Dagur - 01.05.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 01.05.1924, Blaðsíða 2
66 DAOUR 17. tbl. að meitlaf Rannsakar bann óg aflar sér þekkingar? Ann hann rétt- læti? Verður hann eigi, hvorki bein- leiðis né óbeinleiðis, mútum teygður af braut sannfæringar sinnar og hug- sjóna? Hingað er komin f bókabúðir æfi saga Abrahams Lircolns, Bandarfkja foraeta, samsett af alþýðumanni, vel að sér og vel gefnum, Bjarna Jóns- syni, kennara. £r auðskilið, að sHkir menn seiðist að Lincoln. Þótt hafinn væri hann f einn hinn æðsta valdasess f he'mi, var hann alla æfi alþýðumað- ur, hafði aldrei á cér íyrirmannssnið né tamdi sér hirðmannlega háttu. Hér verður eigi dómur kveðinn upp um þá hlið bókar þessarar, er að töguvísindum veit. Til þess gerast aðrir, mér færari f þeirri grein. Bókin er f hvfvetna alþýðleg í góðri merk- ingu þess orðs. Margir lærðir rithöf- undar vorir gætu sitthvað f máli af höfundi hennar numið. Þótt ófs- lenzka hrjóti stundum, ritar hann miklu betra mál en menn veita, ef til vill, f fljótu bragði eftirtekt, af þvf að hann er sundurgerðalaus, notar dag- legt mál, sem það er enn mælt á gamla og góða vfsu f sveitum lands vors. En stfi hans brestur blæbrigði og þann mjúkleik f orðvali og orðaskip an, er litverpist eftir breytingum efnis og sögu. Efnismeðferð mun og vel við alþýðuskap. Höf. kann vel að ala á forvitni og óþreyju eftir »meira að heyra«. Stundum sýnist rækilegast frá þvf sagt, er sögulegast er og »drama- tiskastc. Að sama skapi er eigi hirt um hitt, er vænlegast er til skiiningsauka og skýringar og f sjálfu sér mikil- vægast. Bókin er spjaldanna á milli saga, sjaldan blandin hugleiðingum söguritara. Virðist mér laundrjúg list f frásögninni. Vfst er, að sagan greyp- ir f hug lesanda gföggva mynd af mikilmenninu Lincoln, göfgi hans, geðstyrk og lftillæti, er var lágæta-vel f hóf stilt. Liccoln er < stjórnmálum sama sem mikill sérfræðingur er í vísindum. Hann er sérmálamaður. Hann berzt fyrir einu málefni, og hann hefst til æðstu valda fyrir það. Fyrir það sigr- ar hann, og fyrir það lætur hann lffið. Sagt hefir verið, að stórar hugsanir rynnu frá hjartanu, og að flestu þótt spaklega mælt. Myndi eigi rekja mega hvert langlíft afrek f stjórnmálum til samúðar eða meðaumkunar, ósíngjarnr- ar ástar á ættjörð eða hárri hugsjón? Fróðlegt er að kynnast fyrsta aðdrag- anda að afreki Lincolns, afnámi þræla haldsins. Hann gekk, ásamt félaga sínum, um borg eina. »Þá sá Lircoln þá sjón, sem hafði djúp ávrif á huga hans« — — »Þá bar þar að, sem menn voru að bjóða þræla til kaups. Hann sá þá konu standa á torginu, en uppbjóðandinn hrópaði básiöfum, hverjir væri kostir hennar. Það var ambátt. Sfðan sá hann hana rekna inn torgið; hún var sýnd og skoðuð eins og hún væri hross, og hinir nlðings- legu seljendur og kaupendur voru alt f kringum hana. Þarna sá hann man- sal f sinni Ijótustu mynd, og gekk það Lincoln svo til hjarta, að hann paælti: »Eg hefi aldrei íengið færi á að gefa þessu áthæfi ráðningu. En það skal fá vægðarlausa ráðningu, þó að seinna verði«. Hér kornurn við að þvf, sem skóp örlög Lincolns, knúði þrótt hans og hæfileika til stórra starfa, vfsaði þeim veg og lyfti honum f hið e'zta sæti þjóðar sinnar Það er, að lfkindum, of linlega að orði kveðið að kalla þenna eðlisþátt hans mannúð. Manti- kœrleikur er hún sannkölluð, aldan, sem leið með hann upp og áfram og sogaði hann að lokum ofan f djúp:ð. Ráðabreytni hans, frsmkoma og stjórn- arstarf er alt gagnþrungið góðvildar- þeli, bæði til manna og málleysingja. Eru sumar góðverkasögur hans litlu ókunnari en stórvirki hans, þræla- lausnin mikla. Einna tfðfögðust er sagan, er hann barg grfsi upp úr feni. Sýnir hún einkarskýrt, hvllíkur stytkur var f samúð hans með bágstöddum, smáum og smáðum Hann var snemma vörður og verndari þeirra, er gátu enga vörn sér veitt. Eflir það er hann f bernsku skaut kalkúna einn, »gat hann aldrei fengið af sér að veiða hina lftilfjörlegustu af skepnum guðs«, segir Löguhöf. Sumir spámenn og spekingar kenna, að við séum f mannheim komnir til að nema hlýðni við boðorð skynsem- innar. Fáir hafa breytt fastar eftir fyrirmælum hennar og lögmálum en Lincoln. Minnir hann þar á annan landa sinn, Benjamfn Franklfn. Þessir miklu Vesturheimsmenn eru ekki ein- göngu skarpvfslega sbynsamir. Þeir eru skynsamlega skapi farnir eða terrja sig svo, að þeir eru á mann- dómsárum orðnir skynsemilundaðir. Skynsemi, mildi og mannkærfeikur stýra þeim, bæði f smáu og stóru. Svo skynsemi og hugargö'gi skorðað er ráð þeirra, að segja virðist mega fyrir, hversu þeir bregðist við flestu, er á daga þeirra drffur. Þeir eru hnettir, er hverja stund snúast eftir skynsemi ráðinni rás um sól hugsjóna sinna. Á þetta einkum heima um Franklín. Er sfzt furða, þótt uppeldis- fræðingum verði starsýnt á þessi mikilmenni. En ekki er trútt um, að þessi amerfska skynsemi þeirra þreyti stundum, þeir gerist smámunalega skynsamir. En dýrmæta yfirburði skrpar þessi stjórn sívakandi skynsemi. Sökum sið- ferðilegs næmleiks og skapstyrks verð- ur hvorugur þessara stjórnmálamanna sveigður af góðs manns götu, eigi fremur en sólin af sinni braut, eins og sagt var um Rómveija einn. Fáir bafa betur taka kuonað ákasti og aðfinslum en Lírcoln »Ef alt reynist rétt bjá mér að lokum«, sagði hann, »þá verða allar árásir á mig að engu. En ef það kemur f Ijós að lokum, að eg hafi haft rangt fyrir mér, þá gagn- að ekkert, þó að tíu englar ynnu eið að því, að eg hefði haft rétt fyrir mér«. Það myndi hreinsa loftið og spara mikla orku, ef margir stjórn- málamenn brygðust þannig við hnútu- köstum og köldum dómum. Gaman er að bera þá saman, Lin- coln og Erling Skjálgsson á Sóla. Átta aldir og að þvf skapi gerólfk menning, hættir og tunga skilja þessa skörunga. Sammerkt eiga þeir f því, að báðir veittu þrælum lausn. En mikill er munurinn! Erlingur gaf ein- stökum þrælum frelsi. Lmcoln girti, að kalla, fyrir að þræl þyrfti fiamar frelsi að kaupa eða gefa. Samanburður á þessum verkum þeirra sýnir djúpið milli bjálpfúsra einstaklinga og raun- sannra stjórnmálamanna. Löggjafi vinn- ur, eftir megni, að upprœting meinsemda. Vænir menn svokallaðir ráða, eftir föng- um og fórnfýsi, bót á vandræðum ein- staklinga. Eigi leikur vafi á verðmun. Vel er, að holdsveikir séu læknaðir. Ákjósanlegra er hitt, að enginn þuifi læknis að Icita við sbkri voðaveiki. Sama máli gegnir um sjúkdóma þjóð félagsins. Þrælastrfðinu er enn eigi lokið. A'drei hefir það verið báð með meiri ákafa um allar jarðir heldur en á vorum dögum. Ungur íilend- ingui! Þótt þú búir í afskektu jandi, »langt frá öðrum þjóðum«, og skip'r, e( til vill, lágan séss, verður þú kvaddur í það strfð. Þá ræður þvf sjálfur, hvort þú sk'par þér í her þrælahalds eða þrælalausnar. Og þú ræður meira! Það er undarlegt, en satt þó, að f báðum hersveitum má berjast með vopnum drengskapar og ódrengtkapar. Þá velur þér sjálfur vopn. Lestu sögu Lmcolns, áður en þú kýs þér heiflokk og hertygi. Hún leiðbeinir þér við kjörborðin þau Hún segir þér frá stjórnmáiamanni, með bjartavarma mannvinar og skálds, En án slfks yls má engi valdamaður ne leiðtogi f framsókn fólksins vera Fátt getur hollara, bæði á siðlega og andlega vfsu, en kynnast þessari hispurslausu hetju, er var f senn mikilmenni og eitt bið mesta göfugmenni mannkyns- sögunnar. Sigurður Guðmundsson. F r é 11 i r. Dáqardægur. Nýlega andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri frú Guðrún Kristjánsdóttir, kona S'gurðar kennara frá Brún nú að Belgsá f Fnjóskárdal. Brnamein hennar var hjartabilun. L4t- inn er á ísafirði Þórhallur læknir Jóhannesson, áður læknir f Þórshöfn. Stormar heitir leikrit f fjóium þátt- um, eftlr Stein S'gurðsson kennara f Hafnarfirði. Uogmennafélag Akureyrar týndi leik þennan á sfðasta vetrardag og fyrsta sumardag s. 1. Leikurinn fjallar um baráttuna milli atvinnurek- enda og verkamanna. Sýnir hann öfgar og ofurkapp það, er mest getur orðið f þeirri baráttu og tjón það, er af þvf leiðir. Enn fremur bendir hann á leið- ina út úr öfgunuro. Margt er gott f leik þessum. Persónurnar eru vel gerðar og samfeldar. Höfuð ókostir leiksins eru löng samtöl. Lffsspeki sú, sem þar er fyrir komið, tapast að miklu leyti. Athygli áheyrenda í leikhúsi bilar löngu áður en þessum löngu samtals- ræðum er lokið. Enda er örðugt að flytja langt mál svo, að þess verði full not, öðruvfsi en f ræðustfl. Sein- asti þáttur leiksins er áhrifaminstur og þykir sumum það galli. En mjög er leikurinn tilþrifasamur og sumstað- ar erfiður f meðferð. Atburðir hans grfpa inn f 1(1 manna nú á dögum ii-----------------------m Kápuhnappar. Ennpá höfum við hina við- urkendu góðu kápuhnappa, og seljum pá sama verði og áður, á kr. 010—0.20 — 0.25 — 0.30 — 0.35 — 0.50 íyiftina. Brauns Verzluij- Páll Sigurgeirsson. og eru þess verðir að þeim sé gaum- ur gefinn. — Höfuðpersónurnar eru þessar: Ásdal, kaupro. og útgerðarm (Kristj. Karlsson), frú Ásda') Arnheiður Skafta- dóttii), dóttir þeirra (Kristfn Gfsla- dóttir), Tryggvi vinnumaður bjá hr. Ásdal (Jóhs. Jónasson), Hörður, verka- mannaforingi (Steindór Steindórsson), sonur hans Btldur (Jón Björnsson), Bóas, verkamaður (Jónas Kristjánsson). Sumt af þessu fólki hefir aldrei fyr komið á leiksvið og má tefja að það hafi leyst hlutveik sfn vel af hendi og að meðferð á leiknuro, leiktjöld (eftir Vigfús FriðrikssoD) og gerfi hafi verið yfirleitt í góðu lagi. Aðsókn var dágóð. Alþlngi. Fregnir hafa borist hér um bæinn þess efnis, að vantrausts- yfiilýsing á stjórninni væri aðeins ókomin. Þær fregnir munu vera mjög orðum auknar. Tildrög þeirra eru þessi: Fækkun dómara í hæstarétti var samþykt í Ed Framsóknarmenn fylgja J. M. f þvf roáli Fækkum'n mætir mikilli mótipyrnu f Rvík hjá embættismannavaldínu og sjálfstæðis- menn reyna að gera úlfaþyt úr þvf máli. í sambandi við þær umræður og f sambsndi vU tillögu til þings- ályktunar frá sjilfstæðismönnunum um að skora á stjórnina að gera fyrir íslands hönd kröfu til Grænlands, er sagt að Jakob Möller hafi látið f veðri vaka að hlutleysi sfnu gæti brátt orðið lokið. J. M. veit að f hæsta- réttarmálinu er megin lið Framsóknar honum sammála og óttast þvf ekki hótanir f því máli. — Niðurlagning sendiherrans hefir verið tafin í Ed. og ekki tekin á dagskrá f io daga. Þó er líklegt talið að það vinnist á, að eng- inn verði sk'psður í embættið, þegar Sveinn Björnsson hættir störfum. Árni f Múla reynir enn að bregða fæti fyrir launahækkun til Sigurðar Nordal. Þó er Ifklegt, að hún verði samþykt. Ekkert heyrist enn um kettollsmálið. Kaupfélag Eyfirðlnga. Aðalfundur félagsins var haldinn löstudaginn og laugardaginn f fyrri viku. Sigurður Kristinsson skilaði af sér framkvæmda- stjórastaifinu en við tók Vilbjálmur Þór. Með mjög einróma samþykki fundarins var Sigurður kosinn heiðurs- félagi félagsins. Hagur félagsins hefir talsvert batnað á árinu Og verður f næsta blaði skýrt ftarlega frá hag þess. í stjórnina voru endurkosnir Einar Árnason alþm. og Ingimar Eydal kennari. Endurskoðandi var endurkos- inn Stefán Stefánsson á Varðgjá og varaendurskoðandi var kosinn Þórarinn Eldjárn á Tjörn f Svarfaðardal. Full- trúar á Sambandsfund voru kosnir Vilbjálmur Þór framkv stj, Iogimar Eydal, kennari og Bergsteinn Kolbeins- son, bóndi f Kaupangri. Vegna þrengsla, á sfðustu stundu, var ekki unt að koma meiri fréttum f blaðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.