Dagur - 20.11.1924, Page 2

Dagur - 20.11.1924, Page 2
180 DAOUR Kaupfélaa Eyfirðinga <r * «*» t Nykomið: Rúgmél, rúgur, hestahafrar, hafrafóðurmél, heill maís, knúsaður maís, maísmél, hænsnabygg. Kaupfelag Eyfirðinga. 47, tbl. Nokkur heiðurs hænsni , í hænsnakofanum búa. í Haninn er þeirra höfuð og hænurnar á hann trúa. Þau lifðu f eining andsns og eftir hænsnavenjum, unz bæaan ein tók uppá uudarlegum kenjum. Að hoppa upp á hauginn er hennar fasti vani, reigja sig og rembast og reyna að vera hani. Haninn bölvar f hljóði, en hvað er um það að tala, þótt hænuréttinda hæna heimti að fá að gala. Sem sýnishorn af hinum alvarlegri kvæðum f bókinni þeim sem bezt eru, mætti nefna Refur (g), Skjðni (33), Ásrún (35), Sigurður hreppssíjðri (38), ísland (46), Annir (49) 0. fl. Eitt bezta kvsðið er Ásrún og skal það hér birt: I. Kvöldið var skuggásælt, hlýtt og hljótt, og himininn prýddur stjörnum: öldurnar vögguðu okkur rótt tveim austfirzkum sveitabörnum. Á þilfari undum við, eg og þú, og indælt var saman að dreyma; við ætluðum okkur að byggja brú til bæjanna okkar heima. Við ætluðum okkur að byggja brú, Bem bæri á milli stranda, og gengjum við alein, eg og þú, til ónumdra sólskinslanda. En aldrei varð hún bygð sú brú og börnin er hætt að dreyma. Eg er á flótta, en fangi þú f firðinum þfnum heima. II. Á gatnamótum myrkurs og dags við mættumst í hinsta sinni. Það mót var mér gjöf, sem þú gleymdir strax, en geymi eg enn í minnt: í rödd þinni sumarið söng og hló, úr sólskini voru þfn klæði, en mfn voru úr haustsins húmi og ró og héiu að öðrum þræði. Og þú varst f fylgd með sumri og sól til suðursins hlýju geima, en eg fór með nótt að norðurpól, f nepjunni á eg heima. Og þótt mér verði þar ait að fs, hver ósk og von og minning, — eitt á eg þó, sem aldrei frýs, það er þessi forna kynning. Rúmið léyfir ekki að fleira sé tekið upp, enda er það óþarft. Bókina eignaat þeir sem unna Ijóðum og kunna að meta þau. Hún er fengur fyrir bók- mentirnar og höfundinum til sóma. Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar hefir aðalumboðssölu á bókinni á Norður- og Austurlandi. Rauði krossinn. Það er þegar orðinn töluverður hópur af bæjarbúum, sem hefir skrifað sig sem væntanlega meðlimi, ef Riuða- kross félag verður stofnað h?r f bæn- um. En þeir verða að vera fleiri — minst 100 — til þess að eg og þeir sem helzt hafa lofnð mér aðstoð sinni við að koma félaginu á gang, viljum beita okkur fyrir þvf. jRauði krossinn er alþjóða lfknarfé- lagsskapur, sem nú á öflugar lands- deildir f öllum rfkium hins mentaða heims nema á íjlandi. Það væri til sóma fyrir Akureyrar- bæ að hér myndaðist fyrsti vfsir Rauða krossins fslenzka. Markmi.ð félagsins er að lfkna sjúk- um og bágstðddum af hvaða þjóð, sem er, hvenær, sem þörf gerist, en fyrst og fremst starfar hver Krossdeild fyrir sfna þjóð eða bygðarlag. Upprunalega starfaði Rauði krossinn aðeina á ófriðartfmum, en nú, einkum eftir ófriðinn mikla, hefir starfssvið hans vfkkað um allan helming og vlnnur hann nú jafnt á friðartfmum sem f ófriði að hverskonar lfkn f bágindum. Með því að stofna J8ienzkan Rauða krois, vekjum vér jlendingar athygli heimsins á okkuv og komumst fremur f tölu siðaðra þjóða meðal þeirra, sem lftt þekkja okkur. Auk þess kynnumst vér sjálfir starfsemi þessa volduga lfknaríélags og oss gefst kosfur á, að ganga f þjónustu góðra málefna — svo sem þeim, sem nú eru ofarlega á dagskrá félaganna: að vlnna að s®m- kynningu og samv;nnUi ailra þjðða og þar með vinna að alþjððafrfði. Takist oss að Stöfna Rauða-krossinn hér á landi, efast eg ekki um, að með tilstyrk af opinberu fé megi sá félags- skapur þróast hér og eflast engu síð- en f öðrum mentuðum löndum. Við skulum fara hægt og varlega á stað. — Aðal markmið (élagsdeildar hér á Akureyri verður að ráða bœjar- hjúkrunarkonu, er bæti úr sárri vönt- un á hjúkrun f bænum, en sem þess á milli lfti eftir heilbrigðisástandi á fátækum heimilum og veiti fólki fræðslu um heilsufræði og bjúkrún. Við þurfum ekki að fara lengra, fyr en við sjáum okkur íært. En mörg eru verkefnin, t. d. útgáfa mánaðar- rits um heilsufræði og lækningar, fyr- irleatrar og myndaskýringar um sama efni — samverjanámskeið — 0. m. fl. Þeir sem vilja sjá ísl. Rauða kross- inn upprenna hér f bæ skrifi sig hjá Helga Kristjánssyni f Gamla spftalanum. §leingrímur Matthiasson. Flokkar og stefnur. (Fyrirlestur, fluttur f stjórnmálafél. »Þjóðvörn« á útmánuðum 1924.) I. Myndun Ihaldsflokksins á þingi ætti að mega teljast merkur viðburður f stjórnmálasögu okkar. Oj með þvf að öllum kjósendum landsins er árfðandi að gera sér Ijósa grein fyrir flokka- skiftingunni f landinu, skulu hér rakin helztu drög, er liggja að þessum at- burði og reynt að sýna hvers eðlis hann er og hvers má af honum vænta. Þjóðskipulag okkar er aðeins veik- burða eftiröpun þess, sem gerist f nágrannalöndunum. Þess vegna er nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um þjóðskipuiag og flokkaskipun f öðrum löndum, til þess að þekkja rót- ina að okkar eigin skipulagi. Eins og kunnugt er hefir einveldis- stjórn verið frá aldaöðli hið rfkjandi þjóðskipulag f heiminum alt fram á afðustu aldir. Einvaldurinn tók annað tveggja tign sfna og völd að erfðum eða vann hvorttveggja með vopnum. Skipulag þetta var sterkt og felt f fastar skorður. Eins og það gat reynst vel, ef góður maður sat f hásætinu, eins gat það reynst háskalegt, ef mað- urinn var illur. Til þeas að tryggja vald sitt gegn ásælni snnara þjóð- höfðingja, þurfti einvaldurinn að gera sér handgengna og trygga þá menn er rfkastir voru og mestir fyrir sér, með þvf að veita þeim sérréttindi og takmarkað vald yfir löndum og mönn- um. Upp af þeim rótum reis léns- manna- og aðalsmannavaidið, sem varð Hér með tilkynnist að jaröarför móöur minnar, Guðrúnar Stefánsdóttur, fer fram föstudaginn 21. þ. m. kl. 11 fyrir hádegi, en ekki kl. 1 eins og stóð i íslendingi síðast, af ófyrirséðum orsökum, >«/n. 1924. Soffía Stefánsdótíir. eins og rfki f rfkinu, gerðist yfirgangs- samt og græðgisfult og beitti valdi sfnu til undirokuuar landslýðnum sér til fjár og meiri sérréttinda, unz al- múginn braut af sér okið. Englendingar brutu snemma af sér einvaldsfjötrana og tóku upp það stjórnskipulag, sem kallað er þing- bundin konungsstjórn. Með þvf fyrir- komulagi eru lög sett og fram úr málum ráðið á kjörnum fulltrúasam- komum, þingunum, en staðfestingar- og framkvæmdavaldið er að nafni til bjá konungi. Vagga lýðfrelsisins hér f álfu er talin standa f Englandi og það land hefir orðið einskonar upp- eldisskóli annara þjóða f iýðstjórn og þingræði. En frahska stjórnarbyltingin hafði gágnger áhrif f stjórnarfarslegum efn- tim. Henni fylgdi mjög skörp hugar- farsbreyting manna í Norðurálfunni. Einvaldsrfkin tóku vfða að riða fyrir háværum lýðfrelsiskröfum. Smátt og smátt drógst vaidið úr höndum ein- valdanna f hendur almennings, sem SVo belttí því gegnum þingin, í Rússlandi var þó, þegar stríðið hófst, algert einveldi, en þó aðeins að nafni til. Einvaldurinn var orðinn máttlaust verkfæri í höndum hirðar, aðals og klerka. Að vfsu hafði Rússa- keisari orðið að slaka á klónni, þegar þjóðin, eftir rússneska japanska strfð- ið, ókyrðist svo mjög, að við iá ger- samlegri byltingu. Þá hafði hsnn gefið þjóðinni þing. En Dúman var jafnhrað- an svift valdi sfnu og varð aldrei ann- að en roáttlaus málamyudasamkoma. Hvarvetna annarsstaðar f álfunni var þingræði, annaðhvort þingbundin kon- ungsstjórn eða þingbundin Iýðveldis- stjórn. Þannig var ástatt, þegar strfðið akall á með þeim afleiðingum er það hefir nú haft og mun hafa f stjórnar-i farslegum efnum, II. Þegar almenningur f löndunum fékk umráðarétt f sfnum eigin málum, reis brátt upp ágreiningum um, á hvern hátt málunum yrði bezt til lykta ráð- ið. Af þessum ágreiningi er risin stjórnmálabaráttan. Þeir sem hafa lfk- ar skoðanir f aðalatriðum, skipa sér saman f fiokka. Það má kalla að stjórnmálalið landanna hafi greinst í tvær höfuðsveitir, sem kalla mætti framsóknar- og fhaldslið. Framsóknar- hyggjunni fylgir meira og minna bráð- ger viðleitni til umbóta. íhaldshyggj- unni fylgir fastheldni við rfkjandi akipulag og andúð gegn umbreytingu. ÞesBum aðalflokkum hafa verið gefin ýms nöfn f hinum ýmsu löndnm. |

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.