Dagur - 02.10.1924, Page 3

Dagur - 02.10.1924, Page 3
40. töl. DAQUR Gagnfræðaskólinn veröur settur í dag kl. 2 e. h. Skólameistari talar um aðsókn- ina að skólunum. Á víðavangi. Rœktun bæjarlandsins. Einhver »LárQ8< ( 36. tbl. Verkamannsins gerir athugasemd við grein Dags: »Ræktun bæjarlandsins og verkamenn.< Að sumu leyti felst . hann á skoðanir Dags, en er honum þó ósammála í hofuðatriðinu. Raunar er það mjög skiljanlegt og mun Dagur ekki um það fist. Verkamaðurinn vill að bærinn rækti landið og gerist mjólkursali. Er sú krafa f samræmi við stefnu blaðsins, kommunisman. En Dagur hefir mesta trú á þvl, að skifta landinu réttlátlega milii einstakiinga, á erfða- festu til ræktunar, en með aðstoð samtakanna. Meginið af því landi, sem þegar er komið í fulla rækt, hafa einstaklingar ræktað. Það mun fyrst um sinn verða heilladrýgst að hver og einn eigi hlut sinn undir sfnum eigin manndómi, en að réttlæti sé trygt með góðum lögum og yfirtroðslur tyrirbygðar með skipulagsbundnum samtökum. í sambandi við það sem L&rus segir, að eigi sé starfandi að jarðabótum á þeim tfmum, sem verka- menn skorti atvinnu hér f bænum, má benda á ritstjórnargrein í sama blaði: »Hvað á að gera,< þar sem sýnt er fram á, að nú f september standi menn og konur hér f bæ atvinnulaus og næstum tómhent eftir sumarið. Þ6 tfðarfar sé stirt, er jörð þó ófrosin enn þann 18. sept., þegar þetta er skrifað. Hér er vitanlega greinilegur stefnu- munur miili blaðanna, en um það er ekki að fást. Bæði blöðin hafa fullan rétt til sinna skoðana. Jónas Hallgrímsson. Undariegur smekkur má það vera og mikil and leg fátækt, sem hefir valdið þ;f, að íslendingur prentar upp úr ritinu »Blöndu< frásögn eins samtfðarmanns jónasar Hallgrfmssonar skálds um þ&ð, að hann, ástsælasta skáld íslendinga, hafi fyrir hirðuleysi maðkað lifandi. Kunnugt vár það áður, að Jónas var annmarkamaður eins og oft vill verða um alburðamenn. En fegurð ljóða hans, stærð andans, sem hefir gefið okkur skáldverk hans, hefir dregið milda blæju yfir þá misbresti og gefið okkur hugþekka mynd af »listaskáldinu góða.< Nú hefir Hannes Þorsteinsson íundið þennan óþverra og komið honum svo fyrir, að hann verði ævarandi. Og ritstj. ísl. liggur eigi annað þyngra á bjarta, en peðra þessum sama óþverra út f blaði sfnu. Kærkomin yfirlýsing Valtýr StefánsBon, sá sem þjóðin kostaði eriendis, til þess að nema búfræði og átti að verða áveitufræðingur, en sem nú er orðinn pólitfskur verzlun- arfræðingur við Mbl. gefur yfirlýsingu f Mbl, 22. ágúst. Birtist hún f grein til Tryggva Þórhallssonar og hljóðar þannig: »Sezt þú þá f mfnu áliti á '153 bekk með lagsbróðir (sic) þfnum Jónasi Þorbergssyni, er ausið hefir óhróðri um mig f blað sitt undanfarna mán- uði, með þeim ódæmum, að öll virð- ing og alt tillit til mannsins er horfið frá minni hlið. Verður hann að láta sér lynda þá meðferð héðan í frá, að hann sé hvorki virtur viðlits né svars frekar en húsdýrin, sem ráðast að vegfarendum f bæjartröðum*. Ritstj. Dagsjhefir ritað f blað sitt eina grein, sem snerti Valtý ail mikið og birtist húnf tveimurblöðum nr. 26. og 27. þ. á. Þetta er sá óhróður, sem Dagur hefir auslð á Valtý »undanfarna mán- uði<. Af þessu sést hversu létt Valtý veitist, nú orðið, að segja ósatt. Rit- stj. Digs vill láta þess getið, að honum er þessi yfirlýsing kærkomin. Af ástæðum, sem á var bent í fyrr- nefndri grein, er Valtýr sá af and- stæðingunum, sem ritstj. Dags hefir einna minsta tilhneigingu, til þess að meta nokkurs. Hann mun þvf láta sér vel iynda, þó Valtýr slíti ekki bana- kringlunni við það að horfa um öxl til sfn. »Refjasamf«. ísl. segir að Dagur hafi talið Pöntunaríélag Rauðasands- hrepps hafa verið refjasamt. Dagur sagði að það hefði farið fram á upp- gjöf skulda hjá Sambandinu. Úr þvf að ritstjóri íil. efast um að þetta sé rétt, ætti hann að kalla upp í sfma forstjóra Sambandsins. Myndi hann þá fá fullnægjandi upp'ýsingar, eins og hann varð að taka á móti um »Ullarsölu Saœbandsins<, — og um leið komast bjá þvf, sem honum er svo ákaflega mótstæðilegt! — að »segja ósatt um Sambandið<. Símskeyti. Rvík 25. Sept. Þýzkur vélbátur kom til Orinda- víkur í fyrradag og skyldi þar eftir mann. Hvarf siðan aftur vestur með landi Leikur grunur á áfeng- issmyglun. Er Fylla nú að leita bátsins, en hefir ekki fundið hann ennþá. Samningar hafa tekist um kaup háseta á togurunum. Hækkar kaup- ið um 12% og lifraþóknun 20%. Samningurinn gildir frá 1. okt. fyrir ár. Rvik 26. Sept. í fyrradag var upplesin á alþjóða- fundinum fundarbók undirnefndanna sem áttu að gera tiilögur um af- vopnun og ráðstafanir til varanlegs friðar. Fundargerðin telur strfð í allri mynd ólöglegt, allar miskliðir skulu útkljást af gerðardómi; óhlýðn- ist ríki honum skuiu öll önnur ríki þjóðarsambandsins skyld til þáttöku i samtökum gegn viðkomandi ríki; Smárfkin vilja fá nánara ákveðið um, hvernig hjálp þeirra gegn frið- arspilli skuli háttað; vilja leggja fram fé, en ekki herafla til mótvarna. n.mj-u\r~inrr-0 Stefán Pálsson skipstjóri andaðist í gær í Vestmannaeyjum. Sprúttskipið ófundið. Rvík 1. okt. Tyrkir hafa ráðist inn yfir landa- mæri Mesopotamiu og vopnavið- skifti hafist milli þeirra og hers Breta þar. Miklar ófriðarhorfur. Styrjaldar- efnið er yfirráðin yfir olíuhéraðinu Moscul, sem Tyrkir áttu áður, en sem síðan f ófriðarlok hefir verið undir Bretaveldi. Aiþjóðasambandið átti að skera úr um framtiðaryfirráð Mos- cul og málið liggur fyrir núverandi fundi í Oenf. Alþjóðasambandið get- ur ekki skakkað Ieikinn, þar eð Tyrk- ir eru utan sambandsins. Þýzkir þjóöernissinnar þar krefjast þátttöku í ríkisstjórninni. Bent er á Herzt flokksforingja sem ráðherra- efni. Fréttastofan. Fr éttir. Tíðarfarið. Um miðja sfðustu viku gerði þurka í tvo daga. En þeir not- uðust misjafnlega. Sumstaðar gerði hina mestu úrfellisskúr á föstudag- inn, svo að hún sligbleitti áður hálf- þurt hey. Slðsn gerði krapahryðjur og fulla vetrartfð. Sumir bændur hafa náð heyjum sfnum mestum eða öllum, en mjög margir eiga mikil hey úti og eru þau nú undirlögð snjó og klaka. Stór fsbjörg hafa komið upp að Vest- fjörðum. Tfð er nú afar vanstilt og erfitt um að segja, hversu vetur fer að, en horfur eru ekki góðar. Bókasa'nið. Bókavörður hefir beð- ið blaðið að geta þess að bókasafnið verði, eins og undanfarið, opið til út- lána á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 5—7 sfðdegis. Gullsmiðir tveir, Guðjón Bern- harðsson og Aðalbjörn Pétursson eru komnir tii bæjarins og hafa opnað vinnustofu sfna f kjillara íslandsbanka norðanmegin. Harðjaxl heitir bláð, sem nýlega er farið að gefa út f Rvfk. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður er talinn Oddur Sigurgeirsson formannssonur, skáldasonur og sjómaður hinn sterki af Skaganum. Blaðið er mjög fyndið og vel ritað. Kuldar. hafa verið svo miklir f Eaglandi allan ágústmánuð að alment hefir orðið að leggja f ofna í Lund- únaborg allan mánuðinn. Hin óvenju- lega mikla eldiviðareyðsla olli þvl að einn daginn var heimsborgin að verða kolalaus og hækkuðu kolin þá f verði um 2 shillings 6 pence smálestin að þvf er »Politiken< segir. — Vana- lega hefir verið hrakviðri allan mán- uðinn, en þegar rigningunni hefir slot- að hefir það stundum verið með frostil Slysfarir. í sfðustu göngum f Þingeyjarsýalu voru fjórir ungir menn LeiKfimisskór fást í skóverzlun Hvannbergsbræðra. úr Köldukinn að ganga torfærur aust- an megin f Kinnarfjöllum. Þverhnýpt hamrafjöll ganga þar f sjó fram og er eigi fært sumstaðar nema að ganga fjöru fyrir forvaða og er ávalt nokkur hætta, ef sjór er bólginn. Óvenjumik- ið brim var og hugðust þessir fjórir piltar að sæta lagi, að hlaupa yfir torfæru milli ólaga. Hugðu þeir sig örugga fyrir sjó, þó stóröldur riðu að- En svo fór að ólagið skolaði þeim öllum af kletti þeim, er þeir stóðu á og druknuðu tveir þeirra, en tveir náðu aftur landi og komust þrekaðir til bæja hvor sfnu megin við forvað- ann, Naustavfkar og Bjarga. Mennirnir sem druknuðu, voru Jónas Vilhjálms- son frá Torfunesi og Þiðrandi Frið- mundarson frá Skál. En af koroust Ragnar Guðmundsson frá Gvendar- stöðum og Batdur Baldvinsson frá Ófeigsstöðum. Frá SfórsfiiKunni. Stórtemplar Brynteifur Tobiasson fór að heiman 7. ágúst s.l. f ferð kringum land f erindum Stórstúkunnar. Hann kom aft- ur 5. sept. Sérstaklega var förinni heitið til Rvfkur, en jafnframt fann hann að máli umboðsmenn sfna, kynti aéz ástandið og aadirbjó atolaaa stúkna á nokkrum stöðum. ÍReykjavfk átti hann viðtal við helztu stórmenni þau, er hafa framkvæmd áfengislög- gjafarinnar með höndum. Dagur hefir fengið hjá Stórtemplar þessar helztu fréttir úr förinni: Forsætisráðherra gaf honum yfirlýsingu um það, að Spánar- samningarnir myndu á þessu ári verða birtir f Stjórnartfðindunum. Kemur þá í ljós, hver nauðsyn hefir borið, til að opna vfnsölubúðir vfða á iandinu. Eigi kvaðst forsætisráðherra treysta sér, til að loka áfengisverzlun rfkisins á Siglufirði þrátt fyrir eindregin til- mæli Alþingiskjósenda á Siglufirði og útgerðarmanna norðan lands. Virðist af þvf, að núverandi og fyrv. forsætis- ráðherrar lfti nokkuð svipað á ákvæði sámningsins. Enda virtist Stórtemplar óttinn við Spánverja vera mikill á hærri stöðum. Gannar Egilsson hefir enn að nýju verið sendur suður á Spán, til þess að greiða fyrir fisksölu, aðþsfer talið er. Hann er hvorttveggja f senn, konsúll Spánverja hér á landi (( Rvfk) og fulltrúi íslendinga á Spáni. Var Stórtemplar trúlaus á það, að bannmálinu stæði gæfa af þessari tvö- földu þjónustu þessa þekta andbann- ings. — Talið er líklegt að stjórnin leggi — eftir tillögu landlæknis — fyrir næsta þing frv. um að niður falli heimild f lögum frá 24. nóv. 1917 til handa læknum og lyfsölum að selja áfengi eftir lyfseðlum. Er það f sam- ræmi við ályktun síðasta læknafundar. Yfirleitt taldi Stórtemplar Regluna vera f framsókn, enda mikla þörf þess, þvf að vfða væri ilt ástand f áfengismál- inu, og einkum á Siglufirði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.