Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Ketnur úf á bverjum flmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast, Arnl Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. •------— VIII. ár. Akareyri, 26. febrúar 1025. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl l>. Þór. Norðurgðtu 3. Talsfml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramót lí komln tll afgrelðilnmanns fyrlr I, dei, 8. bl«B. Sfofnut) Heilsuhælisfél. Norðurlands. I. Efns og áður haföi verið auglýst, var stofnfundur félagsins haldinn 22. þ. m. í Samkomuhúsi Akureyrar. Fór fundurinn fram á þessa leið: Steingrímur Jónsson bæjatfógeti setti fundinn og kvaðst stjórna honum samkvæmt beiðni nokkurra borgara, þangað til félagiö væri stofnað og gæti sjátft kosiö sér fundarstjóra. Oaf hann síðan orðið Jónasi Þor- bergssyni, sem flutti erindi um mál- ið, skýrði tildrög þess, nauðsyn og fyrirætlun. Að þvi loknu var gengið til atkvæða um það, hvort félagið skyldi stofnað, og greiddu atkvæði með þvi aliir eða nær allir, sem voru f húsinu. Þá var gengið með lista um húsið og létu menn skrifa sig i félagiö og urðu félagsmenn þegar 340. Að þvf búnu var kosinn fund- arstjóri og var bæjarfógetinn kosinn með lófataki. Þá var lagt fram og rætt frumvarp til laga fyrir félagiö og bittast þau f ávarpi því, sem er á öðrum stað f blaðinu. Náöi frv. samþykki með einni lítilvægri breytingu og var þá að Iokum gengið til kosninga. .Má og sjá hver úrsiit þær fengu á nöfn- unum undir Ávarpinu. Var þá störf- um fundarins lokið, en stjórn og framkvæmdanefnd félagsins tók til starfa næsta dag. II. Á fundinum komu fram raddir um þaö, að ósanngjarnt væri og eigi heppilegt að stjórn og fram- kvæmdanefnd félagsins væri ein- göngu skipuð fólki af Akureyri. Með þvf væri sveitunum bægt frá, að hafa sanngjarnan ihlutunarrétt um stjórn og framkvæmdir. Þeíta er vitanlega álitamál, en að öllu athuguöu munu vera ríkari ástæður, til þess að haga þvi á þann hátt, sem orðið er. Skulu hér tekin til álita helztu atriðin: 1. Þetta er eigi málefni kaupstaða fremur en sveita og eigi málefni sveita fremur en kaupstaða. Pað er allsherjarmál alls Norðurlands. Þess vegna ættu ekki að geta komið til greina nein átök um völd f málinu milli þessara aðilja. 2. Það er ekki verulega líklegt, að til ágreinings gæti dregiö um það, hvernig skuli framkvæma i mál- inu. Höfuðatriðið er það, að svo ósleitilega verði unnið, að unt verði að hrinda þvi fram. Og þar sem gera verður ráð fyrir að áhugi manna um þetta sé jafn f sveitum og i kaupstöðum, þá virðist áðstöðu- munur manna um að ná saman og vinna saman verða að ráða. 3. Dreifðir kraftar eiga örðugra með að vinna stöðugt og fljctt. Að- staða stjórnar og framkvæmdanefnd- ar til stöðugrar og skjótrar samvinnu viröist bezt trygð á þann hátt, að hún sé öll i kaupstaönum, þar sem hún getur náð saman fyrirvaralaust, og þar sem samgönguléiöir og sima- Iinur mætast. 4. Niöurstöður þeirra atriða i þessu máli, sem helzt gætu orðið ágrein- ingsefni verða að sumu leyti sjáif- gefnar. Síœrð hins íyrirhugaða hælis hlýtur að nokkru að fara eftir því, hverjar verða undirtektir þingsins og almennings f landinu um fjár- framiög. Staðurlnn verður, þar sem aðaltilgangi hælisins verður bezt náð og aðrir kostir verða svipaðir upp og ofan. Og um það alt verða að dcema menn, sem vit haia á þeim hlutum, læknar og verkfróðir menn. Engin íhlutun annarlegra hvata eða afla um þaO verDur þoluð. ' Einn maður á fundinum, nýfluttur til bæjarins, vakti máis á því, að varlegra væri að hafa fyrirfram til »bremsu° á framkvæmdir þessa máls. f nefndina væru að komast iskyggi- Iega margir ungir menn. Miklar likur erutil að þessi maður hafi hvorki skilið nógu vel eðli þessa máls, sem hann var að tala um, né athugað nægilega að hann var hér ókunnugur og að þessvegna hefði farið vel á því, að hann hefði talað varlega. Fram- kvæmdir þessa máls eru einmitt þess eðiis, að þær eru verkefni ungra áhlaupakrafta: tjársöfnun, vínnuloj- orðasöfnun, flutnlngur éfnis og vinnan við bygglnguna sjálfa. Fyrirhyggjan og vatúöin er nægilega trygð með þeim kröftum, sem i nefndinni eru. Þessir ungu menn, sem þessi að- komumaður var svo hræddur viö, munu vera ungmennaiélagarnir Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jóns- son og Vilhjálmur Þór. Þessir menn, eða minsta kosti Kristján og Vilhjálm- ur, hafa veriö lengi ungmennaiélagar hér í bænum og verið þar meðal þeirra fremstu, sem hafa stöðugt og með þrautseigju unniö að fjársöfnun i heiisuhælissjóðinn. Þeim, sem þekkja til, mun þykja kynleg sú skoðun, að varasamt sé að hafa þessa menn „bremsuMausa sakir ungæðis þeirra. Enginn gat hreyft sliku nema ókunnugur maöur og miölungi varkár sjálfur. Ríkislögregla. III. Um leið og við íengurn viðurkenn- ingu fyrir þvf, að við værum sjálfatæð þjóð, lýstum við yfir þvf, að við ætt- um engan gunnfána og yrðum hlut- lausir i öllum hernaði, enda hefðum engan varnarher. Vopnleysið og her- leysið á að tryggja okkur hlutleysi og að eigi verði ráðist á okkur með her- valdi. Slíkt yrði talið niðingsverk, sem jafnvel spiltur og hérnaðarsjúkur andi þjóðanna myndi eigi þois. Það liggur þvi f augum uppi, að tilætlunin með herstofnun f landinu á ekki að vera sú, að standa gegn árás- um erlends heivalds. Það væri brot á dýrmætu lögmáli hlutleysisins og það væri viðlfka gikkslegt og heimsku- legt tiltæki eins og vfggirðingar Dana eru á sinn hátt. Hvorttveggja myndi gera þjóðirnar að réttmætum, en máttlausum skotmörkum þeirra, sem vildu beita ofrfki og ættu yfir að ráða ofureflí liðs. F.nginn Isiendingur er svo fávis, að hann láti sér hugkvæmást, að ástæða sé til að efla her gegn öðrum þjóðum eða að herstofnun I þvf skýni gæti borið annan árangur en að leiða yfir þjóðina smán og ánauð. Þessvegna er alveg óhætt að slá þvf föstu að verkefna fyrir þetta herlið yrði að leita í landinu sjálfu. Líggur þá næst fýrir að þreifast fyrir um það, hver slík verkefni kynnu að vera. í frumvarpinu segir að þetta eigi að vera varalögreglutið til aðstoðar lögreglustjóra, ef það lögregiulið, sem fyrir er, reynist óeinhlitt eða fyrir- sjáanlega óeinhiftt að dómi lögreglu- stjóra. Er þá vitanlega gert ráð fyrir að eitthvað það geti konaið fyrir og muni koma fyrir innan lands, sem krefjist þesskonar herútboðs. Nú mætti ætla, að fyrir lægi ein- hverskonár reynsla, sem ekki einungis réttlætti, heldur krelðist slfkra aðgerða og slfks fýrirvara frá hendi framkvæmda- valdsins. Og jafnframt mætti ætla að reynslan væri á þá leið, að lögreglu- stjórum hefði á undanförnum árum reynst það ofurefli, að halda uppi lögum og rétti i landinu og að svo ramt kvæði að yfirtroðslum og agaleysi borgaranna, að herliðs væri þörf, til þess að halda þeim f skefjum. Þess- háttar reynsla ein myndi réttlæta svo stór8tfgar og óvenjulegar aðgerðir. En hvað segir svo reynslanf Meðhaldsmenn þessarar herskapar- stefnu munu benda á Ólafs uppþotið svonefnda. En það réttlætir ekki þessar aðgerðir. Reynslan sýndi, að þegar liðsauka var leitáð, var enginn hörgutl á mönnum og að þeir voru fúsir til stórræðanna. Jafnvel þó »svartliðarnir< reykvfsku gengu lengra en við mátti búast og höguðu sér eigi ósvipað fascistunum á ítalfu, til dæmis að varpa f fangelsi miktu fleiri mönnum, en þeim, sem riðnir voru við óspekt- irnar, kasta grjóti inn um glugga, brjótá upp hirzlur og rannsaka skjöl o. s. frv. Þá varð þó afstýrt frekari róstum, af því að almenningsálitið snerlsi á móti Ólaft Friðrlkssynl. Svo myndi og jafnan reynast, er svipaðir atburðir gerðust. Almenningur f iandinu myndi ekki þola opinbert ofrfki og hnefaréttarstefnu, hvaðan sem hún kæmi. Þvf er haldið fram að stofnun þessa lögregluhers eigi að veratil þess »að tryggja fullkomnari lagavernd, full- komnara ejtlrlit með landslðgum.«* Ef nokkurt vit á að vera i slíkri stað- hæfingu, þarf að véra hægt að bendá á, að lög landsins hafi verið fótum troðin, án þess að unt hafi verið að koma fram refaingum, vegna skorts á fjölmennum lögregluher. Lög landsins hafa að vfsu verið fótum troðin. Og oft hefir á það brostið, að mönnum væri haldið til ábyrgðar og réttra laga. En þvi hefir ekki váldið skortur á lögregluliði nema ef til vill i örfá skifti, þvf sfður skortur á fjölmennum lögregluher, heldur hefir valdið skortur á röggsemi yfirvalda. Það vill svo kynlega til, að lög- reglustjórar landsins munu með fáum undantekningnm telja sig f íhalds- flokknum. En undan rifjum þess flokks éða fárra manna ( honum ér þessi stefna runnin. Hún er ávöxtur þess hugsunarháttar og lifsstefnu, sem hvérgi getur þróast annarsstaðar en í íhalds- flokknum. Málið gæti þá litið svona út: íhaldsflokkurinn er að biðja þjóð- ina um leyfi til að stofna her, til að- stoðar flokksbræðrunum, til þess að gera þeim fært að hafa »fullkomnara Cftirlit með landslögum*. En þetta verður skoplegt, þegar athugað er, að margir lögreglustjórar liggja undir ámæli íyrir deyfð og hirðuleysi um að halda mönnum til réttra laga. Hvf ekki að gera ráðstöfun til þess að nota fyrst til hlftar þá lögreglukrafta sem fyrir eru f landinu, áður en farið er að stofna lögregluher? Væri eigi nær, að reka ónytjunga úr embættum, þar sem þeir kunna að vera, og setja dugandi menn til að gæta landslaga? Dagur getur staðhæft að lögreglu- stjórar hafa trassað að kveða upp * Sbr. ísl. «3. febr. s.l, Léturbréytingin hér. Ritstj,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.