauta við ásæknar efasemdir um sannindi kristilegrar trúar og verðmæti hennar. Rit og ræður lýðforingja vorra og löggjafa langsamlega flestra bera vitni um áþekkan þverbrest. Skoðanir þeirra skortir eldskfrn erfiðrar sannleiksleitar og harðrar baráttu hugar og bjarta við flókin vafaefni og sfnagandi efa um stofnanir og skipulag. Það sést efcki, að nokkurt þjóðfélagsmál hafi snortið þá við hjartarætur: óg kjósendur skortir vit á þing- mensku. Þeir hafa fæstir minsta hug- boð um, hverjar eigindir .höfuðs og hjarta til þess þarf að reynast nýtur þingmaður. Fer og naumast bjá þvf, að niðjar vorir undrist skipun sumra trúnaðar- og valdasæta á vorum dögum. Þessi mein verða ekki læknuð nema á einn veg: Þjóðinni verður að þróast féiagshyggja og stjórnmálavit. Bæði fólki og foringjum verður að temjast að Ifta aftur og fram. Tvent þarf að gera: Hið fyrra er að semja fræðirit, þar sem á óhlutdræga vfsu væri sagt frá aðalstefnum f stjórnmálum og þjóðfélagsskipun sfðustu alda. Engan órar íyrir hag né sigurvænlegum hug- sjónum nánustu framtfðar, nema hann skilji og viti gerla skyn á samtfðar- baráttu þjóðar sinnar og sfðustu for- tíðar. Ein bók skyldi helguð hverri stefnu, t. d. væri ein um frelsiskenn- ingarnar ensku, önnur um kenningar Matx, þriðja segði sögu þingræðisins ásamt kostum og löstum á þvf. Eru til góðar fyrirmyndis slfks safns, þar sem er hið mikla ágætissafn Breta, »Home University Library*. Þjóðvina- félagið er sjálfkjörið til að annast slíka útgáfu. »Andvarí« skyldi á hverju ári segja nákvæmlega frá stjórnmála- ritum, hugsunum og félagsstefnum menningarþjóðanna. Gæti Þjóðvinafé- lagið eigi kosið sér lýðhollara hlut- verk né samræmara upprunalegu mark- miði þess en slíka stjórnmálafræðslu. íslenzkum menta- og hæfileikamönnum yx' andlega fiskur um hrygg á samn- ingi slfkra bæklinga. Hið annað, er að liði má komð, er æfisögur mikilia stjórnmálamanna, þar sem sagt væri skýrt og rækilega frá baráttu þeirra og eðli, lffsstarfi, hæfi- leikum og hvötum. Það hvessir dómgrðind kjósanda, ef þeim hug- festast ágætismenn f þingsal og stjórnarstól. Væri þeim þá minni vorkunn að sjá við hégómamönn- um og loddurum, er þeir hefðu nokkuð til samanburðar. Eg sé eigi annað ráð vænlegra til að innræta mönnum skyn á stjórnmálahæfiteikum og stjórnmálaskapi. Slfkar bækur — ef vel tækjust — kendu vonandi stöku kjósanda að spyrja um þingmannsefni: Er honum ástrfða að finna bjargráð f alþjóðarmálum, lfkt og málaranum er Hfsnauðsyn að mála, myndhöggvara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.